Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Sýnd kl. 5.50. Shall we Dance? SETH GREEN MATTHEW LILLARD DAX SHEPARD KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. Fór beint á toppinn í USA Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Engar tæknibrellur og raunverulegir hákarlar gera OPEN WATER að mögnuðustu spennumynd síðari ára! Engar tæknibrellur og raunverulegir hákarlar gera OPEN WATER að mögnuðustu spennumynd síðari ára! "Snilldarþriller! Skuggalega hrollvekjandi!" - Variety "Nístir inn að beini!" - Elle "Upplifun! Meiriháttar!" - Leonard Maltin ill ill ! l ll j i! - ri ty í i i i i! - ll lif ! i i ! - r lti "Snilldarþriller! Skuggalega hrollvekjandi!" - Variety "Nístir inn að beini!" - Elle "Upplifun! Meiriháttar!" - Leonard Maltin i ll lti BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10.15. L.627 sýnd kl. 10. Miðaverð 700 krónur. Keyptu þér passa sem gildir á allar 8 myndirnar á 2200 krónur. Allar myndir m. enskum texta. S.V. Mbl.  BIRGIR Örn Steinarsson, söngvari og gít- arleikari Maus, gefur út sitt fyrsta sólólag þann 9. desember næstkom- andi. Birg- ir notar lista- manna- nafnið bigi- tal, en hann vinnur þessa dagana að fyrstu sólóplötu sinni, sem ætti að koma út á næsta ári. Nýja lagið er jólalag og heitir „Jól- in koma of seint“. Það verður ekki að finna á plötunni, enda að hans sögn mjög ólíkt því sem þar verður að finna. Lagið var samið og hljóðritað í fyrra en fyrir síðustu jól gaf Birgir öllum þeim sem honum þótti vænt um, lagið í jólagjöf. „Í ár langar hann að gefa öllum hinum það,“ eins og orðað er í tilkynningu frá bigital. Lagið verður aðeins gefið út á tón- list.is, og verður gert fáanlegt þann 9. desember. Allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til Mæðrastyrks- nefndar. Í samtali við Morgunblaðið segir Birgir Örn lagið hafa orðið til þegar hann þurfti á upplyftingu að halda: „Á þessum tíma í fyrra upplifði ég ömurlegar stundir, og mig langaði til þess að gera eitthvað til þess að kæta sjálfan mig og aðra. Ég átti ekki pen- inga fyrir jólagjöfum handa þeim sem mig langaði til að gefa eitthvað þannig að ég ákvað að semja og hljóðrita jólalag. Alvöru jólalag sem væri aðeins gert með það í huga að kæta aðra, án þess að ég vildi fá eitt- hvað í staðinn. Ég samdi því lagið á tveimur tímum, og hljóðritaði það svo nokkrum dögum síðar, einn heima hjá mér.“ Birgir segir þetta lag ekki gefa rétta mynd af því efni sem hann er að vinna fyrir væntanlega sólóplötu: „Ég hef verið að vinna að eigin plötu, og sú tónlist er dekkri, til- raunakenndari og þyngri en þetta. Mig langaði til þess að sjá hvort ég væri fær um að semja grípandi jóla- lag, sem væri einfalt og jólalegt. Held að mér hafi bara tekist ágætlega til. Í textanum er svo smá kaldhæðni, smá skot á hvað jólin snúast í raun og veru um hjá flestum og þá sem nýta sér góðmennsku mæðrastyrks- nefndar… þess vegna ætla ég og tón- list.is að gefa allan ágóðan mæðra- styrksnefnd, bara til þess að fleiri geti fengið fríar máltíðir á jólunum.“ Tónlist | Biggi í Maus gefur út sólólag Biggi er orðinn sóló og kominn í jólaskap. Jólalagið hans bigitalÚTVARPSMAÐURINN Gestur Einar Jónasson velur uppáhaldsjólalögin sín á nýjum safndiski, sem var að koma út hjá Skífunni. „Þetta er eldgömul hugmynd og eldgamall draumur, sem hefur ræst, og ég er mjög glaður með það,“ segir Gestur Einar en platan ber nafnið Gott um jólin og inniheldur 16 jólalög frá árunum 1955–88. „Við fjölskyldan eigum margar jólaplötur og margar alveg yndislegar sem ég get spilað aftur og aftur. Ég er bara svo mikið jólabarn í mér að mig langaði í plötu sem væri eingöngu með efni sem ég veldi sjálfur,“ segir hann en mikið var hlustað á jólatónlist á æskuheimili hans. „Faðir minn var flugumferðarstjóri á Akureyri og lærði úti í Bandaríkjunum. Þaðan kom hann með töluvert af tónlist með sér sem heillaði mig sem strák. Ég heyrði þetta mikla listafólk syngja og spila jólalög og þetta seytlast inn í mann,“ segir Gestur Einar. Lögin eru blanda af íslenskum og erlendum lög- um. „Ég vildi ekki eingöngu hafa útlend lög, ég hefði þess vegna getað valið alveg íslenskan jóla- disk.“ Andvígur rokkuðum jólalögum Lögin eiga það sameiginlegt að vera hátíðleg. „Ég vil hafa jólalög frekar hátíðleg. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ég er eiginlega andvígur rokk- uðum jólalögum. Eitthvert rokk í kringum hefð- bundin jólalög, sem allir kunna, finnst mér ekki passa. Það er bara gamaldags skoðun mín,“ segir Gestur Einar og grínast með að það sé „ekkert verra að vera pínulítið gamaldags“. Hann segist hafa heyrt þá skoðun að platan sé svo hátíðleg að aðeins sé hægt að spila hana rétt fyrir jólin. „En mér finnst það ekki. Ég var um síð- ustu helgi ásamt konunni minni að taka til heima, skreyta og setja upp jólaljós. Við spiluðum plötuna og mér fannst hún rosalega fín.“ Þá vaknar spurningin um hvenær megi byrja að hlusta á jólalög? „Það er engin regla til um það,“ segir Gestur Einar og hlær. „En Rás 2 hefur eftir því sem ég best veit ekki byrjað fyrr en í desember, eða í byrjun aðventu,“ segir Gestur en jólalögin eru farin að hljóma í útvarpinu enda fyrsti sunnudagur í aðventu um síðustu helgi. Gestur Einar stjórnar útvarpsþáttunum Einn og hálfur með Gesti Einari Jónassyni og Hvítum vöng- um á Rás 2 og hefur í gegnum tíðina spilað mörg lög fyrir landsmenn. Eitt lag á hann heiður af að kynna al- mennilega fyrir þjóðinni og er það „O helga natt“ með Jussi Björling og er það síðasta lag plötunnar. „Ég var kynntur fyr- ir laginu af góðu útvarpsfólki og byrjaði að spila það. Það virtist virka alveg um leið. Ég fæ stundum hringingar, tölvupóst, eða hitti fólk og það spyr – hvenær ætlarðu að byrja að spila Jussa? Fyrr koma ekkert jólin! Þegar ég spila hann fyrst fæ ég alveg hroll,“ segir Gestur Einar, sem er með uppskrift að því hvernig eigi að hlusta á Jussa. „Það á að spila hann rosalega hátt, skrúfa græj- urnar í botn. Þá færðu hroll og jafnvel tár í augun.“ Kallar fram minningar Lögin kalla öll fram mismunandi minningar frá Gesti Einari. „Þegar ég er að hlusta á þessi gömlu jólalög, þá hverf ég aftur í tímann og rifja upp jólin þegar ég var lítill gutti með fjölskyldunni. Mér finnst þetta alveg yndislegt,“ segir Gestur Einar sem finnst jólin yndislegur tími. „Ég er gamaldags jólakall og hef afskaplega gaman af jólunum. Við spilum alltaf sömu lögin þegar við erum að skera út laufabrauðið. Það er partur af þessu. Þessi mjúka, fallega jólatónlist er svo góð fyrir hjartað. Þú færð svo góða tilfinningu inni í þér.“ Fyrir þá sem fá ekki nóg af jólatónlist með því að hlusta á diskinn hans Gests Einars koma fleiri safn- diskar frá Skífunni út um þessi jól. Þar er ýmislegt að finna bæði fyrir þá sem kunna að meta gömlu góðu lögin og ný lög. Diskurinn Jólastemming er með Í svörtum fötum, Birgittu Haukdal, Björgvini Halldórssyni, Ragnheiði Gröndal og fleirum. For- tíðarþráin blossar upp á diskinum Gömlu góðu jólin en þar syngja Elly Vilhjálms, Haukur Morthens, Raggi Bjarna og félagar gömlu góðu jólalögin. Lagalisti Gests Einars 1. Elvis Presley – I’ll Be Home for Christmas 2. Dean Martin – Let It Snow, Let It Snow, Let It Snow 3. Guðrún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson – Loksins komin jól 4. Bing Crosby – White Christmas 5. Harry Belafonte – Mary’s Boy Child 6. Vilhjálmur Vilhjálmsson – Guðs kristni í heimi 7. Sissel Kyrkjebø – Julepotpuuri 8. The Mormon Tabernavle Choir – Joy to the World 9. Mahalia Jackson – Silent Night 10. Þrjú á palli – Hátíð fer að höndum ein 11. Johnny Mathis – When a Child Is Born 12. Þuríður Pálsdóttir – Nóttin var sú ágæt ein 13. Mario Lanza – The First Nowell 14. Karlakórinn Fóstbræður – Í dag er glatt í döprum hjörtum 15. Karlakór Reykjavíkur og Guðrún Á. Símonar – Ave maría 16. Jussi Björling – O helga natt Tónlist | Gestur Einar velur jólalög á nýja safnplötu frá Skífunni Eiga að vera hátíðleg „Þessi mjúka, fallega jólatónlist er svo góð fyrir hjartað,“ segir jólakallinn Gestur Einar Jón- asson m.a. í viðtalinu. ingarun@mbl.is Í DAG kemur út í fyrsta sinn á mynddiski einn óvæntasti smellur íslenskrar bíósögu Veggfóður en hún sló eftirminnilega í gegn þegar hún var frumsýnd sumarið 1992. Þessi fyrsta mynd Júl- íusar Kemp bar undirtitilinn Erótísk ástarsaga, sem og hún var í aðra röndina, enda minnið um margt sígilt, ung íslensk sveitastúlka sem flytur á mölina og kynnist þar draumaprinsinum sem reynist úlfur í sauðargæru, rétt eins og sjálf höf- uðborgin. Myndin skartaði í aðalhlutverkum nokkrum ungum og upprennandi stjörnum. Þeir Baltasar Kormákur og Steinn Ármann Magn- ússon leika Lass og Sveppa, vafasama vini sem gera hosur sínar grænar fyrir sveitastúlkunni Sól, sem leikin er af Ingibjörgu Stefánsdóttur, sem þá hafði getið sér orð sem söngkona með hljómsveit- inni Pís of keik. Uppfullir af karlrembustælum ákveða þeir Lass og Sveppi að veðja um það hvor komist fyrst yfir Sól, sem auðvitað á eftir að hafa slæmar afleiðingar. Með myndinni urðu þau Balt- asar og Ingibjörg mikil kyntákn á meðan Steinn Ármann – sem auðvitað varð líka kyntákn á sinn hátt – vakti fyrst og fremst at hygli fyrir grínak- tug tilþrif sín í myndinni, nokkuð sem hann átti eftir að sýna meira af í framtíðinni. Tónlistin í myndinni sló líka í gegn, en hún var að mestu flutt af Pís of keik sem þau skipuðu sam- an Ingibjörg, Júlíus leikstjóri myndar innar – þau voru þá par – og Máni Svavarsson, sem var mað- urinn á bak við sjálfa tónlistina. Eins og góðum mynddiskum sæmir þá inniheld- ur nýja útgáfan slatta af aukaefni. Þar á meðal er t.d. 20 mínútna heimildarmynd – Hvað er Vegg- fóður – um gerð myndarinnar, alls konar af gang- sefni sem klippt var burtu fær nú loks að fljóta með, einnig ljósmyndir frá tökustað, tónlistar- myndbönd með Pís of keik og Todmobile, upp- runalega kvikmyndahúsastiklan og sjónvarps- auglýsingin. Kvikmyndir | Veggfóður á mynddiski Stafrænt Veggfóður Sól reynir fyrir sér sem söngkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.