Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 26
Vatnsveita | Hreppsnefnd Skeggjastaðahrepps hefur ákveðið að taka tilboði fyrirtækisins Sets ehf. í hluta vatnslagna nýrrar vatns- veitu fyrir Bakkafjörð. Til stendur að úrelda gamla asbeststofnlögn og leggja nýjar lagnir um þorpið. Einn- ig á að byggja nýjan vatnstank og fer hann í útboð eftir áramótin. Til- boð Sets nam 855 þúsundum króna en heildarkostnaður við lagnir vatnsveitunnar er talinn vera um 16 milljónir króna. Bakkfirðingar þurfa einnig að ganga frá nýrri skolpfrá- veitu og verður hluti þeirra lagna unninn samhlið nýju vatnsveitunni. Vopnafjörður | Tangi hf. á Vopna- firði gefur reglulega út fréttabréf. Í því nýjasta segir að mjöl- geymslur félagsins séu löngu yf- irfullar og að þrátt fyrir að mjölið sé allt selt gangi erfiðlega að fá skip til mjölflutninga. Þegar loks- ins takist að fá skip vill verða á því seinkun. Þannig var um skip sem átti að sækja mjöl til þeirra Vopn- firðinga fyrir nokkrum dögum, það festist í ís við Svalbarða en er að komast á áfangastað. Í næstu viku eru tvö mjölflutn- Allar mjöl- geymslur sprungnar ingaskip til væntanleg til hafnar til að taka yfir þrjú þúsund tonn af mjöli sem ætti að létta verulega á geymslurýminu. Til að geta haldið uppi bræðslu hefur m.a. þurft að fá vörugeymslu þrotabús Kaup- félagsins undir mjöl til bráða- birgða. Miðað við útgefinn loðnukvóta á síðustu vertíð og síldar- og kol- munnakvóta eins og þeir eru á þessu ári er samanlagður kvóti Tanga hf., HB-Granda hf. og Svans RE-45, sem sameinast væn- anlega frá 1. október sl., í uppsjáv- arfiski um 300 þúsund tonn. Kol- munni er þar af tæpur helmingur og litlar líkur á að kvóti náist. Nú er búið að veiða um 106 þús- und tonn af 148 þúsund tonna kol- munnakvóta þessara félaga. Alls hafa þessi félög 18,7% loðnukvót- ans, um 24% kolmunnakvótans, um 10% síldarkvótans og um 17% norsk-íslenska síldarkvótans. Reiknað er með að næg verkefni séu framundan í frystingu og bræðslu á uppsjávarfiski á Vopna- firði. Vopnafjarðarhöfn er aflahæsta löndunarhöfn landsins í október og nóvember og var landaður afli ríf- lega 31.300 tonn. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Í brúnni Þorsteinn Símonarson skipstjóri tók á móti bæjarbúum. Grindavík | „Það var gaman að sigla inn til hafnar í Grindavík, ekki síst á skipi með þessu nafni,“ segir Þorsteinn Sím- onarson, skipstjóri á Hábergi GK, uppsjávarveiðiskipi Sam- herja, sem kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Grindavík aðfara- nótt miðvikudags. Skipið verður gert út til hráefnisöflunar fyrir verksmiðju Samherja. Samherji hf. keypti skipið Antarctic frá Hjaltlandseyjum í haust en það er um 25 ára gam- alt. Það hefur að undanförnu verið í slipp í Póllandi þar sem því hefur verið breytt, meðal annars hefur verið settur í það nauðsynlegur búnaður til nóta- veiða. Skipið tafðist þar vegna bruna sem kom upp í íbúðum skipverja í október. Þorsteinn segir að orðið hafi að endurnýja hæðina alveg. Skipið verður gert út frá Grindavík og fékk viðeigandi nafn, Háberg GK, en Fiskimjöl og lýsi í Grindavík gerði út skip með því nafni áður en félagið sameinaðist Samherja og var Þorsteinn Símonarson einnig skipstjóri á því skipi. Eina uppsjávarskipið „Ég held að það hljóti að vera ánægja með það að hér skuli aft- ur vera uppsjávarskip í höfn- inni,“ sagði Þorsteinn. Öflug út- gerð er í Grindavík en Háberg er eina uppsjávarskipið sem nú er gert þaðan út. Skipið heldur til síldveiða í næstu viku. Það er bú- ið öflugri vél og vindum og kæli- búnaði og getur borið allt að 1200 tonn. Hábergið er útbúið fyrir tveggja skipa togveiðar og er gert ráð fyrir að það fari á slíkar veiðar, ásamt hefð- bundnum veiðum á loðnu, síld og kolmunna með nót og flotvörpu. Yfirvélstjóri á Háberginu er Þórhallur Sigurjónsson sem er Grindvíkingur eins og Þorsteinn og er búist við að áhöfnin verði að meirihluta skipuð heima- mönnum. Þorsteinn var skip- stjóri á Þorsteini, skipi Sam- herja, áður en skipið var selt. „Ég var í hálft annað ár í burtu og sigldi varla hingað inn allan þann tíma. Ég hef verið á sjó hér frá unga aldri og þetta venst fljótt,“ segir Þorsteinn. Grindvíkingum var boðið að skoða Hábergið í fyrrakvöld. Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið. SUÐURNES Gaman að vera á skipi með þessu nafni 26 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Reykjanesbær | Hótel Keflavík býður fólki úr öðrum bæjarfélögum sem kemur í verslunarferð til Reykjanesbæjar fyrir jólin endurgjaldslausa gistingu. Tilgangurinn er sem fyrr að efla verslun og þjónustu í bæjarfélaginu. Er þetta fjórða árið sem Hótel Keflavík býður gestum bæjarins fría gistingu. Í þessu skyni eru tekin frá liðlega tuttugu herbergi á dag, alls 500 herbergi, fram til 22. desember. Til þess að njóta þessa tilboðs þarf fólk að geta þess þegar það bók- ar og gera gistinguna upp með því að leggja fram kvittanir fyrir kaupum á vörum og þjónustu í Reykjanesbæ fyrir 14.800 krónur. Steinþór Jónsson hótelstjóri segir að starfsfólk hótelsins hafi haft mikla ánægju af þessu verkefni. Gestirnir séu þakklátir og þetta veki athygli á hót- elinu, langt út fyrir raðir þess fólks sem hafi tök á að nýta sér tilboðið. Segir Steinþór ánægjulegt að sjá hversu mikil breyting hafi orðið á bænum á þessum tíma. „Verslunum og þjónustufyr- irtækjum hefur fjölgað og nú er lokið umfangs- miklum breytingum á umhverfi Hafnargötunnar,“ segir Steinþór og lætur þess getið að hann viti að vel verði tekið á móti gestum hótelsins í versl- unum og þjónustufyrirtækjum.    Reykjanesbær | Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta verður óbreytt í Reykjanesbæ á næsta ári, nema hvað sorphirðugjald hækkar um 200 krónur á ári. Útsvarshlutfallið verður því áfram 12,7% en má hæst vera 13,03%. Álagningarreglur fyrir næsta ár voru sam- þykktir á fundi bæjarráðs í gær, af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem eru í meirihluta. Fulltrú- ar Samfylkingarinnar sátu hjá og létu bóka að þeir teldu ábyrgðarhluta að nýta ekki tekjumöguleika sveitarfélagsins á meðan bæjarsjóður væri rekinn með tapi ár eftir ár.    Útsvarið óbreytt í Reykjanesbæ Keflavíkurflugvöllur | „Við erum með mjög öflugt eldvarnaeftirlit og fræðslustarf og náum vel til fólksins. Það er grunnurinn að árangri okkar,“ segir Sigurður Arason, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli. Hann tók við viðurkenningu bandarísku bruna- varnastofnunarinnar fyrir frábæran árangur í brunavörnum í íbúðarhúsum. Slökkvilið varnarliðisins á Keflavík- urflugvelli er í fremstu röð slökkviliða á veg- um Bandaríkjahers og fær á hverju ári ýms- ar viðurkenningar. Viðurkenningin sem nú var veitt er sú fyrsta sem Sigurður veitir við- töku enda hefur hann nýlega tekið við stöðu slökkviliðsstjóra af Har- aldi Stefánssyni sem fór í veikindaleyfi fyrra á árinu og hefur óskað eftir lausn frá störfum vegna aldurs. Sigurður er settur í stöð- una til loka marsmánaðar. „Enginn veit hvað þá verð- ur,“ segir hann um fram- haldið. Sigurður Arason er sex- tugur. Hann er vélvirkjameistari en hóf ung- ur störf sem slökkviliðsmaður á Keflavík- urflugvelli, árið 1966. Hann hefur gengið þar í öll störf og unnið sig upp. Var lengi for- stöðumaður eldvarnaeftirlits en varaslökkvi- liðsstjóri frá árinu 2000. „Það er gaman að takast á við þetta. Það er gott fólk á bak við mig og ég hef góða leiðtoga í yfirmannastöð- um,“ segir Sigurður. Slökkviliðið annast brunavarnir á varn- arsvæðinu og í flugstöð og öryggisgæslu við flugvélar. Vegna samdráttar í fjárveitingum hefur þurft að fækka í slökkviliðinu á síðustu mánuðum . „Það er alltaf erfitt að standa í því að fækka mönnum og hagræða. En það hefur tekist og ég held að andinn í liðinu sé bara góður,“ segir Sigurður. Sigurður Arason Sigurður Arason er settur slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli Öflugt eldvarnaeftirlit er grunnurinn Endurgjaldslaus gisting í verslunarferðum Síðasta sýningarhelgi | Sýningu Valgarðs Gunnarssonar, Eilífðin á háum hælum, í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum lýkur um helgina. Á sýningunni eru 23 ný málverk. Sýningin verður op- in laugardag og sunnudag, frá kl. 13 til 17.30 og verður listamaðurinn á staðnum á sunnudag. Ráðstefna á Höfn | Dagana 5. til 8. júní 2005 verður haldin alþjóðleg ráð- stefna á Höfn í Hornafirði um rann- sóknir á náttúrufari hafs og strandar, öryggi sjófarenda og mannvirki á ströndinni. Megináherslan verður lögð á gerð og stöðugleika sjávar- stranda, hönnun brimvarna- og sjó- varnargarða, sjávarfallaósa og sjá- varfallaspár, öldu og brotölduspár og á öryggi sjófarenda, einkum er varð- ar stöðugleika og siglingar skipa í hættulegum öldum. Að ráðstefnunni standa Hornafjarðarbær, Sigl- ingastofnun Íslands, Háskóli Íslands og samgönguráðuneytið, auk prófess- ors Per Bruun sem lengi hefur fylgst með mannvirkjagerð við strendur Ís- lands. Ritstjórar erlendra fagtímarita á sviði strandrannsókna taka þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnan verður und- ir faglegri umsjón Siglingastofnunar Íslands. Meðal þess efnis sem íslenskir fræðimenn munu leggja áherslu á eru rannsóknir við suðurströnd Íslands, s.s. rannsóknir á ferjulægi við Bakka- fjöru, strandrof við Vík í Mýrdal og við Jökulsá á Breiðamerkursandi og hönnun sjóvarnargarða. Áherslan verður lögð á að kynna hönnun og byggingu brimvarnargarða, einkum bermugarða, bæði hér heima og er- lendis. Skiparannsóknir Siglinga- stofnunar verða kynntar, auk rann- sókna á öryggi skipa á siglingaleiðum við Suðvesturland og utan Horna- fjarðaróss og á ferjuleiðinni milli Vestmannaeyja og lands. Ölduspár, brotölduspár og sjávarfallalíkan Sigl- ingastofnunar og þróunarverkefni sem tengjast þessum verkefnum verða kynnt á ráðstefnunni. Frá þessu er sagt á vefnum sigling.is.    Nest fær styrk | Innan Norður- slóðaáætlunar Evrópusambandsins hefur verið samþykkt að styrkja verkefnið NEST (Northern Environ- ment for Sustainable Tourism; pot- ential of national parks and protected areas for rural development in the northern periphery), sem Háskóla- setrið á Hornafirði, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur og Þróunarstofa Austurlands eru aðilar að. NEST er fjölþjóðlegt samvinnu- verkefni á milli Íslands, Finnlands, Svíþjóðar og Skotlands til þriggja ára. Heildarkostnaður við verkefnið er um 90 milljónir króna og íslenska þátttakan í verkefninu er 12% af heildarkostnaði verkefnisins. Styrk- veiting til íslenska hlutans er um sjö milljónir króna. Einnig greiða er- lendu samstarfsaðilarnir fyrir stjórn- un samstarfsverkefnisins sem er í umsjá Háskólasetursins á Hornafirði, en starf verkefnastjóra verður aug- lýst fljótlega. Frá þessu greinir á vefnum hornafjordur.is.    AUSTURLAND Fáskrúðsfjörður | Nýr sparkvöllur var í vikunni formlega afhentur á Fáskrúðsfirði. Völlurinn er við grunnskólann og gerð hans var samstarfsverkefni Austurbyggðar og KSÍ. Völlurinn er með gervi- grasi, 18 x 33 metrar að stærð og með afar góðri lýsingu. Við afhendingu vallarins voru frá KSÍ mættir þeir Eyjólfur Sverr- isson, Birkir Sveinsson og Kristinn Jóhannsson. Var klippt á borða sem merktur var stuðningsaðilum KSÍ. Viðstaddir voru einnig for- ystumenn ungmennafélagsins Leiknis og sveitarstjóri Aust- urbyggðar, sem klippti á borðann. Fulltrúar KSÍ afhentu skólanum bolta að gjöf og gjafabréf til Leikn- is. Leiknismenn gáfu sveitarfé- laginu blómvönd sem þakklætisvott fyrir þess þátt í framkvæmdinni. Ekki hefur reynst mögulegt að brúka völlinn nýja, þar sem hann er harðfrosinn og snjóugur, þar sem enginn er hitinn undir honum. Þess verður þó sjálfsagt ekki langt að bíða að ungir og eldri Fáskrúðsfirð- ingar geti spyrnt í knetti sína á æf- ingavellinum nýja. Morgunblaðið/Albert Kemp Gaf krökkunum eiginhandaráritanir Eyjólfur Sverrisson, Elísabet Gunn- arsdóttir, Matthías Sverrisson og Kristófer Viðarsson. Fáskrúðsfirðingar tvíefldir í sparkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.