Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Athugið hversu langur brennslutími er gefinn upp. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ÁRIÐ 1980 hóaði Robert King, tví- tugur að aldri, saman nokkrum hljóðfæraleikurum og söngvurum sem höfðu áhuga á barokktónlist og upprunalegri eða sögulegri nálgun við hana. Hópurinn fékk hið til- komumikla nafn King’s Consort og er nú löngu kominn í röð fremstu fulltrúa þessarar blómlegu greinar tónlistarheimsins. Robert King er nú staddur á Íslandi og stjórnar tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld, þar sem flutt verða verk eftir vinina Jóhann Seb- astian Bach og Georg Philipp Tele- mann. Af verkum Bachs á tónleik- unum má geta þess að Magnificat í D-dúr hljómar nú í sjöunda sinn í flutningi hljómsveitarinnar, hljóm- sveitarsvíta nr. 3 í D-dúr í tíunda sinn en Kantata nr. 172, Erschallet, ihr Lieder hefur aldrei verið flutt áð- ur á tónleikum hljómsveitarinnar ekki frekar en nokkur verka Georgs Philipps Telemanns. Verk hans á tónleikunum í kvöld er Vatnamús- íkin, Hamburger Ebb und Fluht. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Gillian Keith, Diana Moore, Gunnar Guðbjörnsson og Stephen Richardson. Að auki munu Hamrahlíðarkórarnir syngja undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sameinaðir telja Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð og Hamra- hlíðarkórinn 124 ungmenni frá 16 ára aldri. Þorgerður segir að und- irbúningurinn fyrir tónleikana, þar sem kórarnir syngja bæði í kantötu Bachs og hinu mikilfenglega Magn- ificat, hafi gengið vel. Og Magnificat er ekkert venjulegt lítið kórlag. „Það er rétt, – þetta er ekkert venjulegt lítið kórlag, og mikið í fang færst. Meiripartur kórfélaga, eða tæplega hundrað manns, eru nem- endur í skólanum og þar af eru um 30 manns sem byrjuðu að syngja í kór nú í haust. Þetta er stór biti og mikill sem fyrsta verkefni í kórsöng, en það hefur gengið stórkostlega vel.“ Þorgerður segir að tímasetning tónleikanna hefði þó getað verið heppilegri, því síðasti skóladagur fyrir jól var í fyrradag, og próf á hverjum degi það sem eftir er vik- unnar. „Þetta er strembið, en fólk eflist við að standa í ströngu, ef það stranga er jákvætt og gott. En þetta er búið að vera stórkostlega gaman. Það er eitthvað til sem heitir lög unga fólksins, og ég myndi nú telja að þetta gæti talist þar til, – það eru bara ekki allir sem átta sig á því.“ Blaðamaður tekur undir það, á enda sjálfur reynslu af því að flytja verkið á unglingsárum með Pólýfónkórnum undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar, föður Þorgerðar. Og á þeim rokkárum þótti manni Bach talsvert rokkaður. „Já, það er miklu magn- aðri kraftur í þessari tónlist en í rappinu og rokkinu í dag. Það er enginn smákraftur í kórköflunum Omnes generationes og Fecit pot- entiam. Þetta er með því allra skemmtilegasta og yndislegasta sem krakkarnir hafa fengist við og fólk er syngjandi Bach á göngum skól- ans. Ég reikna með að ungt fólk í dag – jafn mikið og það fær að halda fram vilja sínum í öllum efnum og láta í ljós skoðanir sínar – hefði al- veg strikað það út að gera þetta á sama tíma og það er í prófum, nema því aðeins að þetta höfðar svo sterkt til þeirra. Þetta er búinn að vera mikill gleðitími.“ Bæta, pússa, fægja og stilla Þorgerður heyrði Magnificat á tónleikum Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu þegar verkið var frumflutt hér á landi árið 1965. Stjórnandi þá var kennari hennar í Tónlistarskól- anum í Reykjavík, dr. Róbert A. Ott- ósson. „Ég gleymi þeirri stund aldr- ei. Það voru tvö verk á efnisskránni, Magnificat eftir Bach og Sálmas- infónían eftir Stravinskíj. Og lífið er gjöfult og stórkostlegt, því nú hef ég sjálf fengið tækifæri til að undirbúa bæði verkin til flutnings með Sinfón- íuhljómsveitinni, Magnificat núna, og Sálmasinfóníuna fyrir 20 árum. Pabbi minn flutti hins vegar Mag- nificat oft með Pólýfónkórnum, og víðar en á Íslandi. Það var líka gefið út á hljómplötu með kórnum. Sjálf hef ég svo tekið þátt í flutningi verksins á þeim slóðum sem texti verksins vísar til, þar sem frásögnin er af því er María fór í flýti til fjall- byggðarinnar – til Júdaborgar og kom í hús til Sakaría og heilsaði El- ísabetu og þar fór María með þenn- an lofsöng. Ég flutti verkið með al- þjóðlegum konsertkór í Ísrael.“ Þorgerður segir mannkynið hepp- ið að hafa eignast þann dýrmæta gimstein sem Magnificat Bachs er. „Þess vegna er líka svo gaman að vinna að því – það verður aldrei neinn þreyttur. Það má endalaust bæta og pússa, fægja og stilla.“ Tónleikarnir hefjast að vanda kl. 19.30, en Vinafélag hljómsveit- arinnar verður með kynningu í Sunnusal Hótels Sögu kl. 18.30. Tónlist | Hamrahlíðarkórarnir syngja á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands Magnaðri kraftur í Bach en í rappinu og rokkinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hamrahlíðarkórarnir tveir, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn, skipaður fyrrverandi kór- félögum í Kór menntaskólans, alls um 122 manns, verða báðir á sviðinu með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tón- leikum hljómsveitarinnar í kvöld kl. 19.30. Kórstjóri Hamrahlíðarkóranna er Þorgerður Ingólfsdóttir. begga@mbl.is EINAR Kárason og Sjón eru þeir íslensku rithöf- undar sem til- nefndir eru til Bókmenntaverð- launa Norð- urlandaráðs árið 2005. Einar er tilnefndur fyrir skáldsöguna Stormur sem kom út hjá Máli og menningu í fyrra, en Sjón fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur sem kom út hjá Bjarti, einnig í fyrra. Fleiri skáldsögur en ljóðasöfn að þessu sinni Alls ellefu rithöfundar eru til- nefndir til verðlauna næsta árs, og eru höfundar skáldsagna nokkru fleiri en höfundar ljóðasafna að þessu sinni. Auk Íslendinganna eru tilnefndar hinar sænsku Majgull Axelsson fyrir skáldsöguna Den jag aldrig var og Anna Hallberg fyrir ljóðasafnið på era platser, og hinir norsku Karl Ove Knausgård fyrir skáldsöguna En tid for alt og Stein Mehren fyrir ljóðasafnið Im- periet lukker sig. Frá Danmörku eru tilnefnd Sim- on Grotrian fyrir ljóðasafnið Korstogets lille tabel og Kirsten Hammann fyrir skáldsöguna Fra smørhullet, Mon- ika Fagerholm frá Finnlandi fyrir skáldsöguna Den amerikanska flickan og Rakel Liehu frá Finnlandi fyrir skáldsög- una Helene, og Tóroddur Poulsen frá Færeyjum fyrir ljóðasafnið Eygnamørk. Grænland tilnefnir enga rithöfunda í ár. Verðlaunin afhent í Reykjavík Verðlaunahafinn verður valinn á fundi dómnefndar verðlaunanna sem fram fer næsta vor. Verð- launaféð er 350.000 danskar krón- ur, rúmar fjórar milljónir íslenskra króna. Verðlaunin verða síðan af- hent í tengslum við þing Norð- urlandaráðs sem fram fer í Reykjavík í lok október á næsta ári. Bókmenntir | Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 Einar Kárason og Sjón tilnefndir SjónEinar Kárason Selurinn Snorri er eftir Frithjof Sæl- en. Þýðandi er Vilberg Júlíusson. Söguhetjan er kópur sem engu hefur kynnst öðru en hlýju móð- urástar. Hann er orðinn það stór að hann er farinn að skynja að fleiri eru í heiminum en þau tvö ein. Í ungum huga hans rúmast sakleysið eitt, allir hljóta að vera eins og mamma eða þá Skeggi frændi. En hann lærir að ekki eru allir viðhlæj- endur vinir. Það líka, að lífsbrautin er hál og vakir margar. Fagurgali hræsnara tælir hann að heim- an, í villu þar sem lífsháski leynist við jaka- hröngl og íssins brún. Þó fer allt vel að lokum, með hjálp Skeggja frænda, svo að kópur og urta ná saman. Útgefandi er Bókaútgáfan Björk. Bókin er 96 bls. Leiðbeinandi verð er kr. 1.482. Börn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.