Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hinrik Alberts-son fæddist í Keflavík 2. júlí 1925. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 25. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Albert Bjarnason, útgerðarmaður og Lísbet Gestsdóttir, húsmóðir. Systkini Hinriks eru Bjarni, d. 21. desember 1981, Helga og Sig- rún, báðar á lífi. Hinrik kvæntist 9. desember 1950 Ráðhildi Guð- mundsdóttur, Höfnum. Þau eign- uðust þrjá syni, elsti sonurinn lést í fæðingu. Annar sonurinn er Albert, trésmiður, kvæntur Guðrúnu Guðbjartsdóttur, ljós- móður. Þau eiga þrjú börn, Hildi, Önnu og Hinrik. Þriðji sonurinn er Guð- mundur, trésmiður, kvæntur Guðríði Guðjónsdóttur, bankagjaldkera. Þau eiga þrjú börn, Erlu, Guðrúnu og Magnús. Erla er gift Sveini Magnús- syni og eiga þau eina dóttur, Helgu. Hinrik hóf ungur störf við útgerð föð- ur síns, fór í stýri- mannaskólann þar sem hann lauk skip- stjórnarprófi árið 1949 og tók eftir það við skip- stjórn á bátum föður síns. Síð- ustu þrjátíu starfsárin vann Hin- rik hjá Esso og lét þar af störfum vegna aldurs 1995. Útför Hinriks fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Minningarnar koma upp í huga mér og tárin streyma. Það er sárt að hugsa til þess að nú er Henni afi minningin ein. En minningarnar sefa sárasta harminn. Ég trúði því, þegar ég var yngri, að Guð gæti ekki verið alls staðar, þess vegna skapaði hann afa og ömmu. Það er ástæða fyrir því að maður hefur barnatrú sem þessa og hún er Henni afi og Ráða amma. Við barnabörnin fengu að njóta þeirra forréttinda að eiga Henna afa. Heiðarleiki og samvisku- semi einkenndu afa okkar og þrjóska hans leyndist bak við hans léttu lund. Mér þykir sárt að viðurkenna það, en það er komið að leiðarlokum, afi minn. Ég kveð þig með þakklæti í huga. Þú skildir eftir mikið vega- nesti handa okkur. Þú kenndir mér að passa vel upp á fjölskylduna og þá sem mér þykir vænt. Þú passaðir svo vel upp á okkur barnabörnin, þurftir helst að heyra í okkur á hverjum degi og leyndir aldrei hversu stoltur þú varst af okkur. Já, afi og amma eru sannarlega englar í dulargervi. Ég er þakklát fyrir að ég náði að koma heim og kveðja þig. Þú gafst mér mikinn styrk á okkar kveðju- stund, klappaðir mér á kinnina og gafst mér lítið bros. Við barnabörnin lofuðum þér öll, áður en þú kvaddir, að við myndum passa vel upp á ömmu. Það eigum við eftir að gera því hún er eina amman sem við eig- um eftir. Með henni eigum við eftir að minnast þín og allra okkar góðu stunda saman. Guð geymi þína fallegu sál og hafðu þökk fyrir allt. Henna afa mun ég aldrei gleyma. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Erla. Það er komið að kveðjustund, afi minn. Minningarnar koma upp í huganum og ég minnist þín klökk. Ég man ferðirnar á Laugarvatn með þér og ömmu, við Anna í aftursæt- inu, að segja hvað við keyptum fyrir peninginn sem frúin í Hamborg gaf okkur. Þú hristir alltaf hausinn og brostir þegar amma byrjaði að telja upp það sem hún ætlaði að kaupa sér. Þannig var það alltaf þegar amma fór að tala um að nú væri hana farið að vanta nýja skó eða föt. Þú brostir bara og hristir hausinn, en alltaf fórst þú með Ráðhildi þína til Reykjavíkur á búðarölt. Þú varst alltaf svo hrifinn af ömmu og fannst svo skemmtilegt að gera at í henni. Þegar við vorum veik var okkur pakkað inn í teppi og keyrð upp í Há- holt. Þú pakkaðir okkur alltaf inn í þína sæng áður en þú fórst í vinnuna, vildir að við kúrðum í þínu bóli. Svo komstu heim með hraun og malt eft- ir vinnu. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur. Þú varst svo skemmtilegur, afi minn. Það var alltaf svo stutt í brosið og húmorinn og stríðnin voru alltaf á sínum stað. Núna ertu farinn á góð- an stað, örugglega að stríða Bjarna bróður þínum, sem þú saknaðir mik- ið. Elsku afi minn, þú gafst okkur svo mikið þína síðustu daga. Þú gast ekki sagt okkur með orðum að þér þætti vænt um okkur. En tárin þín sögðu allt og við fundum fyrir þínum hlýja hug. Þú barðist hetjulega þar til þú sofnaðir að lokum, ég dáist að þér fyrir það. Ég kveð þig að lokum með sökn- uði, bið góðan Guð að passa þig vel. Við munum öll hittast á ný. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Guðrún. Elsku Henni afi minn, nú ert þú dáinn. Hver á núna að hringja í okk- ur Henna frænda á kvöldin og spyrja hvernig gekk í skólanum í dag? Þú varst besti afi. Þú vildir alltaf vera að keyra okkur strákana út um allt og alltaf fórst þú í bakaríið þegar við vorum búnir í skólanum á daginn. Þú talaðir alltaf um okkur sem litlu strákana þína. Þú hafðir svo gaman af okkur, sagðir að við værum svo skemmtilegir strákar. En það var bara því þú varst sjálfur svo skemmtilegur. Varst alltaf að segja brandara og gera at í ömmu. Við Henni frændi höldum áfram að gera at í ömmu fyrir þig, af því að við sögðum þér áður en þú fórst að við myndum passa hana fyrir þig. Það var alltaf svo gaman að vera með þér og ömmu á Laugarvatni. Við fórum saman í gufuna og minigolf og spil- uðum saman á kvöldin. Ég gleymi heldur ekki öllum þeim skiptum sem við sváfum í Háholtinu, það var svo gaman. Mér fannst þú svo duglegur eftir að þú veiktist fyrir tveimur ár- um. Þú varst sterkur maður og þannig man ég þig. Svo varðst þú aftur veikur og ég trúði því að þér myndi batna svo að þú gætir haldið jólin með okkur, en ég held að Guð hafi vantað nýjan engil til að hjálpa sér og þess vegna kallaði hann á þig. Ég trúi því, afi minn, að nú sért þú hjá Guði og hann passi upp á þig. „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóhannesar- guðspjall 11, 25–27.) Takk fyrir að vera Henni afi minn, ég mun aldrei gleyma þér. Þinn Magnús. Í þessum reit er þögnin himindjúp en þýðum geislum stafar á foldarsár og fáein kistublóm sem fylgdu þér til grafar. Og bráðum lúta blómin reku hans er býst til þess að moka. Og moldin breiðir myrkur yfir þig og mig sem hjá þér doka. En sem þú hefur söknuður til fulls mér sorgarklæði skorið þá ljómar inn í lokrekkju til mín af ljósi í dökkvann borið: við sáluhliðið syngur lítill fugl um sólskinið og vorið. Takk fyrir allt skutlið. Takk fyrir endalausa þolinmæði. Takk fyrir brosið. Takk fyrir allt og allt, elsku afi. Hildur, Anna og Hinrik. Ég man alltaf eftir Henna þegar að ég var yngri að fara til ömmu og afa í Háholtið, maðurinn með ístruna sem átti ESSO bílinn. Alltaf varð mér litið á þennan bíl, Lada sport jebbi var það. Svo einhverjum árum seinna kynnir Erla mig fyrir þessum manni, Henna afa sínum. Henni var maður að mínu skapi, ég hafði svo gaman af honum, alltaf að grínast og stríðnin var aldrei langt undan. Hann hafði góðan húmor og alltaf var skemmtilegt að hlusta á sögurn- ar hans. Ekki er hægt að tala um Henna án þess að nefna Ráðu. Þau áttu sterkt hjónaband og báru endalausa virð- ingu fyrir hvort öðru. Henni var allt- af að gera at í Ráðu en samt sá mað- ur hversu hrifinn hann var af henni. Mér var strax tekið vel í Háholt- inu af Henna og Ráðu. Eitthvað fannst þeim vanta af kílóum utan á mig í byrjun, því um leið og maður kom inn þá þá heyrðist: „Ráða, náðu í ís handa honum Svenna.“ Já, ekki vantaði ísinn eða bláberin með rjóma á þeim bæ. Gestrisnin var í fyrirrúmi á heimili þeirra. Sumarið 2000 komu Henni og Ráða í heimsókn til okkar Erlu til Danmerkur. Þetta var skemmtileg- ur tími sem við áttu með þeim. Það var gaman að vera í kringum þau hjón. Þeim tíma munum við ekki gleyma. Henni var öðlingsmaður sem allir geta tekið sér til fyrirmyndar. Hann hafði sterka réttlætiskennd og og sýndi alltaf náunganum virðingu og góðmennsku. Hann var greiðvikinn maður og var vinamargur. Ég minnist merks manns og þakka fyrir að hafa kynnst honum. Mér þykir leitt að ekki hafa fengið tækifæri til að kveðja hann, en minn- inguna um hann mun ég varðveita. Það var honum mikill styrkur að Ráða, strákarnir hans, tengdadætur og barnabörnin öll stóðu við hlið hans þar til hann fékk hvíldina. Megi góður Guð styrkja þau í sorginni. Guð blessi minningu hans og hvíli hann í friði. Sveinn Ólafur Magnússon. Henni frændi er látinn, eða „afi Henni“ eins og við bræðurnir og hann sjálfur kölluðum hann stund- um. Það er óhætt að segja að Henni hafi verið farsæll maður, hress, góð- ur vinur, umhyggjusamur, heiðar- legur og skemmtilegur. Skemmti- legasta afmælisveisla sem ég hefi upplifað var sextugsafmælið hjá Henna. Þetta var fyrir 19 árum og er þetta afmæli mér en í fersku minni þó svo ég hafi einungis verið 15 ára gutti. Afmælið var haldið á Laugar- vatni í orlofshúsum Olíufélagsins og voru Henni og Ráða búin að leigja tvö hús fyrir veisluna, eitt fyrir sjálfa veisluna og svo gamla húsið sem svefnskála. Ég fékk það verkefni hjá Henna að koma fullorðna fólkinu í háttinn í gamla húsinu. Tryggja að allir rötuðu á réttan stað og kæmust heilu og höldnu til svefns eins og hann orðaði það. Ég á margar góðar minningar frá Laugarvatni og fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til Ráðu og Henna þar, hvort sem það var til að veiða, spila vist, spila mini- golf eða bara slappa af og borða frá- bæran mat hjá þeim hjónum. Er ég hugsa til baka frá því ég var barn er Henni ávallt hress og kátur í minningunni og alltaf tilbúinn að bregða á leik við börnin. Gerði t.d. óspart grín að því að ég sem barn gat aldrei sagt rétt „Ketill“ heldur sagði alltaf „Kekill“ sem var þá minn besti vinur, en Henna fannst ákaflega gaman að hlusta á mig segja þetta. Þá minnist ég þess hve spennandi mér þótti að fara í bíltúr með Henna í Land Rover jeppanum sem Henni ók um á og síðar í Lada Sport jepp- anum. Henni var farsæll maður, vel kvæntur og er ekki hægt að segja annað en að Henni hafi átt góða fjöl- skyldu. Fáir eru svo heppnir að eiga svona stóra og góða fjölskyldu, hvort sem það eru langömmubörn, barna- börn, tengdadætur eða synir. Henni var umvafinn ást alla sína ævi og efast ég um að margir hafi verið jafn vel kvæntir og Henni. Ég vil þakka fyrir að eiga svona góða ættingja, þakka fyrir öll þau jól sem við höfum verið saman, þakka fyrir allar þær stundir sem við höf- um átt saman um leið og ég og mín fjölskylda vottum Ráðu, Alberti, Guðmundi, Guðrúnu, Guðríði, Hildi, Erlu, Önnu, Guðrúnu, Henna yngri, Magga og Helgu litlu okkar dýpstu samúð. Eysteinn Jónsson og fjölskylda. Elsku langafi minn. Núna ert þú farinn að sofa. Ég bendi á myndina af okkur saman og segi „gangafa lúlla“. Þú, sem alltaf varst svo góður við mig, varst vanur að sitja tíman- um saman og fylgjast með hvað ég var að brasa. Þú varst eitt bros er þú sást mig. Þegar ég kom í heimsókn í ágúst og við pabbi vorum með þér í sundlauginni þá varst þú svo mont- inn, sagðir öllum frá því að ég væri langafastelpan þín. Þegar þú lást á sjúkrahúsinu vildir þú hafa myndina af mér hjá þér á borðinu, það er gott að vita af því að ég var í huga þínum allan tímann. Ég veit að þú varst ánægður að ég náði að koma heim til Íslands og gefa þér kveðjukossinn á kinnina. Mamma og pabbi ætla að vera dugleg að segja mér sögur af þér, svo ég muni ekki gleyma lang- afa mínum. Ég ætla að vera góð við langömmu og ég veit að þú átt eftir að fylgjast með mér stækka og passa upp á mig í framtíðinni. Ég heyri Jesú himnesk orð: „Kom hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta er mætt, og höfuð þreytt, því halla að brjósti mér.“ (Þýð. Stefán Thor.) Góða nótt langafi. Þín litla langafastelpa Helga. Henni var okkar besti vinur. Það var aldrei lognmolla í kringum hann Henna. Hann var hreinn og beinn og hafði góða frásagnargáfu og var því mjög skemmtilegt að vera í návist hans. Aldrei gleymi ég þegar við Magga vorum í tilhugalífinu og átt- um að mæta í sumarbústað á Laug- arvatni til að hitta skyldfólk hennar í fyrsta sinni. Það var með hálfum huga sem mætt var á staðinn en feimnin gleymdist fljótt því mót- tökur fjölskyldunnar og ekki síst hjá Henna voru frábærar í alla staði og ekki spillti kjötsúpan góða hennar Ráðu systur Möggu fyrir því að gera þessa stund ógleymanlega. Á þess- um stað í sumarhúsum Olíufélagsins á Laugarvatni áttum við og fjöl- skyldur okkar eftir að eiga saman margar ánægjustundir. Það var oft glatt á hjalla og ef til vill voru skemmtilegustu stundir okkar Henna yfir grillinu á Laugarvatni, á meðan frúrnar sáu um hinn helming matseldarinnar. Til marks um sam- heldni fjölskyldnanna minnumst við þess að brúðkaupsveisla okkar var haldin á heimili Ráðu og Henna og þar var einnig haldin skírnarveisla Karls sonar okkar. Síðasti afmælisdagur hans Henna er okkur sérlega minnisstæður en þann dag gekk sonur okkar í hjóna- band. Var það mikill gleðidagur í fjölskyldunni. Auk þess að samgangur væri mik- ill á milli fjölskyldna okkar nánast dags daglega hittumst við á hverjum einustu jólum frá því við giftum okk- ur og má segja að synir okkar og þeirra synir hafi verið og séu enn eins og systkini og nú hafa barna- börn Henna og Ráðu og okkar barnabarn tekið við því hlutverki. Það er oft glatt á hjalla í þessum jólaboðum og sérstaklega minnumst við þess þegar fjölskyldurnar sam- einast í því að ganga í kringum jóla- tréð, en Henni hafði ákaflega gaman af að fylgjast með því enda ákaflega barngóður maður. Ýmislegt annað var brallað, farið í leiki, spilað og alls konar uppákomur hafðar í frammi, sem ekki skal hér tíundað en minn- ingarnar eru margar og ljúfar. Hans verður sárt saknað af okkur öllum. Henni var ákaflega farsæll maður í starfi sínu, fyrst sem skipstjóri og síðar sem starfsmaður Olíufélagsins. Hann átti góða konu, syni, barna- börn og elskulegt barnabarnabarn, hana Helgu. Fjölskyldan stóð heil- steypt við hlið hans til dauðadags. Elsku Ráða og fjölskylda, við biðj- um þess að góður guð megi styrkja ykkur í sorg ykkar. Magnúsína og Jón. HINRIK ALBERTSSON Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á myndamót- töku: pix@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.