Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 51 DAGBÓK Hvar er LÍN? ÉG undirritaður er nemandi við Söngskólann í Reykjavík. Ég er á fyrsta ári í skólanum. Mér finnst mjög gaman að vera í þessu námi enda er ég með svo frábæran söng- kennara – Sigurð Bragason. Hann er meiriháttar. Ég er 23 ára gamall. Ég hef einnig verið viðloðandi kórastarf frá því ég var ungur strákur, fyrst í barnaskóla og svo menntaskóla, og nú í dag er ég í stórum og góðum kór sem gefur mér mjög mikið. Það sem mér hefur fundist verst við þetta nám er það hvað þetta er allt saman dýrt. Ég borga allt að 100.000 fyrir önnina í skólanum. Síð- an á maður náttúrulega eftir að borga bækur og það getur verið kostnaður upp á 20–30 þúsund ef allt er talið. Svo er auðvitað ýmislegt annað sem fellur til eins og tónleikar, uppá- komur og fleira sem við þurfum í mörgum tilfellum að bera kostnaðinn af sjálf. Mig langar að spyrja einnar spurn- ingar. Hvar er Lánasjóður íslenskra námsmanna þegar kemur að okkur ungu krökkunum sem erum að byrja í þessu námi? Er lánasjóðurinn bara ætlaður og hugsaður fyrir þá nem- endur sem eru að klára söngnámið og hugsanlega að fara að læra söng- kennarann? Námið í Söngskólanum er átta stig. Grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Ég er sjálfur í grunn- námi. Mér eins og öðrum finnst ósann- gjarnt að námið sé bara niðurgreitt fyrir þá sem eru að klára námið. Hvers eigum við að gjalda sem erum að byrja? Ég hef lesið mér til um það á Netinu að ýmsar borgir og lönd borgi fyrir sína nemendur í söng- skólum þegar þeir hefja sitt nám. Af hverju er þetta ekki borgað á Íslandi? Er söngnám ekki metið til jafns við aðra menntun í þjóðfélaginu? Mér er spurn. Takið ykkur nú saman, kæru ráða- menn þessa lands, og hjálpið okkur ungu námsmönnunum að byrja okkar nám í Söngskólanum. Ég veit að sum- ir nemendur geta og hafa vel efni á þessu námi en aðrir eru úr tekju- litlum fjölskyldum og hafa ekki efni á að stunda námið. Nú er tækifærið. Hlúið að söng- námi æskunnar. Valgeir Matthías Pálsson, Vallhólma 6, Kóp. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Bændasamtökin hafa undanfarnar vikurstaðið fyrir almennum bændafundumþar sem farið hefur verið yfir stöðu ogstarfsemi Bændasamtaka Íslands. Alls hafa nú verið haldnir 20 fundir og aðeins einn eftir, en hann fer fram á Kirkjubæjarklaustri 9. desember. Haraldur Benediktsson, formaður bændasamtakanna, segir mætingu og undirtektir hafa verið mjög góðar. „Flesta daga hafa verið tveir fundir á dag og eru dagfundirnir frekar daufari í mætingu. Eitthvað um 500 bændur hafa komið á fundina. Bændasamtökin eru mjög ánægð með hvernig til hefur tekist. Undirtektir eru góðar og í raun ekkert samhengi á milli hvort fundir eru fjölmennir eða fámennir, þeir hafa allir verið mjög málefnanlegir. Viðhorfin eru greini- lega mjög misjöfn á milli landshluta og áherslur í umræðum mismunandi á milli svæða. Þessir fund- ir eru nauðsynlegir fyrir okkur, að heyra sjónar- mið bænda. Bændur sem mæta á þessa fundi hafa með komu sinni áhrif á umræðuna og hvernig tak- ast skal á við verkefnið að vera í forustu fyrir greinina. Bændur skulu ekki vanmeta hve gífur- lega mikilvægt það er fyrir okkur að heyra þeirra sjónarmið.“ Hvað brennur á bændum? „Eins og áður segir er misjafnt á milli land- svæða. Við framkvæmdum skoðanakönnun á fundunum þar sem við báðum bændur að velta fyrir sér þremur spurningum. Upp úr stendur hve afkoman er slök, binding mikil og vinna við bú- störf er mikil. Margir nefna nauðsyn þess að koma á fót einhvers konar stétt manna til að leysa af á búum. Eins hefur fólk áhyggjur af þróun í samþjöppun á framleiðsluheimildum og verði á þeim. Jarðasölumál voru mjög mikið rædd. Einn- ig er ljóst að bændur telja sig ekki njóta jafnréttis til lánafyrirgreiðslu hvar sem þeir búa.“ Hvað þurfa bændur að tileinka sér á 21. öld? „Landbúnaður er eins og aðrar atvinnugreinar í stöðugri þróun. Hér áður var landbúnaður skil- greindur fyrst og fremst sem framleiðsla á mjólk og kjöti. Í dag er landbúnaður miklu meira en það. Það er ljóst að alþjóðasamfélagið mun í vaxandi mæli stjórna hvernig heimilt verður að styðja við landbúnað, sem við segjum að sé meginstoðin við byggð í sveitum. Það er nauðsynlegt að ekki verði neinar kollsteypur, það þolir hefðbundinn land- búnaður illa, og að við búum okkur undir framtíð- ina tímanlega. Þarna eigum við sóknarfæri að efla landbúnaðinn og tryggja fjölbreytileika hans.“ Landbúnaður | Bændafundir bændasamtakanna hafa staðið yfir í nóvember Atvinnugrein í stöðugri þróun  Haraldur Benedikts- son er fæddur á Akra- nesi árið 1966. Hann lauk námi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri og varð síðan lausráð- inn starfsmaður Bændaskólans og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Haraldur hefur starfað við búrekstur á Vestri- Reyni frá 1984. Hann var kjörinn formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands frá 2002 og Bændasamtaka Íslands frá mars 2004. Haraldur er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórs- dóttur og eiga þau tvö börn. OPIÐ hús verður í Glerblásturs- verkstæðinu á Kjalarnesi um helgina. Þar geta gestir fylgst með glerblæstri og mótun, og mun m.a. ungur glerblásari frá Bandaríkj- unum, Evan Schauss sýna listir sín- ar ásamt íslenskri stúlku, Maríu Dröfn, sem nýverið útskrifaðist frá glerblástursskóla í Svíþjóð. „María Dröfn er í rauninni annar Íslendingurinn sem menntar sig í glerblæstri sem ég veit um,“ segir Sigrún Einarsdóttir, eigandi Gler- blástursverkstæðisins, en hún hefur stundað glerblástur og glerlist síðan 1982. „Glermótun og blástur er eitt af erfiðari handverkum. Þetta er mjög gömul handverksgrein og þau verkfæri sem eru notuð í hefð- bundnum glerblæstri eru svipuð í prinsippinu og á miðöldum, þegar glerblástursstóllinn kom til sög- unnar. Gler er mjög merkilegt efni, í senn gegnsætt og ógagnsætt, fljót- andi og hart.“ Kaffi og piparkökur verða í boði fyrir gesti og segir Sigrún alla vel- komna í heimsókn. Glerblástursverkstæði opnar dyr sínar Verkstæðið er milli Klébergsskóla og Grundarhverfis og verður opið á laugardag kl. 10–17 og á sunnu- dag kl. 10–15. JÓHANN Hjálmarsson er skáld mánaðarins hjá Þjóðmenningarhúsinu og af því tilefni verður hald- in dagskrá honum til heiðurs í Bókasal Þjóð- menningarhússins í dag kl. 17. Þar mun Gauti Krist- mannsson flytja erindi um Jóhann, ljóð hans og ljóðaþýðingar auk þess sem Guðmundur Emilsson kynn- ir tónverk fyrir hljómsveit og kór eftir bandaríska tón- skáldið William Harper, samið við ljóðið Marlíð- endur úr svonefndum Eyrbyggjuþríleik Jó- hanns. Þá mun Jóhann Hjálmarsson lesa ljóð sitt og einnig verður fluttur kafli úr verkinu af hljóm- diski. Að lokum mun síðan Silja Aðalsteinsdóttir spjalla við skáldið og opna fyrir umræður. Dagskráin er opin. Ferðalög skáldskaparins Jóhann Hjálmarsson .. Simms Guide jakki Þú ert alltaf þurr í Guide Gore-tex jakka frá Simms. Aðeins kr. 36.800 Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni Mesta úrval landsins af veiðivörum Prologic vöðlur 4 mm neopren vöðlur með Max4 mynstri frá Prologic. Aðeins kr. 12.900 Ron Thompson kastveiðisett Ron Thompson grafit kaststöng og Okuma Aliax hjól með 8 legum og aukaspólu. Aðeins kr. 12.500 Leirdúfukastari Leirdúfukastari fyrir 1 eða 2 leirdúfur. Frábært verð. Aðeins kr. 5.990 Perfect Cast DVD Einhver besta veiðimynd sem tekin hefur verið upp á Íslandi. Góð kastkennsla. Aðeins kr. 3.990 Dr. Slick hnýtingaverkfæri Vönduð amerísk fluguhnýtingaverk- færi í handhægu boxi. Frábært verð. Aðeins kr. 3.995 Hnýtingamyndbönd Fluguhnýtinganámskeið á 2 íslenskum myndbönd- um. Samtals um 4 klst. Aðeins kr. 3.990 Scierra fluguveiðisett 3ja hluta stöng, diskabremsuhjól, upp- sett flotlína og kastkennsla á DVD. Aðeins kr. 19.900 demetra opnar í dag föstudaginn 3. desember nýja og glæsilega verslun með kristal og handunnar glervörur. Frábær opnunartilboð Allir velkomnir! demetra Skólavörðustíg 21a, sími 551 1520 NÚ á sunnudag lýkur sýningunni Þrjár af okkur, sem listakonurnar Áslaug Höskuldsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Guðrún Indr- iðadóttir opnuðu á dögunum í Bak- salnum í Galleríi Fold við Rauðar- árstíg, en listakonurnar reka saman leirlistarvinnustofuna Okk- ur í Brautarholti 16 ásamt fleirum. Verkin á sýningunni eru öll unn- in á þessu ári í steinleir eða postu- lín, enda er leirinn aðal viðfangs- efni þeirra. Form og vinnsluaðferð- ir eru þó mjög mismunandi og höfundareinkenni augljós, en efni og litir tengja verkin saman. Þann- ig verður úr samstæð sýning þriggja einstaklinga. Sýningarlok í Fold
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.