Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Classic Rock Ármúla 5 - hjá gamla Hollywood s. 568-3590 Idol-keppnin á breiðtjaldi og boltinn í beinni. Föstud. 3. des. & Laugard. 4. des. FRÍTT INN Grímsbæ & Ármúla 15 Stærðir 36 - 50 Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur Þú færð skóna hjá okkur HELGIN Þegar dagatalið segir að kominn sénóvembermánuður fara mæðgurnarað viða að sér alls konar efni í fínujólakortin, sem þær útbúa saman fyrir flest jól. Þemað í kortunum er auðvitað mismunandi frá ári til árs, en hlutverk heim- ilisföðurins við kortagerðina felst í því að semja vísur, sem fá að fylgja kortunum til vina og kunningja. Ein vísa er samin fyrir hver jól og er þá efnið að venju sótt í jólahátíðina sjálfa. Þessi skemmtilega hefð verður líklega ekki lögð á hilluna í bili því viðtakendur kortana eru nú farnir að gera ráð fyrir að vísa fylgi jóla- kveðjum fjölskyldunnar. „Við sendum um það bil áttatíu kort fyrir  JÓL | Pabbinn semur vísur og mæðgurnar klippa, skreyta, líma og skrifa Fjölskyldan föndrar saman jólakortin Morgunblaðið/Golli Föndurmæðgurnar: Sólrún Indriðadóttir ásamt dætrum sínum, Lóu og Írisi, við kortagerðina á meðan Sunna æfir jólalögin á píanóið. Kennarinn er lykilpersóna í ölluskólastarfi. Þess vegna ermikilvægt að beina sjónum að því hvernig hægt er að fá kenn- arann til að nýta hæfileika sína sem best svo að hann geti blómstrað í starfi,“ segir Laufey Ólafsdóttir, ráð- gjafi í tónlistarfræðslu, sem ásamt Brynju Árnadóttur, Kolbrúnu Hjör- leifsdóttur og Snorra Traustasyni, mun kynna niðurstöður úr könnun, sem hópurinn vann vegna náms í „Stjórnun og forystu í skóla- umhverfi“ á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Verkefni þeirra ber yfirskriftina: „Persónuleg færni kennarans.“ „Við beinum sjónum okkar að per- sónulegri færni kennarans, ekki hvað síst þeim þáttum, sem lúta að fram- komu og samskiptum í skólastofunni. Við skoðuðum hvernig kennarinn birtist nemendum sínum og hvaða áhrif nærvera hans hefur umfram það sem lesa má í skólanámskrá og kennsluáætlunum.“ Mörg kerfi reyna að hafa áhrif á þróun kennsluaðferða frá utanverðu og inn í kjarna manneskjunnar, en skjótvirkasta leiðin er að vinna að innanverðu og út. Heilbrigði mann- eskjunnar kemur ekki frá breyt- ingum í stofnunum okkar heldur eftir endurbætur í hjörtum okkar,“ segja þau. Góður kennari er skemmtilegur „Miklu skiptir að huga vel að per- sónulegri færni kennara því kennari með mikla persónulega færni er lík- legur til að blómstra í starfi og skila m.a. útgeislun og öryggi í starfi auk lifandi kennslu, dýpri skilnings og meiri árangurs,“ bæta þau við. Könnun var framkvæmd meðal 148 10. bekkinga í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og í Grunnskóla Mýr- dalshrepps þar sem spurt var hvernig góður kennari ætti að vera. Flestir, eða 16% úrtaksins, svöruðu því til að góður kennari væri skemmtilegur. 10% nemendanna töldu að góður kennari ætti að vera strangur við þá sem við ætti. 8% sögðu að góður kennari útskýrði vel og 4% nemenda nefndu bæði hjálpsemi og skilnings- ríki. 3% nemenda nefndu að góður kennari virti nemendur, væri fynd- inn, hlustaði á hvað nemendur hefðu að segja og setti ekki fyrir of mikla heimavinnu svo dæmi séu tekin. Á opnu málþingi í dag hjá Endur- menntun Háskóla Íslands verða sex verkefni kynnt, sem eru auk verkefn- isins um persónulega færni kenn- arans: Hvers vegna frammistöðu- mat? Ávísanakerfi í skólum – leið til skólaþróunar! Stefnumótun fyrir skóla. Heilbrigður lífsstíll - betra líf – forvarnardagur í framhaldsskóla! Kulnun í starfi kennarans. Hér er um að ræða fyrsta nem- endahópinn, sem lýkur námi í Stjórn- un og forystu í skólaumhverfi sem er tveggja missera nám samhliða starfi. Kennarar eru sérfræðingar frá IMG Deloitte, Háskóla Íslands og víðar. Námið er ætlað stjórnendum og milli- stjórnendum í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum. Mark- miðið með náminu er að efla skóla- stjórnendur, m.a. á sviði leiðtoga- færni og mannauðsstjórnunar, fjármála- og rekstrarstjórnunar. Stefnt er að því að næsti hópur hefji nám í janúar nk. og verður tekið á móti umsóknum til 7. desember hjá Endurmenntun HÍ.  MENNTUN | Stjórnun og forysta í skólaumhverfi Kennarinn er lykilpersóna TENGLAR ..................................................... www.endurmenntun.hi.is/nam Opið málþing verður haldið í dag, föstudag, frá kl. 8.30 til 12.30 í húsnæði Endurmennt- unar Háskóla Íslands við Dun- haga 7. Þar munu 25 nem- endur á síðara misseri í náminu „Stjórnun og forysta í skóla- umhverfi“ kynna hópverkefni, sem þeir hafa unnið að. Þar sem nýjasti kveð- skapur Jóns Sigmars lá ekki á lausu að þessu sinni, birtast hér þrjár eldri vísur eftir hann. Jólin 2003: Karlar setja upp bind- isskart, konur fara í kjóla. Allir glaðir, allt svo bjart, á aðfangadag jóla. Jólin 2000: Hátíð allra heims um völl, hækka fer nú sólin. Kæru vinir, kætumst öll, komin eru jólin. Jólin 1999: Ljósin loga um borg og bý, leyst er sultarólin. Klukkum öllum klingir í, komin eru jólin. jólin svo að það fara nokkur kvöld í þetta fönd- ur okkar, en staðreyndin er sú að okkur finnst afskaplega skemmtilegt og jólalegt að nostra svona við þetta saman,“ sagði Sólrún Indr- iðadóttir í samtali við blaðamann Daglegs lífs sem kíkti inn hjá fjölskyldunni í vikunni þegar kortagerðin stóð sem hæst. Húsbóndinn Jón Sigmar Jónsson var búinn að semja prýðisvísu fyrir komandi jól, en hún var hreint ekki til sýnis fyrir hvern sem var. Það myndi eyðileggja alla stemmningu hjá vin- um og fjölskyldumeðlimum, sem kortin eru ætluð. Sólrún, sem hefur einstaklega fallega og netta rithönd, handskrifar vísurnar á kortin en dæturnar þrjár, þær Lóa sem er tvítug og stundar sálfræðinám við HÍ, Sunna 15 ára og Íris 13 ára, nemendur í Hval- eyrarskóla, nota hug- myndaflugið og skreyta eftir kúnstarinnar reglum. Helstu áhöldin við þessa iðju eru pappírsarkir, lím, skrautlegir límborðar, efnisbútar og myndir. „Okkur finnst voða gaman að föndra saman og grípum oft í það. Ég gæti ekki hugsað mér að afleggja þennan sið og taka upp á því að senda jólakveðjur í tölvunni, eins og sumir eru nú farnir að gera. Við höfum líka verið að búa til ýmislegt annað, til dæmis jólakúlur á jólatréð og servíettuhringi úr grænlenskum perlusaumi. Og svo bökum við alltaf mikið saman, sér í lagi fyrir jólin. Laufabrauðsgerðin finnst okkur vera ómissandi þáttur í jólaundirbún- ingnum, en við þá iðju hjálpast auðvit- að allir að. Það er ákveðin stemmning yfir laufabrauðinu,“ segir Sólrún, sem ólst upp við laufabrauðsgerð norður á Raufarhöfn, en þaðan fluttist hún fyrir þremur árum ásamt fjölskyldu sinni og settist að í Hafnarfirði. Nostrað er við sér- hvert jólakort, sem frá fjölskyldunni fer. Jólakúlur á jólatréð úr græn- lenskum perlusaum. Servíettuhringir úr grænlenskum perlusaum. join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.