Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í SEPTEMBER sl. komu frá fé-
lagsmálaráðuneytinu fyrstu tillögur
nefndar um sameiningar sveitarfé-
laga, í átaki um eflingu sveitarstjórn-
arstigsins. Um margt eru þetta for-
vitnilegar tillögur, enda var haft
samráð við sveitarfélögin. Boðað er
að í desember muni líta dagsins ljós
endanlegar tillögur sem kosið verður
um í apríl n.k. Gott er að vita til þess
að kosið verður um sameining-
artillögurnar og sveitarfélögin ekki
þvinguð saman. Reynsla lýðræð-
isríkja af slíku athæfi er ekki góð,
enda sjálfsstjórnarréttur sveitarfé-
laga ein af forsendum tilveru þeirra.
En hvaða verkefni það eru, sem
ríkið ætlar sveitarfélögunum að vinna
eftir sameininguna hefur nánast ekk-
ert verið gefið út um. Vissulega hafa
mörg verkefni verið nefnd til sög-
unnar og sveitarfélögunum lofað
samráði áður en til flutningsins kem-
ur, en m.v. núverandi stöðu mála ligg-
ur ekkert fyrir með vissu hvaða verk-
efni eigi að flytja. Ef það hefði legið
fyrir áður en nefndin kom með sínar
tillögur hefði það einfaldað ferlið allt,
bæði fyrir nefndina sem og sveit-
arfélögin til að taka afstöðu til tillagn-
anna.
Hver skyldi svo reynslan vera af
tilfærslu verkefna frá ríki til sveitar-
félaga? Þegar grunnskólarnir voru
fluttir til sveitarfélaganna kom ríkið
með auknar kröfur á hendur sveit-
arfélögunum, kröfur
sem því hafði ekki tek-
ist að uppfylla sjálfu
ellegar vildi ekki kosta
til, t.d. um einsetningu
skóla og aukna faglega
þjónustu til handa
nemendum sem eiga
við erfiðleika að etja.
Önnur reynsla af þess-
um tilflutningi verk-
efna er sú að sveit-
arfélögin sameina sig
sjálf eftir þörfum, því
þau finna út hvað hvert
og eitt þeirra ræður
við, þegar verkefnin
eru ljós. Óþarfi er að sameina sveit-
arfélög bara til að sameina, ef vilji
íbúanna er annar. Ýmsar rannsóknir
styðja það að íbúar lítilla sveitarfé-
laga eru ánægðir með stöðu sína, t.d.
félagslega, enda er nálægðin við hluta
stjórnvalda meiri. Sá galli er á til-
lögum fyrrgreindrar nefndar, að eitt
markmið tillagna hennar er að eftir
sameiningu sveitarfélaganna eiga
þau að hætta samvinnu við önnur
sveitarfélög um lögbundin verkefni.
Samvinna sveitarfélaga, um verkefni
sem krefjast mismikils mannfjölda á
bak við sig, hefur verið með ágætum
sl. ár og hví skyldi sú ekki verða raun-
in áfram? Auk verkefna um grunn-
skóla má nefna sorpmál, veitur,
barnaverndarmál, brunavarnir og
rekstur sameiginlegra starfsmanna,
t.d. um ferðamál, skipu-
lagsmál og at-
vinnuþróun. Og fleira
mætti telja til.
Sveitarfélögin eru
semsagt að fá skilaboð
um að sameinast, en vita
í reynd ekki til hvers er
ætlast af þeim eftir sam-
einingu. Nú er það svo
að verkefnin eru mis-
munandi og þ.a.l. þurfa
einingarnar á bak við
þau að hafa lágmarks-
stærð til að hagkvæmni
verði náð, fjárhagslega
en ekki síður faglega.
Nær hefði verið að ríkisvaldið hefði
skilgreint í upphafi hvaða verkefni
sveitarfélögunum stæði til boða að yf-
irtaka áður en sameiningartillög-
urnar voru lagðar fram. Ef t.d. fé-
lagsþjónusta hverskonar yrði á
höndum sveitarfélaganna, hvaða
vissu hafa þau þá fyrir því að ekki
hellist yfir þau enn fleiri lög og reglu-
gerðir án þess að nokkur umbun fylgi
með? Sem dæmi má nefna tilskipanir
hverskonar frá ESB sem þarf að taka
upp hér á landi trekk í trekk þó svo
að sérstaða Íslands sé svo augljós
m.v. þéttbýl og misvel stödd Evr-
ópuríki.
Ríkið vill færa verkefni til sveitar-
félaganna, m.a. með þeim rökum að
nálægðin og staðbundin þekking geri
þau betur í stakk búin til að sinna
þeim. Á sama tíma stefnir allt í að rík-
ið vilji hafa á sinni könnu þau land-
svæði sem sveitarfélögin hafa um ald-
ir nýtt sér og mikil og dýrmæt
staðbundin þekking liggur fyrir um.
Er hér átt við ásælni ríkisvaldsins til
hálendisins. Sum hver landsvæðanna
hafa sveitarfélögin trúað að þau ættu,
enda haft gögn því til staðfestingar. Á
hálendinu liggja m.a. tækifæri íbú-
anna í dreifbýlissveitarfélögunum til
nýrra verkefna, nú þegar hinn hefð-
bundni búskapur á undir högg að
sækja. En þar getur lítt gerst þessi
árin meðan óvissuástand er þegar
ríkið vinnur að því að slá undan sveit-
arfélögunum þessum framtíðarmögu-
leikum íbúanna til nýsköpunar. Ein-
staklingar og fyrirtæki, með
stuðningi þeirra sveitarfélaga sem við
á, eru líklegri til að finna hentug
tækifæri til nýtingar hálendisins
fremur en ríkið sem stór eignaraðili.
Þó svo að sveitarfélögunum sé áfram
ætlað skipulagsvaldið á hálendinu, þá
mun slíkt ekki duga ef eigandinn,
þ.e.a.s. ríkið með alla sína flóknu yf-
irbyggingu, vill ekkert aðhafast.
Á heildina litið má segja að hér sé á
ferðinni tvískinnungur ríkisvaldsins,
annarsvegar á að treysta sveit-
arfélögunum fyrir óskilgreindum
verkefnum í byggð, en hinsvegar er
þeim ekki treystandi fyrir hálendinu
á sínu landsvæði þó þar liggi fyrir
þekkingin á þeim. Þá skýtur það
skökku við að á sama tíma og einka-
væðing ríkisfyrirtækja eigi sér stað,
þá sé verið að ríkisvæða hálendið og
ríkið gert að stærsta landeiganda
landsins. Sveitarfélögin eru tæki til
valddreifingar og sá er einnig til-
gangurinn með starfsemi þeirra og
fyrirhugaðri eflingu þeirra. Hið póli-
tíska vald í sveitarfélögunum er nær
íbúunum og sjónarmið einstakling-
anna fær meiri hljómgrunn, m.v. hjá
ríkinu. Nær væri því að ný þjóð-
lendulög væru sett m.t.t. nýtingar há-
lendisins, á þá vegu að þau landsvæði
sem einstaklingunum tekst ekki að
sanna eignarétt sinn á, myndu til-
heyra sveitarfélögunum. Í ljósi þess
að þessi árin er rætt tilflutning verk-
efna frá ríki til sveitarfélaga, þá þarf
ríkið að sýna sveitarfélögunum það
traust að þeim sé treystandi fyrir
fleiru en nærþjónustu í byggð.
Um samskipti ríkis og sveitarfélaga,
tilfærslu verkefna og landareigna
Erlingur Freyr Jensson
gagnrýnir ríkisvaldið í
sambandi við kennaraverkfall ’Á heildina litið má segjaað hér sé á ferðinni tví-
skinnungur ríkisvaldsins,
annarsvegar á að treysta
sveitarfélögunum fyrir
óskilgreindum verk-
efnum í byggð, en hins-
vegar er þeim ekki
treystandi fyrir hálend-
inu á sínu landsvæði.‘Erlingur Freyr
Jensson
Höfundur býr í Ásahreppi og
stundar diplómanám í opinberri
stjórnsýslu við HÍ.
FRAMTÍÐ skólamála hefur tals-
vert verið í umræðunni á síðustu mán-
uðum, ýmissa hluta
vegna. Kennaraverk-
fallið vakti umræðu um
forgangsröðun ís-
lenskra stjórnvalda og
hve lágt menntamálin
eru á þeim lista. Fráv-
ísanir þeirra sem hlé
höfðu gert á námi sínu í
framhaldsskólana var
fáheyrð og skortir enn
skýringar á þeim enda
eigum við heimsmet í
brottfalli. Leiðin er
varla að loka skólunum
fyrir þeim sem um tíma
hafa „fallið á brott“ úr framhaldsskóla
án þess að ljúka námi.
Þá var það vondur viðsnúningur
hjá Háskóla Íslands að hafna um
skólavist þeim sem ekki hafa lokið
stúdentsprófi af bóknámsbraut en
hafa slíkt próf af starfsbrautum eða
sambærilega reynslu úr skóla lífsins
sem HÍ hefur heimild til að meta að
jöfnu. Allt út af fjársvelti og skilnings-
leysi stjórnvalda á mikilvægi mennt-
unar.
Steininn tók síðan úr
þegar mennta-
málaráðherra kynnti
fyrir Alþingi fyrirætl-
anir sínar um að hækka
innritunargjöld í rík-
isháskólana um 40% og
stíga þar með skrefið yf-
ir í innheimtu skóla-
gjalda á grunnnám í rík-
isháskólana. Án þess að
viðurkenna að svo sé.
Lítill bragur yfir þeim
feluleik og varla merki
um forgangsröðun í
þágu skólamála.
Fjárfestingar í
framtíðarskólanum
Ég kynnti í Morgunblaðsgrein í byrj-
un október sérstakt fjárfestingarátak
sem Samfylkingin vill beita sér fyrir í
menntamálum. Greinin hét „Fjárfest
í Framtíðarskólanum“ og fjallaði um
þau áform og markmið sem mennta-
sókn Samfylkingarinnar hefur og
hvernig við viljum sjá framtíðarskól-
anum fyrirkomið. Slíkt fjárfest-
ingarátak er sú forgangsröðun sem á
að eiga sér stað í samfélaginu í þágu
menntunar í landinu.
Markmiðin með átakinu eru fjölda-
mörg og nokkur þau helstu eru að:
– Fjölga þeim sem útskrifast með
framhaldsskólapróf og háskólapróf í
hverjum árgangi um 25%.
– Tryggja öllum skólavist í fram-
haldsskólum sem eftir henni sækjast.
– Ráðast í átak til að efla starfs-
námið, draga úr brottfalli í framhalds-
skólum og fjölga styttri náms-
brautum við framhaldsskólana.
– Bæta aðstöðu símenntunarstöðv-
ana, færa þær frá fjárlaganefnd til
ráðuneytis menntamála og efla fjar-
námið bæði á framhaldsskóla- og há-
skólastigi.
– Tekjustofnar sveitarfélaga verði
auknir í samningum við ríkisvaldið
þar sem tekið verður mið af frekari
eflingu grunnskólans og gjald-
frjálsum leikskóla.
– Undirbúa gjaldfrjálsan leikskóla í
áföngum með auknum tekjum frá rík-
isvaldinu.
– Stofna framhaldsskóla fyrir full-
orðna sem regnhlíf yfir fullorð-
insfræðsluna í landinu.
– Ráðast í frekari eflingu fullorð-
insfræðslunnar með nýju tækifæri til
náms fyrir þá sem hafa horfið frá
námi, vilja bæta við menntun sína eða
eru atvinnulausir.
– Endurskoða námsskrá grunn-
skólanna og notkun samræmdra próf
á grunnskólastigi og leggja þau af á
framhaldsskólastigi. Sérstöðu skól-
anna á að standa vörð um.
Við verðum að gera betur
Við teljum að fjárfestingarátak okkar,
sem er á bilinu 12–15 milljarðar á
kjörtímabili tvö kjörtímabil í röð,
muni leiða til varanlegrar hækkunar
landsframleiðslu á mann um 3–6%,
þegar áhrifin eru komin fram að fullu.
Á tveimur kjörtímabilum hækkar
landsframleiðslan vegna fjárfesting-
anna um 1%-stig. Samkvæmt rann-
sókn OECD eru langtímaáhrif á af-
köst af einu viðbótarári menntunar
meðal fullorðinna almennt á bilinu
3–6%. Segir það meira en mörg orð
um mikilvægi forgangsröðunar í þágu
menntunar.
Staða okkar í menntamálum er ein-
faldlega ekki nógu góð og engin merki
eru um að það sé að vænta breytinga
til hins betra. Skólagjaldavæðingin
bendir a.m.k. ekki til þess. Það
strandar á stjórnvöldum. Þau standa
gegn frekari menntasókn okkar
vegna þess að ekki eru settir nægj-
anlegir fjármunir til menntamála.
Framtíðarskólinn
og skólagjaldavæðingin
Björgvin G. Sigurðsson
skrifar um skólamál ’Steininn tók síðan úrþegar menntamálaráð-
herra kynnti fyrir Al-
þingi fyrirætlanir sínar
um að hækka innrit-
unargjöld í ríkishá-
skólana um 40% …‘
Björgvin G. Sigurðsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og
Alcoa er að lýsa því yfir að
Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl-
an í Reyðarfirði og línulagnir
þar á milli flokkist undir að
verða „sjálfbærar“!“
Hafsteinn Hjaltason: „Landa-
kröfumenn hafa engar heimild-
ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra
eignarland, eða eignarland
Biskupstungna- og Svínavatns-
hreppa.“
María Th. Jónsdóttir: „Á land-
inu okkar eru starfandi mjög
góðar hjúkrunardeildir fyrir
heilabilaða en þær eru bara allt
of fáar og fjölgar hægt.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inntaki
engu fremur háskólagráður en
þær sem TR útskrifaði nem-
endur með, nema síður sé.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
MÁNUDAGINN 22. nóv. sl.
vitna Staksteinar Morgunblaðsins
í ráðherra sem ,,föndrar“ við
byggðamál í ráðstjórninni ís-
lenzku. Á vef sínum hafði frúin,
sem ,,dútlar“ við
byggðastefnu, fært
Morgunblaðinu sér-
stakar þakkir fyrir
,,afar vandaðar
greinar um Vestfirði
og Norðurland
vestra“.
Það var vonlegt að
,,föndur“-frúin í
byggðamálum væri
þakklát blaðinu fyrir
hinar vönduðu grein-
ar um landshlutana,
enda hafði blaðið al-
veg sneytt hjá því að
ræða um aðal vanda
byggðanna: Fisk-
veiðistjórn-
unarkerfið.
Þau vinnubrögð
blaðsins eru í eðli-
legu framhaldi af
huggunarorðum þess
í garð Djúpmanna
fyrr á árinu, sem
mættu minnast þess,
að eitt sinn hefði
Hesteyri í Jökul-
fjörðum verið mikill
athafnastaður, en nú
væri þar blómleg
sumarhúsabyggð. Ís-
firðingar, Bolvíkingar og Súðvík-
ingar þyrftu því sjálfsagt engu að
kvíða þótt þann veg tækist til um
þau pláss í framtíðinni. Það væri
eðlileg þróun, enda ,,getum við
ekki ,,föndrað“ með sjávarútveg-
inn, þar sem hann er okkur svo
mikilvægur“, svo orðrétt sé vitnað
í ráðherra eyðibyggðamála.
Nú merkir föndur dútl eða tóm-
stundaiðja, sem kunnugt er.
Skilst fyrr en skellur í tönnum:
Þjóðfélagið hefir ekki efni á að
Vestfirðingar séu að ,,dútla“ við
sjávarútveg. Þeir, sem kunna að
hagræða, eins og Samherji í kjör-
dæmi frúarinnar, eru þess verðir
að þeim séu gefnar veiðiheimildir
fyrir tugi milljarða króna. Enda
kunna þeir að þakka fyrir sig með
greiðslu á pólitískum herkostnaði
frúarinnar í kosningum – og
flokks hennar.
Íslenzkt þjóðfélag hefir ekki
efni á að leyfa Hríseyingum að
hafa fiskveiðar að ,,tómstunda-
iðju“. Þeim mun síður sem þegar
er búið að gefa hag-
ræðingarmönnum
fiskinn, sem þeir þar
voru áður að ,,dútla“
við.
Það er alveg hár-
rétt, sem þingmaður
þeirra, Halldór Blön-
dal, sagði um árið:
Það er ekki hægt að
veita Hríseyingum
heimildir til fiskveiða
þar sem þá þyrfti að
taka þær heimildir
frá öðrum.
Á kannski að taka
þær af Samherja,
sem fékk um árið
aukreitis veiðiheim-
ildir að fjárhæð 4,4,
milljarða króna? Eða
Ágústi Einarssyni,
Samfylkingarforkólfi,
sem aðeins fékk
aukaheimildir ,,grat-
ís“ fyrir 3 milljarða
króna?
Nei, slíkt getur
ekki gengið af ástæð-
um sem lesa má
skýrum stöfum á vef
byggðamálaráðherr-
ans, þar sem segir:
,,Sjávarútvegsráðherra Noregs
sagði nýlega eftir að hann hafði
verið í heimsókn á Íslandi að
hann væri undrandi á því hvernig
Íslendingar gætu rekið sjáv-
arútvegsstefnu eins og raun ber
vitni, vegna áhrifa á byggðirnar.
Ég svaraði með því að segja að
við gætum ekki „föndrað“ með
sjávarútveginn þar sem hann
væri okkur svo mikilvægur.“
Mikil allsherjar andskotans
áþján eru völd þeirra manna, sem
föndra við lífshagsmuni byggða
Íslands nú um stundir.
,,Föndrið“
Sverrir Hermannsson skrifar
um stjórnvöld og sjávarútveg
Sverrir
Hermannsson
’Mikil alls-herjar andskot-
ans áþján eru
völd þeirra
manna, sem
föndra við lífs-
hagsmuni
byggða Íslands
nú um stundir. ‘
Höfundur er fv. formaður
Frjálslynda flokksins.