Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KJARTAN Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í samgöngunefnd Reykjavíkur vegna fyrsta áfanga Sundabrautar. Í tillögunni er mælt með því að farin verði innri leið, þ.e. leið III, við val á legu brautarinnar með þeim breytingum sem Skipu- lagsstofnun hefur lagt til, þ.e. að í stað landfyllingar verði um að ræða eina, langa, lágreista brú. Jafnframt er í tillögunni lagt til að undirbún- ingi málsins verði hraðað í samvinnu við Vegagerðina og því beint til skipulagsnefndar Reykjavíkur að hefja nú þegar vinnu við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við tillög- una. Að sögn Kjartans hafa borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrek- að bent á mikilvægi þess að borg- aryfirvöld hraði ákvörðun sinni um legu Sundabrautar. „Þetta er mál sem verið hefur allt of lengi í ein- hvers konar ferli. En þetta er eins og með önnur mikilvæg skipulagsmál hjá R-listanum, það er eins og þetta ágæta fólk veigri sér við að taka ákvarðanir,“ segir Kjartan og rifjar upp að þegar Reykjavíkurlistinn tók við borginni fyrir áratug hafi málið þá þegar verið komið inn á skipulag. „Það eru allir sammála um að þetta sé þörf framkvæmd sem menn vilja sjá sem fyrst. Við höfum bent á það sjálfstæðismenn að til þess að geta farið að þrýsta á ríkið um að leggja fé til framkvæmdanna og drífa sig af stað með framkvæmdina þarf borgin að klára skipulagsþátt málsins, en borgin hefur dregið lappirnar í þessu máli árum saman.“ Kjartan rifjar upp að á undanförn- um misserum hafi ólíkar leiðir við lagningu Sundabrautarinnar verið til skoðunar. „Það var alveg skýrt í mínum huga að innri leiðin, sem fel- ur í sér lágbrú, væri líklegasta leiðin, bæði er hún mörgum milljörðum króna ódýrari lausn auk þess sem margt benti til þess að umferðarör- yggið væri miklu meira á innri leið- inni. Í nýlegum úrskurði Skipulags- stofnunar kemur ótvírætt fram að stofnunin telur innri leiðina vera miklu heppilegri með tilliti til áhrifa á samgöngur, áhrifa á gangandi og hjólandi vegfarendur og áhrifa á nýtingu hafnarsvæða Sundahafnar,“ segir Kjartan og bendir á að í ljósi úrskurðar Skipulagsstofnunar sé ekki eftir neinu að bíða. „Borgaryf- irvöldum er ekkert að vanbúnaði að setja kúrsinn í málinu. Við erum bú- in að bíða nógu lengi og það er kom- inn tími til þess að taka ákvörðun og kveða upp úr með það að þessi innri leið sé heppilegust, ekki bara kostn- aðarlega heldur ekki síður með tilliti til umferðaröryggis.“ Aðspurður segist Kjartan eiga von á því að tillagan verði rædd á næsta borgarstjórnarfundi, sem er 7. desember nk., og vonar hann að tillagan verði afgreidd í samgöngu- nefnd á næstu vikum. Styðja leið III fyrir Sundabraut Erum búin að bíða nógu lengi MJÓLKURSAMSALAN hefur fylgst vel með rannsóknum á járn- forða í börnum og verið í góðu sam- starfi við þá aðila sem standa að rannsóknunum, segir Einar Matth- íasson, markaðs- og þróunarstjóri Mjólkursamsölunnar, í tilefni fréttar í Mbl. í gær um að þriðjungur tveggja ára barna hafi litlar eða eng- ar járnbirgðir í líkamanum. Járn- skortur í mjög ungum börnum hefur lengi verið tengdur mikilli neyslu venjulegrar kúamjólkur. Að sögn Einars var myndaður samstarfshópur um næringu ung- barna fyrir nokkrum árum sem fulltrúi MS átti sæti í. Afrakstur þeirrar samvinnu var þróun á járn- ríkri stoðmjólk sem kom á markað í fyrra, eins og greint var frá í gær. „Mjólkuriðnaðurinn hefur sýnt vilja í verki frá upphafi til að bæta þennan næringarskort barna. Við teljum það mjög mikilvægt, enda gefum við okkur út fyrir að vera aðili sem selur næringarrík matvæli. [...] Mjólkuriðnaðurinn hefur stað- ið á bak við það að fólk borði fjöl- breytt fæði, einhæft fæði er óæski- legt, en jafnframt á að hafa það í huga að mjólkurvörurnar gegna mjög veigamiklu hlutverki í fjöl- breyttu fæði, því við fáum mikið af næringarefnum úr mjólkinni,“ segir Einar. Gefi stoðmjólk til 2 ára aldurs Að sögn hans er upplýsingabækl- ingur um stoðmjólk sendur foreldr- um ungbarna auk þess sem ung- barnaráðgjöf veitir upplýsingar um notkun stoðmjólkur. Einar segir að stoðmjólkin hafi fengið góðar viðtökur frá því hún kom á markað. Allt bendi til að for- eldrar gefi almennt börnum sínum stoðmjólk til eins árs aldurs en mik- ilvægt sé að koma þeim skilaboðum til allra foreldra að þeir gefi börnum sínum stoðmjólk til tveggja ára ald- urs, samkvæmt ráðleggingum fag- aðila. Mjólkuriðnaðurinn sýnt vilja í verki GLEÐI ríkti í Mýrdalnum þegar opnuð var ný sundlaug í Vík en það hefur lengi verið draumur Mýrdæl- inga að fá sína eigin sundlaug. Sundkennsla hefur um áratuga skeið farið fram í Skógum undir Eyjafjöllum en færist nú til Víkur. Að sögn Bryndísar Harðardóttur, formanns byggingarnefndar sund- laugarinnar, er áætlaður kostnaður við sundlaugina og tilheyrandi heita potta nálægt þrjátíu millj- ónum króna. Byggingarfélagið Klakkur í Vík annaðist smíði mannvirkisins sem er vandað að allri gerð. Við vígslu laugarinnar kom fram hjá Sveini Pálssyni sveitarstjóra að margir hefðu komið að undirbún- ingi sundlaugarinnar á löngum tíma. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bryndís Harðardóttir, formaður byggingarnefndar sundlaugar, og Fríða Hammer, starfsmaður laugarinnar, fóru fyrstar ofan í nýju sundlaugina í Vík. Margir fylgdu á eftir enda ríkir mikil ánægja með sundlaugina. Sundkennslan færist til Víkur NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Ís- lands glímir við alvarlegan rekstrar- og fjárhagsvanda og segir Ríkisend- urskoðun að stjórnvöld eigi tveggja kosta völ; að laga starfsemi hennar að núverandi fjárhagsramma með verulegum niðurskurði í rekstri eða auka fjárveitingar til hennar svo að hún geti sinnt þeim verkefnum sem henni eru falin í lögum með svip- uðum hætti og undanfarin ár. Ríkisendurskoðun segir í nýrri skýrslu að þrjár meginástæður séu fyrir þeim vanda sem Náttúrufræði- stofnunin á við að glíma. Í fyrsta lagi hafi framlög ríkisins til stofn- unarinnar ekki fylgt verðþróun. Í öðru lagi hafi sértekjur hennar lækkað um helming frá því að þær voru hæstar árið 2001. Í þriðja lagi hafi laun og húsaleiga hækkað veru- lega. Stofnunin nær ekki að sinna lögbundnum verkefnum Af þessum sökum nægi árlegar fjárveitingar ekki fyrir núverandi rekstri, auk þess sem stofnunin hafi safnað upp nokkrum rekstrarhalla sem greiða þurfi upp með einhverj- um hætti. Kemur fram í skýrslunni, að núverandi umfang stofnunarinn- ar kosti um 25 milljónum meira en fjárhagsrammi hennar leyfi og stefni uppsafnaður halli í meira en 60 milljónir króna í árslok 2004. Ríkisendurskoðun segir að í við- leitni sinni til sparnaðar hafi Nátt- úrufræðistofnun dregið svo mjög saman seglin að öflun nýrra gagna hafi stöðvast á mikilvægum sviðum. Ljóst sé að ekki verði haldið áfram á þessari sömu braut ef starfsemin eigi ekki að hljóta skaða af. Yfir- menn stofnunarinnar og talsmenn umhverfisráðuneytisins séu einnig sammála um að með núverandi rekstri nái stofnunin ekki að sinna lögbundnum verkefnum sínum svo vel sé. Þá sé sömuleiðis ljóst að hluti þeirrar aðstöðu sem stofnunin býr við standist vart nútímakröfur um vinnuaðstöðu starfsfólks, geymslu- húsnæði og aðstöðu til sýningar- halds enda hafi það verið hugsað til bráðabirgða á sínum tíma. Ríkisendurskoðun bendir á að stjórnvöld þurfi að taka afstöðu til þess hversu viðamikil starfsemi Náttúrufræðistofnunar eigi að vera þegar fjárveitingar til hennar eru ákveðnar. Meta þurfi ávinning af þeim verkefnum sem hún sinnir og ákveða hver þeirra skuli hafa for- gang og umfang þeirra. Mörgum verkefnum sé nú sinnt af vanmætti og þarf annaðhvort að fækka þeim markvisst eða styrkja fjárhag stofn- unarinnar svo ráða megi bót á þess- um vanda. Árleg fjárveiting nægir alls ekki ÞRÍR piltar voru fluttir slasaðir til Reykjavíkur í fyrrakvöldi eftir út- afakstur og bílveltu á Snæfellsnes- vegi á Mýrum, um 20 km vestur frá Borgarnesi. Bíllinn valt nokkrar veltur þar til hann stöðvaðist um 30 metra frá veginum. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var vegurinn launháll. Voru pilt- arnir mikið skornir en ekki taldir við fyrstu skoðun hafa beinbrotnað. Voru þeir á suðurleið er slysið varð. Slösuðust í bílveltu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.