Morgunblaðið - 30.09.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 30.09.2004, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V ið ætlum ekki að stýra neinu fasteignaverði,“ segir Tómas Már í upphafi samtalsins, spurður út í nýlegar fréttir um áhyggjur Alcoa- Fjarðaáls af fasteignaverði á Aust- urlandi. „Auðvitað verður markaðurinn að fá að þróast samkvæmt lög- málum um framboð og eftirspurn. Það sem við getum hins vegar gert, og munum gera, er að kynna ráðn- ingaráætlanir okkar og hversu stór hluti starfsmanna kemur til með að flytja inn á svæðið á Austurlandi í heild sinni. Við erum ekki að beina fólki á einn stað umfram annan. Með þessu getum við upplýst verk- taka um hvað sé framundan, þann- ig að hvorki verði byggt of mikið né of lítið. Fasteignir þurfa að vera til stað- ar þegar að því kemur að fólk flytji inn á svæðið. Eins og staðan er núna þá er mjög lítið framboð á húsnæði á Austurlandi, hvorki til leigu né eignar. Það hafa ein- staklingar og fyrirtæki, sem eru að flytja austur, rekið sig á,“ segir Tómas Már en talið er að þörf sé á 600 nýbyggingum á Austurlandi á næstu árum. Hann er sannfærður um að fólk muni í stórum stíl flytja til Austur- lands, og jafnvel innan svæðisins einnig. Því sé nauðsynlegt að mark- aður sé til staðar, án þess að Alcoa- Fjarðaál ætli eitthvað að hafa áhrif á fasteignaverðið. Meginþungi ráðninga starfsfólks í álverið fer fram í ársbyrjun 2006. Fyrir þann tíma segir Tómas Már að fast- eignamarkaðurinn þurfi að vera tilbúinn, þ.e. fyrir starfsfólk álvers- ins. Annað gildi um þá sem þurfi að flytja austur til að byggja álverið. Fyrir þá sé Bechtel, bandaríski verktakinn, að reisa starfs- mannaþorp í Reyðarfirði. Tómas Már segir þann misskilning hafa verið í umræðunni að Alcoa- Fjarðaál byggi þorpið fyrir sína framtíðarstarfsmenn. „Hins vegar koma hingað verk- fræðingar og fleiri starfsmenn Bechtel með fjölskyldur sínar, sem vilja búa utan starfsmannaþorpsins og helst á Reyðarfirði. Þeir eru hérna kannski í tvö og hálft ár og vilja fræðslu fyrir börnin sín. Í samvinnu Bechtel og Fjarðabyggð- ar verður sérstök enskukennsla fyrir þessa krakka en þeir verða einnig í tímum með íslensku krökk- unum.“ Innlent vinnuafl 20–25% við byggingu álversins Fram hefur komið í Morg- unblaðinu að hlutfall innlends vinnuafls við Kárahnjúkavirkjun er um 23%, eða 200–300 Íslendingar á móti 800–900 útlendingum. Spurð- ur út í hvernig hlutföllin verða við byggingu álversins í Reyðarfirði segir Tómas Már að Bechtel hafi látið gera ítarlegar vinnumark- aðskannanir á svæðinu. Fyrst var gerð könnun í byrjun árs 2003, en þá stefndi í að innlent vinnuafl yrði 37–40%. Önnur könnun fór svo fram sl. vor og hún sýndi enn minna hlutfall Íslendinga, eða svip- að og við Kárahnjúkavirkjun, 20– 25%. Miðað við þörf fyrir um 1.800 manns á verktíma álversins gætu Íslendingar orðið 350–450. Tómas Már segir innlenda vinnu- aflið einfaldlega ekki vera til stað- ar, miklar byggingaframkvæmdir fari nú fram á höfuðborgarsvæðinu, m.a. hjá orkufyrirtækjunum, og víðar um landið. Því megi reikna með að Bechtel þurfi að leita til út- landa eftir vinnuafli, bæði iðnaðar- og verkamönnum. Hefur fyrirtækið m.a. skoðað lönd eins og Pólland, Ungverjaland og Portúgal. Gert er og sérfræðingar ráðnir. Öll við álverið verða auglýst. „Reynslan af rekstri álve landi sýnir að um vel launu er að ræða fyrir fólk með fj breytta menntun. Störfin e breytt og eitt okkar helsta við skipulagningu fyrirtæk að skapa sem mesta fjölbre störfum og sveigjanleika, þ fólk hafi til dæmis möguleik flytja sig til í starfi innan ál Um leið mun mikil fræðsla starfsmenntun fara fram fy stuðlan Fjarðaáls. Það stef allt í að skipuritið hjá okkur frekar óhefðbundið,“ segir Már. Konur fara betur með tækin en karl Alcoa-Fjarðaál hefur gef markmið sitt að um helmin starfsmanna álversins verð Tómas segir þetta hafa vak skuldaða athygli og fengið j viðbrögð. Fyrirtækið hafi e lega sett sér þetta markmið þess að kynin séu álíka fjölm „Við erum óhrædd við að okkur háleit og krefjandi m Kannski tekst það ekki allt degi en vonandi þegar fram stundir. Við viljum vekja at því að þetta eru störf fyrir b kynin. Mikilvægt er að vak taki tillit til þess að þarna v skyldufólk að störfum. Í da störf í álverum ekki líkamle ið, að miklu leyti eru þetta t störf og stýring á tækjum o Konur standa sig einfaldleg þessum störfum og ekkert karlmenn,“ segir hann og v m.a. til rannsókna sem sýn ur gangi betur um tækjabú karlar. Tómas Már segir fyrirtæ bara stefna að meira kynjaj heldur einnig að jafnvægi í starfsmanna. „Við viljum rá á öllum aldri,“ segir hann á Vísar hann til þess að lítil s mannavelta sé hjá sambær fyrirtækjum og því mikilvæ góðri aldursdreifingu meða fólks strax í upphafi. Það ko líka betur fyrir samfélagið. Auk um 450 starfa við sjá ráð fyrir að þetta verði starfsmenn sem ráðnir verða beint til Bechtel. Undirbúningur framkvæmda á álverslóðinni gengur vel, að sögn Tómasar, en næsta sumar hefst byggingarvinnan af fullum þunga. Bechtel gerir strangar öryggis- og heilbrigðiskröfur til sinna und- irverktaka og Tómas segir það að- eins forsmekkinn að því sem síðar verði hjá Alcoa-Fjarðaáli. Mikil áhersla sé lögð á öryggi starfs- manna. „Það getur verið að þetta sé ákveðin breyting fyrir suma. Þá er bara að aðlaga þá nýjum að- stæðum, eftir þeim öryggiskröfum sem við gerum.“ Tugir fyrirspurna í viku hverri Alcoa-Fjarðaál stefnir að því að hefja álframleiðsluna vorið 2007. Um 322 þúsund tonna álver er að ræða og er reiknað með að þar starfi um 450 manns. Tómas Már fullyrðir að það takist að manna ál- verið fyrst og fremst með íslensk- um starfsmönnum. Til að byrja með megi reikna með um 20 er- lendum sérfræðingum sem muni þjálfa upp íslensku starfsmennina. Þetta muni síðar snúast við, þegar Íslendingar verði sendir til útlanda til að miðla af reynslu sinni og þekkingu frá nýjasta og fullkomn- asta álveri Alcoa. „Við finnum fyrir gífurlegum áhuga á þeim langtímastörfum sem þarna skapast. Nú þegar fáum við tugi fyrirspurna í viku hverri, frá fólki sem hefur áhuga á að vinna með okkur. Þetta er fólk úr ýmsum geirum; verkfræðingar, tæknifræð- ingar, viðskiptafræðingar, rafvirkj- ar, vélvirkjar og verkafólk,“ segir Tómas Már en til marks um þenn- an áhuga þá sóttu nýlega um 70 manns um starf upplýsingafulltrúa álversins og ríflega 50 vildu verða fræðslustjóri Alcoa-Fjarðaáls. Þá vildu yfir 100 komast í þann stól sem Tómas Már situr í. Hann segir allar þessar umsóknir hafa komið frá mjög hæfu fólki, alls staðar að af landinu, ekki síst úr Reykjavík. Sem fyrr segir fara flestar ráðn- ingar fram árið 2006 en fram að þeim tíma verða lykilstjórnendur Forstjóri Alcoa-Fjarðaáls segir mikinn áhuga vera á Ætlum ekki að s fasteignaverðinu Undirbúningur fyrir starfsemi álvers Alc Fjarðaáls í Reyðarfirði er í fullum gangi. Björn Jóhann Björnsson ræddi við forstj ann, Tómas Má Sigurðsson, um stöðuna o hvernig fyrirtækið sér fyrir sér fasteigna markaðinn á svæðinu og ráðningarmálin Morgunblaði „Fólk verður að átta sig á að þessar framkvæmdir eru að bresta Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, m.a. í viðtalinu NÝIR STRAUMAR Á SPÁNI Miklar breytingar hafa átt sérstað á Spáni á undanförnumáratugum og sennilega hefur ekkert þjóðfélag á meginlandi Evrópu vestanverðu breyst jafnhratt. Þegar einræðisherrann Francisco Franco féll frá árið 1975 var líkt því sem frystikista hefði verið tekin úr sam- bandi. Þá losnaði um höft og viðjar þótt hinn íhaldssami tónn, sem ein- kennt hafði valdatíma Francos, viki síður en svo alveg. Nú eiga sér að nýju stað miklar breytingar í spænskum samfélagsmálum og hriktir sérstak- lega í stoðum kaþólsku kirkjunnar, sem til þessa hefur haft mikil og sterk ítök á Spáni. José Luis Rodríguez Zapatero, for- sætisráðherra Spánar, boðaði miklar breytingar þegar hann komst til valda eftir kosningarnar í mars. Sérstaka áherslu lagði hann á að rétta hlut kvenna og sýndi það í verki með því að skipa konur í helming ráðuneyta sinna. Talað er um að alls staðar seilist konur til valda og hin hefðbundna hlut- verkaskipting á Spáni riði til falls. „Karlmennskan hefur runnið sitt skeið á enda og konurnar sækja fram,“ sagði í þýska tímaritinu Der Spiegel. Zapatero hefur sagt að hann vilji að kona geti erft krúnuna. Hann hyggst slaka á fóstureyðingalöggjöf landsins. Búist er við að stofnfrumurannsóknir verði gefnar frjálsar. Hann hefur skor- ið upp herör gegn heimilisofbeldi sem hann kallar þjóðarskömm. Mesta reiði kirkjunnar hefur hins vegar heiti hans um að samkynhneigðir fái jafnstöðu gagnvart lögunum vakið. Eins og fram kemur í fréttaskýringu Ásgeirs Sverr- issonar um þessar breytingar á Spáni í Morgunblaðinu í gær mun þetta trú- lega leiða til þess að samkynhneigðum verði heimilað að ganga í hjónaband og ættleiða börn. „Samkynhneigðir eiga skilið að fá sömu meðferð og gagnkyn- hneigðir og eiga rétt á að lifa lífi sínu, frjálsir, á þann veg sem þeir kjósa,“ segir Zapatero. Biskuparáð Spánar brást við í sum- ar með því að segja að hjónabönd sam- kynhneigðra væru hættuleg og einn talsmanna þess sagði í byrjun vikunn- ar að þau væru eins og „veira“ sem sleppt væri lausri í samfélaginu. Þetta er þvert á andrúmsloftið í samfélag- inu. 70% Spánverja sögðust í nýlegri skoðanakönnun hlynnt hjónaböndum samkynhneigðra, en 12% voru alfarið gegn þeim. Kirkjan virðist ekki eiga sama hljómgrunn á Spáni og áður og bol- magn hennar til að standa í vegi fyrir breytingum hefur því minnkað. Eins og segir í fréttaskýringu Ásgeirs bendir margt til þess að öflugir straumar hafi á undanliðnum árum verið að verki á Spáni, sem hafa áhrif á ýmsa grunnþætti þjóðfélagsins og veltir hann fyrir sér hvort stjórn Zap- ateros endurspegli einfaldlega við- horfsbreytingu, sem ekki hafi farið hátt í valdatíð íhaldsstjórnar José María Aznars. Í tíð Aznars náðist mik- ill árangur í efnahagsmálum á Spáni. Nú er röðin komin að félagslega þætt- inum og virðist andi aukins umburð- arlyndis og aukins jafnréttis vera að ryðja sér til rúms. SÓKN Í HEIMILDA- OG STUTTMYNDAGERÐ Það hefur tæpast farið framhjámörgum að norræna heimilda- og stuttmyndahátíðin Nordisk Panorama hefur staðið yfir að undanförnu. Enda var slegið aðsóknarmet á hátíðinni að þessu sinni, sem er sérstaklega skemmtilegt í ljósi þess að hér ríkir fámenni miðað við mörg þau lönd önnur sem skiptast á um að hýsa þessa árlegu hátíð. Vera má að sú staðreynd að aðgangseyri var mjög stillt í hóf inn á viðburði hátíðarinnar hafi skipt máli í þessu sambandi, en sú stefna er auðvitað til mikillar fyr- irmyndar á slíkri kynningarhátíð, og miðar að því að ala upp áhorfendur sem kunna að meta þessar tilteknu greinar kvikmyndagerðarinnar. Aðsóknarmetið ber þó að sjálf- sögðu fyrst og fremst að rekja til þeirrar áhugaverðu dagskrár sem í boði var, ekki einungis frá Norður- löndum heldur víða að úr heiminum. Augljóst virðist að áhugi á heimilda- og stuttmyndum hefur farið vaxandi á undanförnum árum, enda hafa tækni- nýjungar á sviði kvikmyndagerðar auðveldað mjög framleiðslu þeirra. Þá er einnig ljóst að sú þróun sem kristallast ef til vill best í myndum Bandaríkjamannsins Michaels Moor- es, hefur beint kastljósinu að þeim möguleikum sem heimildarmyndir búa yfir og liggja á mörkum heim- ildasöfnunar og hins leikræna, og fyr- ir vikið hleypt nýju lífi í þessa grein kvikmyndagerðar sem og glætt áhuga meðal áhorfenda. Á hátíðinni að þessu sinni kepptu 23 heimildarmyndir og 41 stuttmynd um verðlaun, en besta norræna stutt- myndin í ár var valin mynd Rúnars Rúnarssonar, Síðasti bærinn. Verð- launin hafa einu sinni áður fallið Ís- lendingum í skaut, þegar Dagur Kári Pétursson vann þau fyrir myndina Lost Weekend. Síðan þá hefur Dagur Kári sannað ótvíræða hæfileika sína á sviði kvikmyndagerðar og það er von- andi að Rúnar eigi, í kjölfar þessara verðlauna, einnig eftir að njóta tæki- færa til að sýna hvað í honum býr á þessu sviði. Þau tækifæri verða þó tæpast til nema hér verði til viðunandi mark- aður fyrir slíkar myndir, þ.e.a.s. hjá íslenskum sjónvarpsstöðvum, sem hingað til hafa ekki verið mjög öfl- ugur kaupandi að slíku efni; í það minnsta ekki ef tekið er tillit til þess hversu mikið er nú framleitt af því hér á landi. Kaupstefna sú, sem er hluti af Nordisk Panorama skiptir kvikmyndaheiminn á Norðurlöndum miklu máli, íslenskan kvikmyndaheim ekki síður en þann erlenda, enda hitta kvikmyndagerðarmenn þar fyrir þá sem sjá um úthlutanir úr opinber- um sjóðum, fjárfesta og þá sem kaupa inn fyrir sjónvarpsstöðvarnar. Með aukinni grósku í íslenskri kvikmynda- gerð er full ástæða til að horfa gagn- rýnum augum á hlutverk íslenskra sjónvarpsstöðva, sem ættu að sýna mun meira af íslensku efni en raun ber vitni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.