Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hreinsunin gekk of langt | Verktaki sem vann að hreinsunarátaki á vegum Ísa- fjarðar reif bílskúr sem var í einkaeigu í Hnífsdal og fjarlægði það sem í honum var. Töldu starfsmenn bæjarins að bærinn ætti skúrinn en einstaklingur keypti hann fyrr á þessu ári og var kaupunum þinglýst. Kem- ur þetta fram í frétt á vef Bæjarins besta. Ferðaþjónustan Grunnavík ehf. átti skúrinn og notaði fyrir geymslu á munum sem tengjast rekstrinum. Þegar starfs- maður fyrirtækisins ætlaði að ná í eitthvað þangað á dögunum var skúrinn horfinn og allt sem í honum var. Timburhúsin í Teiga- hverfi í Hnífsdal voru keypt upp vegna snjóflóðahættu og flutt í burtu, meðal ann- ars íbúðarhúsið sem bílskúrinn stóð við. Eftir stóðu steinsteypt hús og skúrar. Tæknifræðingur hjá bænum staðfestir að bærinn beri ábyrgð á niðurrifi skúrsins og segir misskilning hafa ráðið því. Ferðaþjón- ustan hefur falið lögmanni sínum að krefj- ast bóta eða sambærilegrar aðstöðu.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Stofna framfarafélag | Stofnfundur framfarafélags á Siglufirði verður á Kaffi Torgi – Gluggabarnum, í kvöld kl. 20. Þegar er búið að fá fólk til stjórnarsetu í félaginu. Að lokinni félagsstofnun verður kynning á markmiðum félagsins. Meðal gesta á fund- inum verður fulltrúi frá landssamtökunum „Landsbyggðin lifi“ sem mun kynna starf- semi samtakanna.    Engar athugasemdir | Ekki bárust nein- ar athugasemdir við tillögu að hættumati vegna ofanflóða í Ólafsfirði. Tillagan var kynnt bæjarbúum með kynningarriti sem dreift var í öll hús og einnig á opnum kynn- ingarfundi sem haldinn var í Tjarnarborg í lok október. Þá hefur hún legið frammi á bæjarskrifstofunum. Næsta skref er að til- lagan verður send umhverfisráðherra til staðfestingar.    Lionsklúbbur Njarð-víkur styrkti ný-verið Líkn- arfélagið Skjöld með 150 þúsund krónum. Líkn- arfélagið Skjöldur rekur 12 sporahúsið, Sober House, á Skólavörðu- stígnum í Reykjavík, sem er meðferðar- og áfanga- heimili fyrir illa farna fíkniefna- og áfeng- isneytendur. Árangur þar er með miklum ágæt- um en rekstrartekjur af skornum skammti, að því er fram kemur í frétt á vef VF á Suðurnesjum. Heimilið hefur, meðal annars í samvinnu við lögregluna í Keflavík, tekið við ungum fíkni- efnaneytendum með stuttum fyrirvara. Þar hefur tíminn skipt máli. Lionsklúbbur Njarðvíkur er með jólahappdrætti og rennur hagnaður af því óskiptur til líknarmála. Styrkja Skjöld Lionsklúbbur Ak-ureyrar hefurfært Heimahlynn- ingu á Akureyri tölvu- stýrða lyfjadælu að gjöf. Um er að ræða lyfjadælu af fullkomnustu gerð, sem ætlað er að gera þeim sem hana þurfa að nota kost á því að vera heima eins lengi og kostur er. Rann- veig Birna Hansen og Sig- rún Rúnarsdóttir veittu gjöfinni viðtöku úr hendi Kristjáns G. Óskarssonar, formanns Lionsklúbbs Ak- ureyrar. Lionsklúbbur Akureyr- ar og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi stóðu fyrir hagyrðingakvöldi að Hrafnagili í Eyjafjarð- arsveit í síðasta mánuði. Allur ágóði rann til tækja- kaupa fyrir fíkniefna- lögregluna. Lionsklúbbar afhenda gjafir ÍMorgunblaðinu varmynd eftir RagnarAxelsson þar sem verkamaður þvær veggi Kauphallarinnar: „Kaup- höllin hvítþvegin“. Sig- rún Haraldsdóttir yrkir: Fjarskalega fagurskær fjármagns höfuðstaður. Kauphöllina þögull þvær þreyttur verkamaður. Sigurður Ingólfsson velt- ir fyrir sér stöðu þjóð- félagsmála og yrkir: Landsmenn stíga djöfladans, Drottinn grætur kvalinn, allt á leið til andskotans, ærnar, kýr og smalinn. Stefán Vilhjálmsson orti í svipuðum dúr eftir að hafa setið ráðstefnu um erfðabreytt matvæli. Tækniþróun gengur greitt, grúfir þoka um dalinn, allt er löngu erfðabreytt, ærnar, kýr og smalinn. Báðir eru auðvitað undir áhrifum frá þjóðvísunni kunnu sem endar eins. Hvítþvegin Kauphöll pebl@mbl.is Mývatnssveit | Það er hlýlegt nafn á leikskólanum í Skútu- staðahreppi, hann heitir Ylur og þar eru 18 börn sem una hag sínum vel með fóstrum sínum. Ylur er í nánu sambýli við skrif- stofu hreppsins, deilir húsnæði með henni og vel fer á með ung- um og þeim sem eldri eru og sitja við stjórnvölinn. Krakk- arnir voru úti að leika sér þegar ljósmyndara bar að garði, áhyggjulausir þó blikur séu á lofti í atvinnumálum nú eftir að búið er að slökkva á vélum Kís- iliðjunnar, sem var stærsti vinnuveitandinn í sveitarfé- laginu. Morgunblaðið/Kristján Leika sér úti á aðventunni Hlýleg Kirkjubæjarklaustur | Unnið er að und- irbúningi framkvæmda við innréttingar og frágang hjúkrunarrálmu við dvalar- og hjúkrunarheimilið Klausturhóla á Kirkju- bæjarklaustri. Tilboð sem bárust í útboði reyndust nokkru hærri en áætlun. Undir hatti Klausturhóla er rekið dval- arheimili aldraðra, hjúkrunardeild sem starfrækt er í álmu sem byggð var fyrir þjónustu við heimilisfólk, og leiguíbúðir fyrir aldraða. Steypt hefur verið upp tveggja hæða hjúkrunarálma sunnan við fyrri áfanga heimilisins. Þar á að innrétta á efri hæð hjúkrunarálmu fyrir sextán heim- ilismenn fyrir næsta sumar og í framhald- inu inngang, kapellu og fleira á neðri hæð. Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, segir að með því verði hægt að taka þjón- ustuálmuna til þeirra nota sem hún var upphaflega ætluð. Klausturhólar fá nú fjárveitingar til að reka 16 hjúkrunarrými og 4 dvalarrými. Vonast Árni Jón til að unnt verði að fjölga dvalarrýmum þegar nýja aðstaðan verður tilbúin. Lægsta tilboð í framkvæmdina var frá Listasmíði ehf., tæpar 92 milljónir, en kostnaðaráætlun var rúmar 84 milljónir. Hjúkrunar- álma byggð á Klaustri Blönduós | Vilko ehf. á Blönduósi hefur þurft að bæta við sig starfsfólki til að pakka súpum, grautum og bökunarvörum. Öllum vörum hefur verið handpakkað frá því framleiðslan hófst á nýjan leik eftir að húsnæði og vélar eyðilagðist í bruna. Framleiðsla hófst í bráðabirgðahúsnæði fyrir miðjan nóvember, eftir sex vikna stopp. Gunnar Valdimarsson fram- kvæmdastjóri segir að framleiðsluvörur fyrirtækisins hafi þá verið að mestu upp- seldar í verslunum. Keyptar voru vélar til að blanda uppskriftirnar en ekki er búið að festa kaup á pökkunarvélum. Því þarf að pakka öllu í höndunum. Fyrir brunann voru fimm starfsmenn við fyrirtækið en þeir eru núna tólf. Gunnar segir að fram- leiðslan hafi gengið ágætlega en langan tíma taki að koma öllum vörum á mark- aðinn eftir svona langt stopp. Þurfa að hand- pakka Vilko- súpunum ♦♦♦ Samkeppni um Ljósahús | Reykjanes- bær efnir til samkeppni um Ljósahús Reykjanesbæjar í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja. Er þetta í fjórða sinn sem keppnin er haldin. Auk Ljósahúss 2004 verður valin best skreytta gatan, best skreytta fjölbýlishúsið og verðlaun veitt í fleiri flokkum. Hægt er að koma tilnefningum til bæjarins fyrir klukkan 14. mánudaginn 13. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.