Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. eignasköttum í stefnuskrá Framsóknarflokkurinn endurgreiðsla LÍN yrði en samkomulag hefur ná stjórnarflokkanna um slí un. Sjálfstæðisflokkurinn gerðar yrðu breytingar fjárskatti, en breyting gerðar á honum í fyrra. Tekjuskattsfrumvarp stjórnarinnar gerir rá lækkun á vaxtabótum. Þ þeir sem fá vaxtabætur þeim vaxtabótum sem þe fengið á árinu 2005 vegn gjalda yfirstandandi á lækka vaxtagjöld vegna ings á vaxtabótum úr 5, og kemur þessi breyting kvæmda á árinu 2006. ríkissjóðs lækka vegna breytinga um 300 mil árinu 2005. Ekkert var um þessa breytingu í kos orðum flokkana fyrir kosn Bæði Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn lögðu til lækkun á tekjuskatti um 4 pró- sentustig, en þetta er megininn- tak skattatillagna stjórnarflokk- anna. Tillögurnar kveða á um heldur meiri hækkun á skattleys- ismörkum en flokkarnir höfðu gefið fyrirheit um fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að beita sér fyrir því að lægra skatt- þrepið í virðisaukaskatti yrði lækkað úr 14% í 7%, en Fram- sóknarflokkurinn lofaði ekki al- mennum breytingum á virðis- aukaskatti. Stjórnarflokkarnir hafa ekki tekið ákvarðanir um lækkun virðisaukaskatts, en nefnd á vegum þeirra er að skoða það mál. Báðir flokkarnir lofuðu veru- legri hækkun á barnabótum, en tillögur ríkisstjórnarinnar fela einmitt í sér slíka hækkun. Sjálf- stæðisflokkurinn lofaði að afnema eignaskatta, en Framsóknarflokk- urinn var ekki með breytingar á Stjórnarflokkarnir lofuðufyrir síðustu kosningarað lækka verulega skattaá kjörtímabilinu. Sjálf- stæðisflokkurinn mat kostnað við sínar tillögur á 27 milljarða, en Framsóknarflokkurinn taldi að sínar tillögur myndu kosta 16 milljarða. Heildaráhrif tillagna ríkisstjórnarinnar á afkomu rík- issjóðs eru metin til rúmlega 22 milljarða króna að teknu tilliti til veltuáhrifa. Rétt fyrir alþingiskosningarnar vorið 2003 birti Morgunblaðið kort þar sem farið var ofan í skattatillögur stjórnmálaflokk- anna. Fram kom heildarkostnaður við tillögurnar hjá öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni sem reiknaði ekki kostnað við sínar til- lögur. Þetta kort er nú endurbirt að viðbættum dálki sem sýnir skattatillögur ríkisstjórnarinnar sem nú eru til umræðu á Alþingi. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Meginatriði loforðanna efnd í frumvarpinu Fulltrúi fræðsluyfirvalda í Malaví í Afr-íku og tveir skólastjórar við grunn-skóla þar í landi, eru staddir hér álandi um þessar mundir á vegum Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ, til að kynna sér skólastarf og menntamál á Íslandi. Þróunarsamvinnustofnunin hefur frá árinu 1995 aðstoðað við fjármögnun á uppbyggingu grunn- skóla í Malaví, m.a. við Namazizi-skóla í Chi- rombo-þorpi en þar hafa á undanförnum árum verið byggðar ellefu skólastofur, stjórnuna- rálma, bókasafn og fjögur kennarahús, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur ÞSSÍ einnig fjármagnað uppbyggingu grunnskóla í Msaka-þorpi við Apaflóa, og enn fremur hefur stofnunin fjár- magnað framkvæmdir í fjórum öðrum skólum á Apaflóasvæðinu. 90–100 nemendur í bekk Jali gegnir starfi fræðslustjóra í Malaví og Gumbala er skólastjóri við Namazizi-skólann, en þeir heimsóttu skóla Ísaks Jónssonar í gær- morgun og heilsuðu upp á nemendur og kenn- ara og tók blaðamaður þá tali við það tækifæri. Namizizi-grunnskólinn, sem Gumbala stýrir, var stofnaður árið 1994. Fyrst lásu börnin undir trjánum þar sem engin skólabygging var fyrr hendi, að hans sögn. Síðustu ár hefur uppbygg- ing skólans staðið yfir og nú eru 11 kennslu- stofur í nokkrum skólabyggingum. Rúmlega 900 nemendur stunda nám við skólann á aldr- inum 6–18 ára og eru um 90–100 nemendur í bekk. Kennarar við skólann eru 12 talsins. „Eins og stað er núna þá höfum við nóg af kennslustofum. Vandamálið er að útvega kennslugögn,“ segir Gumbala. „Við reynum að hafa börnin í hópum, kannski tíu börn með eina bók og það er sama vandamál með skriffæri,“ bætir hann við. Sum barnanna lesi á meðan önnur skrifi, í sumum tilvikum hafi foreldrum tekist að útvega börnum sínum penna eða blýant en það er ekki nóg handa öllum þótt fræðsluyfirvöld reyni allt hvað þau geta. „Í mínum skóla náum við að útvega öllum nem- endum borð og stól til að sitja á,“ segir Gum- bala og það er á honum að skilja að það sé hreint ekki sjálfgefið, jafnvel þótt skólahús- næðið sé fyrir hendi. Jali er fræðslustjóri við Apaflóa í Malaví og yfirmaður Gumbala. Hann ber ábyrgð á fræðslumálum á svæði þar sem búa rúmlega 600 þúsund manns, þar af um 140 þúsund nem- endur sem sækja 238 skóla. Margt hefur áunn- ist undanfarinn áratug, að hans sögn, t.d. fyrir tilstilli erlendrar aðstoðar á borð við þá sem ÞSSÍ hefur veitt. Þó er ástandið í mennta- málum ennþá mjög slæmt, og á sumum svæð- um gengur meirihluti barnanna t.d. ekki í skóla. Ókeypis menntun frá 1994 „Síðastliðinn áratug höfum við staðið frammi fyrir svo mörgum vandamálum,“ segir hann. Grundvallarbreyting hafi orðið þegar ríkis- stjórn landsins ákvað fyrir tíu árum að mala- vísk börn ættu rétt á ókeypis grunnskóla- menntun, en fram að þeim tíma hafði það ekki verið á færi allra að senda börn sín í skóla. Þrátt fyrir þetta hefur uppbygging skólastarfs gengið hægt, víða er skortur á kennslustofum og kennslugögnum og enn í dag fá mörg malav- ísk börn kennslu undir berum himni, í skugga trjánna. Skólastjórar og fræðslufulltrúi frá Malaví í h Mörg börn fá k undir berum h Jali og Gumbala heimsóttu nemendur í 8-Þ í Ísakssk VANNÝTTUR AUÐUR Ísland er eftirbátur annarra nor-rænna ríkja hvað varðar hlutfallkvenna í stjórnum stærstu fyrir- tækja landsins. Hins vegar eru fleiri konur í framkvæmdastjórnum eða í æðstu stjórnunarstöðum stærstu fyr- irtækjanna en annars staðar á Norð- urlöndum. Þetta er á meðal helztu nið- urstaðna skýrslunnar Nordic 500, sem birt var í Osló í fyrradag. Þar er fjallað um stöðu kynjanna innan 500 helztu fyrirtækja á Norðurlöndum. Fjórtán af tuttugu stærstu fyrirtækjum Ís- lands svöruðu spurningalista aðstand- enda könnunarinnar. Niðurstöðurnar eru því ekki nákvæm endurspeglun á raunveruleikanum, en gefa án efa ágæta vísbendingu um það hvernig málum er háttað í atvinnulífinu. Konur eru 16,5% stjórnarmanna í Nordic 500-fyrirtækjunum. Flestar eru þær í Noregi, eða 21,8%, en fæstar á Íslandi, 11,4%, sem er svipað og í Danmörku. Þegar horft er eingöngu á þau fyrirtæki, sem skráð eru á hluta- bréfamarkað, lítur dæmið enn verr út fyrir Ísland; 4,8% stjórnarmanna í þessum fyrirtækjum hér á landi eru konur, samanborið við tæplega 25% í Noregi. Þetta er út af fyrir sig í sam- ræmi við aðrar kannanir, sem gerðar hafa verið hér á landi og sýna svipaða niðurstöðu. Þannig hefur konum í stjórnum fyrirtækjanna 15, sem mynda úrvalsvísitölu Kauphallarinn- ar, fækkað frá því í fyrra og eru færri en 3% stjórnarmanna. Hin takmörkuðu áhrif kvenna í stjórnunarstöðum í íslenzkum fyrir- tækjum eru að sjálfsögðu vandamál, sem aðkallandi er að fást við. Þau eru hluti af þeim samfélagslega vanda, að áhrif og völd kvenna eru á flestum sviðum mun minni en karla. Það er hægt að stilla baráttunni fyrir jafnrétti karla og kvenna í atvinnulífinu upp sem baráttu um völd og áhrif. En það er ekki síður ástæða til að fjalla um þá stöðu, sem nú er uppi, sem alvarlegt vandamál fyrir velgengni, arðsemi og tiltrú fyrirtækjanna, sem um ræðir. Marit Hoel, framkvæmdastjóri Mið- stöðvar um margbreytileika í atvinnu- lífinu, sem hafði umsjón með Nordic 500-könnuninni, bendir réttilega á það í samtali við Viðskiptablað Morgun- blaðsins í gær að konur á Norðurlönd- um standi körlum jafnfætis hvað varð- ar menntun og atvinnuþátttöku. Þær hafi mikla hæfileika, en árangurinn af nýtingu þeirra sé lélegri en búast megi við. Sama nálgun kemur fram í máli Val Singh, ritstjóra FTSE 100 Female Index í Bretlandi, sem segir í Við- skiptablaðinu í gær að skýrslur á borð við Nordic 500 minni fyrirtækin árlega á að þau séu „ennþá að missa af hæfi- leikum og framlagi kvenna til við- skiptalífsins“. Þetta er kjarni málsins. Það eru eig- inhagsmunir fyrirtækja að jafna hlut- fall kynjanna í stjórnunarstöðum. Ýmsar rannsóknir sýna fram á að það skili árangri í beinhörðum peningum, sem eru það sem flest fyrirtæki eru stofnuð til að búa til. Eivind Reiten, forstjóri Norsk Hydro, er í hópi þeirra fyrirtækjastjórnenda, sem hafa áttað sig á þessu, en hann sagði á blaða- mannafundinum í Osló, þar sem Nord- ic 500-skýrslan var kynnt, að fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja ætti ekki að vera hluti af pólitískri rétthugsun, heldur væri hún nauðsynleg ráðstöfun til að auka hagnað fyrirtækja. Þau þyrftu á starfsmönnum að halda með ólíkan bakgrunn og þekkingu. Það er áhugavert að velta fyrir sér ástæðunum fyrir því að íslenzk stór- fyrirtæki standa betur hvað varðar hlutfall kvenna í hópi æðstu stjórn- enda en hlut þeirra í stjórn fyrirtæk- isins. Getur það verið vegna þess að aukin fagmennska ríki nú við ráðningu lykilstjórnenda, þar sem fyrst og fremst sé horft á menntun, reynslu og hæfileika, en að við ákvarðanir um stjórnarsetu sé það hið „sterka en einsleita tengslanet“ karla, sem ræður, svo notuð séu orð Valgerðar Sverris- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær? Valgerður segist ætla að funda með forystumönnum og -konum í íslenzku viðskiptalífi á næstunni og reyna að stuðla að því að konum í stjórnum fyr- irtækja fjölgi á aðalfundum fyrirtækja á fyrri hluta næsta árs. Þar fetar hún í fótspor brezkrar starfssystur sinnar, Patriciu Hewitt, sem hefur viljað beita svipuðum aðferðum, fremur en að hóta lagasetningu eins og gert hefur verið í Noregi og Svíþjóð. Eins og Morgun- blaðið hefur áður bent á má gera ráð fyrir að í aðalfundahrinunni eftir ára- mót fjölgi konum í stjórn, þótt ekki væri nema vegna ákvæða væntanlegra reglna Kauphallarinnar um óháða stjórnarmenn. Vegna þess að margar hæfar konur standa utan karlaklíkn- anna, sem viðskiptaráðherra kallar „tengslanet“, ættu þær að vera gott efni í óháða stjórnarmenn. En auðvitað ætti hvorki að þurfa at- beina stjórnmálamanna, leiðbeiningar eða reglur Kauphallar né lög til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og í stjórnunarstöðum. Það er í eigin þágu fyrirtækjanna að það gerist. ÁRANGURSRÍK AUÐUR Verkefnið Auður í krafti kvenna,sem Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins og Íslandsbanki stóðu að ásamt Morgunblaðinu, Deloitte og Háskól- anum í Reykjavík, hafði að markmiði að nýta enn betur þann auð, sem byggi í konum, með því að auka þátttöku þeirra í atvinnusköpun og stuðla þann- ig að auknum hagvexti. Þegar verk- efninu var hleypt af stokkunum á sín- um tíma kom fram að 18% íslenzkra fyrirtækja væru í eigu kvenna, sam- anborið við 25–38% í löndum, sem Ís- land bæri sig saman við. Á vegum verkefnisins var stofnað 51 fyrirtæki og samkvæmt úttekt Við- skiptablaðs Morgunblaðsins í gær eru a.m.k. 22 þeirra enn starfandi. Það er góður árangur að sögn Rögnvaldar Sæmundssonar, lektors í frumkvöðla- fræðum við Háskólann í Reykjavík, þar sem yfirleitt má gera ráð fyrir að 60% nýsköpunarfyrirtækja slíti ekki barnsskónum. Sum þessara fyrir- tækja hafa náð athyglisverðum ár- angri, eins og viðtöl við eigendur fjög- urra þeirra í blaðinu í gær bera vott um. Góður árangur Auðar-verkefnisins sýnir svo ekki verður um villzt að í konum býr nýsköpunarkraftur, sem er íslenzku atvinnulífi mikilvægur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.