Morgunblaðið - 02.12.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 329. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Dorrit fær veski úr lambsskinni og hlýra-
roði og Vigdís kórónu | Daglegt líf
Viðskipti | Straumlínustjórnun Breyttur hlutabréfasjóður Svipmynd af Guð-
rúnu Lárusdóttur Úr verinu | Fiskifræði sjómanna Ekki lengur með særokið í
andlitið Íþróttir | Kristján Örn frá KR til Brann Heiðar dýrkaður og dáður
www.postur.is
3.12.
er síðasti öruggi skiladagur
á jólapökkum til landa
utan Evrópu!
NÆSTUM þriðjungur tveggja ára
barna á Íslandi hefur lélegan járnbú-
skap eða litlar sem engar járnbirgðir
í líkamanum, samkvæmt nið-
urstöðum nýlegrar rannsóknar.
Að sögn Ingu Þórsdóttur, prófess-
ors í næringarfræði við HÍ og for-
stöðumanns Rannsóknastofu í nær-
ingarfræði við LSH, hefur
járnskortur lengi verið tengdur mik-
illi neyslu kúamjólkur. Börnum sem
fá of einhæfa fæðu og of mikla kúa-
mjólk, tæplega ½ lítra eða meira á
dag, er mest hætta búin á að verða
fyrir járnskorti, en mjólkin tekur
pláss frá fjölbreyttu mataræði sem
inniheldur meira járn.
Nokkuð er síðan mælt var með
neyslu járnríkrar stoðmjólkur fyrir
börn, sex mánaða til tveggja ára, og
segir Inga að líklegt sé að járnforði
barna fari batnandi með breyttum
áherslum í næringarráðgjöf. Engu að
síður er járnskortur hjá ungbörnum
margfalt algengari hér á landi en í ná-
grannalöndunum.
Inga undirstrikar að þótt íslenska
kúamjólkin sé ekki holl í miklu magni
fyrir ung börn þá hafi hún góða efna-
samsetningu og veiti næringarefni
sem önnur matvæli veiti ekki eins
auðveldlega, eins og t.a.m. kalk.
Járnskortur meðal ungra barna
Of mikilli neyslu venju-
legrar mjólkur og ein-
hæfri fæðu kennt um
Of mikil/32–33
Jólagjafir til þjóð-
þekktra Íslendinga
Viðskipti, Ver og Íþróttir í dag
FRESTUR til að greiða atkvæði um kjara-
samning grunnskólakennara og launa-
nefndar sveitarfélaga rann út kl. 18.00 í
gær. Tekið var á móti atkvæðum á skrif-
stofu Kennarasambands Íslands í gær. At-
kvæði sem voru póstlögð og póststimpluð
áður en fresturinn rann út teljast einnig
gild.
„Ég get vel giskað á að það sé 80–90%
þátttaka í atkvæðagreiðslunni. Mér þykir
það líklegt í ljósi reynslunnar,“ sagði Finn-
bogi Sigurðsson, formaður Félags grunn-
skólakennara. Atkvæðin verða talin um
helgina og úrslit birt á mánudag.
Morgunblaðið/Kristinn
Harpa Björnsdóttir, trúnaðarmaður kenn-
ara í Garðaskóla í Garðabæ, afhendir Val-
geiri Gestssyni atkvæði á skrifstofu KÍ.
Kosningu
um kennara-
samning lokið
HB Grandi mun ráða yfir um 11,93% heild-
arkvótans, verði af sameiningu félagsins við
Tanga hf. á Vopnafirði og útgerðarfélagið
Svan RE ehf., samkvæmt yfirliti Fiskistofu
um kvótastöðu 100 stærstu sjávarútvegs-
fyrirtækjanna á haustdögum.
Lög um hámarkseign aflaheimilda heim-
ila einstökum útgerðum að eiga að hámarki
12% í þorskígildum talið.
HB Grandi ræður yfir mestum kvóta ís-
lenskra fyrirtækja, ríflega 43.600 þorsk-
ígildistonnum eða 10,24% heildarkvótans.
Verði af sameiningu HB Granda og Tanga
hf. á Vopnafirði og útgerðarfélagsins Svans
RE er ljóst að HB Grandi mun fara mjög
nálægt kvótaþakinu svokallaða eða í
11,93%. Sameining hefur þegar verið sam-
þykkt í stjórnum félaganna.
Samherji ræður næstmestum kvóta, ríf-
lega 33 þúsund tonnum eða 7,77%, og Brim
hf. er þriðja kvótahæsta fyrirtækið, með
nærri 18 þúsund tonna kvóta eða 4,22%./ D1
HB Grandi við
kvótaþakið
MARWAN Barghuti, leiðtogi
Fatah-hreyfingar Palestínumanna
á Vesturbakkanum, skipti óvænt
um skoðun í gær og fól eiginkonu
sinni, Fadwa, að
tilkynna kjör-
stjórn að hann
yrði í framboði í
forsetakosning-
um Palestínu-
manna 9. janúar
nk. Barghuti,
sem situr í fang-
elsi í Ísrael,
hafði áður til-
kynnt að hann
styddi Mahm-
oud Abbas til forseta.
Ýmsir áhrifamenn höfðu vonast
til að Fatah, stærsta hreyfingin
innan Frelsissamtaka Palestínu
(PLO), gæti sameinast að baki
Abbas. Framboð Barghutis setur
því verulegt strik í reikninginn,
enda nýtur hann mikilla vinsælda
meðal Palestínumanna, ólíkt
Abbas. Fordæmdi fulltrúi í mið-
stjórn Fatah, Tayeb Abdelrahim,
ákvörðun Barghutis.
Þá þykir það einnig flækja stöð-
una að fulltrúar Hamas-samtak-
anna lýstu því yfir að þeir myndu
hunsa forsetakjörið.
Stjórnarkreppa í Ísrael
Stjórnarkreppa ríkir nú í Ísrael
eftir að fjárlagafrumvarp Ariels
Sharons forsætisráðherra var fellt
í atkvæðagreiðslu í ísraelska
þinginu í gær. Sharon hefur þegar
rekið fimm ráðherra Shinui-flokks-
ins úr ríkisstjórninni en þeir
greiddu atkvæði gegn samþykkt
frumvarpsins.
Shinui var stærsti samstarfs-
flokkur Likud-flokks Sharons en
liðsmenn Shinui voru ósáttir við að
gert væri ráð fyrir niðurgreiðslum
til trúarhópa í fjárlagafrumvarp-
inu. Líf stjórnar Sharons hefur
hangið á bláþræði síðustu mánuði,
eftir að ýmsir hægriflokkar sögðu
skilið við hana. Um minnihluta-
stjórn hefur verið að ræða síðustu
mánuði en nú er líklegt að Sharon
reyni á ný að mynda stjórn með
Verkamannaflokknum.
Óvænt
sinnaskipti
Barghutis
Hyggur nú á
forsetaframboð
Ramallah, Jerúsalem. AFP, AP.
Fadwa Barghuti
skráir framboð eig-
inmanns síns í gær.
kvæði fengu í fyrri umferð forseta-
kosninganna.
Janúkóvítsj lýsti fyrir sitt leyti
þeim vilja sínum að kosningarnar
frá 21. nóvember, þar sem kosið
var um tvo efstu menn úr fyrri um-
ferð, yrðu ógiltar og virtist um leið
viðurkenna að eitthvað hefði verið
bogið við framkvæmd þeirra.
Evrópskir stjórnarerindrekar
sem reynt hafa að miðla málum síð-
ustu daga lögðu áherslu á mikil-
vægi þess að komið yrði í veg fyrir
að Úkraína liðist í sundur. Vakti at-
hygli í því samhengi að héraðs-
þingið í Donetsk í austurhluta
Úkraínu samþykkti í gær að láta
fara fram atkvæðagreiðslu meðal
íbúa héraðsins um hvort gera eigi
Úkraínu að sambandsríki.
stjórnvöld um kosningasvindl.
Á fundi þeirra Jústsjenkós og
Janúkóvítsj í gær samþykkti sá
fyrrnefndi að biðja stuðningsmenn
sína um að hætta að hindra aðgang
að stjórnarbyggingum í Kíev en
aðgerðir þeirra hafa nánast lamað
störf stjórnvalda undanfarna tíu
daga.
Kosið aftur um sömu menn?
Jústsjenkó sagðist í kjölfar
fundar síns með forsætisráð-
herranum vilja að forsetakosning-
arnar yrðu endurteknar 19. desem-
ber nk. Hann kvaðst ekki sætta sig
við að haldnar yrðu nýjar forseta-
kosningar frá grunni – en því hafði
Kútsjma stungið upp á fyrr um
daginn – heldur aðeins að kosið
yrði á milli hans og Janúkóvítsj á
ný, þ.e. þeirra tveggja sem flest at-
ALLT virðist nú stefna í það að
haldnar verði nýjar forsetakosn-
ingar í Úkraínu en ekki er þó fylli-
lega ljóst hvernig að þeim yrði
staðið. Úrskurðar hæstaréttar
landsins um framkvæmd um-
deildra forsetakosninga 21. nóvem-
ber sl. er beðið með eftirvæntingu
en hans er að vænta í dag. Þing
Úkraínu samþykkti í gær van-
traust á stjórn Viktors Janúkóvítsj
forsætisráðherra en Janúkóvítsj
neitar hins vegar að víkja og segir
samþykkt þingsins ólögmæta.
Janúkóvítsj og Viktor Jústsj-
enkó, leiðtogi stjórnarandstöðunn-
ar, hittust á fundi í gær og Kútsmja
forseti sagði síðdegis að tvímenn-
ingarnir hefðu orðið ásáttir um að
halda áfram viðræðum um lausn
deilunnar um hinar umdeildu kosn-
ingar, en Jústsjenkó hefur sakað
Reuters
Stuðningsmenn Viktors Jústsjenkós komu saman á Sjálfstæðistorginu svonefnda í Kíev í gærkvöldi.
Líklega efnt til
nýrra kosninga
Kíev. AP, AFP.
Þing Úkraínu/14