Morgunblaðið - 02.12.2004, Side 49

Morgunblaðið - 02.12.2004, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 49 DAGBÓK Kvennasögusafn Íslands heldur árlegakvöldvöku sína í kvöld kl. 20 í Þjóðar-bókhlöðunni. Dagskráin er að þessusinni helguð minningu Svövu Jakobs- dóttur, rithöfundar, en hún lést fyrr á þessu ári. Safnið hefur síðan 1996 minnst stofnandans, Önnu Sigurðardóttur, með kvöldvöku í byrjun desember. Meðal atriða er erindi dr. Dagnýjar Kristjánsdóttur, bókmenntafræðings; „Mynd- brjótur í orðhofi. Um sögur Svövu Jakobsdóttur.“ Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Ís- lands, flytur erindi um kynni sín af Svövu. Þá verður lesið úr verkum Svövu og Vox Feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvenna- sögusafns, segir kvennasögu í nokkuð einfölduðu máli snúast um það að saga karlmanna hafi verið saga þjóða, mannkyns og alþjóðlegs stjórnmála- lífs þar sem karlmenn léku öll aðalhlutverk. „Kvennasaga var og er mótvægi við þessa sögu, því sú saga sem þarna var sögð var vissulega ekki öll sagan,“ segir Auður. „Sagan af konum sem fengust við innanhússstörf er vissulega jafn merk og stjórnmálasagan, og ákvarðanataka var held- ur ekki eingöngu í höndum karlmanna. Segja má að kvennasagan hafi opnað augu bæði sagnfræð- inga og annarra fyrir því auðuga lífi sem hvar- vetna er lifað og vert er að gefa nánari gaum.“ Hvers vegna Kvennasögusafn? „Anna Sigurðardóttir stofnaði Kvennasögusafn Íslands á alþjóðlegu kvennaári 1975 og var það til húsa á heimili hennar þar til hún lést árið 1996. Þá var því komið fyrir í Þjóðarbókhlöðu. Til- gangur og markmið safnsins er annars vegar að safna og varðveita hverskonar prentað og óprentað mál um konur að fornu og nýju. Hér getur verið um að ræða bækur um eða eftir kon- ur, handrit og bréf kvenna, fundargerðir, starfs- skýrslur og skjöl hinna ýmsu kvennasamtaka og ýmiss konar gögn sem tengjast sögu kvenna. Hins vegar er svo þjónustuþátturinn, sem fer sí- vaxandi. Safninu ber að greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra kvenna, veita aðstoð við að afla heimilda og miðla þekkingu um sögu kvenna. Þá ber því einnig að gefa út fræðslurit og heim- ildaskrár. Á vefsíðu safnsins, www.kona.bok.is, er ýmsan fróðleik að finna, svo sem skrá yfir ís- lenska kvendoktora sem er sú ítarlegasta sem til er, ábendingar um lesefni úr íslenskri kvenna- baráttu ásamt ýmsum fróðleik sem tengist henni, svo sem um Kvennafrídaginn 24. október 1975, hátíðisdag íslenskra kvenna 19. júní og nýju kvennahreyfinguna svokölluðu. Fjöldi árlegra fyrirspurna til safnsins sýnir líka að það á fullan rétt á sér.“ Hvað er framundan hjá Kvennasögusafni? „Ríkisstjórnin hefur falið Kvennasögusafni að hlutast til um undirbúning minnisvarða um kven- réttindakonuna Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, en árið 2006 verða liðin 150 ár frá fæðingu hennar. Áformað er að sá minnisvarði muni rísa við Al- þingishúsið.“ Jafnrétti | Kvöldvaka Kvennasögusafns Íslands til minningar um Svövu Jakobsdóttur  Auður Styrkárs- dóttir fæddist í Reykja- vík árið 1951 og ólst þar upp og á Seltjarnarnesi. Hún lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði árið 1999. Auður starfaði lengi sem blaðamaður og kennari við Háskóla Íslands en hefur frá árinu 2001 verið for- stöðumaður Kvenna- sögusafns Íslands. Eiginmaður hennar er Svanur Kristjánsson prófessor og eiga þau samtals fjögur börn. Mótvægi við hefðbundna sögu karla Víkingar FYRSTI norski landnámsmaðurinn er talinn Ingólfur Arnarson. Hann kom að sunnanverðu land- inu og átti að hafa kastað í sjóinn öndvegissúlum sem rak upp í Reykjavík. Skip víkinganna voru þeim verðmæt því ef þau skemmd- ust sátu þeir fastir þar sem þeir voru. Þetta voru burðarmikil hafskip og vógu tugi tonna óhlaðin. Fyrir svona skip þurfti því öruggar hafnir. Reykjavík er fyrsti staðurinn sem Ingólfur kom að þar sem var örugg höfn og beitiland fyrir búfé. Skipin hafa verið dregin upp í tjörnina gegnum manngerðan ós sem var þar sem grandinn milli tjarnarinnar og sjávar var mjóstur og smágrýttastur (þar sem Ráðhúsið er núna). Til að koma í höfn á seglskipi er ekki verra að aðkoman sé sem opnust til margra átta, þetta er sameiginlegt með Reykjavík og Flatey á Skjálf- anda. Víkingarnir í Flatey sigldu burt þegar öskufallið varð árið 1104, hafnarósinn lokaðist ekki strax og þegar fólk settist aftur að í eynni var saltur sjórinn í tjörninni og var hún því kölluð Sjótjörn og heitir það enn. Gestur Gunnarsson, Flókagötu 8, Rvík. Grár loðkragi týndist GRÁR loðkragi týndist við Sigur- hæð í Garðabæ sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 694 3194. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Sveinn, sími 695 9808. BREIÐHOLT – BAKKAR Mér hefur verið falið að leita eftir íbúð í Neðra-Breiðholti, helst með aukaherbergi í sameign, þó ekki skilyrði. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. NORSKA húsið í Stykkishólmi tek- ur nú á sig sífellt meiri jólablæ. Sett hefur verið upp sýning frá ýmsum tímaskeiðum á jólatrjám, jóla- skrauti, jólakortum og öðru sem tengist jólum og jólahaldi. Í Mjólkurstofu Norska hússins sýnir Ingunn Jensdóttir myndlist- arkona vatnslitamyndir. Um þessar mundir er Ingunn, sem einnig er leikstjóri, að vinna að uppsetningu á leikritinu Fiðlaranum á þakinu hjá Leikfélaginu Grímni í Stykkis- hólmi. Krambúð hússins hefur einnig verið sett í jólabúninginn og þar er jólalegt um að litast og ýmislegt að sjá og skoða og því tilvalinn vett- vangur til að finna fagrar og óvenjulegar jólagjafir. Í krambúð- inni er gestum einnig boðið upp á heitan epladrykk og piparkökur. Jólin koma í Norska húsið Húsið er opið fimmtudaga, föstu- daga og laugardaga fram að jól- um, kl. 14.00-18.00 FÉLAG áhugafólks um heimspeki á Akureyri í samstarfi við Háskólann á Akureyri efnir til fyrirlestrar í dag kl. 16.30 á heimspekitorgi í Ketilhúsinu í Listagilinu. Þá mun Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræð- ingur, flytja erindi sem hann kallar „Menningararfur og alþjóða- pólitík,“ en Valdimar, sem starfar hjá ReykjavíkurAkademíunni hefur nýlokið doktorsprófi á þessu sviði frá Kalíforníuháskóla í Berkeley. Í erindinu fjallar Valdimar um þá menningararfsvæðingu sem hefur umbreytt ólíkustu hlutum, atferli og ummerkjum fortíðar í menning- ararf. „Menningararfur er hugtak sem hefur rutt sér til rúms á til- tölulega skömmum tíma og er nú- orðið aldrei langt undan þegar lýsa á sambandi fortíðar við samtímann. Hugmyndin um menningararf hef- ur sterka siðferðilega undiröldu, dregur upp dökka mynd af sístækk- andi glatkistu og hrópar hástöfum á varðveislu (sem alltaf er á elleftu stundu),“ segir í tilkynningu. Í fyrirlestrinum ræðir Valdimar um hvernig það má vera að farið sé að líta á aðskiljanlegustu hluti sem ómetanlegan menningararf og velt- ir fyrir sér hvaða skorður menning- ararfsvæðingin setur sýn okkar á sögu og samtíð. Þá fjallar hann sér- staklega um starf UNESCO (menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna) á þessu sviði, sem veitir einstaka innsýn í pólitískar for- sendur menningararfsins, alþjóð- legu árekstrana og bitbeinin sem honum tengjast. Morgunblaðið/Kristján Ketilhúsið á Akureyri er vettvangur ýmissa viðburða. Fyrirlestur um menn- ingararf Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. AÐVENTUSAMKOMA verður í Skeiðflat- arkirkju í Mýrdal, föstudaginn 3. desem- ber nk, kl. 20:30. Kór Skeiðflatarkirkju syngur, undir stjórn Kristínar Björnsdóttur organista. Jólasaga, bæn og almennur söngur. Hin árlega kaffisala Kvenfélags Dyrhóla- hrepps verður í Ketilsstaðaskóla eftir samveruna. Ágóðinn rennur til styrktar Skeiðflatarkirkju. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Aðventusamkoma í Skeiðflatarkirkju Íslandsmótið í parasveitakeppni. Norður ♠ÁKD543 ♥ÁKD9653 S/NS ♦-- ♣-- Vestur Austur ♠G109 ♠86 ♥84 ♥G7 ♦ÁD9 ♦K10852 ♣D8754 ♣Á1032 Suður ♠72 ♥102 ♦G7643 ♣KG96 Átján sveitir tóku þátt í Íslands- mótinu í parasveitakeppni um síð- ustu helgi og vann lið Svölu Páls- dóttur eftir spennandi baráttu. Með Svölu spiluðu Karl Grétar Karlsson, Bryndís Þorsteinsdóttir og Heiðar Sigurjónsson. Sveit Ljósbrár Baldursdóttur varð í öðru sæti (Matthías Þorvaldsson, Dröfn Guð- mundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson), en bronsið kom í hlut Stefaníu Sig- urbjörnsdóttur (Ásgrímur Sigur- björnsson, Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson). Í annarri umferð mótsins tóku norðurspilararnir upp hönd sem seint gleymist – 7-6 skiptingu, með þremur efstu í báðum litum! Fjórir spilarar tóku þá áhættu að opna á einu hjarta. Og sú varð lokasögnin á einu borði, þegar allir sögðu pass. En á hinum borðunum fékk norður annað tækifæri þegar vestur barðist hetjulega með tveimur laufum. Og þá var rokið í slemmu. Eins og sjá má stendur alslemma á borðinu, en náðist þó aðeins á sex borðum af 18. Markmið norðurs í sögnum ætti að vera tvíþætt: Annars vegar að finna rétta litinn og svo að reyna að laða fram dobl á slemmu. Í Standard er sjálfgefið að opna á alkröfu. Síðan gæti þetta gerst: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- Pass Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf * Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 lauf Pass 7 hjörtu Dobl Pass Pass Redobl Allir pass Þessi ímyndaða sagnröð sást hvergi. En hugmynd norðurs er þessi: Fyrst tryggir hann að makker haldi opnu með því að vekja á al- kröfu. Síðan meldar hann báða litina (þrjú lauf er „endurafmelding“) og suður velur hjartað. Þá byrjar pókerinn – fimm lauf er fyrirstaða og fimm grönd alslemmuleit. Þegar suð- ur loks tekur þátt í leiknum með sex laufum er tímabært að segja al- slemmuna. Annar varnarspilarinn gæti látið sér detta í hug að dobla (enda tveir ásar úti) og þá er re- doblið tilbúið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 50 ÁRA afmæli.Laugardaginn 4. desember verður fimmtug Sigrún Sól- mundardóttir, Belgs- holti, Melasveit. Af því tilefni tekur hún og fjölskylda hennar á móti gestum á afmæl- isdaginn í félagsheimilinu Heiðarborg, Leirársveit, eftir kl. 20. Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.