Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ BÚUM í lýðræðisríki, og við lýðræðislega kosna ríkisstjórn. Vafalaust höfum við aldrei þurft að búa við aðra eins stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan hef- ur aðeins eitt markmið, aðeins eina stefnu, það er að vera á móti öllu. Hún sér bókstaflega ekkert nema svart- nætti, jafnvel skatta- lækkanir ríkistjórn- arinnar, sem þekktir hagfræðingar hafa lagt blessun sína yfir, telur hún vera glapræði. Hún skirrist ekki við að ljúga blákalt í sjónvarp- inu að alþjóð ef hún tel- ur það þjóna sínum hagsmunum. Ég vona að mér fyrirgefist hreinskilnin, en stund- um finnst manni t.d. Össur Skarphéðinsson haga sér eins og kjáni – þó nefna mætti fleiri nöfn en ég ætlaði nú að losna við að nefna per- sónur, allir vita við hverja ég á. Það er bókstaflega mjög varasamt að klifa stöðugt á bölmóði og eymd og volæði, ekki síst nú í svartasta skammdeginu, margir eiga nú samt nógu erfitt með skap sitt. Alþingi hellir þessu stöðugt yfir þjóðina og allir aðrir fjölmiðlar sem þetta fólk kemst að. Það kemur fyrir að maður hittir fólk sem beinlínis trúir þessum böl- móði þrátt fyrir að vita ekkert um það mál sem verið er að tala um. Með því að klifa stanslaust á sömu vitleys- unni dag eftir dag er fólk farið að trúa sumu af þessu rugli. Svo er ekki úr vegi að minnast of- urlítið á undarlegt tal sumra fram- sóknarþingmanna. Þeir tala fjálglega og ábyrgðarlaust um að rekast illa í flokki ef stjórnmálaflokkur hefur tekið þá ákvörðun og gert samning við annan flokk um stjórnarsamstarf er hann búinn að lofa að styðja stefnu ríkisstjórnarinnar. Því er ekkert að rekast illa í flokki, þetta eru bara svik og ekkert annað, ekki hvað síst ef meirihluti ríkisstjórnar er tæpur. Ef þessir þingmenn eru óánægðir með stefnu síns eigin flokks eiga þeir að vera heið- arlegir og gefa ekki kost á sér til þings fyrir þann flokk aftur, ef þeir halda að önnur stefna hugnist þeim betur. Það hljóta allir vel gefn- ir þingmenn að gera sér það ljóst að við stjórn- arstefnuna verða þeir að standa, ef þeir hafa lofað því. En vera ekki stanslaust að tönnlast á að þeir séu í vafa hvort þeir styðji þetta eða hitt málið. Við höfum áratuga reynslu af því öngþveiti sem ríkti hér (á gullald- arárum verðbólgunnar) og ég er í vafa að marg- ir vilji hverfa að þeim árum fyrir 1990. Þar sem nær engin stjórn hélt út kjör- tímabilið nema stjórn Geirs Hallgrímssonar og svo ef við förum alla leið aftur til viðreisn- aráranna. Þá var við stjórnvölinn fyrst Ólaf- ur Thors, síðan Bjarni Benediktsson, þá gjör- breyttist þjóðarhagur með dyggum stuðningi Alþýðuflokksins gamla sem lést með tilkomu Samfylkingarinnar, þá byrjaði raunverulega svipað tíma- bil sem var endurvakið með Viðeyj- arstjórninni 1991. Davíð Oddsson stofnaði þá stjórn (og hefur verið við stjórnvölinn þar til 15. október 2004) sem kratarnir studdu – allir sem með stjórnmálum fylgjast vita þær hörm- ungar sem þjáðu kratana þá. Nú fer Halldór Ásgrímsson með stjórn- arforræðið, óska ég honum til ham- ingju og allra heilla og óskandi væri að hann tuktaði sitt lið. Einstök stjórnarandstaða Karl Jóhann Ormsson fjallar um stjórnmál Karl Jóhann Ormsson ’Við höfum ára-tuga reynslu af því öngþveiti sem ríkti hér (á gullaldarárum verðbólgunnar) og ég er í vafa að margir vilji hverfa að þeim árum fyrir 1990.‘ Höfundur er fv. deildarfulltrúi. ÞAÐ ER eins og við Íslend- ingar grípum ævinlega til þess ráðs að tala um prósentur þegar við viljum vera trúverðugir. Ekki veit ég almennilega af hverju. Hér einu sinni dugði að setja mál sitt fram með greinargóðum hætti, á kjarngóðri íslensku. Nú dugir það ekki lengur. Getir þú ekki stutt mál þitt með prósentutölum af einhverju tagi er eins og enginn maður hafi áhuga á því sem þú segir. Best að þegja bara. Það er eins og þjóðin hafi gjör- samlega bitið sig fasta í þennan bölv- aðan prósentureikn- ing, sem eftir að vasa- reiknarnir komu til sögunnar er síst merkilegri reiknings- aðferð en margar aðrar. – Kannski ríkjandi kynslóð hafi gengið svona illa að læra pró- sentureikning í skóla að okkur þyki hann eitthvað leyndardóms- fyllri og æðri fyrir bragðið? Eitt- hvað fjarlægt og magnþrungið. Eitthvað göfugt sem felur í sér meiri sannleika en allt annað. Sannleika sem við berum tak- markalausa lotningu fyrir. – Það er ekki gott að segja. En hver svo sem ástæðan kann að vera fyrir þessari oftrú þjóð- arinnar á prósentureikningi, þá er ljóst að umrædd reikningsaðferð hefur markað djúp spor í þjóðfé- lagið, svo djúp að það er vandséð að þau verði afmáð með hefð- bundnum aðferðum uppgræðslu. Alls staðar kveða við prósentur. Allt er mælt í prósentum, – allt frá þjóðarhag og vergri lands- framleiðslu niður í hið allra smæsta, – kjarabætur ellilífeyr- isþega. Það er svo sem ekki ætlunin með þessum skrifum að gera sér- staklega lítið úr þeirri reiknings- aðferð sem kölluð hefur verið pró- sentureikningur. Síður en svo, enda er hún góðra gjalda verð, þar sem hún á við. – Hún á hins vegar hreint ekki alls staðar við og hún segir okkur líka langt í frá allan sannleika. – Það er nú mein- ið. Í umræðu síðustu daga um launahækkanir, skattalækkanir og kjarabætur af ýmsu tagi, hafa prósentutölur verið afar áberandi. Þar eru prósenturnar dregnar fram sem óyggjandi sönnun þess að öllu réttlæti sé fullnægt. – Þetta er því miður misnotk- un á þessari annars ágætu reiknings- aðferð. Það felst nefnilega ekkert rétt- læti í því að allir fái sömu kjarabætur – í prósentum talið. Í því getur hins vegar fal- ist argasta óréttlæti. Og þannig háttar nú því miður orðið til hér á Íslandi, jafnræði í prósentum talið dregur æ meir sundur með hinum ýmsu þjóðfélagshópum, svo und- arlega sem það nú kann að hljóma. Eins og flestir málsmetandi menn vita þýðir hið útlenda orð prósent einfaldlega hlutfall af hundraði, en hefur í seinni tíð verið minna notað af þjóðinni í þeim búningi – þykir sennilega ekki hljóma eins sannfærandi þannig (gegnsærra). En orðið prósent táknar sem sagt hlutfalls- tölu af einhverri tiltekinni stærð. Í því felst þess vegna að 10% af 100 eru aðeins 10 en 10% af 1.000 eru 100. Þarna munar umtals- verðu, ekki síst ef um peninga er að ræða. – Og þannig er það jú oft, prósentuumræðan er nátengd umræðu um peninga, laun, skatta og svoleiðis nokkuð. Ellilífeyrisþegi sem fær 90.000 kr. á mánuði og fær launahækkun um 10% (sem hann hefur reyndar aldrei fengið) fær 99.000 kr. eftir hækkun. Hann fær 9.000 kr. í launahækkun. Kennari, sem fær 180.000 kr. á mánuði og fær sömu hækkun, hækkar um 18.000 kr. á mánuði, og fær 198.000 kr. eftir hækkun. Alþingismaður sem fær 500.000 kr. á mánuði og hækkar um 10%, hækkar um 50.000 kr. á mánuði og fær eftir hækkun 550.000 kr. Og loks bankastjórinn, sem hefur 2000.000 kr. (þetta eru tvær milljónir) og hækkar um 10% á mánuði, hækkar um 200.000 kr. og fær 2,2 milljónir kr. eftir hækkun. – Samkvæmt eðli prósentureikningsins fengu þessir einstaklingar allir sömu hækkun, þó mismunurinn milli þess sem mest fær og þess sem minnst fær sé 191.000 kr., eða sem svarar einum mánaðarlaun- um kennara. – Svona er nú hið ís- lenska prósenturéttlæti skemmti- legt. Sumir segja (a.m.k. í verkföllum kennara) að skólar séu til margra hluta nytsamlegir. Sumir halda því jafnvel fram að hlutverk skól- anna sé að móta skoðanir þeirra einstaklinga sem erfa munu landið og stjórna því í framtíðinni. – Þess vegna er ég að hugsa um að hætta að kenna prósentureikning í mínum skóla og skora á aðra skólamenn að gera það einnig. Ég sé nefnilega ekki að neitt betra geti hent þessa þjóð en að týna niður prósentureikningnum. Mælist réttlætið í prósentum? Ólafur Arngrímsson fjallar um hlutverk skólanna ’Sumir halda því jafn-vel fram að hlutverk skólanna sé að móta skoðanir þeirra ein- staklinga sem erfa munu landið og stjórna því í framtíð- inni.‘ Ólafur Arngrímsson Höfundur er skólastjóri. Í MORGUNBLAÐINU sunnu- daginn 28. nóvember síðastliðinn birtist grein eftir Elías Mar, rithöfund, með fyr- irsögninni „Þurfum við nýjan þjóðsöng?“ Elías Mar bendir réttilega á að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. Fyrir nokkr- um árum var á Al- þingi fjallað um mál- ið og þá frá því sjónarmiði að leggja núverandi þjóðsöng niður og taka upp nýjan. Þá skrifaði ég forseta Alþingis og lagði til að „Ó, Guð vors lands“ yrði not- aður sem hátíða- söngur en annar tek- inn upp til hversdagsbrúks. Engin viðbrögð urðu við því bréfi. Ég hef undanfarin ár komið að skipu- lagningu ferða ung- linga í norrænar sumarbúðir í Dan- mörku. Þar draga þátttakendur á hverjum morgni upp fána sinnar þjóðar og syngja þjóðsönginn. Mér hefur ekki komið til hugar að gera unglingunum það að syngja „Ó, Guð vors lands“, því bæði er lagið erfitt og hreint ekki auðvelt að læra textann, heldur hef ég beðið þá um að syngja til dæmis „Öxar- við ána“ sem flestir kunna eða geta auðveldlega lært. Ég er Elíasi Mar sammála um að skyn- samlegt sé að lögfesta „Ísland ögrum skorið“ sem annan þjóðsöng til almennra nota en „...Ó, Guð vors lands verði áfram notað við hátíðleg tækifæri á vegum hins opinbera“ ...eins og hann kemst að orði í grein sinni. „Öxar- við ána“ finnst mér ekki eins heppi- legur texti því hann er tækifæriskvæði, bar- áttuljóð sem átti vel við á sínum tíma en síður nú. Hins vegar er ljóð Eggerts Ólafs- sonar, „Ísland ögrum skorið“, hreint ætt- jarðarljóð og á þess vegna vel við sem þjóðsöngur. Bæði ljóð- ið og lag Sigvalda Kaldalóns eru öllum auðlærð og auðsungin. „Guð vors lands“ vil ég ekki leggja af sem þjóðsöng því fátt veit ég hátíðlegra í flutningi kórs eða hljómsveitar. Tveir þjóðsöngvar Þórir Jónsson fjallar um þjóðsönginn Þórir Jónsson ’„Ó, Guð vorslands“ vil ég ekki leggja af sem þjóðsöng því fátt veit ég hátíðlegra í flutningi kórs eða hljóm- sveitar. ‘ Höfundur er fv. kennari. ER DÓMGREINDARLEYSI og þekkingu þjóðarinnar á meðferð fjármuna svo ábótavant að heimilum í landinu stafi hætta af? Ræður þar óvandaður auglýsingamáttur og markaðsræði fyrirtækja og stofnana ferðinni? Er trúgirni neytenda svo blind að þeir séu ekki meðvitaðir um að arð- semi lánveitenda situr ávallt í fyrirrúmi, svo- nefndir þjónustu- og markaðsfulltrúar gegna því hlutverki í samræmi við fyrirmæli viðkom- andi fyrirtækja. Fá- keppni fyrirtækja veld- ur sem kunnugt er verðsamráði til hagræðis og hagnaðar fyrir fyr- irtækin, en skaðar neytendur að sama skapi. Flestar samanburð- artölur við EB-ríkin sýna okkur á ótvíræðan hátt að á okkur hallar í langflestum þáttum verslunar og við- skipta. Hér er um gífurlegan mis- mun að ræða eins og nýgerðar sam- anburðartölur sýna m.a. á matvörum eða yfir 50%. Verðsamráð bankanna Verðsamráð bankanna getur tæpast farið fram hjá neinum, allir tilkynntu nær samstundis um 4,3% húsnæð- islán, síðan 4,2 og nú 4,15 og um væri að ræða l00% lán til allt að 40 ára. Húsnæðismálastofnun ríkisins er að missa tök á þessum markaði, enda gilda þar allt önnur markaðs- lögmál en hjá bönk- unum þ.e. hagsmunir heimilanna í landinu. Gjaldþrot tuga þús- unda heimila á sl. 10 árum staðfesta ákveð- ið þekkingarleysi lán- takenda á fjárhags- stöðu sinni, en hætt er við að gylliboð á fram- boðum bankalána nú verði mörgum enn þyngri í skauti á kom- andi árum. Þessi ís- lenski alþjóðlegi þjóð- flokkur auðhyggjumanna án landamæra er rekinn áfram af miskunnarlausum arðsemissjónarmiðum, sem ávaxta sig best erlendis. Þjóðinni er hætt að fjölga, hún er að missa trú á at- vinnuuppbyggingu hérlendis og leit- ar í meira mæli en áður eftir atvinnu í öðrum löndum. Hugsanlega verða erlendir bankar og fyrirtæki bjarg- ráð Íslendinga á komandi árum. Blekkingar Þegar bankarnir eru að auglýsa „lágu“ vextina ( 4,15%) ættu þeir jafnframt að greina frá verðtrygg- ingu lánanna. Með verðtryggingu eru Íslendingar að greiða um 7–8% af íbúðarlánum sem er meira en helmingi hærra en hjá öðrum V- Evrópuríkjum, þar sem engin verð- trygging er. Sé litið á samræmda 0,85% vaxtalækkun bankanna og íbúðarsjóðs er því um mjög smán- arlega lækkun að ræða til lántak- enda. Heilsíðuauglýsingar bank- anna um lágu lánin án þess að tilgreina upphæðir verðtrygginga eru náttúrlega ekkert annað en blekkingar, því hvort tveggja greið- ist samtímis. Við erum búnir að verða vitni að stórfelldum meintum fjármálasvikum olíufélaganna „kannski er lágvaxtastefna“ bank- anna af sama meiði. Það kemur okk- ur ekkert lengur á óvart þegar sam- ráð frjálshyggjunnar er annars vegar. Látið ekki blekkjast af fagurgala lánardrottna Kristján Pétursson fjallar um verðsamráð ’Sé litið á samræmda0,85% vaxtalækkun bankanna og íbúð- arsjóðs er því um mjög smánarlega lækkun að ræða til lántakenda. ‘ Kristján Pétursson Höfundur er fyrrv. deildarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.