Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 29 UMRÆÐAN PANTAÐU ÁSKRIFT á veffanginu icelandreview.com eða í síma 512 75 75 I R I c e l a n d R e v i e w icelandreview.com G J A F A Á S K R I F T ICELAND REVIEW hefur í meira en 40 ár verið eina tímaritið á ensku um Ísland og Íslendinga. Blaðið er þekkt fyrir frábærar ljósmyndir af stórbrotnu landslagi en blaðið fjallar líka um strauma í viðskiptum, menn- ingu, vísindum og stjórnmálum. VINSÆL JÓLAGJÖF Gjafaáskrift að Iceland Review er vinsæl jólagjöf til vina og viðskiptavina erlendis. Vinirnir fylgjast stöðugt með því sem gerist á Íslandi, og blaðið minnir á gefandann fjórum sinnum á ári. Áskrift kostar aðeins 3.400 kr fyrir árið (2.982 án vsk). Innifalinn er sendingarkostnaður til útlanda. GJAFABRÉF Hverri áskrift fylgir gjafabréf sem sent er til viðtakenda þar sem fram kemur hver gefur. Auk þess sendum við nýjum áskrifendum litla bók að gjöf, Memories of Reykjavík, með ljósmyndum eftir Pál Stefánsson. BÓKAGJÖF Þeir sem kaupa tvær áskriftir eða fleiri fá sjálfir veglega bókagjöf og geta valið um ljósmyndabækurnar Land eða 1881 km (myndir af hringveginum) eftir Pál Stefánsson (verð út úr búð um 4000 kr) eða Hálendishandbókina eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson (verð út úr búð um 5000 kr.). GLEÐJIÐVINI ERLENDIS MEÐ GJAFAÁSKRIFT Borgartúni 23 BRUNAR gera aldrei boð á und- an sér og síst af öllu stórbrunar. Fyrir nokkrum vikum varð hræði- legur stórbruni inni í miðju íbúða- hverfi í dönskum bæ þar sem flug- eldaverksmiðja brann með skelfilegum afleið- ingum. Tilskilin leyfi voru öll fyrir hendi og fylgt var öryggis- reglum eða hvað? Á Íslandi verða stundum alvarlegir brunar. Mörgum eru minnisstæðir stór- brunar á liðinni öld á borð við þegar Borg- arskáli Eimskipa- félagsins varð eldi að bráð 1967 og þegar gasverksmiðjan Isaga brann nokkrum árum áður. Báðir urðu þessir brunar í íbúðahverfum. Og nú verður mjög mikill bruni í Sundahöfn sem veldur því að mörg hundruð manns verða að yfirgefa heimili sín seint að kvöldi vegna hættulegra eiturefna. Þrátt fyrir sífellt öflugri bruna- varnir er eldsvoðahættan alltaf fyr- ir hendi. Sundum er unnt að koma í veg fyrir hana en oft reynast ráð- stafanir og viðbúnaður ófullnægj- andi og of seinvirkar. Skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari var ákveðið að byggja grút- arbræðslu úti í Örfirisey. Tilefnið var gríðarmikil síldveiði í Hvalfirði. Þessi ákvörðun var mjög umdeild á sínum tíma og töldu ýmsir að þarna hefðu orðið mikil mistök við ákvörð- un skipulags. Í framhaldi af þessu síldarævintýri voru byggðir olíu- geymar á vegum Olíufélagsins og enn síðar, þegar ákveðið var að leggja niður olíustöð BP síðar Olís í Laugarnesi og Skeljungs í Skerja- firði, varð Örfirisey aðalolíu- og bensínbirgðastöð landsmanna, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að undirritaður telji sig hafa fremur takmarkaða þekkingu á brunavörnum og þess háttar praktískum hlutum finnst honum mikil léttúð hafa verið höfð í þessum málum. Á dög- um mestu hermd- arverka sögunnar væri Örfirisey ákaflega hentugt skotmark þar sem siðlausir hermd- arverkamenn gætu valdið ótrúlegum skaða bæði í mannslífum og eignum. Faxaflóinn er mjög fjölfarin sigl- ingaleið. Þaðan mættu spellvirkjar valda óbætanlegu tjóni með sprengju- vörpum og öðrum nútíma tortím- ingartækjum. Hættuleg starfsemi sem tengist eldfimum efnum á að fylgja bestu og ströngustu öryggisreglum bæði vegna öryggis mannslífa og eigna. Mannvirki birgðastöðvar eiga að vera á afskekktum stöðum sem mest neðanjarðar þar sem gætt er fyllstu öryggisreglna ekki síst vegna verndar náttúru og umhverf- is. Á árum seinni heimsstyrjald- arinnar voru byggðir nokkrir olíu- geymar í Öskjuhlíð. Sprengd var gjá í hlíðina til að draga sem mest úr þeirri miklu hættu ef geymarnir yrðu fyrir tjóni vegna hugsanlegra loftárása Þjóðverja. Kannski voru Bretar fyrir meira en 60 árum bet- ur meðvitaðir um hættuna af brenn- andi olíu en Íslendingar nú á dög- um? Nokkrar spurningar Hvers vegna þarf stærsta olíu- og bensínbirgðastöð landsmanna að vera á næstu grösum við miðbæ Reykjavíkur? Hversu mikill eldsmatur er í Ör- firisey? Hversu mikið svæði þyrfti að rýma ef mjög alvarlegt hættuástand verður í Örfirisey t.d. í norðanátt? Reikna má með að brennandi olía berist í töluverðum mæli um allt norðanvert Seltjarnarnes jafnvel inn í gömlu höfnina og þá væri skaðinn jafnvel enn meiri. Á tímum samráðs olíufélaganna mætti spyrja jafnvel óþægilegra spurninga á borð við: Hafa þeir stjórnmálaflokkar sem ráðið hafa skipulagsmálum í Reykjavík fengið greiðslur t.d. í kosningasjóði sína eða til annarar starfsemi frá olíufélögunum? Hér er um grafalvarlegt mál sem varðar alla landsmenn ekki síst Reykvíkinga. Þetta mál þarf að setja í algjöra forgangsröð í ljósi nýjustu atburða! Olíubirgðastöðin í Örfirisey Guðjón Jensson fjallar um bruna og mikinn eldsmat ’Hvers vegna þarfstærsta olíu- og bens- ínbirgðastöð lands- manna að vera á næstu grösum við miðbæ Reykjavíkur? ‘ Guðjón Jensson Höfundur er bókasafnsfræðingur, leiðsögumaður og tómstunda- blaðamaður. ÍSLAND er komið í sérflokk meðal Norðurlanda og flestra Evr- ópuríkja sem dragbítur í umhverf- ismálum. Stóriðjustefnan er orðin að trúarbrögðum á stjórnarheim- ilinu, vaxtarbrodd- urinn í atvinnumálum sem allt annað á að víkja fyrir. Ákvörð- unin um Kára- hnjúkavirkjun og risaálver á Reyð- arfirði er minnisvarði síðasta kjörtímabils en áhrif þeirra ákvarðana eru ekki komin fram nema að litlu leyti. Yfirstand- andi kjörtímabil er ekki hálfnað en þó ljóst að þeir sem hér ráða ferðinni ætla að þramma áfram sömu stóriðjubrautina án nokkurrar tillitssemi við náttúru landsins og í trássi við al- þjóðasáttmála. Rík- isstjórnin, nú undir forystu Framsókn- arflokksins, er í aðal- hlutverki við að draga hingað fjölþjóðafyr- irtæki í áliðnaði og ýta undir sveitarfélög um allt land að kyrja stóriðjusönginn. Um- hverfisráðherrar sömu stjórnar hafa kosið sér hlut- skipti gólftuskunnar og virðast glaðir ganga í skítverkin. Loftslagsbreytingar og „íslenska ákvæðið“ Kyoto-bókunin frá 1997 gerði ráð fyrir að Ísland mætti bæta við 10% í losun gróðurhúsalofttegunda um- fram heildarlosun á viðmiðunar- árinu 1990. Önnur iðnríki tóku hins vegar á sig niðurskurð sem nema skal að meðaltali um 5%. Þetta nægði ekki íslenskum stjórnvöld- um. Í stað þess að láta sitja við 10% aukningu þegar aðrar þjóðir skæru niður í losun var að frum- kvæði Íslands laumað inn at- hugasemd um að skoða skyldi sér- staklega stöðu lítilla hagkerfa. Leiddi það að lokum til „íslenska ákvæðisins“ sem var skradd- arasaumað fyrir stóriðjustefnuna. Samkvæmt því fékk Ísland sér- staka heimild til að auka mengun frá stóriðju hérlendis sem nemur allt að 1,6 milljón tonnum koltví- sýrings á ársgrundvelli fram til 2012. Það er um helmingur árlegr- ar heildarlosunar hérlendis og kemur til viðbótar við 10% heimild- ina. Ekkert iðnríki fékk viðlíka af- greiðslu samkvæmt Kyoto- bókuninni. Öllum kröftum íslensku utanríkisþjónustunnar var beitt til að knýja fram þessa samþykkt og dagljóst að íslensk stjórnvöld myndu ella skerast úr leik í lofts- lagsmálum líkt og Bandaríkin nú hafa gert. Kjölfestan í stuðningi við „íslenska ákvæðið“ á mótunar- stigi kom raunar frá Bandaríkj- unum en einnig frá Noregi, enda Norsk Hydro á þeim tíma að leita samninga um risaálver á Reyð- arfirði. Í krafti þessa ákvæðis dun- ar nú stóriðjudansinn hérlendis jafnhliða því sem erlend auðfélög fá hér óskeypis mengunarheimildir út á nafn Íslands. Hömlulaus ósvífni og tvískinnungur Framganga íslenskra ráðamanna í loftslagsmálum með forsætisráð- herra í fararbroddi er fordæmalaus hvað varðar tvískinnung og ósvífni. Ekki á að láta við það sitja að auka hér mengun um 50% í skjóli tíma- bundinna sérákvæða heldur boðar nú forsætisráðherra endurnýjaða umsókn um viðbót og framhald á undanþágum eftir 2012 í þeim samningaviðræðum sem nú eru að hefjast. Þær viðræður munu al- mennt snúast um stór skref iðn- ríkja í niðurskurði á mengun loft- hjúpsins og þátttöku þróunarríkja í skuldbindandi tak- mörkunum. Inn í þá viðleitni alþjóða- samfélagsins er nú boðað að komi rödd Ís- lands sem heimti aukningu meng- unarheimilda ofan á þau sérkjör sem fyrir eru. Þetta gerist á sama tíma og íslensk stjórnvöld með forystu í norðurskautsráðinu leggja fram skýrslu á þeim vettvangi þar sem dregin er upp dökk mynd af ástand- inu og heitið á aðild- arríkin að bregðast við með aðgerðum til að draga úr mengun! Staðan hvað Ísland varðar er nú þannig að þegar búið er að full- nýta mengunarheim- ildir samkvæmt „ís- lenska ákvæðinu“ verðum við komin í hóp ríkja með lang- mestu losun gróð- urhúsalofttegunda á mann í heiminum, fast upp að hliðinni á Ástr- alíu og Kanada og skammt í að við náum Bandaríkjunum á þessu sviði. En íslenski forsætisráð- herrann vill gera enn betur og boð- ar nú herta sókn eftir meng- unarheimildum. Týnd er æra töpuð sál …? Ísland hefur lengi stært sig af því að vera land hins óspillta, með hreint land og óspjallað af fylgi- fiskum iðnvæðingar. Ferðaþjón- ustan sem atvinnuvegur gerir út á þessa ímynd hreinleika, tært loft og óspillt víðerni. Því mun ýmsum hafa brugðið þegar yfirvöld lýstu fyrir skemmstu yfir hættuástandi á höfuðborgarsvæðinu vegna loft- mengunar. Viðkvæmum ein- staklingum og lasburða var sagt að halda sig innan dyra þann daginn. Útlendir blaðamenn sem hingað leggja leið sína, boðnir eða óboðnir, eru líka farnir að átta sig á að eitt- hvað stangist á í orðum og athöfn- um Íslendinga. Blaðamaður franska stórblaðsins Le Monde sagði á dögunum eftir Íslandsferð í viðtali við franska ríkisútvarpið: „Og allt þetta sýnir að Íslendingar, sem ávallt leggja áherslu á að kynna og sýna náttúruna, eru svo bara tilbúnir að selja hana á gjaf- verði.“ Það kemur í ljós á næstu misserum hvort þessi einkunn á við um meirihluta þjóðarinnar. Loftslagsmálin og stefna ríkis- stjórnarinnar Hjörleifur Guttormsson fjallar um að Ísland sé dragbítur í umhverfismálum Hjörleifur Guttormsson ’Framganga ís-lenskra ráða- manna í lofts- lagsmálum með forsætisráð- herra í far- arbroddi er for- dæmalaus hvað varðar tvískinn- ung og ósvífni. ‘ Höfundur er líffræðingur og fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.