Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF AIREX DÝNUR FYRIR JÓGA OG LEIKFIMI polafsson.is Trönuhrauni 6 // 220 Hafnarfjörður // Sími: 565 1533 Bandaríkjamenn eru í hátíð-arskapi í dag enda haldaþeir í dag upp á þakk-argjörðardaginn, sem ver- ið hefur lögboðinn frídagur í Banda- ríkjunum frá því á seinni hluta nítjándu aldar. Upphaf hans má þó rekja enn lengra aftur eða allt til komu fyrstu landnemanna frá Eng- landi á öndverðri sautjándu öld. Þakkargjörðardagurinn eða Thanksgiving Day er ávallt haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag í nóvembermánuði. Ef að líkum lætur svigna veislu- borðin vestra undan girnilegum krásum en kalkúnn er ómissandi að- alréttur á þakkargjörðardegi. Veitingamennirnir á TGI Friday’s eru líka komnir í hátíðarskap, en þar á bæ verður í dag hægt að gæða sér á ekta þakkargjörðarmáltíð. „Á síð- asta ári héldum við þakkargjörðar- daginn hátíðlegan í fyrsta sinn og reyndust viðtökurnar mjög góðar. Hefð er orðin fyrir því hjá TGI Friday’s-veitingastöðum að bjóða upp á kalkún á þessum degi og viljum við ekki vera eftirbátar annarra í þeim efnum,“ segir Róbert Ólafsson, yfirmatreiðslu- meistari, en um 680 TGI Fri- day’s-veitinga- staðir eru reknir um heim allan. Óþreytandi við ný tilbrigði Þegar Róbert er inntur eftir upp- runa eigin uppskriftar, sem hann deilir hér með lesendum, svarar hann því til að í reynd sé eiginlega engin ein uppskrift að hinum eina sanna kalkún. „Þó er ýmislegt, sem verður að vera til staðar í kalkúna- máltíð á þakkargjörðardegi. Nefna má fyllinguna, sætar kartöflur, trönuber og graskers- eða valhnetu- böku. Fyrir áhugasama bendi ég á að hægt er að fletta upp á thanksgiv- ing.com á Netinu þar sem finna má óteljandi uppskriftir og hvaðeina sem tengist þessum degi. Greinilegt er að Bandaríkjamenn eru óþreyt- andi við að finna ný tilbrigði við þessa aldagömlu hefð. Ég safna hins vegar brotum af því besta í mína uppskrift,“ segir Róbert og bætir við að kalkúnaveisla ásamt hnetu- súkkulaðibitaköku með ís verði á boðstólum frá 11.30 til 22 í dag. Kalkúnninn Fylling: 8 bollar brauðteningar ½ bolli söxuð steinselja 2 tsk salt 2 tsk ferskt rósmarin 2 tsk ferskt timian ½ bolli fersk salvía ½ bolli smjör 1 bolli saxaður laukur 1 bolli saxað sellerí með laufum 1½ bolli kjúklingasoð Léttsteikið laukinn og selleríið í smjörinu og blandið saman við brauðblönduna ásamt öllu kryddinu og kjúklingasoðinu. 1 heill kalkúnn, 6–8 kg. Hreinsið fuglinn vel í köldu vatni og þerrið með pappírsþurrku. Troðið fyllingunni í kalkúninn og bindið fuglinn upp. Bakist á rist við 130°C í 4–5 tíma. Penslið reglulega með smjöri. Fjarlægið fyllinguna úr fuglinum um leið og hann er tilbúinn og setjið í skál. Leyfið fuglinum að standa í 15 mínútur áður en hann er skorinn. Trönuberja- og eplasulta 100 g smjör 500 g epli í bátum 2 tsk kanill 1 tsk negull 200 g púðursykur 4 msk hveiti 1 dl epladjús 500 g frosin trönuber Bræðið smjörið í potti og bætið eplunum út í og látið malla við lágan hita þar til eplin mýkjast. Bætið kryddinu og sykrinum saman við. Leysið hveitið upp í djúsnum og hrærið saman við eplablönduna. Mallið áfram í 2 mín. og blandið að síðustu berjunum út í. Kartöflumús 5 stórar bökunarkartöflur 5 sætar kartöflur 100 g smjör 1 dl sýrður rjómi 2 msk beikonbitar söxuð steinselja salt pipar Skerið kartöflurnar í stóra ten- inga og sjóðið í léttsöltu vatni. Sigtið vatnið frá og stappið kartöflurnar í mauk. Bætið smjöri, sýrðum rjóma, beikoni, steinselju og kryddinu sam- an við og hrærið vel saman. Sósa 100 g smjör innmatur úr einum fugli. 1 bolli saxaður laukur 1 bolli saxað sellerí 5 hvítlauksrif 2 dl balsamikedik 2 lítrar kjúklingasoð svartur pipar maizena-mjöl Steikið innyflin, laukinn, hvítlauk- inn og selleríið í smjörinu. Hellið edikinu yfir og sjóðið niður. Hellið kjúklingasoðinu og piparnum saman við og sjóðið í 10 mín. Sigtið sósuna og þykkið með maizena-mjöli.  MATARKISTAN | Bandaríkjamönnum finnst kalkúnninn vera ómissandi á þakkargjörðardegi sem er í dag Safnar brotum af því besta í uppskriftina Veitingamenn á TGI Friday’s ætla í dag að halda þakkargjörðardaginn hátíðlegan ásamt bandarísku þjóðinni. Jóhanna Ingvarsdóttir fékk forsmekkinn hjá Róberti Ólafssyni, matreiðslumeistara. Morgunblaðið/Sverrir Kalkúnn: Tilheyrir þakkargjörðardegi, sem er ávallt haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag í nóvembermánuði. join@mbl.is Epla- og trönuberjasulta. Kartöflumúsin. Fyllingin. Róbert Ólafsson yfirmatreiðslu- meistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.