Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ GOTT pönk er gulli betra þegar þörf er á andlegri hreinsun og hafa Fræbbblarnir lengi staðið í fylking- arbroddi íslenskra groddapönkara með hálfpólítískan boðskap og ögr- andi lífsspeki. Það er á vissan hátt nokkuð erfitt að setja sig í stól gagnrýnanda þegar hlýtt er á pönkplötu. Maður spyr sig hvaða mælistikur skuli nota til að leggja mat á af- urðina. Ég ákvað eftir dálitla um- hugsun að eft- irfarandi tvær breytur yrðu mínar mælistikur á gæði pönksins: Grípanleiki laga og kraftur í flutn- ingi, eða eins og hugtökin heita á pönkmáli: „Rokk og helvíti.“ Við og eftir fyrstu hlustun á plöt- una var ég nokkuð týndur. Ég vissi ekkert hvort ég væri að fíla það sem ég var að heyra. Eftir nokkrar rennslur gegnum tækið fóru línur þó að skýrast og ég skildi betur af hverju ég hafði týnst. Plötuna ein- kennir á sumum stöðum nokkurs konar klofningur milli þess að vera hið ágætasta pönk annars vegar og dálítið moð hins vegar og það er moð-hlutinn sem dregur hana niður. Nú trúi ég því enginn móðgist þegar ég segi að Valgarður Guðjónsson er einn skemmtilegasti söngvari Ís- lands með sína sérkennilegu baul- andi pönkrödd og um leið vona ég að ég móðgi engan þegar ég segi að kvenraddirnar þrjár þvælast svolítið fyrir. Þannig er nefnilega mál með vexti að loðið baul Valgarðs er nokkurs konar „signature“ eða vörumerki hljómsveitarinnar og er alveg dásamlegt sem slíkt. Kvenraddirnar sem koma síðan ofan á eru því miður á svipaðri bylgjulengd og virka þannig eins og grugg ofan á vöru- merkið. Söngkonurnar þyrftu að slípast betur og skilja sjálfar sig meira frá söng Valgarðs, verða meira afgerandi, skærari, hreinni og einbeittari. Ég veit að nú er ég kominn í ógöngur. Menn kunna að segja: „En þetta er pönk maður! Þetta er ekki spurning um skært, afgerandi og hreint!“ Við því get ég fátt annað sagt en það að hversu mikið pönk sem tónlist er, ef hún er ekki með sitt á hreinu, þá er hún ekki nógu góð. En látum þar við sitja. Laglín- urnar á plötunni eru gjarnan nokkuð grípandi, textarnir eru afar sér- stakir og oft bæði skondnir og krefj- andi. En stundum lendum við í sama loðleikanum, bæði í laglínum og textasmíðum eða meðferð textanna að einhvern veginn skilar pönkið sér ekki alla leið og sum lögin skilja hlustandann eftir í dálitlu tómarúmi. Þetta kemur til dæmis ágætlega fram í upphafslagi plötunnar, „Hengdum í eigin heimsku“, þar sem dampurinn dettur úr laginu vegna ómarkvissu og það verður hvorki fugl né fiskur. Einnig má sjá þessi einkenni í hinu annars fína lagi Hvers virði? þar sem nettur Rancid ska-taktur kallast á við óborganlegt taut sögumannsins, en síðan er því fylgt eftir með ómarkvissu viðlagi. Hins vegar ganga slagararnir „CBGB’s“, og „Fölar rósir“ vel upp og haldast heildstæðir og kraftmikl- ir. Ég er líka vel ánægður með lagið „Crap poetry’s plastic surgery“, þrátt fyrir að ég sé alveg gersam- lega ósammála textanum. Þá er lagið „Endless Pleasure“ hin prýðilegasta pönksteik, safarík og kraftmikil og sama má segja um „Treat me like I died“, en við hlustun á því kviknar óneitanlega löngun til að kasta af sér fötum og dansa eins og bavíani. Ennfremur kviknar undarleg blanda af sjóræningjakæti og írskri drykkjustemmningu þegar hlýtt er á lagið „For God“. Þar sameinast þétt- ur taktur, gott viðlag og sterkur texti og þramma með hlustandann eitthvert út í vindinn. Endaniðurstaðan er þó sú, að öll- um smámunasömum aðfinnslum slepptum, að Dót er hin ágætasta plata, innblástur sóttur víða að og húmor og spilagleði á sínum stað. Lögin eru mörg hver bæði grípandi og kraftmikil og skilja eftir sig ágæt- is eftirbragð. Loðna baulið góða TÓNLIST Íslenskar plötur Fræbbblarnir flytja góðkynja pönk. Stef- án Karl Guðjónsson, trommur, Helgi Briem bassi, Arnór Snorrason gítar, Val- garður Guðjónsson söngur og gítar, Brynja A. Scheving söngur, Iðunn Magn- úsdóttir, söngur og Kristín Reynisdóttir söngur. Fræbbblarnir eru höfundar allra laganna, nema CBGB’s, sem er eftir Guð- jón Heiðar Valgarðsson og Valgarð Guð- jónsson, „Fölar rósir,“ sem er eftir Halla Reynis og „You’ve got your troubles,“ sem er eftir R. Greenaway og R. Cook. Fræbbblarnir – Dót  Svavar Knútur Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.