Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Júlíus
Spurning: Gilda einhverjar reglur
um verðmerkingu á vörum sem aug-
lýstar eru í dagblöðum eða öðrum
fjölmiðlum og hvaða reglur gilda um
verðmerkingar í verslunum og búð-
argluggum?
Svar: „Samkvæmt reglum Sam-
keppnisstofnunar er ekki skylt að
gefa upp verð á vörum sem auglýst-
ar eru í dagblöðum eða öðrum fjöl-
miðlum,“ segir Kristín Færseth hjá
Samkeppnisstofnun. „Ef fyrirtæki
hins vegar gefur upp verð í auglýs-
ingum þá ber að fara eftir þeim
reglum sem gilda um verðmerkingar
eftir því sem við á.“
Í samkeppnislögum er hins vegar
kveðið á um að fyrirtæki sem selur
vörur eða þjónustu til neytenda skuli
merkja vöru sína og þjónustu með
söluverði eða sýna það á svo áber-
andi hátt á sölustaðnum að auðvelt
sé fyrir neytendur að sjá það. Þetta
á einnig við um vörur í sýning-
argluggum verslana.“
Þegar Kristín er spurð hvaða við-
urlögum sé beitt ef brugðið er út af
lögum hvað varðar verðmerkingar
segir hún að samkeppnisráð geti
lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki
sem brjóta gegn ákvæðum laganna
eða fyrirmælum settum samkvæmt
þeim. Í því sambandi má nefna að
dómur hefur fallið í Hæstarétti
vegna brota á lögum um verðmerk-
ingar.
SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL
Ekkert verð
í auglýsingum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 25
NEYTENDUR
Kringlunni - Smáralind
Kringlunni - Smáralind
Selected jólabæklingurinn
fylgir blaðinu á morgun
Glæsilegt úrval af fallegum
jólagjöfum fyrir herra
Jack & Jones jólabæklingurinn
fylgir blaðinu á morgun
Frábært úrval af flottum
jólagjöfum - Ekki missa af!
Jakki 8.990 Bolur 2.990
Peysur 3.990
Eigðu stefnumót við heiminn
Bók í sérflokkiHöfundur:
IngólfurGuðbrandsson
HEIMSKRINGLA Ferða- og bókaklúbbur
Laugarásvegi 21, 104 Reykjavík
Talhólf: 861 5602 Fax: 581 4610
Netfang: heimskringla @visir.is
Magnpöntun: Minnst 10 eintök.
Komin í
bókaverslanir
534 ljósmyndir og kort 256
bls. Lifandi frásagnir og
litmyndir úr öllum álfum
heimsins, í senn falleg,
fróðleg og skemmtileg.
Varanleg jóla- og tækifærisgjöf
á sérstöku tilboðsverði til 10. des.
Kr. 5.990, almennt verð kr. 7.990
ÚTG: HEIMSKRINGLA - Ferða- og bókaklúbbur
Ítalskt konfekt
Baci heitir nýr konfektmoli úr
mjúku núggati, ristuðum hnetum og
dökku súkkulaði sem fæst núna á Ís-
landi. Baci þýðir koss á ítölsku (bor-
ið fram baddsí) og er fáanlegur í
nokkrum mismunandi gjafaöskjum
– í málmboxi, jólakúlu eða kassa. Í
desember fylgir jólakúla í kaupbæti.
Baci fæst í öllum helstu mat-
vöruverslunum.
Rauðkál og rauðbeður
Danska fyrirtækið Beauvais hefur
í meira en 150 ár framleitt matvörur
fyrir dönsk heimili. Nú er komin
nýjung frá Beauvais. Þetta er lína
sem þeir kalla „Delikatessen“ eða
sælkeralína og samanstendur af
þremur vörutegundum, rauðbeður
með koríander, gúrkum með sól-
þurrkuðum tómötum og rauðkáli
með appelsínum.
Humarsúpa fyrir Íslendinga
Eftir að fyrirtækið Oscar breytti
vörunum sínum úr deigi í duft, þá
hafa engar súpur verið fáanlegar frá
þeim. Íslendingar söknuðu hum-
arsúpunnar úr línu Oscars og nú hef-
ur fyrirtækið hafið framleiðslu á
súpunni í duftformi sérstaklega fyrir
Ísland. Hún er ekki í boði í Dan-
mörku. Súpan kemur í verslanir í
næstu viku.
Desertsósur
Frá Dr. Oetker eru komnar des-
ertsósur á markað. Þær koma í túp-
um og eru þykkar. Þær eru fáan-
legar til að byrja með í Krónunni,
Nóatún og Hagkaup.
NÝTT
„VIÐ hófum nýlega innflutning á
ítölsku LaSelva-niðursuðu-
matvörum sem koma frá sam-
nefndum búgarði á Ítalíu þar sem
lífræn ræktun hefur verið stunduð í
rúm tuttugu ár“, segir Sólveig Ei-
ríksdóttir sem starfar
fyrir deild innan inn-
flutningsfyrirtækisins
Matráðs, en deildin
heitir Himnesk holl-
usta og sér um inn-
flutning á lífrænni mat-
vöru. „Hjá LaSelva er
tvinnað saman það
besta úr ítölsku eld-
húsi, lífrænt ræktað hrá-
efni í hæsta gæðaflokki og
virðing fyrir náttúrunni. LaSelva-
búgarðurinn spannar 850 ekrur og
er í Toscana-héraði. Ég fór þangað í
heimsókn í sumar í framhaldi af því
að við náðum samningum við þá, en
það er ekki auðfengið því þeir setja
mjög strangar kröfur um hverjum
þeir selja vörur. Auk þess er fram-
leiðslan í smáum stíl, þeir framleiða
sjaldan meira en 30.000 krukkur á
ári í hverri tegund og ekki nema
1.000 krukkur af sumum teg-
undum,“ segir Sólveig og bætir við
að hún hafi heillast af umhverfinu og
aðferðunum á LaSelva-búgarðinum
þar sem uppskeran er unnin á eins
einfaldan og náttúrulegan hátt og
hægt er.
Nýpressuð olía
skiptir miklu máli
Sólveig segir að á Ítalíu séu reglur
um lífrænt ræktaðar matvörur þær
ströngustu í Evrópu. „Ég get nefnt
MATUR
Ítalskar sælkeravörur
sem dæmi að á LaSelva-búgarðinum
þurfa að líða sjö ár á milli þess sem
sama tegund matvöru er ræktuð í
sama reit, á meðan krafan annars
staðar er oftast tvö til fimm ár. Og
þessar vörur er lausar við öll auka-
efni. Tómatvörurnar frá þeim
eru til dæmis ekki með neinum
viðbættum sykri, af því að á La-
Selva-búgarðinum leyfa þeir
tómötunum að verða rauðir og
fullþroska á plöntunum og
þannig verða þeir nátt-
úrulega sætir. En það
sem mér finnst
skipta mestu máli er
að olían sem þeir
nota er lífræn kald-
hreinsuð ólífuolía frá bóndanum á
næsta bæ. Og þessi olía er nýpress-
uð, sem skiptir miklu máli, því fyrir
vikið inniheldur hún óvenjumikið af
ómega-fitusýrum og öðrum fitusýr-
um sem við þurfum á að halda. Ítalir
gefa börnum sínum svona olíu í sama
tilgangi og við gefum börnum okkar
lýsi,“ segir Sólveig. LaSelva-
vörurnar fást í Fjarðarkaupum,
Hagkaupum, Yggdrasli, Maður lif-
andi, Melabúðinni og Blómavali.