Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 31 DAGLEGT LÍF Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 1533 www.polafsson.is • polafsson@polafsson.is púlsmælar fyrir alla þjálfun Strandgata 32 • S. 555 2615 opið Laugardag 10 - 16 & Sunnudag 13 - 17 JÓLATILBOÐ Tilboð 1: kr. 20.000,- Göngu-, tölvu-, sjónvarps- eða lesgleraugu. Fjölskipt gleraugu, þ.e. fjær- + lesgleraugu. Tilboð 2: kr. 40.000,- STOLLEN er ómissandi hluti af aðvent- unni og jólunum hjá Þjóðverjum og hef- ur þessi sérstaka jólakaka þeirra til- heyrt jólahefðinni allt frá því seint á 15. öld. Katharina Ruppel frá Hannover bregð- ur ekki út af vananum þótt hún búi nú í Galtarnesi í Húnaþingi vestra. Hún dreif sig í Stollenbaksturinn um síðustu helgi. Christstollen er þýsk jólakaka en Katharina segir að hún sé eiginlega mitt á milli þess að vera brauð og kaka. Uppruna hennar má rekja til Dresden í Saxlandi og nafnið dregur hún af því að lögunin og hvíti liturinn er sagður minna á Jesúbarnið í bleiu. Allt frá því árið 1500 til 1918 voru bakarar í Dresden skyldaðir til að greiða konungi skatt sem þeir gerðu með því að baka tvær Stollen á annan í jólum sem voru einn og hálfur metri að lengd og vógu 18 kíló hvor. Nú baka flestir Stollen strax í byrjun aðventu og jafnvel fyrr og segir Kat- harina hana ómissandi á aðventunni og á jólunum. Margir baka Stollen sjálfir en í Þýskalandi eru öll bakarí með Stollen á boðstólum. Þó uppskriftin sé næstum eins og í upphafi er þó alltaf einhver breytileiki eftir smekk. Í Stollen er oftast notað hveiti, smjör, ger, sykur, rúsínur, möndlur, súkkat og mikið af flór- sykri. „Mín uppskrift er örlítið frábrugðin og kannski aðeins léttari, “ segir Katharina. „Ég nota til dæmis heilhveiti og sleppi súkkati og nota þurrkaða ávexti í staðinn. Ég baka bæði úr gerdeigi og einnig úr lyftidufti og skyri sem mér finnst mjög gott. Í Þýskalandi er notað kvarg, sem er svipað og skyr, en ekki eins. Stollenuppskrift Katharinu 500 g heilhveiti, 4 tsk. lyftiduft, 100 g sykur, 3 tsk.vanillusykur, 2 egg, 175 g smjör, 250 g skyr, 200 g malaðar möndlur, 300 g rúsínur, 200 g þurrkaðir ávextir (ferskjur, apríkósur, epli) hnifsoddur af kardamommum, negul, engifer og múskat, (nota má aðeins meira af kryddinu eftir smekk) smjör flórsykur Ofninn er hitaður í 240°C. Heilhveiti, lyftidufti, sykri, eggi, smjöri, skyri og kryddi er blandað saman og hnoðað vel. Síðan er möndlum, rúsínum og ávöxtum bætt í og hnoðað saman við. Deigið er mótað og sett á plötu og bakað í 50 – 70 mínútur við 175°C. Þegar Stollen er bakað er það tekið út úr ofninum og penslað strax með bræddu smjöri. Síðan er flórsykurinn sigtaður yfir þar til kakan er öll orðin hvít. Hún er síðan látin kólna og gott er að geyma hana í álpappír á köld- um stað í 10 – 14 daga. En svo er líka í góðu lagi að smakka strax!  JÓLABAKSTUR Mín uppskrift er svolítið léttari. Katharina Ruppel við Stollenbakstur. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson asdish@mbl.is Stollen er ómissandi á aðventunni Nafnið Christstollen er dregið af því að kakan þótti minna á Jesúbarnið í bleiu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.