Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 35 UMRÆÐAN Jóla kveðjur á mbl.is Glæsilegir vinningar! Þeir sem senda jólakveðju geta unnið til verðlauna frá Hans Petersen 1. verðlaun: Stafræn myndavél frá Kodak 2. verðlaun: Stafræn myndavél frá Ricoh 3. verðlaun: Epson PictureMate prentari                                     Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd Gómsætar kynningar alla daga fram að jólum í Mjódd • S: 557 9060 Jólavörurnar komnar Frábærir Ítalskir götuskór með dempun í hæl fyrir dömur og herra Ekta leður Skóbúðin Mjódd sími 557-1291 Mikið úrval af úrum frá FOSSIL verð frá 6.900.- í Mjódd S: 567 3550 NÚ STENDUR yfir alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu of- beldi og mörg íslensk félagasamtök hafa tekið sig saman um að taka þátt í því. Hjá Stígamótum höfum við talsverða reynslu af málaflokknum en undanfarin 14 ár hafa um 2,5% kvenna leitað stuðnings hjá okkur vegna sifjaspella og nauðgana. Kynbundið ofbeldi er skömm íslensks samfélags og ég er sannfærð um að um fá málefni er auðveldara að ná samstöðu en ein- mitt það. Það er stutt síðan þögnin var rofin og æðimargt óunnið til þess að við Íslendingar getum sagt með sanni að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna bug á ofbeldinu. Í tengslum við átakið langar mig að nefna nokkur mikilvæg atriði. Í jafnréttisáætlun ríkisstjórn- arinnar fyrir næstu 4 ár er kyn- bundið ofbeldi varla nefnt. Það er miður, því yfirráðaréttur kvenna og barna yfir líkömum sínum hlýtur að vera forsenda jafnréttis kynjanna og sá réttur hefur í of ríkum mæli verið brotinn á Íslandi. Ef íslensk stjórnvöld vilja sýna metnað til þess að ná raunverulegu jafnrétti, þarf að forgangsraða og gera sérstaka aðgerðaáætlun gegn kynbundnu of- beldi. Slíkar áætlanir þykja sjálf- sagðar í löndunum í kringum okkur. Nothæf aðgerðaáætlun þarf að skil- greina á víðsýnan og nákvæman hátt markmið, leiðir og ekki síst fjármögnun og að slíkri áætlun þurfa að koma þeir aðilar sem best þekkja til. Árni Magnússon félags- málaráðherra hefur lýst sig fúsan til þess að láta gera slíka áætlun. Þó mikil vitundarvakning hafi orðið á síðustu áratugum vantar mikið upp á almenna þekkingu um kynferð- isbrot. Enn þarf að bæta hlustunarskilyrði meðal fagfólks. Á síð- asta ári hafði minna en helmingur af okkar fólki leitað hjálpar hjá öðrum áður en það kom til okkar. Sér- stakt áhyggjuefni er að aðeins 2 höfðu leit- að hjálpar hjá skóla- starfsfólki. Allar þær menntastofnanir sem mennta fagfólkið sem síðar mætir kynferðisofbeldi þurfa að gæta að námskrám sínum og helstu samfélagsstofnanir þurfa að hafa tiltækar aðgerðaáætlanir um hvernig bregðast skuli við þegar slík mál koma upp. Kynferðisbrotakafli hegning- arlaganna ætti að endurspegla þá vitundarvakningu sem orðið hefur sl. áratugi og þá þekkingu sem skapast hefur með viðamiklum rannsóknum á ofbeldi. Því miður eru í kaflanum of mörg úrelt ákvæði sem endurspegla fordóma og þekkingarleysi. Hjá Stígamótum höfum við undanfarin ár afhent fulltrúum allra þingflokka lista yfir okkar óskaþingmál og alltaf náð einhverjum árangri. Sl. tvö ár höf- um við heimsótt ráðherra dóms- og jafnréttismála og óskað eftir að þeir létu fara fram heildarendurskoðun á kynferð- isbrotakaflanum. Það sem þarf að gera er að fara að dæmi ná- grannaþjóðanna og mynda þver- faglegan hóp helstu sérfræðinga til þess að gera tillögur að lögum um kynferðisbrot sem við getum verið stolt af. Slík vinna hefur verið unnin með góðum árangri í öðrum Evrópulöndum og af því getum við notið góðs. Ef við viljum teljast réttarríki, þurfa leikreglur okkar að virka. Ef lög eru brotin á fólki, þarf það að ná rétti sínum og þeir sem ábyrgð bera á lögbrotunum eiga að sæta ábyrgð. Því miður nær íslenskt dómskerfi illa utan um kynferð- isbrot. Undanfarin 14 ár höfum við Stígamótakonur fengist við tæplega 5500 kynferðisbrotamál. Á sama tíma voru 202 kynferðisbrotamenn dæmdir í fangelsi. Á undanförnum árum hefur þeim fækkað sem leita réttar síns og á síðasta ári kærðu aðeins 8% okkar fólks. Ástæðurnar eru margar, bæði fyrningar, hræðsla, skömm og vantraust til réttarkerfisins. Þessu verður að breyta og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Dr. Liz Kelly og fleiri fræðikonur hafa bent á að vandamál tengd kyn- ferðisofbeldi hafi breyst frá því að konur treystu sér ekki til þess að segja frá ofbeldinu yfir í að nú segi þær frá, en mæti miklum hindr- unum hjá þeim stofnunum sam- félagsins sem eiga að bregðast við upplýsingunum. Að sömu nið- urstöðum höfum við komist hjá Stígamótum. Samfélagið tekur ekki ábyrgð á kynferðisofbeldi ef upplýs- ingar um ofbeldið hafa engar afleið- ingar fyrir þá sem beita því. Þetta er mikilvægt umhugsunarefni. Þau eru mörg verkefnin sem vinna þarf á sviði kynbundins of- beldis og þau verða ekki unnin af hugsjónafólki á 16 dögum. Það kostar ekkert að breyta lögum og kostnaður við aðgerðir gegn ofbeldi skilar sér margfalt til baka, en nú fara einmitt fram rannsóknir á því hvað kynbundna ofbeldið kostar okkur. Íslensk stjórnvöld þurfa að líta til landanna í kringum okkur og sjá sóma sinn í að við stöndum þeim ekki að baki. Hjá Stígamótum heit- um við þeim öflugu liðsinni við þessi verk og stórauknum vinsældum fyr- ir vikið. Að lokum skal minnt á að hjá Stígamótum, Hverfisgötu 115, verð- ur opinn dagur þann 2. desember frá kl. 12-19. Boðið verður upp á kaffi og með því, fræðsluerindi á tveggja tíma fresti, leik með litum og aðrar uppákomur. Verið öll hjartanlega velkomin. Sýnum nú hug, djörfung og dug! Guðrún Jónsdóttir fjallar um kynbundið ofbeldi ’Ef lög eru brotin áfólki þarf það að ná rétti sínum og þeir sem ábyrgð bera á lögbrot- unum eiga að sæta ábyrgð. Því miður nær íslenskt dómskerfi illa utan um kynferðisbrot.‘ Guðrún Jónsdóttir Höfundur er fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.