Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 51
MENNING
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa, bað og
jóga kl. 9, boccia kl. 10, myndlist kl. 13,
vídeóhornið kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al-
menn handavinna, böðun, leikfimi,
myndlist, bókband, fótaaðgerð. Söng-
urinn fellur niður vegna jólafagnaðar.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag-
blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45
hárgreiðslan opin, kl. 10–10.45 leikfimi,
kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16 sam-
verustund, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl.
14.30–15.30 kaffi.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Staf-
ganga kl. 11, brids í dag kl. 13, námskeið
í framsögn kl. 16.15, félagsvist kl. 20.
Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar tví-
menning mánu- og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45 á hádegi. Síðasti
spiladagur fyrir jól mánudagur 13. des-
ember.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gler-
málun kl. 9, karlaleikfimi og málun kl.
13, trélist kl. 13.30, boccia karla og
kvenna kl. 15, vatnsleikfimi í Mýrinni kl.
8.30, opið í Garðabergi kl. 13–17.
Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund
kl. 10.30, umsjón Guðmundur Karl
Ágústsson, spilasalur og vinnustofur
opin frá hádegi. Miðvikudaginn 15. des-
ember verður jólahlaðborð í hádeginu,
skráning hafin í síma 575 7720.
Félagstarfið, Lönguhlíð 3 | Bingó kl.
15.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna, bútasaumur, perlusaumur,
kortagerð. Hjúkrunarfræðingur á
staðnum, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl.
11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 fé-
lagsvist, kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
– bútasaumur kl. 9–13, boccia kl. 10–11,
hannyrðir kl. 13–16.30, félagsvist kl.
13.30, kaffi og nýbakað. Böðun virka
daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hár-
snyrting.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl.
9–16. Listasmiðja, glerskurður/frjálst,
leikfimi kl. 10–11, aðstoð við böðun kl.
9–12, sönghópurinn kl. 13.30. Ósóttir
miðar á Vínarhljómleikana 2005 til
sölu eftir 1. desember. Jólamarkaður
frá kl. 11–15. Skráning á jólahlaðborðið
hafin. S. 568 3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Í dag, fimmtu-
dag, pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Á
morgun, föstudag, vatnsleikfimi í Graf-
arvogslaug kl. 9.30.
Kvenfélagið Hrönn | Jólafundur með
kaffihlaðborði verður fimmtudaginn 2.
desember kl. 20 í Borgartúni 22, 3.
hæð.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin vinnu-
stofa, kl. 10 ganga.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt,
kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl.
10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45
hádegisverður, kl. 12.15–14 versl-
unarferð í Bónus Holtagörðum, kl. 13–
14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurð-
ur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Þórðarsveigur 3 | Jólakaffi og bingó
kl. 13.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12. Léttur hádeg-
isverður á eftir. – Samvera eldri borg-
ara kl. 15. Barnakór Akureyrar syngur.
Ræðumaður: Sr. Birgir Snæbjörnsson.
Áskirkja | Kl. 12 hreyfing og bæn. Kl.
14–17 samsöngur undir stjórn org-
anista. Kl. 17–18 TTT-samvera:
Aðventufundur. Kl. 17–20 TEN-SING–
starfið.
Bústaðakirkja | Foreldramorgnar
fimmtudaga kl. 10–12. Þar koma for-
eldrar saman með börn sín og ræða
lífið og tilveruna. Þetta eru gefandi
samverur fyrir þau sem eru heima og
kærkomið tækifæri til þess að brjóta
upp daginn með helgum hætti. Allar
nánari uppl. eru á: www.kirkja.is.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl.
10–12. Umsjón Anna Arnardóttir. Leik-
fimi I.A.K. kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10.
www.digraneskirkja.is.
Fella- og Hólakirkja | Foreldramorgn-
ar alla fimmtudaga kl. 10–12. Allir for-
eldrar, afar og ömmur sem eru heima
með börn velkomin. Fimmtud. 2. des.
föndrum við nammikrans. Kirkjan út-
vegar allt efni nema sælgætið sem
þátttakendur koma sjálfir með.
Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf f.
3.–5. bekk er í Fella- og Hólakirkju alla
fimmtudaga kl. 16.30–17.30. Síðasta
samvera fyrir jól er 9. desember.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund er hvert fimmtudagskvöld í
Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka
deginum og undirbúa nóttina í kyrrð
kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur
sínar og gleði. Tekið er við bæn-
arefnum af prestum og djákna. Boðið
upp á kaffi í lok stundarinnar.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar
kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmis konar fyr-
irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús
og brauð fyrir börnin.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur
málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 7–9 ára
starf, er í Hjallakirkju kl. 16.30–17.30.
Hjallakirkja | Í kvöld munu foreldrar á
fjölskyldumorgnum hittast og föndra
fyrir jólin. Jólaföndrið hefst kl. 20. Allir
velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Við
byrjum stundirnar á að syngja gömlu
góðu sálmana, síðan lesum við í Orði
Guðs, biðjum, syngjum meira, fáum
fræðslu eða vitnisburð og endum svo
á því að fá okkur kaffi og meðlæti. Allir
velkomnir.
KFUM og KFUK | Ad-fundur KFUM kl.
20. „Fjárlagagerð ríkisins“, Magnús
Stefánsson, formaður fjárlaganefndar.
Upphafsbæn: Keith Reed. Hugleiðing:
Sr. Ólafur Jóhannsson. Allir velkomnir.
Langholtskirkja | Foreldra- og ung-
barnamorgnar alla fimmtudaga kl. 10–
12. Fræðsla frá Miðstöð ungabarnaeft-
irlits. Umsjón hefur Rut G. Magn-
úsdóttir. Söngstund með Jóni
Stefánssyni. Kaffisopi. Allir foreldrar
ungra barna velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 12 kyrrðarstund
í hádegi. Kl. 14 samvera eldri borgara,
jólafundur. Þórarinn Eldjárn les úr bók
sinni, Baróninn. Nemendur úr Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar leika. Kl.
17.30 KMS (15–20 ára). Æfingar fara
fram í Áskirkju og Félagshúsi KFUM &
K við Holtaveg.
Lágafellskirkja | TTT – töff, töfrandi
og taktfast, æskulýðsstarf fyrir tíu til
tólf ára. TTT er félagsskapur fyrir öll
tíu til tólf ára börn sem langar til að
eiga skemmtilegan vetur saman. TTT-
fundirnir verða á fimmtudögum kl.
16.30 í safnaðarheimili Lágafellskirkju.
Neskirkja | Krakkaklúbburinn, starf
fyrir 8 og 9 ára kl. 14.30. Leikir, spil,
föndur og margt fleira. Umsjón Guð-
munda og Elsa. Fermingarfræðsla kl.
15. Stúlknakórinn kl. 16. Fyrir 9 og 10
ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur
Þórhallsson. Upplýsingar í síma
896 8192.
Njarðvíkurprestakall | Ytri-
Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra
og öryrkja kl. 20 í kirkjunni í umsjá
Lionsklúbbs Njarðvíkur, Ástríðar H.
Sigurðardóttur og sr. Baldurs R. Sig-
urðssonar. Natalía C. Hewlett organisti
leikur á orgel við helgistund að spilum
loknum. Síðasta skiptið á þessu ári.
Svalbarðskirkja | Aðventukvöld föstu-
daginn 3. des. kl. 20.30. Fjölbreytt
dagskrá í tali og tónum fyrir alla fjöl-
skylduna.
Hallgrímskirkja
MEISTARAR Mozart, Bach, Schubert og Brahms verða
í aðalhlutverki á Aðventutónleikum Kvennakórs Reykja-
víkur í Grafarvogskirkju í kvöld. Þar verða m.a. flutt
verkin Missa brevis í B og Laudate Dominum eftir Moz-
art, hlutar úr Magnificat eftir J.S. Bach, Ave Maria eftir
Brahms og Heilich, Heilich, Heilich eftir Schubert ásamt
nokkrum vel þekktum jólalögum. Einsöngvarar á tón-
leikunum eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sess-
elja Kristjánsdóttir messósópran og Jóhanna Halldórs-
dóttir alt. Um hljóðfæraleik sjá þau Marteinn H.
Friðriksson á orgel, Hjörleifur Valsson og Helga S.
Torfadóttir á fiðlur og Örnólfur Kristjánsson á selló.
Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir. Kórinn
endurtekur svo leikinn síðdegis á sunnudag.
Guðrún S. Hilmisdóttir, formaður Kvennakórsins,
segir áheyrendur mega eiga von á góðu. „Okkur finnst
þetta alveg frábær músík sem við flytjum á þessum tón-
leikum,“ segir Guðrún. „Það er svo gott að hafa þessa
framúrskarandi tónlistarmenn með okkur, fiðlusveitina
og Martein H. Friðriksson á orgelið og svo þessar flottu
einsöngkonur sem syngja með okkur. Við erum mjög
ánægðar með þetta starf. Við erum alltaf að flytja ein-
hverja skemmtilega og góða músík með sínum hætti. Nú
erum við að flytja þessa músík og höfum fengið til lags
við okkur við það gott listafólk.“
Guðrún segir verkin um leið krefjandi og skemmtileg.
„Það er mjög gaman að syngja verk eftir þessa snillinga
og svo erum við með jólalög sem skapa náttúrulega alltaf
ákveðna eftirvæntingu og stemmningu hjá manni.“
Morgunblaðið/Golli
Guðrún S. Hilmisdóttir, formaður Kvennakórs Reykja-
víkur, kveðst afar ánægð með dagskrá tónleikanna.
Skemmtileg og
krefjandi tónlist
Kórtónlist | Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur
Tónleikarnir hefjast í Grafarvogskirkju kl. 20 í kvöld en
verða endurteknir á sunnudag kl. 17.
DAGBÓK
ÍSLENSKIR djassleikarar hafa
góðu heilli verið áhugasamir um að
leika íslensk lög frá ýmsum tímum og
virðist ekkert lát á því. Það er gæfa
hverrar þjóðar að listamenn hennar
rjúfi ekki tengslin við fortíðina um
leið og þeir leita nýjunga í samtím-
anum. Þó Marteinn kallinn Lúter
verði seint kallaður íslenskur og sið-
bót hans kærkomin danska konungs-
valdinu tilað sölsa undir sig eignir
kaþólsku kirkjunnar er þjóðin að
nafninu til lútersk og sálmar þeir sem
hann samdi, stældi eða stal margir í
sálmabók þjóðkirkjunnar. Björn hef-
ur farið eins að og endursamið arf
Lúters með miklum ágætum. Margir
sperrtu eyrun þegar lög af þessari
skífu fóru að hljóma í útvarpi því hér
er Björn fyrst og fremst rafmagnsgít-
aristi en því höfðu margir gleymt og
sumir kannski aldrei vitað. Stemmn-
ingin frá Gammaárunum ríkir hér oft
enda vopnabróðir hans þaðan, Stefán
S. Stefánsson, með í för. Tónninn er
gefin í upphafslaginu, Í dauðans
höndum drottinn lá, þarsem Stefán
þrusar fúsjónsándinu úr saxinum og
urrar Jacquet-lega í sólónum. Bjössi
er einnig í stórstuði í sóló sínum og
hleypir á Djangóskeið í bræðingnum.
Nú held ég burt í friði og ró er bland-
að bláu en Vor guð er borg á bjargi
traust leikið eftir bókinni þartil fú-
sjóngítar Björns leiðir sveitina á nýja
vegu. Þannig hljóma verkin eitt af
öðru: hirðdansi bregður fyrir á stund-
um og Guitar Islancio er ekki alltaf
jafnfjarlægt og virðast mætti. Rich-
ard Gilles blæs glæsilegan tromp-
etsóló og undir lokin er bensínið stig-
ið í botn í fjórgengisvél sveiflunnar og
Björn minnir á fortíð sína með því að
vitna í Softly Rombergs. Þar láta
Qvick og Jón ekkert eftir liggja. Ein-
hver best heppnaða plata Björns til
þessa.
Frá sálmum til ættjarðarlaga
Sálmaplötur Sigurðar Flosasonar
og Gunnars Gunnarssonar hafa orðið
æði vinsælar meðal þjóðarinnar, en í
ár láta þeir Bjössa Thor um trúna á
himnafeðga en túlka þess í stað trúna
á landið með heillandi ættjarðarskífu:
Draumalandið. Þetta er tónlist sem
hittir í hjartastað og vekur við-
kvæmum tár, en erfitt er að dæma
hvort svo verður víðar en hérlendis
þarsem lögnin eru manni svo sam-
ofin. Það skiptir minnstu hvort þessi
skífa er kennd við djass eða ekki, en
sé þetta ekki af djassættinni má af-
skrifa Garbarek sjálfan á þeim vett-
vangi. Það er kannski ekki óeðlilegt
að sálmaandinn svífi hér yfir vötn-
unum. Gunnar kirkjuorganisti og
samvinna hans og Sigurðar fyrst og
fremst á þeim vettvangi. Jafn ólík lög
og Hver á sér fegra föðurland og Ís-
land er land þitt eru kirkjunnar lög í
túlkun þeirra félaga og svo er víða. Þó
er þjóðlagið alkunna, Gefðu að móð-
urmálið mitt, með rímnablæ og dans-
andi barokkandi svífur yfir Íslands
hrafnistumönnum, sem er ekki vænt
lag til spunatúlkunar af djassætt
freka en Lýsti sól þarsem karlakórs-
belgingurinn er meistaralega spunn-
inn burtu. Stundum bregða þeir fé-
lagar á það ráð að spinna glæstan
inngang að alþekktum þjóðern-
issöngvum einsog Rís þú unga Ís-
landsmerki, en flottastur er inngang-
urinn að Úr útsæ rísa Íslands fjöll;
afstrakt áðuren
dramatík dr. Páls
tekur völdin. Nótt
og Draumalandið
eru í hópi feg-
urstu einsöngs-
laga íslenskra og
fá draumkennda
túlkun en djass-
vænni er kröftug-
ur barrýtonspuni
Sigurðar í Þótt þú langförull legðir.
Flest lögin blæs hann í höfuðhljóð-
færi sitt, altósaxófóninn, og það
mjúktóna, en með árunum hefur vald
hans á barrýton- og sópransaxófón-
unum aukist mjög og má heyra það
hér.
Þetta er plata sem hefur alla burði
tilað ná sömu hylli og sálmaplötur
þeirra félaga, en sveifla í orðsins
djassmerkingu fyrirfinnst engin þótt
spuninn sé oft frábær.
Dægurlög okkar tíma
og alþýðuljóð
Jóel Pálsson og Eyþór Gunnarsson
fara þriðju leiðina að þjóðarhjartanu.
Hér leika þeir sönglög eftir tónskáld,
bæði af ætt ,,klassíkur“ og popps svo
og þjóðlög. Sumt er leikið án mikils
skrúðs, sumt spunnið og annað flétt-
að uppá nýtt, Stál og hnífur Bubba og
Dimmalimm Atla Heimis verða þann-
ig að coltranískum ópusum þarsem
sóprantónn Jóels hljómar tær við pí-
anóhljóma Eyþórs, meðan Tvær
stjörnur Megasar eru ljóðið sjálft.
Dramatískur styrkur ræður ríkjum í
Svefn-g-englum Sigurrósar og end-
urómar í framhaldinu: Leyndarmáli
Þóris Baldurssonar, sem var fyrstur
Íslendinga tilað hljóðrita dúóskífu
með saxófónleikara: Rúnari
Georgssyni. Flest eru verkin flutt á
klassískan máta, laglína-spuni-
laglína, og er einna frábærast í þeim
flokki túlkun þeirra félaga á Sveitinni
milli sanda eftir Magnús Blöndal. Í
vísum Vatnsenda-Rósu býr ógn sem
við eigum ekki að venjast og kontra-
bassaklarinett Jóels vekur – en fellur
vel að sögu Rósu Guðmundsdóttur og
samtímamanna hennar. Þetta er
skífa sem hentar vel á síðkvöldum
þegar ró hefur færst yfir heimilið – en
vel að merkja engin lyftutónlist held-
ur tær snilld.
Örlítið um plötuumslög
Á dögunum birtist í DV umfjöllun
um bestu og verstu plötuumslögin að
mati nokkurra álitsgjafa og var Luth-
erumslagið eftir Pétur Halldórsson
valið það versta. Ég get ómögulega
verið sammála því, þykir umslagið
nokkuð skondið og textinn læsilegur.
Afturá móti á ég ver með að skilja
ferðaþjónustublæinn á Skuggsjá
Godds og verst þó að textinn er ill-
læsilegur og lendir meirað segja á
dökkum myndgrunni á stundum. Aft-
urá móti hefði umslag Vilborgar
Önnu Björnsdóttur, Draumalandið,
átt heima í flokki bestu umslaga árs-
ins. Hönnun hin fegursta og texti
læsilegur. Það er einn helsti galli
margra hönnuða að gleyma hvaða
hlutverki plötuumslagið gegnir.
Brúkskúnst er brúkskúnst.
Arfleifð og
nútíð spunnin
Vernharður Linnet
Sigurður
Flosason
Gunnar
Gunnarsson
Eyþór Gunnarsson
Björn Thoroddsen
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Björn Thoroddsen: Luther
Björn Thoroddsen gítar, Stefán S.
Stefánsson tenórsaxófón, Jón Rafnsson
bassa, Erick Qvick trommur
og Richard Gilles trompet.
Stensnar snarcd 16. 2004.
Sigurður Flosason og Gunnar
Gunnarsson: Draumalandið.
Sigurður Flosason, sópran-, altó og barrý-
tonsaxófóna, Gunnar Gunnarsson orgel.
Dimma DIM13. 2004.
Jóel Pálsson og Eyþór Gunnarsson:
Skuggsjá
Jóel Pálsson tenór- og sópransaxófóna,
kontrabassaklarinett; Eyþór Gunnarsson
píanó. FLUGUR 001. 2004
Jóel Pálsson