Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN A fganskir golf- áhugamenn héldu fyrsta golfmótið í Afganistan í rúm 30 ár í nótt á besta, og reyndar eina golfvellinum í land- inu.“ Svona hljómaði upphaf íþróttafréttar í ríkissjónvarpinu fyrir réttri viku síðan. Þetta átti greinilega að vera „skemmtilega fréttin“ það kvöldið – það mátti ráða af glaðhlakkalegri röddu fréttamannsins. Nú geri ég ekki ráð fyrir að hann hafi brugðið sér til Afganistan til þess að afla fréttarinnar en það er auðvitað stór spurning hvað þeim sem framleiddu hana upp- haflega gekk til. Ef til vill var mark- miðið að sannfæra Vesturlandabúa um að í Afgan- istan væru hlutirnir loks á upp- leið. Fólk þar í landi væri jafn- vel farið að leika golf eins og við. Íþróttafréttamaður RÚV kom þó með íslenskan „vinkil“ á fréttina í lok hennar með því að segja að hér væru hugsanlega komnir útrásarmöguleikar fyrir íslenska golfvallarhönnuði á framandi slóðum – og það mætti jafnvel kalla það þróunarhjálp! Eftir að ég heyrði þessa frétt læddust að mér hugsanir um hvort svipaðar fréttir verði ef til vill á boðstólum frá Írak eftir nokkur ár. Ætli þá verði búið að yfirbuga uppreisnarmenn að mestu, Bandaríkjamenn búnir að fækka stórkostlega í herliði sínu og fjölmiðlar farnir að snúa sér að léttara hjali? Kannski fáum við þá að sjá nokkra íraska karla leika golf eða fót- bolta í stað þess að heyra leið- inlegar fréttir um mæðra- og ungbarnadauða, fátækt eða barnavinnu, svo nokkur atriði sem einkenna lífið í Afganistan séu nefnd. Ef marka má fréttir frá Írak að undanförnu virðist raunar að nokkur tími muni líða þar til við getum leyft okkur að gleyma Írökum. Enn standa stríðsátök í landinu, hvað sem líður allri um- ræðu um að innrásinni sé lokið. Í skýrslu bandarískra heilbrigð- issérfræðinga sem nýlega birtist í læknatímaritinu Lancet er það metið svo að um 100.000 óbreyttir borgarar hafi fallið í Írak frá því innrás Bandaríkja- manna hófst í mars í fyrra. Er það „miður“ að innrásin hafi bitnað á óbreyttum borgurum, að því er fram kom í máli for- manns utanríkismálanefndar Al- þingis í Kastljósi í vikunni. Út frá þessu og fleiru sem í ljós hefur komið eftir að inn- rásin í Írak hófst, væri und- arlegt ef hér færi ekki fram al- varleg umræða um réttmæti þess að hafa Ísland á lista yfir hinar svonefndu staðföstu þjóðir sem studdu innrásina. Það að kalla slíkt vitleysisumræðu er móðgandi fyrir lýðræðið. Raunar hafa ráðamenn hér á landi lengi vitað að stór meiri- hluti þjóðarinnar var andsnúinn ákvörðuninni – það hefur komið skýrt fram í skoðanakönnunum. Á Íslandi virðist lýðræði hins vegar ekki jafngilda því að taka þurfi mark á sjónarmiðum meirihlutans. Að auki má nefna að engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak, en með tilvist þeirra var innrásin réttlætt. Nú grípa sumir til þess að útskýra hana með því að benda á hörm- ungarnar sem almenningur hafi búið við í stjórnartíð Saddams – sem þeir hinir sömu höfðu eng- an gaum gefið svo áratugum skipti og voru ekki ástæða þess að ráðist var inn í Írak. Um hugsanlega afsökunarbeiðni Ís- lendinga á stuðningnum við inn- rásina New York Times og brotthvarf af listanum yfir vilj- ugar þjóðir segi ég: Betra seint en aldrei! En hvað sem öðru líður er innrásin í Írak orðinn hlutur. Þess vegna er mikilvægasta verkefnið núna að koma fólkinu í Írak til hjálpar. Það verkefni er alls ótengt því hvort Íslend- ingar eru á stuðningslista inn- rásarinnar eða ekki þrátt fyrir að Davíð Oddsson utanrík- isráðherra hafi reynt að tengja þetta tvennt saman á þingi í vik- unni. Þar sagði hann meðal ann- ars að Samfylkingin vildi ekki styðja uppbyggingu í Írak því hún ætlaði sér aldrei að „verða stór“. En hvað ætla Íslendingar að gera til þess að aðstoða Íraka? Ég lýsi hér með eftir áætlun um slíkt. Frændur okkar Svíar voru ekki á listanum yfir hinar stað- föstu þjóðir. Samt ákváðu þeir á dögunum að veita 384 írönskum Kúrdum, sem flúðu Írak þegar innrásin hófst í mars í fyrra, hæli í Sví- þjóð. Var um að ræða þriðjung hóps sem hafði hírst í flótta- mannabúðum SÞ í eyðimörkinni milli Íraks og Jórdaníu í eitt og hálft ár. Hafa íslensk stjórnvöld í hyggju að bjóða hingað fólki sem eiga um sárt að binda vegna innrásarinnar? Ekkert hef ég heyrt af því. Raunar kom fram hjá Guðmundi Árna Stef- ánssyni, þingmanni Samfylking- arinnar, í vikunni, að aldrei hefði verið rætt um það á Al- þingi hvernig haga ætti upp- byggingarstarfi í Írak. Þetta telst undarlegt í ljósi þess að það er meira en eitt og hálft ár liðið frá því ákveðið var að Ís- land styddi „hið verðuga verk- efni“ í Írak eins og utanrík- isráðherra kallaði það. Það dugir ekki að segjast ætla að auka útgjöld til friðargæslu og þróunarmála, þjóðin á heimtingu á því að heyra nánar um fyr- irætlanir stjórnvalda í þessu máli. En íslensk stjórnvöld virð- ast kunna því ágætlega að hegða sér líkt og laumufarþegar í strætisvagni. Og kannski bíð- um við bara eftir því að þörf verði á golfvallarhönnuðum í Írak? Staðfesta án ábyrgðar Frændur okkar Svíar voru ekki á listanum yfir hinar staðföstu þjóðir. Samt ákváðu þeir á dögunum að veita 384 írönskum Kúrdum, sem flúðu Írak þegar innrásin hófst í mars í fyrra, hæli í Svíþjóð. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eign- arland Biskupstungna- og Svínavatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inn- taki engu fremur háskólagráð- ur en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar SEM FORELDRI barns í Brekkuskóla á ég víst að hafa heimtað afsökunarbeiðni vegna auglýsingar sem kom frá kenn- urum skólans þar sem þeir tilkynntu andlát skólastefnunnar, „ánægðir kennarar – góður skóli“. Þessi krafa okkar foreldra var ekki bor- in undir mig enda hefði ég neitað að koma nálægt henni því að sannast sagna óttast ég ekkert meira en að andláts- fregnin eigi eftir að reynast rétt. Þegar seinast var samið við grunnskólakennara full- yrti ég að sveitarstjórnir yrðu held- ur betur að taka til hendinni svo ekki færi illa þegar kæmi að næstu samningagerð. Ekkert var gert. Ef sá kennarasamningur, sem nú ligg- ur fyrir, verður samþykktur og ef sveitarstjórnir bregðast eins við og fyrir fjórum árum, þá er ég hrædd- ur um að auglýsing Brekkuskóla- kennara verði kaldur raunveru- leiki, ekki aðeins í einum skóla, heldur gjörvöllu íslenska grunn- skólakerfinu. Og hver á þá að biðja hvern afsökunar? Þýlyndir kennarar, hlýðnir nemendur Mig langar til að reyna að útskýra af hverju ég óttast um framtíð ís- lenska grunnskólans. Okkur for- eldrum hefur orðið tíðrætt um kennara sem fyrirmyndir barnanna okkar og að þeir hafi brugðist þess- ari skyldu sinni. Þeir áttu að hlýða þegar þeim var skipað í skólann aftur. En hvað hefur ekki dunið á kenn- urum undanfarið. Alþjóð á að trúa því að laun þeirra hækki um 25% næstu fjögur árin eða svo þegar sannleikurinn er nær 15%. Þeir hafa verið harðlega gagnrýndir af þingmanni sem stað- hæfir að þessi launa- hækkun sé ógn við ís- lenskt samfélag og þeir hlustuðu á oddvita tveggja sveitarfélaga ræða í sjónvarpi af mikilli vanþekkingu og ruglanda um kjaramál kennara og eru þó báð- ir á ágætum launum við að setja sig inn í málin. Ég gæti haldið svona áfram og nefnt ýmis ummæli mennta- málaráðherra og foreldra sem fallið hafa í deilunni en spyr þess í stað: Viljum við þýlynda og svínbeygða kennara sem munu aldrei aftur standa upp til að verja rétt sinn? Á skólakerfið að unga út hlýðnum ungmennum sem aldrei bregða út af þeirri leið sem við fullorðna fólk- ið viljum að þau gangi? Er þetta fyrirmyndin sem við leitum að handa börnunum okkar? Víst eru kennarar aumingjar Ég var eitt sinn kennari og ríkið sveikst um að greiða mér, og öðr- um kennurum við skólann, hluta launa okkar. Eftir nokkrar umræð- ur samþykkti hópurinn að leggja niður vinnu yrðu peningarnir ekki komnir tiltekinn dag. Einn kennari í hópnum, gamalreyndur í faginu, spurði þá: En ef það kemur bara loforð um greiðslu? Alveg sama, svöruðum við. Ef engir peningar þá engin kennsla. Svo rann dagurinn upp og það kom loforð að sunnan en engir pen- ingar. O, jæja, sögðum við. Þetta má ekki bitna á börnunum. Við höfum altjent loforðið. Kennslunni var haldið áfram og peningarnir komu eftir dúk og disk. Lengi á eftir gat ég ekki horfst í augu við sjálfan mig án þess að sjá þar aumingja á ferð. Með meiri þroska hef ég þó áttað mig á því að ein af undirstöðum alls skólastarfs er einmitt þessi aumingjaskapur (les: sveigjanleiki). Ef hann hverfur úr skólunum þá er ekki von á góðu. Með öðrum orðum: Ef kennarar grunnskólanna taka upp harða pen- ingamálastefnu og aumingjaskap- urinn, sem mér fannst vera forðum, hverfur þá munum við sitja uppi með vonda skóla. En það gengur varla endalaust að aðeins annar aðilinn sýni sveigj- anleika eða hvað? Ég tala nú ekki um ef mótaðilinn gengur beinlínis á lagið eins og hefur verið gert. Hvar myndi það til dæmis teljast launa- manni til kjarabóta, og reiknast með í öllum tölum kjarasamnings, þegar ráðinn er nýr starfsmaður vegna ört vaxandi viðskipta fyr- irtækisins? Þessu þurfa kennarar að sæta. Mér finnst sannast sagna að það standi okkur nær, foreldrum barna í Brekkuskóla, að krefja oddvita okkar um afsökunarbeiðni vegna sofandaháttar þeirra síðustu fjögur árin. Þó er meira um vert að við knýjum þá til aðgerða svo koma megi í veg fyrir að hremmingar undanfarinna vikna og mánuða endurtaki sig. Munum að samþykki kennarar fyrirliggjandi samning þá munu þeir vorið 2008 standa í svipuðum sporum og þeir gera núna. Og hvað þá? Afsökunarbeiðni afþökkuð Jón Hjaltason fjallar um kennaradeiluna ’En það gengur varlaendalaust að aðeins ann- ar aðilinn sýni sveigj- anleika eða hvað? ‘ Jón Hjaltason Höfundur er faðir barns í Brekkuskóla.ÞAÐ ER aumt lýðræðið í hópi félagsskapar sem kennir sig við lýðræði þegar sá sami hópur tekur sér vald til að tala fyrir hönd ann- arra sem ekki aðhyll- ast hinn sama „lýð- ræðisboðskap“. Í yfirlýsingu þeirri sem „Þjóðarhreyfingin“ er nú farin að safna fé fyrir, til að birta í er- lendu stórblaði, leyfir þessi hópur sér að tala fyrir hönd allra Íslendinga – óháð skoðunum þeirra á málefninu. Slík fram- ganga ber ekki mik- inn vott um virðingu fyrir lýðræðinu né heldur persónufrelsi einstaklingsins. Þá er því haldið fram sem staðreynd í yfirlýs- ingu „Þjóðarhreyfing- arinnar“ að með yf- irlýsingu íslenskra stjórnvalda hafi verið brotin íslensk lög og alþjóðalög. Vissulega geta menn haft á því skoðanir hvort lög hafi verið brotin eða ekki en það er dómstóla að skera úr um hvort svo sé. Það hafa dóm- stólar ekki gert og því er mál- flutningur sem þessi bæði villandi og rangur. Þá er athygli vert að sjá nú að talsmenn „Þjóðarhreyf- ingarinnar“ telja að hin íslenska lýðræðishefð hafi verið brotin. Þessir sömu talsmenn gáfu lítið fyrir hina íslensku lýðræðishefð þegar forsetinn tók þá ákvörðun sl. sumar að neita að samþykkja fjölmiðla- lögin – tækifær- ismennskan ríður ekki við einteyming. Burtséð frá því hvort „Þjóðarhreyf- ingin“ sé að leggja mér og fleirum orð í munn þá vekur hug- mynd þeirra um birt- ingu yfirlýsingarinnar mér ugg í brjósti. Er skynsamlegt að draga athyglina að Íslend- ingum og Íslandi með þessum hætti? At- hygli hryðjuverka- manna hefur hingað til beinst annað en til Íslands og Íslendinga. Er þörf á því að minna þá á okkur sér- staklega? Talsmenn „Þjóð- arhreyfingarinnar“ hafa upplýst að birt- ingin í hinu erlenda stórblaði kosti u.þ.b. þrjár milljónir. Þar við bætist kostnaður við auglýsingar hér heima. Þess- um fjármunum væri að mínu mati betur varið til uppbyggingarstarfs í Írak en afsökunarbeiðni í fjöl- miðlum. Söfnun „Þjóðar- hreyfingarinnar“ – nei takk! Gunnar Ármannsson fjallar um auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar ’Vissulega getamenn haft á því skoðanir hvort lög hafi verið brotin eða ekki en það er dóm- stóla að skera úr um hvort svo sé.‘ Gunnar Ármannsson Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.