Morgunblaðið - 30.09.2004, Side 44

Morgunblaðið - 30.09.2004, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING dönsku verki í inngöngu, Gloria eftir Michael Bojesen (f. 1960), fyrst í fuglabjargsdreifðri slemb- iskörun en síðar samtaka; fislétt rytmísk og bráðskemmtileg tón- smíð er lék af áreynslulausri snerpu á vörum stúlknanna. Kór- stjórinn átti næstu tvö verk við Ritningartexta, hraðan Davíðs- sálminn Make a joyful noise og hið hægara Peace (Joh. 14:27), prýð- isgóða músík, þar sem málvalið bar að vísu landlægu enskudaðri vitni. Jensen átti síðar sitt bezta verk þetta kvöld þegar stúlkurnar fluttu eins og herforingjar nokkuð krefjandi en feikivel samið Ave Maria við orgelundirleik. Þrautreynsla og markviss ögun kórsins kom ekki sízt fram í því hve litlu munaði á túlkun ein- stakra verka. Meðal tónsmíðalegra hápunkta mætti kannski helzt nefna tignartæru Nystedt- perlurnar Velsignet være han (við vélhjóladyn utan af Austurvelli) og Jeg er verdens lys, ásamt ljóð- rænni Lágmessu Faurés og svip- sterkri útfærslu Jakobs Lorent- zens (f. 1968) á fornþýzku sálmalagi við framsækinn org- elmeðleik. Marianne Karlberg söng Les Angélus, þríþætt einsöngsverk Viernes, með fallega þéttri en of- urlítið siggjarnri sópranrödd við ljúfan orgelleik Vandermarks, er lék einnig Bach-forleikinn Allein sei Gott in der Höh’ BWV 662 með snyrtilegum skrautnótum. ÞAÐ er ekki oft sem heyra má frammistöðu hjá aðeins 11–15 ára gömlum kórsöngvurum er jaðrar við atvinnumennsku. Sú var engu að síður raunin þegar Sankt Annæ Pigekor kom fram í Dómkirkjunni á fimmtudagskvöld í líkast til fyrstu söngför sinni hingað. Kór- inn var stofnaður 1973 og er einn þriggja kóra Söngskóla Kaup- mannahafnarborgar, þ.e. Mennta- skóla heilagrar Önnu í Valby sem kenndur er við móðurömmu Krists (verndardýrling námumanna), og tekur eftir öllu að dæma inn efni- lega nemendur þegar á grunn- skólastigi, eða úr 6.–9. bekk. Hann telur í fullri stærð 130 stúlkur, en kemur skv. kynningarblaði oft fram í smærri einingum eins og nú, þegar 29 kórfélagar fluttu metnaðarfulla dagskrá nýrri nor- rænna og eldri klassískra verka af bæði andlegum og veraldlegum toga. Ekki var síðra afrek að hljóma þetta vel og tandurhreint í eyðimerkurómvist Dómkirkjunnar, m.a.s. oftast án undirleiks. Hætt er við að sumir hlustendur hafi ruglazt dulítið í ríminu þegar kórinn skoppaði fram og aftur um prentaða heildardagskrá sína, þar sem 14 af alls 23 atriðum voru flutt, með aðeins munnmæltum kynningum kórstjórans á undan eða eftir að leiðarljósi. En hafi ekkert skolazt til hjá undirrit- uðum, þá hófst söngurinn á Kornungar atvinnu- konur TÓNLIST Dómkirkjan St. Annæ Pigekor frá Kaupmannahöfn. Marianne Karlberg sópran; Eileen Vand- ermark orgel. Stjórnandi: Claus V. Jen- sen. Fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Í kvöld verða haldnir minning-artónleikar um Fróða Finns-son tónlistarmann sem lést aðeins nítján ára að aldri úr krabbameini, fyrir nákvæmlega tíu árum. Á minningartónleikunum koma fram níu sveitir/listamenn en þátt taka Bacon, Ghostigital, Hot Damn!, Ívar Páll, Drep, Singa- pore Sling, Skandinavia, Trabant og SSSpan. Fróði var áberandi í tónlistar- lífi landsins um og eftir 1990 og áfram. Hann var gítarleikari með einni af langlífustu og fremstu dauðarokksveit landsins, Sorori- cide, sem hampaði fyrstu verð- launum Mús- íktilrauna árið 1991 undir nafninu Infusoria. Síðar átti Fróði eftir að stofna ásamt öðr- um einkar frumlega nýrokksveit, hina ógurlegu SSSpan, sem starf- aði stutt en vel og kraftmiklir tónleikar þeirrar sveitar eru pikkfastir í minningunni. Undir það síðasta starfaði Fróði með Texas Jesús og var farinn að semja sígilda tónlist. Stuðsveit- irnar Pulsan og Claustrophobia under my foreskin eru þá ógleymanlegar og Fróði var linnulaust að þrátt fyrir erfið veikindi. Höfundur þessa pistils var svo heppinn að kynnast Fróða og hugsar reglubundið til hans, þó samverustundirnar virðast harla fáar þegar litið er til baka. Það var hægt að tala við Fróða af viti um tónlist og í miðju dauðarokks- fárinu var hann farinn að hugsa langt út fyrir rammann, eitthvað sem var ekkert sérstaklega al- gengt í þeirri listgrein, sem fylgir fremur föstum, fag- urfræðilegum reglum. Það er óhætt að segja að áhrif Fróða á umhverfi sitt og sam- ferðamenn hafi verið rík. Hann var kraftmikill og sjarmerandi maður um leið og hann var djúp- spakur og þenkjandi. Fróði snart fólk sem kynntist honum og miss- irinn var sár.    Í kvöld kemur hljómsveitinSSSpan saman aftur á nýjan leik. Sveitin var skipuð þeim Gauki Úlfarssyni bassaleikara, Boga Reynissyni söngvarara, Sölva Blöndal trommuleikara og Fróða sem lék á gítar. Það er Gísli Már Sigurjónsson, fyrrum Stjörnukisameðlimur og núver- andi meðlimur í Bacon (ásamt Boga), sem mun fylla skarð Fróða. „Kvöldið í kvöld verður fyrst og fremst skemmtilegt því að þannig maður var Fróði,“ segir Gaukur. „Hann var alltaf hress. Við höfum verið að skoða mynd- skeið frá tónleikum og á meðan við vorum að einbeita okkur að því að vera drungalegir þá var Fróði alltaf í gleðistuði.“ Í SSSpan komu saman ólíkir einstaklingar sem stuðlaði að þeim einstaka hljóm sem sveitin bjó yfir. Fyrir Boga og Fróða, sem komu úr dauðarokkinu, veitti sveitin þeim mikið frelsi og sköpunarlega útrás og metnaður allra meðlima var mikill. „Að spila á hljóðfæri var jafn- eðlilegt og að anda fyrir Fróða,“ segir Bogi. „Honum leið best á bakvið gítarinn eða trommusett- ið. Hann var alltaf að.“ Því miður hafa ekki enn fund- ist nothæfar upptökur af tónlist SSSpan til útgáfu, verkefni sem væri meira en verðugt.    Íslensk rokksena árin ’91 til ca.’94, þau ár sem Fróði var á meðal þátttakenda, var óvenju gróskumikil og hljómsveitir í dag, eins og Sigur Rós, Quarashi, Trabant, Leaves, Maus og Vínyll svo fáeinar séu nefndar eiga grunn sinn í þessum árum. Hljómsveitirnar sem koma fram í kvöld hafa allar meira og minna á að skipa fólki sem annaðhvort starfaði með Fróða að tónlist eða voru einfaldlega traustir vinir. Af þeim átti Fróði gnægð. Á milli tónlistaratriða í kvöld verða sýnd myndskeið frá ævi Fróða auk þess sem sögumaður mun leiða fólk í gegnum valda kafla úr ævi hans og tónlistar- legum ævintýrum. Tónleikarnir í kvöld hefjast stundvíslega klukkan 20. Aðgang- ur er ókeypis fyrir 18 ára og eldri, svo lengi sem húsrúm leyf- ir. Fróði Finnsson ’Hann var kraftmikillog sjarmerendi maður um leið og hann var djúpspakur og þenkj- andi. Fróði snart fólk sem kynntist honum og missirinn var sár. ‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SSSpan á sviði. CHICAGO Á LAUGARDAGINN! Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Í kvöld kl 20, Fö 1/10 kl 20, Fö 8/10 kl 20, Su 10/10 kl 20 Fi 14/10 kl 20, Fö 15/10 kl 20 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Su 3/10 kl 20, Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20 Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 2/10 kl 20, Su 3/10 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Aðalæfing mi 6/10 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning fö 8/10 kl 20 - UPPSELT 2. sýn su 10/10 kl 20 - Gul kort 3. sýn fi 14/10 kl 20 - Rauð kort 4. sýn fö 15/10 kl 20 - Græn kort 5. sýn su 24/10 kl 20 - Blá kort CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20 Lau 23/10 kl 20, Fö 29/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) VERTU MEÐ Í VETUR LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14 Su 24/10 kl 14, Su 31/10 kl 14 Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim ☎☎ 552 3000 552 3000 Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Sími: 552 3000 ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is • Föstud 1/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI • Laugard 2/10 kl. 20 LAUS SÆTI • Laugard 23/10 kl. 23 eftir LEE HALL “Einstök sýning! Leikararnir fara á kostum” Sýningin hlaut tilnefningu sem vinsælasta leiksýningin á Grímunni 2004 “Þvílík snilld! Ég skora á alla að sjá þessa stórkostlegu sýningu” AK Útvarp Saga SS Rás 2 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter frums. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 UPPSELT 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 örfá sæti laus 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT 5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 UPPSELT 6. sýn. sun. 24/10 kl. 20 nokkur sæti laus Það er erfitt að muna lygina SVIK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.