Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
80%landsmanna
telja sig geta lært af
Morgunblaðinu❉
❉ Mjög og frekar sammála
Gallup mars 2004
Morgunblaðið 80%
Sjónvarpið 78%
mbl.is 61%
Rás 1 63%
Fréttablaðið 63%
Gestgjafinn 60%
Hús og híbýli 52%
Stöð 2 52%
m - tímarit 48%
„Ég get lært af
Morgunblaðinu“
Fjórir heimsfrægir stórsöngv-arar eru á leið landsins ánæsta ári og halda hér tón-
leika.
Það er af sem áður var, að fólk
átti ekki annars úrkosti en að fara
til útlanda til að eiga möguleika á
að heyra í stjörnum af þessari
stærðargráðu, ellegar þreyja þorr-
ann í tvö ár milli Listahátíða í
Reykjavík í von um eina væna
söngtónleika með viðlíka stjörnu.
José Carreras, Plácido Domingo,
Kiri te Kanawa
og Anne Sofie
von Otter til-
heyra öll stór-
skotaliðinu,
sem dáðast er í óperusöng um allan
heim. Þrjú þau fyrrnefndu eru
eldri, og svo löngu búin að sigra
hjörtu söngelskra, að þau standa að
mörgu leyti betur að vígi. Á hinn
bóginn mætti ef til vill ætla að þau
þrjú eigi það mörg ár á toppnum að
baki að hér eftir liggi leiðin vart
nema niður á við. Þó er það auðvit-
að engan veginn einhlítt. Bæði José
Carreras og Kiri te Kanawa sýndu
það hér að í þeim er enn mikill
kraftur og sennilega eldist túlk-
unarhæfileikinn seint af sönnum
listamönnum.
Nöfn þessa fólks eru svo þekkt
og svo rækilega skráð í velgengn-
ibók sönglistarinnar – að verð-
leikum að það er í sjálfu sér verð-
ugt að heyra í því fyrir það eitt.
Hvaða söngunnandi í nútímanum
hefði ekki viljað hafa heyrt – og séð
Amelitu Galli-Curci á sviði – eða þó
ekki væri lengra aftur en að sjá og
heyra Mariu Callas og Tito Gobbi í
Toscu. Carreras, Domingo og Kan-
awa eru öll söngvarar af slíkri
stærðargráðu – goðsagnir í lifanda
lífi.
Öðru máli gegnir um Önnu Sofiuvon Otter. Hún er að sönnu
stórstjarna en hefur ekki náð þeirri
gulltryggingu í söngsögunni sem
þau hin þrjú hafa. En það eru
ástæður fyrir því. Anne Sofie von
Otter, þessi töfrandi sænska
mezzósóprandrottning, er talsvert
yngri en ofangreind þrenning og
þrátt fyrir gríðarlega velgengni og
miklar vinsældir er hún enn ekki
komin á toppinn að því er best
verður séð, í það minnsta virðist
hún enn vera á uppleið. Meðan hin
þrjú baða sig í frægðarljóma unn-
inna sigra er Anne Sofie von Otter
enn á akrinum og sópar að sér
verðlaunum og viðurkenningum af
öllu tagi. Á þessu ári hlaut hún til
dæmis Grammy-verðlaunin sem
söngvari ársins og plöturnar henn-
ar, sem komnar eru á sjöunda tug-
inn, hafa margar hverjar vermt
toppsæti vinsældalistanna í klass-
ískri tónlist. Að fá þessa söngkonu
hingað, þegar hún er á nákvæm-
lega þessum stað á ferli sínum – í
toppformi, er stórkostlegt.
Ég minntist þess í spjalli mínuvið Kiri te Kanawa hér í
blaðinu þegar hún hélt hér tónleika
í hittiðfyrra hversu gagntekin ég
varð þegar ég heyrði hana syngja
Dove sono … , aríu greifafrúar-
innar í Brúðkaupi Fígarós eftir
Mozart á gömlum diski frá
Deutsche Grammophon. Nú vill svo
til, að einmitt á þeirri plötu er Anne
Sofie von Otter í hlutverki unga
piltsins Cherubinos. Það er alveg
víst að platan verður spiluð grimmt
í vetur til að næra tilhlökkunina
eftir því að heyra í þessum frábæru
söngkonum hér á næsta ári.
Anne Sofie er örugglega önnurtveggja bestu mezzósóprana
okkar samtíma – hin er Cecilia
Bartoli. Á hæla þeirra koma marg-
ar góðar sem vafalítið eiga eftir að
láta mjög að sér kveða, eins og hin
búlgarska Vesselina Kasarova. Það
yrði örugglega engu minni vin-
sældahvellur ef þessum þremur
yrði teflt saman, eins og gert var
með tenórana þrjá á sínum tíma.
Enn ber þó Anne Sofie von Otter
höfuð og herðar yfir aðrar fyrir
það hversu fjölhæf söngkona hún
er. Hennar stóri vansi er að hafa
lítið lagt sig eftir ítalska faginu í
óperunni – Verdi, Bellini, Doni-
zetti, en kannski skiljanlegt þar
sem þar eru fá bitastæð hlutverk
fyrir mezzósóprana fyrir utan óp-
erur Rossinis. Það má þó eiginlega
segja að allt annað hafi hún sungið,
óperur allt frá barrokki til nú-
tímans, með stórum sigrum í öllum
tímabilum tónlistarsögunnar. Ólíkt
mörgum öðrum óperusöngvurum
hefur hún lagt sig sérstaklega eftir
því að syngja ljóðatónlist og það
gerir hún betur en flestir. Það er
eiginlega sama hvar borið er niður
í þeirri grein sönglistarinnar; Anne
Sofie von Otter er stórkostlegur
ljóðatúlkandi. Platan hennar með
lögum eftir Grieg er frábær en að
mínu mati er albesta platan sem ég
hef heyrt með henni, Vingar i natt-
en, eða Wings in the Night þar sem
hún syngur sönglög eftir landa sína
Hugo Alfvén, Ture Rangström,
Emil Sjögren, Wilhelm Stenhamm-
ar og fleiri. Túlkun hennar er svo
innlifuð og mögnuð að annað eins
heyrist sjaldan. Á báðum þessum
plötum spilar Bengt Forsberg með
henni – sá sami og spilar með henni
hér í vor. Þeirra samstarf hefur
verið einstaklega farsælt. Og ljóða-
kóngana Schubert og Schumann
syngur hún líka öðrum betur.
Eina plötu veit ég um þar semallir fjórir sönggestir okkar á
næsta ári syngja – þó ekki saman.
Það er jólaplata frá Deutsche
Grammophon þar sem þau fjögur
og reyndar nokkrir fleiri syngja sí-
gild jólalög. Þar syngur Anne Sofie
von Otter af sínu einstaka mús-
íkalska næmi Vögguvísu Brahms
sem margir þekkja. Mikið vildi ég
frekar heyra það þó að ekki væri
nema einu sinni nú í desember þótt
ég þyrfti að lifa í músíkþögn til
jóla, frekar en að þurfa að þola all-
an þann jólalagahroða sem vellur
út úr viðtækjunum þessa dagana.
En að þeim kveinstöfum sleppt-
um – það verður ekki annað séð en
næsta ár verði mikið söngár. Og
enn spyr maður sig – orðinn und-
irleitur af margtugginni end-
urtekningunni: Hvað skyldi Tón-
listarhúsinu líða?
Söngárið
framundan
’Mikið vildi ég frekarheyra það, þó ekki væri
nema einu sinni, þótt ég
þyrfti að lifa í mús-
íkþögn til jóla.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.is
Plácido
Domingo
Anne Sofie
von Otter
José
Carreras
Kiri Te
Kanawa
VÍÓLUFÉLAG Íslands hefur nú í
undirbúningi alþjóðlega víólu-
ráðstefnu, sem til stendur að halda
hér á landi dagana 2.–5. júní á
næsta ári, en ráðstefna af þessu
tagi er haldin árlega einhvers
staðar í heiminum. Er ráðgert að
hingað til lands komi fjöldinn allur
af þekktum víóluleikurum frá ýms-
um löndum til að leika á tón-
leikum, halda fyrirlestra og „mast-
erklassa“, þ.e. meistaranámskeið, í
tengslum við ráðstefnuna. Að sögn
Jónínu Auðar Hilmarsdóttur,
víóluleikara og eins skipuleggj-
enda ráðstefnunnar fyrir hönd
Víólufélags Íslands, vinna hún og
fleiri víóluleikarar nú að því hörð-
um höndum að koma ráðstefnunni
á legg. „Það var Svíi sem nefndi
þá hugmynd að hafa ráðstefnuna
hér á landi næsta ár við gamla
kennarann minn, Ingvar Jónasson,
þegar hann var staddur á slíkri
ráðstefnu í Bandaríkjunum. Það
var tekið svo vel í þá hugmynd, að
nú er undirbúningurinn kominn á
fullan skrið,“ segir Jónína.
Frægasti víóluleikari heims
Þeir erlendur víóluleikarar sem
tilkynnt hafa komu sína á ráð-
stefnuna eru ekki af verri end-
anum, því þeirra á meðal er hinn
rússneski Yuri Bashmet, sem
kalla má þekktasta víóluleikara
heims fyrr og síðar að sögn Jón-
ínu. „Ég held að það sé óhætt að
taka svo sterkt til orða,“ segir
hún. „Hann var frumkvöðull í því
að víólan yrði að viðurkenndu
einleikshljóðfæri. Við áttum sam-
starf við Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands um að fá hann hingað, en
hann mun bæði stjórna Sinfóní-
unni og spila einleik með henni á
tónleikum sem haldnir eru í
tengslum við ráðstefnuna.“
Ráðstefnan hefur komið á sam-
starfi við fleiri íslenska aðila, því
Listahátíð í Reykjavík hefur haft
milligöngu um að fá hingað annan
frægan hljóðfæraleikara í víólu-
heiminum, hinn skoska Garth
Knox. Þá mun Norðmaðurinn
Lars Anders Tomter einnig
sækja ráðstefnuna heim, svo fleiri
þekkt nöfn séu nefnd.
Sérpöntuð verk
En íslenskir víóluleikarar fá líka
að láta ljós sitt skína á ráðstefn-
unni. Haldnir verða alíslenskir
tónleikar, þar sem leikin verða
verk þar sem víólan er í forgrunni.
„Þar verða leikin bæði einleiks- og
kammerverk, en aðaláhersla er
lögð á að kynna íslenska víólu-
tónlist,“ segir Jónína. Aðstand-
endur ráðstefnunnar
hafa af þessu tilefni
meðal annars sérpant-
að verk fyrir víólu eftir
tvö íslensk tónskáld,
Hafliða Hallgrímsson
og Daníel Bjarnason,
og mun Þórunn Ósk
Marinósdóttir frum-
flytja verk hins fyrr-
nefnda. „Síðan verða
fyrirlestrar á ráðstefn-
unni, meðal annars um
íslenska tónlist. Hún
gæti því orðið mjög
góð kynning á íslenskri
tónlist og íslenskri
menningu, held ég.“
Íslenskir og erlendir
fiðlusmiðir munu kynna sína vinnu
á ráðstefnunni. Þá fá langt komnir
víólunemendur tækifæri til að
spreyta sig á meistaranámskeiðum
hjá nokkrum þeirra erlendu gesta
sem hingað koma. „Það er verið að
vinna í því að fá stóru nöfnin til að
vera með meistaranámskeið þessa
daga, en ráðstefnan er auðvitað
bara fjórir dagar. Þeir munu
skipta því á milli sín, enda eru þeir
frægir kennarar ekki síður en
hljóðfæraleikarar,“ segir Jónína.
„Að minnsta kosti vonumst við til
að meistaranámskeiðin verði af
mjög háum gæðastaðli, þannig að
allir gæti lært, einnig þeir sem
hlusta.“
Jónína segist telja að það muni
vekja athygli erlendu gestanna
hve öflugt og vandað klassískt tón-
listarlíf á Íslandi sé
og þar muni gefast
tækifæri til að kynna
íslenska tónlist, með-
al annars fyrir milli-
göngu Íslenskrar
tónverkamiðstöðvar
sem kynna mun ís-
lensk tónverk á ráð-
stefnunni. „Síðan
munum við leggja
okkur fram um að
gera ráðstefnuna
sérstaka fyrir þá
sem hingað koma,
meðal annars með
ferðalögum út á land
og tónleikum í Skál-
holti og úti í nátt-
úrunni. Gestirnir eiga að upplifa
eitthvað allt annað en þeir myndu
gera á ráðstefnu í Þýskalandi,“
segir hún að síðustu.
Gæðir verkin lífi
Víólan, öðru nafni lágfiðla, er
næstminnsta hljóðfærið í strengja-
hljóðfærafjölskyldunni, aðeins
stærri en hefðbundin fiðla. Hefur
bandaríski víóluleikarinn Craig
Mumm, sem leikur með hljómsveit
Metropolitan-óperunnar, orðað
það svo að víólan sé eins og laukur
– sjaldan uppistaðan í réttinum, en
gæði hvern rétt lífi!
Tónlist | Víólufélag Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu
Yuri Bashmet meðal gesta
Rússneski víólusnillingurinn Yuri Bashmet er meðal þeirra sem koma fram
á alþjóðlegri víóluráðstefnu sem fram fer hérlendis á næsta ári.
Jónína Auður
Hilmarsdóttir
www.congress.is/viola2005
ingamaria@mbl.is