Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra lýsti því yfir á Alþingi í gær að hann myndi við gildistöku nýrra lagaákvæða um húsnæðis- mál, sem fela í sér hækkun láns- hlutfalls Íbúðalánasjóðs upp í 90% af matsverði íbúðar, gefa út reglugerð til hækkunar hámarks- láns sjóðsins þannig að það nemi 14,9 milljónum króna. Þegar frumvarpið var lagt fram á Alþingi í haust var gert ráð fyrir því að hámarkslánið yrði 13 milljónir króna þegar lögin tækju gildi. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær með 45 sam- hljóða atkvæðum. Taka lögin gildi 1. janúar 2005. Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, sagði í atkvæðagreiðslunni að með samþykkt frumvarpsins væru 90% lán Íbúðalánasjóðs að verða að veruleika. Þá sagði hann: „Það má minna á það að fyrir aðeins örfáum mánuðum var hámarkslán hjá Íbúðalánasjóði átta milljónir króna en með yf- irlýsingu hæstv. félagsmálaráð- herra fara þau upp í 14,9 millj- ónir króna.“ Sagði hann breytingarnar á húsnæðislána- kerfinu til hagsbóta fyrir heimilin í landinu, atvinnulífið og efna- hagslífið í heild. Áfram þörf fyrir sjóðinn Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, sagði í at- kvæðagreiðslunni að Samfylking- in liti svo á að Íbúðalánasjóður hefði „að minnsta kosti enn um sinn nokkuð mikilvægu hlutverki að gegna,“ eins og hann orðaði það. „Við teljum að það sé nauð- synlegt að Íbúðalánasjóður haldi bönkunum við efnið þannig að þeir bjóði áfram ríflegri kjör heldur en Íbúðalánasjóður gerir. Það er þess vegna sem við sam- þykkjum þetta frumvarp hér.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að sinn flokkur væri sannfærður um að áfram væri rík þörf fyrir opinbert húsnæðislánakerfi. Frumvarpið, sem verið væri að samþykkja, væri skref í rétta átt. „Það er lið- ur í því að skjóta styrkari stoðum undir Íbúðalánasjóð,“ sagði hann m.a. Hann sagði einnig fagnaðar- efni að þverpólitísk samstaða væri að nást um ráðstafanir sem væru til bóta fyrir Íbúðalánasjóð. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði undir lok atkvæðagreiðsl- unnar að Frjálslyndi flokkurinn hefði strax í upphafi stutt hús- næðisfrumvarpið. Sá stuðningur hefði ekki breyst enda teldi flokkurinn mikla þörf fyrir Íbúða- lánasjóð. Fleiri þingmenn tóku ekki til máls í atkvæðagreiðsl- unni. Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, kvaddi sér hins vegar hljóðs eftir atkvæða- greiðsluna og sagði m.a. að verið væri að leiða í lög eina mestu kjarabót á seinni árum. Jafn- framt væri verið að lögleiða eitt stærsta kosningaloforð Fram- sóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Dregið verði úr uppgreiðslum lána Árni Magnússon lýsti því yfir, áður en frumvarpið var sam- þykkt, að gripið yrði til aðgerða til að draga úr uppgreiðslum lána hjá Íbúðalánasjóði. „Þannig verði gefin út reglugerð,“ sagði hann, „þar sem sjóðnum verði heimilt að fallast á veðsetningu á undan öðrum áhvílandi lánum sjóðsins en ÍLS-veðbréfum, svo fremi sem sameiginleg uppreiknuð fjárhæð eftirstöðva lánsins og nýs láns er ekki hærri en hámarkslán Íbúða- lánasjóðs á hverjum tíma og hún rúmist innan matsverðs eignar- innar og fari ekki yfir 90% af markaðsvirði hennar.“ Sagði hann að þessi heimild myndi væntanlega einkum nýtast þeim sem hefðu greitt verulegan hluta láns síns en þyrftu að skuld- breyta öðrum áhvílandi lánum. Frumvarp félagsmálaráðherra um 90% lán samþykkt sem lög frá Alþingi Hámarkslán verða 14,9 milljónir strax eftir áramót LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga tilþingsályktunar um félagsmálaráðherra verði falið að gera athugun á fjárhagsstöðu forsjárlausra feðra og hafa frumkvæði að því að grípa til aðgerða í framhaldi af athug- uninni. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Meðflutningsmenn eru Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum og Krist- inn H. Gunnarsson, Framsóknarflokknum. „Markmið tillögu þessarar er í fyrsta lagi að skilgreindur verði sá mikli vandi sem felst í aukinni fátækt einstæðra karlmanna á Ís- landi,“ segir í greinargerð. „Í annan stað þarf að tryggja nauðsynlegar aðgerðir af hálfu félagsmálaráðherra til að mæta þeim vanda sem steðjar að tekjulitlum for- sjárlausum feðrum. Hjálparstarf kirkjunnar, ASÍ (Alþýðusamband Íslands) og fleiri stofn- anir og félagasamtök hafa margoft sýnt fram á vandann í skýrslum sínum.“ Er m.a. bent á að í Noregi hafi verið gripið til þess ráðs að bjóða skattafslátt til tekjulægri manna á móti meðlagsgreiðslum þeirra. Sífellt fleiri undir fátæktarmörkum Í greinargerðinni segir að sífellt fleiri ein- stæðir karlmenn mælist nú undir fátækt- armörkum. „Húsnæðisaðstoð er af skornum skammti fyrir þennan hóp. Verð á leigu- húsnæði er afar hátt hlutfall af launum þeirra sem litlar hafa tekjurnar. For- sjárlausir feður án atvinnu eiga við mikinn vanda að etja. Einnig eiga forsjárlausir feð- ur, með atvinnu en lág laun, í alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Telja verður að staða forsjárlausra feðra sé ekki nægilega tryggð í löggjöfinni. Atvinnuleysisbætur og láglaun- uð störf duga ekki fyrir húsnæðiskostnaði og meðlagsgreiðslum. Því er afar brýnt að vandi forsjárlausra feðra verði greindur í at- hugun félagsmálaráðherra.“ Í greinargerðinni segir jafnframt að bág fjárhagsstaða hjá tekjulágum forsjárlausum feðrum hafi einnig slæm áhrif á líf og heilsu barna þeirra. Athugun verði gerð á fjárhags- stöðu forsjár- lausra feðra MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að lög um Tækniháskóla Ís- lands verði felld úr gildi 1. júlí 2005 og að rekstri skólans verði hætt vegna samein- ingar skólans og Háskólans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að hinn sameinaði háskóli taki formlega til starfa í síðasta lagi í júní 2005. Skv. frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ríkið tryggi rétt nemenda sem stunda nám í Tækniháskólanum til að ljúka námi sínu samkvæmt því námsskipulagi sem í gildi var þegar þeir hófu nám við skólann. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að störf starfsmanna Tækniháskóla Íslands verði lögð niður. „Hluti starfsmanna skólans á rétt á sex eða tólf mánaða biðlaunum verði störf þeirra lögð niður í samræmi við bráðabirgðaákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ segir í fylgi- skjali með frumvarpinu. „Ekki eru for- sendur til að meta nákvæmlega hversu mik- il útgjöld lenda á ríkinu af þessum sökum, en í kostnaðarmati þessu er slegið á 20 til 25 milljónir króna.“ Rekinn með halla Bent er á að Tækniháskólinn hafi verið rekinn með halla frá því að hann var stofn- aður um mitt ár 2002. Nam uppsafnaður halli 127 milljónum króna í árslok 2003. Í fylgiskjali frumvarpsins er gert ráð fyrir að hallinn verði á bilinu 110 til 125 milljónir kr. um mitt ár 2005. Sá halli á ekki að fær- ast yfir á nýjan skóla. Lög um Tækniháskóla Íslands Lögin falli úr gildi 1. júlí 2005 „OF MIKLAR skuldir hafa sundrað mjög mörg- um heimilum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a. í utandag- skrárumræðu á Alþingi í gær um skuldastöðu heimila og fyrirtækja. „Mörg sorgarsagan hefur orðið vegna of mikilla skulda,“ sagði hann enn- fremur. Ágúst Ólafur, sem var málshefjandi umræð- unnar, sagði að íslensk heimili skulduðu núna um 800 milljarða króna. „Hvert einasta mannsbarn á Íslandi skuldar því tæplega 3 milljónir króna en skuldir heimilanna voru rúmlega helmingi lægri fyrir fimm árum.“ Þingmaðurinn sagði ennfremur að íslensk fyr- irtæki skulduðu um 1.300 milljarða króna og að skuldirnar hefðu meira en tvöfaldast á fimm ár- um. „Alþjóðlegur samanburður sýnir að skuldir íslenskra fyrirtækja eru með þeim hæstu sem þekkjast meðal þróaðra ríkja heims,“ sagði hann. „Heildarskuldir íslenska þjóðarbúsins eru rúm- lega 2.400 milljarðar króna, sem er þreföld lands- framleiðslan,“ sagði hann ennfremur. Þingmaðurinn sagði að skuldir heimila og fyr- irtækja hefðu aldrei verið hærri og aldrei hækk- að jafnört. „Það er því ríkt tilefni til að hafa áhyggjur. Þótt hér sé um að ræða skuldir heimila og fyrirtækja en ekki opinberra aðila geta stjórn- völd ekki litið framhjá þeim. Ríkisvaldinu ber skylda til að stuðla að heilbrigði í efnahagskerf- inu. Of mikil skuldsetning lýsir ekki heilbrigðu hagkerfi.“ Hann sagði að stjórnmálamönnum bæri að vara við óæskilegri þróun. „Það hefur ríkis- stjórnin ekki gert. Hún hefur gert hið þveröfuga og ýtt undir væntingar og skuldasöfnun. Rík- isstjórnin gerir lítið úr varnaðarorðum óháðra aðila og hefur haldið væntingum í samfélaginu uppi með fagurgala, oflofi og sjálfshóli. Peninga- málastefna Seðlabankans virðist hafa lítil áhrif.“ Skuldsetji sig ekki of mikið Forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði m.a. að ekki væri rétt að fjalla um skuldasöfnun, eins og eitthvert meiri háttar efnahagslegt áfall sem stjórnvöld yrðu að takast á við. Hann sagði ennfremur að það sem skipti máli í þessu sam- bandi væri hvers eðlis skuldirnar væru. Til dæm- is væri nauðsynlegt að hafa í huga að bakvið skuldir fyrirtækjanna stæðu mjög miklar eignir. „Hvað varðar skuldir heimilanna er rétt að hafa í huga að hér búa hlutfallslega miklu fleiri í eigin húsnæði en víðast hvar annars staðar í heim- inum. Þetta stafar líka af því að aldurssamsetn- ing þjóðarinnar er önnur þar sem hér er hlut- fallslega meira um ungt fólk. Það er ekki óeðlilegt að hlutfall skulda sé hærra hér á landi en hjá þeim þjóðum sem eldri eru.“ Ráðherra sagði ennfremur að það skipti gríð- arlega miklu máli að við byggjum við öflugt líf- eyrissjóðakerfi. Heimilin hefðu þannig lagt mjög mikið til hliðar á undanförnum árum og áratug- um. Ráðherra sagði þó rétt að hvetja til þess að fólk skuldsetti sig ekki of mikið. „Það hefur verið jákvætt að þátttaka bankanna á íbúðalánamark- aðnum hefur aukist. Það er hins vegar mikilvægt að bankarnir hugi vel að áhættustöðu sinni að því er varðar þessa nýju útlánastarfsemi, jafnframt um fjármögnun lánanna og arðsemi þeirrar lána- starfsemi. Fjármálaeftirlitið fylgist með þessu, eins og kom fram í ræðu forstjóra þess fyrir nokkru, sem er mjög mikilvægt. Það er líka mjög mikilvægt fyrir einstaklinga að huga að heild- ardæminu, hugsa ekki um of um lága vexti, held- ur horfa á greiðslubyrðina og fara ekki út í lán- tökur vegna einkaneyslu.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, í umræðum á Alþingi „Of miklar skuldir hafa sundr- að mjög mörgum heimilum“ Forsætisráðherra segir rétt að hvetja til þess að fólk skuldsetji sig ekki of mikið ÓÐUM styttist í að hlé verði gert á störfum þingsins fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun er gert ráð fyrir því að þing- fundum verði frestað 10. des- ember nk. Þingið komi síðan saman að nýju í lok janúar. Nokkrar annir verða því vænt- anlega á þingi næstu daga. Lokaumræða um fjárlaga- frumvarpið fer fram á Alþingi í dag og er stefnt að atkvæða- greiðslu á morgun. Á myndinni eru þau Þorgerður K. Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Guð- mundur Hallvarðsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks. Morgunblaðið/Kristinn Styttist í jólafrí ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi kl. 10.30 í dag. Fer þá fram umræða utan dagskrár um málefni sparisjóðanna. Kl. 13.30 fer síðan fram utandagskrár- umræða um hrun veiðistofna skelfisks og innfjarðarækju. Að öðru leyti má gera ráð fyrir því að fjárlagaumræða einkenni dagskrá þingsins í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.