Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 57
TALANDI um að vera byrðum
hlaðinn, þessi plata hefur auðvitað
aldrei átt möguleika. Um er að
ræða frægustu
„týndu plötu“
sögunnar, plata
sem Brian Wil-
son, þá meðlimur
í Beach Boys,
samdi gagngert
sem sitt meistaraverk og ætlaði að
skáka Sgt. Pepper... Bítlana
hvorki meira né minna. Wilson
náði hins vegar aldrei að ljúka
verkinu sökum bágrar andlegrar
heilsu. Smile hefur safnað ryki síð-
an en goðsögnin í kringum hana
styrkst í áranna rás – þar til nú.
Getur það virkilega verið að
Smile væri talin besta plata dæg-
urlagasögunnar ef vindar hefðu
blásið meira í átt til Wilson á sín-
um tíma? Hin svökölluðu „hvað
ef ...“ vangaveltur eru hæpin en
snilld Pet Sounds (1966), sem
sannarlega telst eitt það allra
besta, ef ekki það besta, sem dæg-
urtónlistin hefur gefið af sér, hef-
ur eðlilega ýtt undir svona hug-
gælur.
Flestir gagnrýnendur hafa valið
að lýsa því yfir að hér sé á ferð-
inni óskorað meistaraverk. Við
lestur dóma um plötuna hefur
maður engu að síður óþyrmilega á
tilfinningunni að goðsögnin um
Smile hafi gefið plötunni sem hér
er til umræðu (hinni opinberu
Smile) ákveðna forgjöf. Því að
platan sem hér er til umræðu er
auðvitað ekki „Smile“, þessi heil-
agi kaleikur sem tónlistarnerðir
þessa heims hafa burðast með í
hausnum í hartnær fjóra áratugi.
Sú plata kom aldrei út og mun
aldrei koma út. Til að hagræða
hlutum í þá áttina þyrfti tímavél.
En hvernig er þessi plata, hin
opinbera Smile sem Wilson kláraði
loks í ár? Skemmst frá að segja er
þetta stórkostleg plata, og maður
er orðlaus yfir hugmyndafræðinni
og hreinlega metnaðinum sem
liggur að baki verkinu. Ég er ekki
hissa á að Wilson hafi brotnað á
sínum tíma. Wilson hugsaði Smile
sem eina heild og það tekur nokk-
urn tíma að sökkva inn í plötuna
en eftir þetta sex, sjö hlustanir er
ekki hægt annað en að hrífast
með.
Það sem hægt er að setja út á
er að rödd Wilson er pínu veik og
svo saknar maður að sjálfsögðu
radda upprunalegu Beach Boys en
platan innheldur nýjar hljóðritanir
og nýja söngvara. Wilson hefur þá
hnikað til stöku texta og útsetn-
ingum í þekktum lögum og það
pirrar mann stundum (sérstaklega
hvað „Good Vibrations“ varðar).
Smile er því frábær plata,
hvernig svo sem á það er litið. En
hvað ef ...
Meistara-
verk?
TÓNLIST
Erlendar plötur
Brian Wilson - Smile
Arnar Eggert Thoroddsen
Á NÆSTA ári verður frumsýnd í
dönsku sjónvarpi dönsk útgáfa af
þættinum Lærlingnum (The
Apprentice), veruleikaþætti sem
viðskiptajöfurinn Donald Trump
hefur stýrt með góðum árangri.
Heitir þátturinn Hyret eller fyret
eða Ráðin(n) eða rekin(n).
Þátturinn gengur út á það að lið
keppa sín á milli um hver nær
betri árangri í einhverjum við-
skiptaþrekraunum en Trump sker
svo úr um hvort fólk er „rekið eða
ráðið“. Það er danski viðskipta-
mógúllinn Klaus Riskær Pedersen
sem sér um þessa hluti í dönsku
útgáfunni.
Flugfélagið Iceland Express
mun leika stórt hlutverk í vænt-
anlegri þáttaröð þar sem eitt
keppnisliðið, en liðin eru tvö og
hafa á að skipa þremur mann-
eskjum, brá á það ráð að kaupa
hópferð til Íslands hjá Iceland Ex-
press í þeim tilgangi að hagnast á
því.
Niðurstaðan varð sú að Iceland
Express útvegaði pakkaferð og
liðið bætti síðan við dönskum fyr-
irlesara og seldi pakkann sem
hvata- og fræðsluferð.
Það kemur svo í ljós í febrúar
hvort þetta úrspil hópsins reyndist
happadrjúgt.
Sjónvarp | Iceland Express í danskri útgáfu Lærlingsins
Ráðin(n) eða rekin(n)
Klaus Riskær Pedersen er hinn
danski Donald Trump.
Leikkonan Lucy Liu mun taka aðsér hlutverk í nýjum þáttum
Matt LeBlanc, sem lék Joey í Vinum,
en þættirnir sem
nefnast Joey
fjalla um líf hans
og leikferil í
Hollywood. Liu,
fór með hlutverk
í Kill Bill-
myndunum og
lék á sínum tíma í
þáttunum um
Ally McBeal.
Hún hefur skrifað undir samning
um að taka að sér gestahlutverk í að
minnsta kosti tveimur þáttum.
Þar mun Liu, sem er 36 ára, leika
hvassyrtan sjónvarpsþáttaframleið-
anda.
Drengirnir dagfarsprúðu í Bustedsegjast vera orðnir hundleiðir á
þeirri iðju kvenkynsaðdáenda þeirra
að sýna þeim brjóstin á sér á tón-
leikum. Þeir Matt Jay, Charlie Simp-
son og James Bourne segjast í sann-
leika sagt orðnir leiðir á að horfa upp
á stelpur bera sig á þennan hátt og
að það trufli einbeitingu þeirra.
„Okkur datt ekki hug að nokkur
gerði svona lagað og okkur krossbrá
þegar við sáum það fyrst. En nú er-
um við bara farnir að hugsa – hei sjá-
ið, þarna er ein á brjóstunum,“ segir
Matt. „Stelpur vilja meira að segja
að við áritum á þeim brjóstin, sem er
algjört rugl.“
Fólk folk@mbl.is