Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞING Úkraínu samþykkti í gær til-
lögu um vantraust á Viktor Janúkov-
ítsj, forsætisráðherra landsins, og
krafðist þess að mynduð yrði ný rík-
isstjórn. Leoníd Kútsjma, fráfarandi
forseti Úkraínu, kvaðst í gær vera
hlynntur því að efnt yrði til nýrra
forsetakosninga í landinu vegna
ásakana um kosningasvik í síðari
umferð kosninganna 21. nóvember.
Hæstiréttur Úkraínu skýrði frá
því í gær að Janúkovítsj forsætisráð-
herra hefði óskað eftir því að síðari
umferð kosninganna yrði úrskurðuð
ógild. Þá samþykkti þing heimahér-
aðs forsætisráðherrans í austan-
verðri Úkraínu að haldin yrði at-
kvæðagreiðsla meðal íbúanna um
hvort héraðið ætti að fá takmarkaða
sjálfstjórn.
Þing Úkraínu samþykkti van-
trauststillöguna með 229 atkvæðum
af 450 og munaði aðeins þremur at-
kvæðum að hún yrði felld. Ekki var
ljóst í gær hvort stjórn Janúkovítsj
færi frá. Forsætisráðherrann kvaðst
ekki ætla að segja af sér, sagði
ákvörðun þingsins ólöglega.
Fréttaritari breska ríkisútvarps-
ins BBC í Úkraínu sagði að forsetinn
gæti hafnað samþykkt þingsins. Til
að þingið gæti knúið stjórnina til að
segja af sér þyrftu tveir þriðju þing-
mannanna, eða 301, að styðja van-
trauststillöguna.
Vill ekki að síðari umferðin
verið endurtekin
Fréttastofan AP sagði að Kútsjma
forseti gæti heimilað ríkisstjórninni
að sitja áfram þar til ný stjórn yrði
mynduð, en þó ekki lengur en í tvo
mánuði. Búist var við að Kútsjma
skipaði bráðabirgðastjórn, líklega
undir forystu Volodymyrs Lytvins,
forseta þingsins, að sögn sérfræð-
inga í úkraínskum stjórnmálum.
Kútsjma kvaðst í gær vera hlynnt-
ur því að efnt yrði til nýrra forseta-
kosninga í Úkraínu og hafnaði kröfu
stjórnarandstöðunnar um að síðari
umferð kosninganna yrði endurtek-
in.
Í fyrri umferðinni voru 24 í fram-
boði og þar sem enginn þeirra fékk
meirihluta atkvæða þurfti að kjósa á
milli tveggja efstu forsetaefnanna –
Janúkovítsj forsætisráðherra og
stjórnarandstæðingsins Viktors
Jústsjenkós – í síðari umferðinni
sem fram fór 21. nóvember. Stjórn-
arandstaðan sakaði þá stuðnings-
menn Janúkovítsj um stórfelld kosn-
ingasvik og neitaði að viðurkenna
kjörtölur yfirvalda.
Stjórnarandstaðan hefur krafist
þess að síðari umferð kosninganna
verði endurtekin en Kútsjma lýsti
þeirri lausn sem „skrípaleik“. „Ég
hef aldrei stutt þessa hugmynd
vegna þess að hún samræmist ekki
stjórnarskránni,“ sagði hann.
Svo virtist sem með tillögunni um
að efna til nýrra kosninga væri
Kútsjma að reyna að vinna tíma nú
þegar stjórnkerfið í höfuðborginni
hefur verið lamað vegna fjöldamót-
mæla sem staðið hafa í ellefu daga.
Áður hafði Jústsjenkó hafnað tillögu
Janúkovítsj um að haldnar yrðu nýj-
ar kosningar en að hvorugur þeirra
tvímenninganna yrði þá í kjöri.
Úkraína verði sambandsríki
Þing Donetsk, heimahéraðs Jan-
úkovítsj í austanverðri Úkraínu,
samþykkti í gær tillögu um að efnt
yrði til atkvæðagreiðslu meðal íbú-
anna í janúar um það hvort héraðið
ætti að fá takmarkaða sjálfstjórn.
Anatolí Blíznjúk, héraðsstjóri Don-
etsk, sagði að þing héraðsins vildi að
það yrði áfram hluti af Úkraínu og að
landið yrði gert að sambandsríki.
Markmiðið með samþykktinni
virtist vera að hræða stjórnarand-
stöðuna, sem nýtur mests stuðnings
í vesturhluta landsins, með hótunum
um rjúfa einingu landsins án þess að
ganga svo langt að hóta aðskilnaði.
ESB reynir að miðla málum
Javier Solana, talsmaður Evrópu-
sambandsins í utanríkismálum, og
Aleksander Kwasniewski, forseti
Póllands, reyndu að miðla málum á
samningafundi í Kíev í gær með
Kútsjma forseta, Janúkovítsj for-
sætisráðherra og Jústsjenkó.
Rússnesk stjórnvöld létu í ljósi
grunsemdir um að Evrópusamband-
ið og Bandaríkin væru að reyna að
koma Jústsjenkó til valda með því að
kynda undir ólöglegum götumót-
mælum. Sergej Lavrov, utanríkis-
ráðherra Rússlands, varaði við því
að „óhófleg þátttaka ákveðinna evr-
ópskra fulltrúa í ferlinu í Úkraínu
[hefði] magnað spennuna í landinu“.
Þing Úkraínu samþykk-
ir vantraust á stjórnina
Kútsjma forseti
vill að efnt verði
til nýrra forseta-
kosninga
Kíev. AP, AFP.
AP
Stjórnarandstæðingar á þingi Úkraínu fagna eftir að það samþykkti tillögu um vantraust á ríkisstjórnina í gær.
DAVID Blunkett, inn-
anríkisráðherra Bret-
lands, neitaði í gær að
hafa gert nokkuð rangt
en því var haldið fram í
einu dagblaðanna, að
dvalarleyfi fyrir filipp-
íska þjónustustúlku
fyrrverandi ástkonu
hans hefði verið afgreitt
með hraði og aðeins á
nokkrum dögum.
Daily Mail birti í gær
tvö bréf frá innanrík-
isráðuneytinu til þjón-
ustustúlkunnar, Leoncia
Casalme, vegna umsóknar hennar
á síðasta ári um varanlegt dval-
arleyfi í Bretlandi. Í öðru bréfanna
sagði, að það tæki eitt ár að af-
greiða umsóknina en í hinu, sem
var dagsett 19 dögum síðar, sagði,
að umsókn hennar hefði verið sam-
þykkt.
Casalme vann fyrir Kimberley
Quinn, útgefanda tímaritsins
Spectators, en þriggja ára löngu
ástarsambandi Quinn og Blunketts
lauk í ágúst sl. Um síðustu helgi
birti Sunday Telegraph tölvupósts-
keyti frá Quinn til Blunketts þar
sem hún biður hann að flýta fyrir
dvalarleyfi Casalme eða með öðr-
um orðum að misnota stöðu sína.
Tony Blair forsætisráðherra
segist bera fullt traust til Blunk-
etts, sem hefur sjálfur hvatt til
rannsóknar á málinu, en það er af
Quinn að segja, að hún var flutt á
sjúkrahús sl. mánudag eftir að
hafa dottið heima hjá sér. Er
streitu kennt um en hún er komin
sjö mánuði á leið og er ekki annað
vitað í augnablikinu en faðir barns-
ins sé Stephen Quinn, eiginmaður
Kimberley og útgefandi Conde
Nast-tímaritanna. Eiga þau hjón
fyrir tveggja ára gamlan dreng en
sagt er, að Blunkett hafi farið
fram á DNA-rannsókn til að úr því
verði skorið hver sé faðir
barnanna.
Saumað fastar
að Blunkett
London. AFP.
Tony Blair forsætisráðherra fyrir utan Down-
ingstræti 10 í gær (t.h.) ásamt David Blunkett.
NÚ þurfa menn ekki lengur að
skammast sín fyrir það hversu
oft þeir skipta um farsíma og
henda þeim gamla á haugana
eða ofan í skúffu. Nú er nefni-
lega búið að þróa farsíma sem
fólk mun geta notað til nytsam-
legra hluta er þeir hafa skilað
hlutverki sínu: það mun geta
gróðursett þá og búið til úr
þeim blóm!
Vísindamenn við Warwick-
háskóla í Bretlandi segjast
hafa þróað farsíma sem hefur
að geyma ofurlítið fræ. Segja
þeir að þegar eigandinn hættir
að nota símann geti hann gróð-
ursett hann, síminn eyðist með
tíð og tíma eftir að hann kemst
í snertingu við mold en hið inn-
byggða fræ byrji hins vegar að
spíra. Virðist uppfinningin hafa
tekist vel því fallegan sólfífil er
nú að finna þar sem fyrsti sím-
inn var gróðursettur.
Vísindamennirnir benda á að
endingartími farsíma sé sér-
staklega stuttur, notendur
endurnýi símana sína mjög
reglulega. Þessi nýja tegund
farsíma sé umhverfisvæn og
uppfylli kröfur þeirra sem vilji
að hægt sé að endurnýta sím-
ana.
Ekki fylgir sögunni hvort og
þá hvenær símarnir koma á
markað.
Farsímar
munu
blómstra
London. AFP.
Reuters