Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 47
ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra er í dag. Kjörorð Sameinuðu þjóðanna í ár er „ekki tala um okkar mál án okkar“. Vísar það til virkrar þátttöku fatl- aðra í samfélaginu. Þar sem dagurinn í dag er hátíð- isdagur er vert að minna fólk á hvað felst í þeim mannréttindum að vera fullgildur þjóðfélagsþegn. Á Íslandi hefur Sjálfsbjörg haldið upp á al- þjóðadag fatlaðra 3. desember síðan 1995. Ýmislegt hefur verið gert í til- efni dagsins. Þar sem aðgengismál hafa verið ofarlega á baugi að und- anförnu verður yfirskriftin að þessu sinni „allir með strætó“. Hópur fatlaðra mun fara með strætó frá Reykjavík til Hafn- arfjarðar (sjá nánar www.sjalfs- bjorg.is). Boðið verður upp á dag- skrá í Hafnarborg milli kl. 17–19. Ragnar Gunnar Þórhallsson, for- maður Sjálfsbjargar, lsf., setur sam- komuna. Sigríður Anna Þórð- ardóttir umhverfisráðherra flytur ávarp. Einnig halda erindi: Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætó bs, Guð- mundur Magnússon, formaður ferli- Alþjóðadagur fatlaðra í dag nefndar Sjálfsbjargar, lsf., og Björn Karlsson sem er í bygging- arlaganefnd umhverfisráðuneyt- isins. Veittar verða viðurkenningar fyrir gott aðgengi. Tónlistaratriði verður í hléi með kaffi og kleinum í boði hússins. Kynnir verður Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Allir eru velkomnir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 47 FRÉTTIR R A Ð A U G L Ý S I N G A R Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð sem hér segir: Ljótsstaðir, jörð, fastanr. 146-555, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jarðasjóðs ríkisins, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. desember 2004 kl. 13.00. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðar- ins. Sæmundargata 9, ásamt bílskúr, fastanr. 213-2327, Sauðárkróki, þingl. eign Eyjólfs Guðna Björnssonar, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 9. desember 2004 kl. 15.00. Gerðarbeiðandi er Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Öldustígur 7, efri hæð og bílskúr, fastanr. 213-2521, Sauðárkróki, þingl. eign Guðríðar Stefánsdóttur og Jóns B. Sigvaldasonar, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. desember 2004 kl. 15.30. Gerðarbeið- andi er Kaupþing Búnaðarbanki hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 2. desember 2004. Ríkarður Másson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hafnarstræti 23b, íb. 01-0201, Akureyri (222-5904), þingl. eig. Natalja Ólafsson og Örn Ólafsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rými ehf., miðvikudaginn 8. desember 2004 kl. 10:00. Sveinbjarnargerði II-D, gistihús, 01-0101, Svalbaðsstrandarhreppi (216-0407), þingl. eig. Lágagerði ehf., gerðarbeiðendur sýslumaður- inn á Akureyri og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 8. desember 2004 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 2. desember 2004. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bakkabraut 5a, 0201, þingl. eig. Vörusýningar og ráðgjöf ehf., Rvk, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Kópavogsbær, þriðjudaginn 7. desember 2004 kl. 10:00. Hafnarbraut 21-23, 0101, þingl. eig. Áfangaheimilið ehf, gerðarbeið- andi Kópavogsbær, þriðjudaginn 7. desember 2004 kl. 11:00. Hólahjalli 7, þingl. eig. Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Kópavogsbær, þriðjudaginn 7. desember 2004 kl. 13:00. Krossalind 20, þingl. eig. Ástþór Reynir Guðmundsson, gerðarbeið- endur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudag- inn 7. desember 2004 kl. 14:00. Laufbrekka 24, 0201, þingl. eig. Páll Sigurjónsson, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 7. desember 2004 kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 2. desember 2004. Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr. Tilkynningar BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um nýtt deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipu- lagi í Reykjavík. Holtsgötureitur. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Holtsgötureit, reitur 1.134.6, sem afmarkast af Holtsgötu, Bræðraborgarstíg, Sólvallagötu og Vestur- vallagötu. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að gerðir verði skil- málar fyrir óbyggðar lóðir og fyrir þau hús sem má byggja við og breyta þannig, að við frekari uppbyggingu á reitnum sé til skýr heildar- stefna. Stuðlað verði að hæfilegri upp- byggingu og endurnýjun og stefnt að því að nýbyggingar falli vel að því umhverfi sem fyrir er þannig að falleg heild myndist. Miðað er við að nýtingarhlutfall óbyggðra lóða sé að há- marki 1,5. Gert er ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverja 50m2 í viðbótarbyggingarmagni atvinnuhúsnæðis og einu bílastæði fyrir hverja nýja íbúð. Talið er jákvætt að koma bílastæðum fyrir neðanjarðar með garðsvæði ofaná. Á horni Bræðraborgar- stígs og Holtsgötu er gert ráð fyrir að lóðir verði sameinaðar og heimilt verði að byggja allt að 3 hæðir og ris innan byggingarreits. Þar verður gert ráð fyrir neðanjarðarbílageymslu með aðkomu frá Bræðraborgarstíg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 3. desember til og með 14. janúar 2005. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 14. janúar 2005 merkt Holtsgötureitur. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 3. desember 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Dugguvogur 12, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Pétur Pétursson ehf., gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf., Olíuverslun Íslands hf., Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Þorgeir og Helgi hf., þriðjudaginn 7. desember 2004 kl. 14:30. Kúrland 21, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Rannveig H. Kristinsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Kaupþing Búnaðar- banki hf., Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild og Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna, þriðjudaginn 7. desember 2004 kl. 13:30. Langholtsvegur 202, 0001 og 0101, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ragnar Svanur Bjarnason, gerðarbeiðandi Sparisjóður Kópavogs, þriðjudaginn 7. desember 2004 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 2. desember 2004. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Ólafur Gíslason erindi „Heilög star- fræði og veraldlegt rými” í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á sunnudögum kl. 10 er hug- leiðingarstund með leiðbeining- um fyrir almenning. Guðspeki- félagið hvetur til samanburðar trúarbragða, heimspeki og nátt- úruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  1851238½  Bh. I.O.O.F. 1  1851238  Sk. mbl.is ATVINNA RAÐAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is HRINGURINN heldur sitt árlega jólakaffi á Broadway sunnudaginn 5. desember kl. 13.30. Jólakaffið er liður í fjáröflun Hringskvenna fyrir Barnaspítalann, auk þess eru óþrjót- andi verkefni við að bæta hag veikra barna á Íslandi og aðstandenda þeirra. Margir listamenn munu koma fram með hljóðfæraleik, söng, danssýningu, glensi og gamni, fyrir unga sem aldna. Allir gefa þeir vinnu sína. Þá verður happdrætti með mörgum vinningum, sem ýmis fyrirtæki hafa gefið. Nú þegar hundraðasta starfsári félagsins lýkur, senda Hringskonur velunnurum og landsmönnum öllum alúðarþakkir fyrir stuðning við starf þeirra. Jólakaffi Hringsins LANDSBÓKASAFN Íslands – Há- skólabókasafn gefur út fyrir jólin 4 jólakort með myndum eftir Tryggva Magnússon sem gerðar voru við jólasveinavísur Jóhann- esar úr Kötlum í bókinni Jólin koma sem fyrst var gefin út árið 1932. Frummyndir Tryggva eru varðveittar í Landsbókasafni. Jólakortin, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kerta- sníkir, eru með texta þar sem gerð er stuttlega grein fyrir lista- manninum og íslenskri jóla- sveinahefð, bæði á íslensku og ensku. Kortin eru fáanleg í sölubúð Landsbókasafns í Þjóðarbók- hlöðu, sömuleiðis er hægt að panta þau í síma 525-5696. Jólakort Lands- bókasafns Íslands SÍÐASTI öruggi sendingardagur á jólapökkum til landa utan Evr- ópu er í dag hjá Íslandspósti og 12. desember til landa innan Evr- ópu. Jólapakka innanlands er best að senda 21. desember eða fyrr svo þeir komist í tæka tíð fyrir jólin. Sérstök jólapósthús verða sett upp í dag í Kringlunni, Smáralind, Mjóddinni, Firði í Hafnarfirði og Glerártorgi á Akureyri. Frá og með 13. desember verða helstu pósthús opin lengur. Nánari uppl. á www.postur.is. Jólapakkar fyrir 12. des. AÐVENTUHÁTÍÐ líknar- og vina- félagsins Bergmáls verður haldin í Háteigskirkju sunnudaginn 5. des- ember kl. 16. Tónlist flytja Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Monika Abendroth hörpuleikari. Einnig mun Árnesingakórinn syngja undir stjórn Gunnars Ben. Jólahugvekju flytur Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. Að lokinni dagskrá verða veitingar fram reiddar í safnaðarheimili kirkj- unnar. Allir eru velkomnir. Aðventuhátíð Bergmáls FEMÍNISTAFÉLAG Íslands held- ur vinnustofu um aðgerðir gegn kyn- bundnu ofbeldi á morgun kl. 11–14, í húsnæði Listaháskólans, Skipholti 1. Í vinnustofunni verður gerð aðgerða- áætlun gegn kynbundnu ofbeldi til þess að starfa eftir í framhaldinu. Vinnustofan er öllum opin. Félagið mun einnig standa fyrir dreifingu póstkorta sem karlahópur félagsins hefur látið útbúa til að vinna gegn goðsögnum um nauðganir. Póstkortin eru byggð á hugmynd og í samstarfi við bresku samtökin Truth About Rape: www.truthabout- rape.co.uk/4682/index.html. Aðgerð- irnar eru liðir í framlagi félagsins til átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Vinna gegn kyn- bundnu ofbeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.