Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORÐÓÐA dúkkan Chucky snýr
aftur í Seed of Chucky, fimmtu
myndinni í þessari vinsælu hryll-
ingsmyndaröð. Í síðustu myndinni,
Bride of Chucky, eignuðust Chucky
og morðóð brúður hans að nafni Tiff-
any barn en síðan eru liðin sex ár.
Barið ólst upp í búri, sem hluti af
þungarokksbúktalarasýningu í Eng-
landi. Nú er barnið orðið nógu stórt
til að flýja til Los Angeles og end-
urvekja mömmu og pabba en
„dúkkulík“ þeirra eru notuð í kvik-
mynd, byggðri á morðæðum þeirra.
Jennifer Tilly ljær Tiffany rödd
sína og leikur auk þess í myndinni
léttúðuga leikkonu, sem er gjörn á
að koma sér í vandræði.
Barn Chucky (kyn þess kemur
aldrei í ljós) er skelfingu lostið útaf
morðeðli foreldranna og reynir með
hjálp 12 spora bókar að hjálpa þeim
að losna við morðfíknina. Það reyn-
ist erfitt þegar svona mörg „verðug
skotmörk“ eru til staðar, m.a. John
Waters í hlutverki ómerkilegs ljós-
myndara. Myndin er ekki fyrir við-
kvæma og sést nóg af afhausunum,
aflimunum, bráðnandi holdi og fleiri
huggulegum atburðum.
Jennifer Tilly kemur mikið við sögu
í myndinni.
Frumsýning | Seed of Chucky
Morðóðar dúkkur
ERLENDIR DÓMAR
Roger Ebert Metacritic.com 44/100
Hollywood Reporter 50/100
New York Times 50/100
Variety 40/100 (metacritic)
NÝ ÍSLENSK heimildarmynd í
fullri lengd, Íslenska sveitin, verður
frumsýnd í Háskólabíói í kvöld.
Myndin fjallar samt ekki um ís-
lenska sveitasælu heldur um ís-
lensku friðargæsluna í Afganistan
og standa fyrirtækin Tindra og Orð-
spor að gerð myndarinnar. „Myndin
fjallar um daglegt líf íslensku her-
mannanna, sem hafa verið við störf á
Kabúl-flugvellinum í Afganistan og
eru hluti af fjölþjóðaher NATO í
friðargæsluverkefni þar í landi,“
segir Kristinn Hrafnsson, framleið-
andi myndarinnar og höfundur
hennar ásamt Friðriki Guðmunds-
syni, sem gegnir hlutverki leikstjóra
og kvikmyndatökumanns.
Ekki er víst að allir hafi leitt að
því hugann að í Afganistan séu ís-
lenskir hermenn en Kristinn segir
engan vafa leika á því. „Þetta eru
hermenn, það hefur komið fram í ut-
andagskrárumræðu á þingi að þeir
hafi réttarstöðu hermanna. Þeir
bera vopn, hafa hlotið vopnaþjálfun
og eru með titla. Það leikur enginn
vafi á því að þarna eru hermenn þótt
þeir séu í friðargæslustörfum.“
Nýr veruleiki mátaður
Fannst ykkur að almenning vant-
aði upplýsingar um þetta mál? „Það
hefur lítið verið fjallað um þetta
starf þarna niðurfrá og eðlisbreyt-
inguna sem verður á störfum frið-
argæsluliða þegar Íslendingar taka
við þessu verkefni í Afganistan,
rekstri Kabúl-flugvallar. Þá hefur
lítið verið fjallað um hvað þetta felur
í sér og það sem við erum að gera er
að máta þennan veruleika, sem land-
ar okkar eru í, við ríkjandi sjálfs-
mynd þjóðarinnar eins og hún birtist
til dæmis í ljóði Huldu, Hver á sér
fegra föðurland: Hver á sér meðal
þjóða þjóð / er þekkir hvorki sverð
né blóð / en lifir sæl við ást og óð / og
auð sem friðsæld gaf?
Er Ísland ekki lengur friðsæl,
vopnlaus þjóð? „Við erum komin á
átakasvæði með vopnaða hermenn.
Hvernig sem menn meta það, nauð-
syn þess eður ei, er nauðsynlegt að
varpa upp þessari mynd og vita
hvernig fólki líkar að sjá hermenn í
íslenskum einkennisfatnaði, með ís-
lenska fánann á eyðimerkurbúningi í
skotheldu vesti að skjóta af vél-
byssum eins og kemur fram í mynd-
inni,“ segir Kristinn.
„Í myndinni felst í sjálfu sér eng-
inn dómur. Þetta er ekki fréttaskýr-
ingamynd eða mynd að hætti Mich-
aels Moore. Það er enginn þulartexti
í þessari mynd. Þarna tala hermenn-
irnir opinskátt um sinn hlut og sína
stöðu.“
Íslenska sveitin er 80 mínútur að
lengd og voru farnar tvær tökuferðir
út til Afganistans. „Friðrik Guð-
mundsson byrjaði þetta verk í júní
og var í þrjár vikur í Afganistan. Ég
kem að þessu verki að móta fram-
haldið og fór í aðra tökuferð með
Friðriki til Kabúl í ágúst og við
dvöldum þar í rúman hálfan mánuð,“
segir Kristinn og bætir við að mynd-
in hafi verið unnin hratt.
Barði með tónlistina
Hann segir tónlist skipta miklu
máli í myndinni. „Sá sem sér um
hljóðrásina í myndinni er Barði Jó-
hannsson úr Bang Gang. Við notum
líka gömul íslensk lög í myndinni
eins og „Vegir liggja til allra átta“.
En það sem vegur þyngst og setur
mikinn blæ á myndina er þessi hljóð-
rás hans Barða.“
Kristinn vonast til að myndin
kveiki umræðu. „Þessi mynd er ekki
að fella neina dóma, hún segir engan
stóran sannleik en verður vonandi
kveikjan að umræðu um þetta á öðr-
um nótum en verið hefur. Það hefur
engin umræða verið nema í
tengslum við sjálfsmorðssprengju-
árásina,“ segir hann og bætir við:
„Þetta er mynd sem engum á að leið-
ast yfir.“
Frá tökum í Afganistan í júní.
Frumsýning | Heimildarmyndin
Íslenska sveitin
Þekkir hvorki
sverð né blóð?
Hvernig líkar fólki að sjá hermann
merktan íslenska fánanum með
byssu í hendi?
ingarun@mbl.is
Myndin fjallar um daglegt líf íslensku hermannanna, sem hafa verið við
störf á Kabúl-flugvellinum í Afganistan.