Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ** * EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári * ** * * www.borgarbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 4. VINCE VAUGHN  Ó.Ö.H. DV BEN STILLER DodgeBallS.V. Mbl. Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM BILLY BOB THORTON BERNIE MAC LAUREN GRAHAM Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Kvikmyndir.com  PoppTíví  Sýnd kl. 6 og 8. TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS Ó.Ö.H / DV  Ó.Ö.H / DV  Ein besta spennu- og grínmynd ársins Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 PoppTíví  Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 4, 6, 8 og 10. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Jólaklúður Kranks Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Sjáumst í bíó Sjáumst í bíó HLJÓMSVEITIN Á móti sól hefur verið vinsælasta ballsveit landans undanfarin ár. Fyrir stuttu gaf sveit- in út plötuna 12 íslensk topplög sem er tökulagaplata eins og nafnið gefur til kynna og inniheldur sígild íslensk lög í flutningi sveitarinnar. Á móti sól gefur sjálf út en Zonet dreifir. „Þessi hugmynd hefur skotið upp kolli við og við hjá okkur,“ segir Heimir Eyvindarson hljómborðsleik- ari. „Við vinsuðum úr gríðarlega löngum lista sem m.a innihélt lög með Purrki Pillnikk og Þey á tíma- bili!“ Heimir segir að plötur sem þessar virðist iðulega liggja undir ámæli, þetta þyki jafnvel vera ódýrt útspil. Hann blæs hins vegar á slíkt. „Það er svo erfitt að telja fólki trú um að mögulega liggi einhverjar aðr- ar ástæður að baki plötunni en gróðavon. En þannig er það nú bara. Við gerðum þetta af því að okkur langaði til að gera þetta og við höfð- um mjög gaman af því að vinna plöt- una. Svo einfalt er það nú.“ Heimir leiddi blaðamann í gegnum lagalistann og skýrði frá ástæðum þess að af hverju nákvæmlega þessi ákveðnu tólf topplög væru á plöt- unni. Fram á nótt [Nýdönsk] „Björn Jörundur er í miklu uppá- haldi hjá okkur öllum og á að baki mörg frábær lög. Þetta er fáránlega góður partíslagari.“ Sagan af Nínu og Geira [Brimkló og Diddú] „Þetta lag átti ekkert að fara inn lengi vel. Birgitta Haukdal syngur bakraddirnar og Bo sjálfur lagði til forláta hljóðnema sem hann og Egill Ólafsson fluttu inn til landsins fyrir margt löngu.“ Sirkus Geira Smart [Spilverk þjóðanna] „Það kom aldrei neitt annað til greina en að taka eitt lag með Spil- verkinu. Vandamálið snerist aðallega um hvaða lag átti að taka.“ Rangur maður [Sólstrandagæjarnir] „Þetta er yngsta lagið. Við ákváðum að fara dálítið lengra með reggíið. Sólstrandagæjarnir tengjast okkur líka en Stefán trommari trommaði með þeim og Sævar gít- arleikari spilaði aðeins með þeim líka.“ Rómeó og Júlía [Bubbi Morthens] „Ég var alveg brjálaður Bubba- aðdáandi á yngri árum og elti m.a. MX21 um allt land. Hljómsveitin var vön að taka „No Woman No Cry“ og renna sér svo beint í þetta lag. Geð- veikt. Okkar útgáfa af laginu er eins og útgáfa MX21, eða eins og mig minnir að hún hafi verið a.m.k.“ Traustur vinur [Upplyfting] „Það var ekkert smáræðis vesen að landa þessu lagi. Sævar var búinn að ná gítarsólóinu en það var ein- hvern veginn ekki að virka. Það var ekki fyrr en Jens Hansson (saxófón- leikari Sálarinnar) prófaði að blása sóló sem þetta small loksins.“ Ég fann þig [Björgvin Halldórsson] „Af sólóplötu Björgvins frá 1978, Ég syng fyrir þig. Samkór poppara, sem inniheldur meðlimi úr Á móti sól, Sóldögg, Írafár og Í svörtum föt- um leysir Karlakór Reykjavíkur af í bakröddum. Þetta lag var ekki inni lengi vel þar sem okkur fannst vera komin of mörg Bjöggalög á diskinn. En svo ákváðum við bara að sleppa öllum kvótapælingum.“ Uppboð (Viltu í nefið?) [Valgeir Guðjónsson] „Lag sem við gerðum ásamt Sól- dögg undir nafninu Á móti Sóldögg. Það kom út í sumar en við tókum það upp aftur fyrir plötuna. Ég er nú orð- inn svo gamall að ég spilaði þetta lag á böllum þegar ég var að byrja í bransanum, ca ’88.“ Dísa [Síðan skein sól] „Magni söngvari þrýsti á um taka eitthvað með SSSól. Við vorum búnir að þaulæfa „Lof mér að lifa“ en svo kom þessi hugmynd upp. Við vorum svo að þvælast uppi á Bylgju, eitt- hvað að ræða þessi mál og þá vindur sér upp að okkur stúlka, starfsmaður þar, og spyr af hverju við séum að tala um „Dísu“. Þá vildi svo til að hún var að fara að hitta hópinn sem lék í myndbandinu næsta kvöld. Við ákváðum að taka þessu sem merki.“ Stolt siglir fleyið mitt [Áhöfnin á Halastjörnunni] „Þetta er fyndið lag. En algjör snilld. Gylfi Ægisson er mjög lúnk- inn við að semja einföld en óhemju grípandi lög. Við tókum þetta einu sinni á þorrablóti í Óðinsvéum og það varð allt vitlaust enda fer iðulega mikil þjóðrembuorgía í gang á þess- um erlendu þorrablótum. Við höfum leikið þetta lag síðan á böllum við gríðarlegar undirtektir.“ Ég veit þú kemur [Ellý Vilhjálms] „Þetta er Eyjalagið, með greini. Ég leit aldrei við þessu lagi fyrr en ég upplifði þjóðhátíðina og datt inn í stemninguna þar. Við höfum bæði flutt þetta þar og á böllum og það er eins og þetta lag eigi sér vissan stað í hjörtum Íslendinga.“ Eitt lag enn [Brimkló] „Það er ein svakalegasta falsetta íslenskrar poppsögu í þessu lagi. Upprunalega sungin af Guðmundi Benediktssyni en sonur kemur hér í föður stað þar sem Pétur Örn sá um að klifra upp tónstigann. Þetta lag var einu sinni á efnisskrá hljóm- sveitar sem hér Danshljómsveit Ein- ars Bárðarsonar. Ég og Sævar vor- um með meistaranum í sveitinni og Einar söng falsettuna á böllunum!“ Tónlist | Hljómsveitin Á móti sól gefur út plötuna 12 íslensk topplög Tekið á því 12 íslensk topplög er fimmta breiðskífa hljómsveitarinnar Á móti sól. 12 íslensk topplög er komin út www.amotisol.is arnart@mbl.is AMPOP hefur verið boðið að leika á tveimur stórum tónlist- arhátíðum, South by Southwest í Austin og North by Northeast í Toronto, en þær fara fram á næsta ári. Sveitin er nýkomin frá Englandi þar sem hún lék m.a. á In the City-hátíðinni í Manchester ásamt Vínyl. Útgáfa í Japan á nýjustu plötu sveitarinnar, Made for Market, er þá í farvatninu auk þess sem vinnslu á þriðju plötu sveitarinnar er að ljúka. Búast má við að stutt- skífa, sem yrði forsmekkur að breiðskífunni, líti dagsins ljós snemma á næsta ári en sú stóra er svo áætluð í sumar. Tónlist | Ampop Kjartan og Biggi eru kjarni Ampop. Boðið á tvær hátíðir www.ampop.co.uk mbl.is STJÖRNUSPÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.