Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 21 ERLENT Nánar í næsta banka, sparisjóð eða á www.kreditkort.is Draumaferðin í boði MasterCard® Færð þú 500.000 króna MasterCard ferðaávísun? Anna, Kata og Sara, ágúst ‘05. Stelpurnar mála bæinn rauðan. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, berst nú fyrir lífi stjórnar sinnar en í fyrradag rak hann alla fimm ráð- herra Shinui-flokksins úr stjórn eftir að þeir og aðrir þingmenn flokksins höfðu greitt atkvæði gegn fjárlaga- frumvarpi stjórnarinnar. Það eina, sem nú getur orðið til bjargar, er, að Verkamannaflokkurinn taki upp sam- starf við Sharon og Likudflokkinn eða fallist á að verja stjórnina falli. Gangi það ekki upp er eins víst, að ákvörðun Sharons um einhliða brottflutning landtökumanna frá Gaza nái ekki fram að ganga. Í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin beið Sharon ósigur en þau voru felld með 69 atkvæðum gegn 43 en alls sitja 120 menn á ísraelska þinginu, Kness- et. Kom þetta raunar ekki á óvart því að Tommy Lapid, leiðtogi Shinui, sem er veraldlegur flokkur, hafði áður hót- að að draga flokkinn út úr stjórn vegna nærri 6,4 milljarða króna fram- lags til tveggja bókstafstrúarflokka. Hafði Sharon heitið þeim þessu fé til að tryggja stuðning þeirra við fjárlög- in. Verkamannaflokkurinn greiddi líka atkvæði gegn fjárlögunum og þá ekki síst vegna þess niðurskurðar, sem í þeim er að finna, á framlögum til vel- ferðarmála. Þessi mál eru því í svipinn í óleysanlegum hnút en lögum sam- kvæmt verður að efna til kosninga ef fjárlögin verða enn óafgreidd 31. mars. Ekki allt sem sýnist Ósigur Sharons í atkvæðagreiðsl- unni um fjárlögin er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Margir frétta- skýrendur telja, að Sharon hafi í raun kallað hann fram í því skyni að snúa á sína eigin flokksmenn en þeir eru margir mjög andvígir samstarfi við Verkamannaflokkinn. Var tillaga um slíka samvinnu felld í miðstjórn Lik- udflokksins í sumar en Sharon hefur nú sýnt andstæðingum sínum innan flokksins fram á það, að ekki sé um neinn annan kost að ræða að undan- skildum nýjum kosningum. Á þeim er hins vegar enginn áhugi. Ísraelski fréttaskýrandinn Nissan Chen segir um þessa fléttu Sharons, að hún sé hvorki snilldarleg né óskyn- samleg. Það verði bara að koma í ljós hvort hún gangi upp. Það var í júní í sumar, sem stjórn Sharons missti þingmeirihlutann, en þá voru nokkrir smáir trúarflokkar ýmist reknir úr stjórninni eða sögðu sig úr henni sjálf- ir. Var það vegna andstöðu þeirra við áætlun Sharons um brottflutning landnema frá Gaza en hún felur raun- ar einnig í sér, að Ísraelar treysti um leið tökin á því landi, sem þeir hafa tekið af Palestínumönnum á Vestur- bakkanum. Sharon hefur nú aðeins fræðilega á bak við sig þingmenn Likudflokksins, 40 að tölu, en í reynd ekki svo marga því að rúmur fjórðungur þeirra er al- gerlega andvígur Gaza-áætlun hans. Alls eru 120 fulltrúar á þinginu, Knesset. Peres með en margir á móti Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins og fyrrverandi for- sætisráðherra, er sagður mjög áfjáður í að komast í stjórn með Sharon og þá líklega sem utanríkisráðherra. Er hann kominn yfir áttrætt og því er lík- lega um að ræða hans síðasta tækifæri til að finna enn einu sinni fyrir sæt- leika valdsins. Margir aðrir frammá- menn í flokknum, sem styðja að vísu Gaza-áætlunina, vilja hins vegar ekk- ert hafa með Likudflokkinn að gera og alls ekki með Benjamin Netanyahu fjármálaráðherra og efnahagsstefnu hans í anda Margaret Thatcher. Sharon ætlar ekki aðeins að fara á fjörurnar við Verkamannaflokkinn, heldur einnig við lítinn trúarflokk, UTJ. Er það ekki vegna þess, að hann þurfi á stuðningi hans að halda auk Verkamannaflokksins, heldur til að gefa hugsanlegri „þjóðstjórn“ trú- verðugra yfirbragð. Fréttaskýrendur segja, að þótt Sharon takist að fá þessa tvo flokka til liðs við sig, þá sé björninn ekki þar með unninn. Erfiðasti hjallinn sé eftir sem áður hans eigin flokkur, Likud- flokkurinn. Einn þessara fréttaskýrenda, Yossi Verter, sagði í dagblaðinu Haaretz í gær, að stjórn Sharons væri nú í „dauðateygjunum“. „Þótt honum takist að sigla framhjá þessu skerinu, þá blasa bara við hon- um ólgusjóirnir hvert sem litið er.“ Helstu heimildir: AP, AFP, BBC Fréttaskýring | Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur nú rekið burt síðasta samstarfsflokk- inn. Margir telja, að um sé að ræða leikfléttu til að neyða hans eigin flokksmenn til að fallast á sam- starf við Verkamannaflokkinn. Síðasta leikfléttan? AP Ariel Sharon forsætisráðherra og Shimon Peres, leiðtogi Verkamanna- flokksins, saman á góðri stund. Sagt er, að báðir vilji taka höndum saman í nýrri stjórn en andstaðan við það í flokkum þeirra beggja er mikil. DAGBLAÐIÐ The Daily Telegraph í Bretlandi var í gær dæmt til að greiða þingmanninum George Galloway 150.000 pund, eða tæpar 19 milljónir króna, í skaðabætur fyrir að hafa birt fregnir þess efnis að Galloway nyti fjárstuðnings frá Saddam Hussein. Því var haldið fram í greinaflokki sem Telegraph birti í apríl í fyrra að Galloway, sem barðist gegn því að vestræn ríki beittu Íraka við- skiptaþvingunum, hefði fengið allt að 370.000 pund, eða rúmar 46 milljónir króna, á ári frá íröskum stjórnvöldum í forsetatíð Saddams. Blaðið birti greinarnar eftir að blaðamaður þess, David Blair, fann skjöl tengd Galloway í utanrík- isráðuneytinu í Bagdad. Í dómnum sagði að blaðið hefði látið undir höf- uð leggjast að gefa Galloway færi á að bregðast við ásökununum áður en þær voru birtar. Galloway fær bætur SENDIRÁÐ Bandaríkjanna í Bel- grad í Serbíu harmaði í gær að einn starfsmanna þess skyldi hafa tengst árekstri við bíla í bílalest Boris Tadic forseta á þriðjudag. Stjórn- völd töldu hugsanlegt að um bana- tilræði hefði verið að ræða. Serbneskur öryggisvörður í þjón- ustu sendiráðsins, Miroslav Cimpl, mun hafa reiðst vegna þess að bíla- lestin tafði för hans og sveigði hann að lestinni með fyrrgreindum af- leiðingum. Cimpl flúði af staðnum eftir áreksturinn. Tadic forseti er umdeildur en hann vill auka mjög tengslin við Vesturlönd og hafa serbneskir þjóðernissinnar og liðsmenn fyrr- verandi forseta, Slobodans Milosev- ic, mikla andúð á honum. Ekki banatilræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.