Morgunblaðið - 02.12.2004, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STÆRÐ OG ARÐSEMI
Í SJÁVARÚTVEGI
Athyglisverðar upplýsingarkomu fram í máli Yngva Arn-ar Kristinssonar, fram-
kvæmdastjóra verðbréfasviðs Lands-
bankans, á ráðstefnu Kauphallar
Íslands um sjávarútveginn í fyrra-
dag. Yngvi Örn sagði að upplýsingar
um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja
bentu ekki til stærðarhagkvæmni í
sjávarútveginum, að því leyti að arð-
semi stórra fyrirtækja væri ekki
endilega meiri en þeirra smærri.
Miklu meira máli skipti að fyrirtækið
væri af réttri stærð miðað við veiði-
heimildir sínar og stillti sig inn á þær,
bæði hvað veiði og vinnslu varðaði, en
að það stækkaði mjög mikið.
Yngvi Örn benti ennfremur á að
skipulag íslenzks sjávarútvegs væri
sérstakt; hér væru dreifð útgerðar-
og vinnslufyrirtæki, sem hefðu verið í
samstarfi um sölu og framleiðslu er-
lendis, en í sjávarútvegi annarra
landa væri meira um „lóðrétta“ sam-
þættingu fyrirtækja, allt frá veiðum
til sölu afurðanna í verzlanir. Yngvi
Örn sagði að 2–4 sjávarútvegsfyrir-
tæki hér á landi væru nú komin að
kvótaþaki því, sem lög kveða á um.
Eignatengsl milli sjávarútvegs- og
sölufyrirtækja hefðu verið rofin. Til
framtíðar yrði lykilatriði fyrir sölu og
framleiðslu sjávarafurða erlendis að
tryggja aðgang að hráefni. Það væri
því vel hugsanlegt að mestur styrkur
í sjávarútvegi fengist með samruna
stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna
og sölufyrirtækjanna.
Þetta eru athyglisverð sjónarmið.
Augljóst er að hjá Samherja hf. hefur
„lóðrétt“ samþætting átt sér stað
með góðum árangri, þar sem fyrir-
tækið sér að mestu leyti sjálft um
sölu allra sinna afurða og selur nú
einnig afurðir frá öðrum. Það liggur í
augum uppi að á þessu sviði felast
verulegir vaxtarmöguleikar fyrir
stærstu sjávarútvegsfyrirtækin – og
auðvitað einnig í fiskvinnslunni, þar
sem engar hömlur eru á hámarkshlut
einstakra fyrirtækja, eins og Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
benti á í ræðu sinni á ráðstefnunni.
Sjávarútvegsráðherra sagði þar
jafnframt að kvótaþakið hefði verið
einn liðurinn í því að ná sátt við þjóð-
ina um lögin um stjórn fiskveiða. Það
er út af fyrir sig rétt; í núverandi
stöðu myndi almenningur ekki sætta
sig við að örfá stór fyrirtæki réðu
nánast alveg auðlindinni, sem er lög-
um samkvæmt sameign þjóðarinnar.
Morgunblaðið hefur hins vegar bent
á það, að greiðsla sanngjarns gjalds
fyrir réttinn til að nýta auðlindina
væri forsendan fyrir því að afnema
kvótaþakið og hvers kyns hömlur á
framsal kvóta. Mikilvægt skref hefur
verið stigið í þá átt með lögfestingu
veiðigjaldsins. Það nemur þó enn
ekki þeim fjárhæðum, að sátt gæti
skapazt um afnám kvótaþaksins. Þær
upplýsingar, sem fram komu á ráð-
stefnu Kauphallarinnar, benda til
þess að þrátt fyrir það séu verulegir
vaxtarmöguleikar í sjávarútveginum
– og að það sé jafnvel ekki svo eft-
irsóknarvert fyrir sjávarútvegsfyrir-
tækin að ráða yfir miklu meiri kvóta
en þau gera í dag.
TUNGAN OG TÆKNIN
Tungutækniverkefnið, sem hrundiðvar af stað 1998 og lýkur um ára-
mótin, er eitthvert merkilegasta
verkefni sem unnið hefur verið í þágu
íslenzkrar tungu. Í Morgunblaðinu í
gær er rætt við Rögnvald Ólafsson
dósent, sem stýrt hefur verkefninu
frá upphafi. Þar kemur fram að verk-
efnið hefur ekki sízt falizt í því að búa
til gagnagrunna, sem eru forsenda
þess að hægt sé að kenna tölvum að
tala og skilja íslenzkt talmál.
Þetta atriði skiptir gríðarlega
miklu máli fyrir framtíð íslenzkrar
tungu. Eins og fram kemur í viðtalinu
við Rögnvald má gera ráð fyrir að í
náinni framtíð hlýði æ fleiri tæki
raddskipunum. Á sviði fjarskipta-
tækni má sömuleiðis gera ráð fyrir að
fólk noti í vaxandi mæli talmál til að
sækja sér ýmiss konar rafrænar upp-
lýsingar í gegnum síma. Það liggur í
augum uppi að ef sá búnaður, sem hér
um ræðir, skilur ekki íslenzku verða
Íslendingar að nota önnur tungumál –
væntanlega einkum ensku – til að nota
hann. Og í ljósi þess að tækni af þessu
tagi mun væntanlega ryðja sér mjög
til rúms og verða hluti af okkar dag-
lega lífi verður varla of mikið gert úr
mikilvægi þess að hægt sé að laga
hana að íslenzku máli.
Tungutæknin mun að öllum líkind-
um auðvelda okkur daglegt líf. Hún
getur líka stuðlað að því að auka lífs-
gæði fatlaðra, sem geta ekki stjórnað
ýmsum tækjum og tólum með hefð-
bundnum hætti, en gæti nú gefizt
kostur á að gera það með röddinni.
Sumar fyrstu afurðir tungutækninnar
eru nú þegar farnar að gagnast blind-
um og sjóndöprum – fréttasími mbl.is,
þar sem talgervill les upp fréttir af
fréttavef blaðsins, er dæmi um slíkt.
Rögnvaldur Ólafsson bendir á at-
hyglisverða staðreynd, sem kemur
vafalaust mörgum á óvart, í ljósi þess
hversu mikla áherzlu Íslendingar
hafa lagt á að vernda móðurmálið; að
málfræðiþekking og gagnagrunnar
um tunguna og orðin hafi verið af
skornum skammti hér á landi. „Þegar
kom svo að talmálinu var bókstaflega
ekkert til … Þekking okkar á töluðu
máli var mun minni en gerðist í öðrum
löndum. Því var nauðsynlegt að
byggja upp talgrunna sem fyrirtæki
gætu nýtt í tungutækniverkefni, án
þess að þurfa að vinna alla fræðilegu
grunnvinnuna.“ Tungutækniverkefn-
ið hefur með öðrum orðum orðið til
þess að hér hefur byggzt upp þekking
á íslenzku talmáli, sem mun koma að
notum á öðrum sviðum málfræðinnar,
burtséð frá notagildi hennar í þágu
tungutækninnar.
Rögnvaldur segist binda vonir við
að tungutæknin höfði til ungs fólks,
sem vilji hafa ögrandi verkefni að
glíma við, og segist hafa trú á að í
framtíðinni muni fleira ungt fólk fá
brennandi áhuga á málfræði. Það er
sennilega rétt, a.m.k. liggur nú í aug-
um uppi að málfræðiþekking hefur
beint hagnýtt gildi í hinum hraðvax-
andi tölvu- og upplýsingatæknigeira.
Nýir fundir eða viðræðurmilli eigenda Lands-virkjunar hafa ekki ver-ið boðaðir og skiptast
þeir nú á skoðunum á opinberum
vettvangi. Viðræður um kaup ríkis-
ins á hlutum meðeigenda sinna eru
aðallega til komin vegna áhuga
þeirra á að hverfa úr eigendahópn-
um, einkum innan Reykjavíkur-
borgar, og einnig þeirrar staðreynd-
ar að nýtt fyrirkomulag tekur gildi
um næstu áramót í framleiðslu og
sölu á raforku hér á landi. Frá þeim
tíma geta aflmældir og stærri not-
endur valið sér raforkusala en einn-
ig tekur til starfa nýtt flutningsfyr-
irtæki í eigu orkufyrirtækjanna sem
dreifa mun orkunni um landið.
Vegna þessara breytinga hafa
eignatengsl Landsvirkjunar og
Orkuveitu Reykjavíkur verið talin
óheppileg og af sumum óviðunandi,
með Reykjavíkurborg sem stóran
eiganda í orkufyrirtækjum í sam-
keppnisumhverfi.
Áður en forsaga samningavið-
ræðna er rakin er rétt að rifja stutt-
lega upp að Landsvirkjun var stofn-
uð árið 1965 af ríkinu og
Reykjavíkurborg. Átti hvor aðili um
sig helming í fyrirtækinu og sem
stofnfé lögðu eigendur til fjármuni,
Sogsvirkjun, gufuaflsstöðina í
Elliðaárdal og virkjunarréttindi í
Þjórsá. Lagði ríkið til Sogsvirkjun
til helminga á móts við borgina, ekki
borgin að öllu leyti eins og skilja
mátti af frásögn blaðsins af sölumál-
inu í gær.
Með stofnun Landsvirkjunar var
það hugsunin að reka raforkukerfið
og byggja virkjanir út frá viðskipta-
sjónarmiði, eins og það er orðað á
vef fyrirtækisins. Akureyrarbær
kom svo inn í Landsvirkjun árið
1983 vegna Laxárvirkjunar í Aðal-
dal og eignaðist um 5% hlut í fyr-
irtækinu. Hlutur ríkisins var áfram
um 50% en hlutur Reykjavíkurborg-
ar tæp 45%.
Fór í gang fyrir átta árum
Umræður og áform um breyting-
ar á eignarhaldi og rekstrarformi
Landsvirkjunar má rekja aftur til
ársins 1996, þegar sameignarsamn-
ingi fyrirtækisins var breytt með
samkomulagi í október það ár.
Við sama tækifæri var arðgjafar-
og arðgreiðslumarkmiðum Lands-
virkjunar breytt þar sem ýmis
stjórnunarleg atriði voru endur-
skoðuð í því skyni að líkja betur eftir
hlutafélagaforminu. Eigendanefnd-
in „hin fyrri“ vann m.a. að breyt-
ingum á sameignarsamningi ríkis-
ins, Reykjavíkurborgar og
Akureyrarbæjar og fór ásamt ráð-
gjöfum sínum hjá fyrirtækinu JP
Morgan yfir kosti þess og galla að
breyta Landsvirkjun í hlutafélag og
minnka eða afnema eigendaábyrgð-
ina. Niðurstaðan varð hins vegar sú
að gera engar breytingar á rekstr-
arforminu og ákveðið var
árslok 2003 skyldi fara fra
skoðun á sameignarsamnin
Undir lok þess tímabils
ræða vaxandi innan Rey
borgar um möguleika á
hlutinn í Landsvirkjun.
sagði Ingibjörg Sólrún Gí
þáverandi borgarstjóri,
borgarstjórnar í desember
sennilega hefði aldrei ge
tími en þá til þess að sel
44,5% hlut borgarinnar. S
ismenn í minnihluta voru e
skoðunar, töldu Land
traustustu eign borgari
mæltu frekar með hlutafé
ingu fyrirtækisins. Um sv
setti borgin á fót svonefn
stefnunefnd og skilaði hún
lögum sl. vor. Þar var meg
sú að borgin hyrfi út úr La
un, m.a. með því að hún fe
af eignum eins og í Sogsvi
Hlutafélagaleiðin var nefn
talin raunhæf meðan á fram
um við Kárahnjúka stæði.
Hlutafélagavæðing
Kárahnjúkavirkju
Um síðustu áramót tó
komulag milli eigenda La
unar um að skipa nýja
Breytt eig
hefur lengi
Fréttaskýring | Áform
um að ríkið kaupi út
hluti Reykjavíkur-
borgar og Akureyr-
arbæjar í Landsvirkjun
eru nú komin í hámæli
eftir að hætt var við
undirritun viljayfirlýs-
ingar á þriðjudag.
Björn Jóhann Björns-
son kynnti sér forsögu
þessara viðræðna.
Tekist er á um það hvernig framkvæma eigi sölu á hlut Reykjaví
til ríkisins. Hér er stöðvarhús Búrfellsvirkjunar, fyrsta stórfram
Alfreð Þorsteinsson, formað-ur borgarráðs og stjórn-arformaður Orkuveitu
Reykjavíkur, segir það vera fyrri
hugmyndir borgarinnar, m.a. hjá
sér og Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, fv. borgarstjóra, að borg-
in taki mögulega til sín Sogs-
virkjanir, en sú krafa hafi ekki
verið uppi á borðum í viðræðum
við ríkið um kaup á hlutum með-
eigenda þess í Landsvirkjun.
Ekki hafi staðið til að taka út
eignir Landsvirkjunar, heldur
aðrar eignir ríkisins. Gagnrýnir
hann aðkomu ríkisins að málinu á
síðustu dögum.
Alfreð segir málið vera tví-
þætt. Hann segir það „augljóst“
að nokkrar lóðir, lendur og fast-
eignir geti komið til eignaskipta
milli ríkisins og borgarinnar.
Nefnir hann þar sem dæmi Keld-
ur, Keldnaholt og flugvall-
arsvæðið í Vatnsmýri, þar sem
ríkið á landið undir flugbraut-
unum.
„Í öðru lagi eru
menn að velta fyrir
sér hver verði staðan
á raforkumark-
aðnum, ef það geng-
ur eftir sem ríkið
var að biðja okkur
um, þ.e. að gera ekki
athugasemdir við að
Orkubú Vestfjarða
og Rarik gengju inn
í Landsvirkjun. Þá
var það nefnt að
Orkuveitan hefði
verið með starfsemi,
bæði í Borgarfirði
og fyrir austan fjall,
og selt þar heitt
vatn. Þar hefur verið uppi krafa
frá sveitarstjórnarmönnum og
íbúum um að Orkuveitan kæmi
inn á svæðið með afhendingu á
rafmagni. Þess vegna var því velt
upp í viðræðunum að skoða þann
möguleika að Orkuveitan kæmi
að málinu með þessum hætti, í
tengslum við söluna á hlut borg-
arinnar í La
virkjun. Þett
umræða sem
greina varða
eignakaup, v
um ekki að t
að taka eign
Landsvirkjun
Alfreð.
Slagsíð
skapa
Hann bend
Landsvirkjun
þessa einkum
heildsöludre
raforku. Með
Rarik og Or
Vestfjarða gangi inn í La
virkjun, sé fyrirtækið kom
þriðjungshlutdeild í smás
raforku. Fyrir sé Landsvi
með 85% af framleiðslu á
í landinu. „Þá veltir maðu
sér hvort ekki sé að skap
þarna ákveðin slagsíða og
kæmi til greina að hluti a
Formaður borgarráðs og stjórnarformaður OR gagn
Alfreð Þorsteinsson
Krefst annarra eigna e