Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 50
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes © DARGAUD Bubbi og Billi VARÚÐ! KÖTTUR VIÐ VINNU ÉG VERÐ AÐ VIÐURKENNA AÐ MÚSIN MEÐ SKILTIÐ TÓK SIG NOKKUÐ VEL ÚT ÞEIR FARA STUNDUM Í KAPP Í KRINGUM HUNDINN TRÚIR ÞÚ ÞVÍ AÐ STJÖRNURNAR STJÓRNI ÖRLÖGUM OKKAR? NEI, ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ MAÐUR STJÓRNI ÞVÍ SEM MAÐUR GERIR Í ÞESSU LÍFI SJÁLFUR ÁTTU VIÐ AÐ MAMMA OG PABBI STJÓRNI ENGUR? ÉG ER KONUNGUR SLÉTTUNAR. ÉG LÆÐIST Á MÓTI VINDI TIL ÞESS AÐ FÓRNARLAMBIÐ FINNI EKKI LYKTINA AF MÉR ÉG ER ÓSÝNILEGUR Í GRASINU... OG ALLT Í EINU HEFST ÁHLAUPIÐ ÞETTA ER BARÁTTA UPP Á LÍF OG DAUÐA REGNDROPI? FLEIRI REGNDROPAR REGNTÍMABILIÐ ER BYRJAÐ AFSAKIÐ GAMLI, EN ÞAÐ ER KOMINN STURTUDAGUR ÉG ER AÐ KOMA MEÐ MEIRA VATN REGNTÍMABIL VÆRI TÖLUVERT BETRA EN ÞVOTTADAGUR Dagbók Í dag er föstudagur 3. desember, 338. dagur ársins 2004 Víkverji er alltaf aðreyna að vera umhverfisvænn. Allt- of lengi hefur hann verið að hugsa um að hætta að aka um á nagladekkjum á vet- urna. Það er enda margsannað mál að nagladekkin slíta göt- unum óheyrilega og rífa stöðugt upp mal- biksagnir, sem mynda svifryk, valda við- kvæmu fólki óþæg- indum og setjast á bíla í formi tjöru- drullu, sem erfitt er að ná af, nema þá með einhverjum hreinsiefnum, sem eru hreint ekki umhverfisvæn. En bílum, sem Vík- verji hefur keypt sér undanfarin ár, hafa fylgt negld dekk og einhvern veginn hefur verið auðveldast og ódýrast að skella þeim bara undir þegar byrjar að snjóa. x x x Þangað til núna í haust. Víkverjifékk sér sparneytinn smábíl í vor, honum fylgdu engin vetrar- dekk og nú sló Víkverji til og keypti sér ónegld loftbóludekk þegar smá- bíllinn var orðinn eins og belja á svelli í fyrstu snjóunum. Skemmst er frá því að segja að loftbóludekkin eru al- gjör draumur. Það syngur miklu minna í þeim við akstur held- ur en nagladekkj- unum og í hálku og snjó er veggripið sízt verra – Víkverji er bara ekki frá því að loftbóludekkin séu betri í hálkunni en naglarnir. Sumir segja að úti á landi sé vissara að vera á nöglum, en í ljósi þess að Víkverji fer aldrei nokkurn tímann út á land á smábílnum sínum, nema þá á sumrin, lætur hann sér það í léttu rúmi liggja. x x x Samvizka umhverfisverndarsinn-ans Víkverja hefur batnað til muna eftir að hann fékk sér loft- bóludekkin. Nú veit hann að bíllinn hans slítur ekki götunum að neinu ráði, hann tekur ekki þátt í að búa til svifryksmengunina og á enga sök á tjörudrullunni, sem situr utan á bílnum hans og annarra. Víkverji hvetur fólk til að skoða þennan möguleika og hætta að vera eins og neglt við negldu dekkin. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Reykjavík | Á aðventunni er það skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að baka og skreyta piparkökuhús. Þessi hús geta oft tekið á sig ótrúlegustu mynd og liggur gjarnan mikil vinna og nostur á bak við smíðina. Hún Elínborg Una Einarsdóttir var einbeitt á svip þegar hún setti „snjó“ á reykháfinn á dýrindis fjallakofa. Og ekki spillir fyrir að hann er líka gómsætur. Morgunblaðið/Einar Falur Gómsætur fjallakofi MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð. (Hebr. 11, 3.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.