Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðlaug Sveins-dóttir fæddist í Reykjavík 1. júní 1952. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík sunnu- daginn 28. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sveinn Finnsson lög- fræðingur frá Hvilft í Önundarfirði, f. 23. nóvember 1920, d. 7. júní 1993, og Herdís Sigurðardóttir versl- unarkona, f. 14. nóv- ember 1926. Systkini Guðlaugar eru Jóhann, f. 15. mars 1955, kvæntur Guðnýju Hafsteinsdóttur og eiga þau tvö börn, Herdís, f. 2. maí 1956 gift Rolf Hanssyni og eiga þau fjögur börn og Finnur, f. 11. september 1966, kvæntur Þórdísi Hrafn- kelsdóttur og eiga þau tvö börn. Hinn 29. maí 1982 gekk Guð- laug að eiga Benedikt Hauksson verkfræðing, f. í Reykjavík 5. október 1954. Foreldrar hans eru Haukur Benediktsson, fv. framkvæmdastjóri, f. 29. febrúar 1924, og Arndís Þorvaldsdóttir kaupmaður, f. 24. mars 1924, d. 23. janúar 2003. Elsta barn Guð- laugar er Sveinn verkfræðinemi, f. 6. júní 1979, og er faðir hans Viðar Þorsteinsson. Benedikt og Guðlaug eiga saman Hauk hag- fræðistúdent, f. 11. janúar 1983, og Maríu Bryndísi nemanda í grunnskóla, f. 24. ágúst 1989. Guðlaug ólst upp í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands, 1973, og handavinnukenn- araprófi frá Kenn- araháskóla Íslands þar sem hún tók fyr- ir bæði hannyrðir og smíði. Samhliða náminu og nokkur ár á eftir starfaði Guðlaug sem flug- freyja hjá Flugleið- um. Hún kenndi í Áftamýrarskóla og Hólabrekkuskóla en haustið 1983 héldu þau Benedikt til frekara náms og hún lauk 1985 prófi í kerfisfræði frá EDB-skólanum í Álaborg. Hún starfaði hjá VKS 1986–1989. Guðlaug starfaði með manni sín- um á VBH verkfræðistofu til 1997 og hjá hugbúnaðardeild Tæknivals og síðar hjá AX hug- búnaðarhúsi til 2000. Hún vann tæpt ár sjálfstætt við ráðgjöf en lauk starfsævinni við Breiða- holtsskóla, þar sem hún kenndi veturinn 2002–2003. Guðlaug var jafnvíg á prjóna, vefstól, sauma- vél og rennibekk. Auk handa- vinnu voru áhugamál hennar golf, íslensk náttúra og marg- breytilegt mannlíf. Þau Benedikt ferðuðust víða, innanlands og ut- an. Á síðari árum naut hún mjög sælureits fjölskyldunnar á Fróðá á Snæfellsnesi. Útför Guðlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hún var stór manneskja, glæsileg, hlý, einlæg, lífsglöð, skapmikil og stjórnsöm. Guðlaug var mjög fé- lagslynd, jafnréttissinni og vinur vina sinna. Það uppskar hún í vinafjöld sem sýndi sig vel í veikindum hennar. Það var með eindæmum gestkvæmt og varð mér einhvern tíma að orði að hún væri öfundsverð af því. Hún svar- aði að bragði: „Finnst þér það ekki skrýtið og ég svona mikill aumingi og lítið skemmtileg.“ Það var þó ekkert undarlegt því aumingjaskap var sannarlega ekki fyrir að fara, alltaf stutt í brosið og lífsviljinn allsráðandi. Oftast þegar ég sló á þráðinn til henn- ar þótti mér eins og hún væri ekkert veik, því hún hljómaði svo glöð og létt í símann. Það gustaði sannarlega af henni Guðlaugu mágkonu minni og það fór aldrei framhjá neinum ef hún var á staðnum. Síðastliðið sumar var haldið ættarmót í Hvilft í Önundarfirði. Guð- laug hafði svo sannarlega ætlað sér að mæta enda ættrækin mjög og um- hugað að af því yrði. Veikindin stóðu því miður í vegi fyrir því. Stórfjölskyldan; tengdamamma, systkinin og fjölskyldur stormuðu vestur á ættarmót, það lukkaðist ágætlega en Guðlaugar var sárt sakn- að. Einhvern veginn fannst mér við fjölskyldan vera eins og höfuðlaus her því Guðlaug hafði jú alltaf stjórnað okkur af sinni alkunnu röggsemi þótt stundum þætti okkur nóg um. Það var fyrir 27 árum að ég kom inn í þessa fjölskyldu liðlega tvítug að aldri. Á þessum árum var Guðlaug að fljúga, hún var iðin við að kaupa alls konar varning sem fjölskyldan naut góðs af. Hún tók fljótt upp þann sið að halda fjölskyldunni vegleg matarboð og það var ýmislegt sem ég bragðaði í fyrsta skipti heima hjá henni. Mér fannst Guðlaug afar smekkleg kona, mikill heimsborgari og allt sem hún stóð fyrir svo „kúltíverað“. Frá fyrstu tíð reyndist Guðlaug mér vel og við urðum góðar vinkonur. Ég gat ávallt leitað álits hennar á því sem ég var að gera og alltaf treyst því að hún segði hvað henni bjó í brjósti og var það mér mikils virði. Hennar verður sárt saknað. Guðný Hafsteinsdóttir. Lítill fugl flæktist inn í stofu til mín á sunnudaginn. Allar leiðir voru hon- um lokaðar og sá hann því enga aðra leið færa út en að láta húsráðanda góma sig og sleppa sér út í frelsið. Hann hóf sig hratt og örugglega til flugs og var á örskotsstundu horfinn upp í bláan himininn. Þetta sama flug hafði mágkona mín hafið fyrr um dag- inn er hún kvaddi þennan heim eftir erfið veikindi. Guðlaugu kynntist ég fyrir hart- nær þrjátíu árum þegar ég festist í sambandi við Herdísi systur hennar. Eiginleikar hennae voru mér fljótlega ljósir. Hún var ákveðin, dugleg og smart (enda flugfreyja þá). Henni var ýmislegt til lista lagt. Hún lék sér að því að sauma eða prjóna flíkur á óað- finnanlegan hátt. Smíðaði borð og hjónarúm án þess að flís sæist á. Hún hafði gott auga fyrir stíl. Hlutir sem hún eignaðist fóru sjaldnast úr tísku og þannig útsjónarsemi er allt of fáum gefin. Hún var alltaf að dunda sér við eitthvað og nýtti sinn tíma á þann hátt betur en við flest hin sem dormun fyr- ir framan fjölmiðlana. Garðurinn hennar ber dugnaði hennar glöggt vitni, en á fáum árum umbreyttist hann í sælureit sem var bæði augna- yndi og gaf drjúgt í búið af jarðaberj- um og öðru góðgæti. Samgangur fjöl- dskyldna okkar í gegn um árin hafa verið heilmikil og hafa samverustund- irnar verið hinar ljúfustu nema kannski um árið þegar ég gleymdi henni uppi á miðju hálendi. Þá byrsti mín kona sig heldur betur og sagði að ég kynni ekki að vera í samfloti. Í seinni tíð hafa ófáar ferðirnar verið farnar á Fróðá að undirlagi Guðlaug- ar til eflingar enn sterkari fjölskyldu- tengslum. Náttúruskoðun, berjamór, golf og veiði voru styrkingarnar í þeim tengslum. Allt góðar minningar sem við eigum nú í hugskoti okkar þegar við kveðjum góða og atorku- mikla konu. Rolf Hansson. Fyrsti sunnudagur í aðventu var rétt runninn upp þegar Guðlaug, mágkona mín, kvaddi þennan heim eftir langa baráttu við sjúkdóminn ill- víga og eftir stóð hnípin fjölskylda sem skilur ekki hvers vegna hún þurfti að kveðja svona ung og full af lífsvilja. Það var árið 1981 sem Benedikt bróðir minn kynnti okkur fyrir ungri, glaðlegri stúlku sem hann sagðist hafa fundið á fjöllum en í henni fann hann einstaklega góðan félaga sem hafði sömu áhugamál og hann en það var útivist og ferðalög um fjöll og firn- indi. Guðlaug átti þá lítinn tveggja ára snáða, Svenna, sem varð fljótt allra hugljúfi í fjölskyldunni. Þau eignuð- ust síðan Hauk og Maríu Bryndísi. Guðlaug var ákveðin og vissi jafnan hvað hún vildi og nýttust þessir eig- inleikar hennar og kjarkur mjög vel í þessari löngu og hörðu baráttu, hún neitaði alltaf að gefast upp og leitaði allra leiða fram á síðustu stundu. Það er margs að minnast frá langri og góðri vegferð bæði frá hinu hvers- dagslega lífi, svo og á ferðalögum, ekki síst á Fróðá á Snæfellsnesi þar sem fjölskyldur okkar hafa átt ótal góðar stundir í fjölda mörg ár. Það var ánægjulegt að eiga nokkra daga saman á Fróðá í ágúst sl. þar sem Guðlaug naut daganna, gat spilað golf og farið í gönguferðir þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri farinn að taka sinn toll. Mér þykir líka ómetanleg minningin um ferð sem við fórum til London fyrir rúmu ári síðan. Ég sagði henni að ég ætlaði að fara til London til að sjá dóttur mína á sviði. Þá sagði hún „ég ætla með, ég legg mig bara öðru hvoru“. Þetta var lýsandi fyrir kjark hennar í þessari baráttu. Og hún fór með til London og María Bryndís líka og við áttum sannarlega góða daga í þeirri ferð sem ég er þakklát fyrir núna. Henni var margt til lista lagt og var m.a. mikil handa- vinnukona og kenndi handavinnu í mörg ár. Fallegri vinnu hef ég ekki séð en hennar enda óvenju vandvirk og átti hún yfirleitt síðustu og flókn- ustu lykkjurnar í mínum hannyrðum en til hennar leitaði ég jafnan þegar ég var komin í vandræði. Það er því margt sem við Júlíus og börnin okkar þökkum fyrir nú á kveðjustundu og vonum að minningin um allt sem hún gaf af sér hjálpi Benna, börnunum og öðrum ástvinum á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu hennar. Erna Hauksdóttir. Hugurinn ber okkur mörg ár aftur í tímann, við vorum nýgift úti á lífinu í miðbænum. Við hittum þá Benna með stúlkunni sinni sem við höfðum reyndar heyrt af, henni Gullu. Við gengum með þeim um bjarta sumar- nótt suður Tjarnarbakkann, gegnum háskólalóðina og út á Ægisíðu. Þar bjó Gulla með litla drengnum sínum, Svenna. Þau urðu hluti af fjölskyldu okkar eins og við urðum hluti af henn- ar fjölskyldu. Benni og Gulla giftu sig nokkru síðar og fljótlega bættist Haukur í hópinn og síðar María Bryn- dís. Í tæpa tvo áratugi hafa fjölskyld- ur okkar búið í Ártúnsholtinu og stutt verið milli heimilanna. Þau bjuggu sér fallegt heimili, voru samrýnd og hlúðu vel að börnum sín- um, vinum og fjölskyldu. Iðulega sást til þeirra á úttroðnum jeppanum á leið úr bænum með tengdamömmubox á þakinu. Ferðalög, útivera, veiði og golf var þeirra líf og yndi og ekki dró úr þegar þau eignuðust hlut í Fróðá á Snæfellsnesi þar sem dvalið var löngum stundum með fjölskyldu og vinum. Þessi heilbrigði og lífsglaði lífsstíll þroskaði börnin og gerði fjölskylduna sterka og samheldna. Okkur brá illa þegar Gulla greind- ist með krabbamein fyrir nokkrum árum. Hún barðist við meinið eins og hún gekk að öðrum viðfangsefnum, einbeitt og sigurviss. Tvisvar hafði hún betur og aldrei gafst hún upp, en enginn má að sköpum renna og þegar líkaminn gat ekki meira var barátt- unni lokið. Litla fjölskyldan hennar Gullu situr eftir harmi slegin og notar nú styrk- inn og samheldnina sem hún bjó hana út með, til að fást við sorgina og miss- inn. En sorgin er spegilmynd gleðinnar, við grátum vegna skemmtilegu stundanna og góðu minninganna sem og þess sem hefði getað orðið. Við munum hins vegar bjarta brosið, geislandi augun, hláturinn, óþrjótandi sköpunargleðina, lífsþorstann og vin- arþelið. Við söknum sportlegrar og litríkrar konu, sem skilur eftir sig djúp spor. Hún kaus gleðina fram yfir sorgina til síðustu stundar. Þannig viljum við minnast hennar. Megi guð geyma Guðlaugu og styðja þá sem eftir lifa. Ásta Möller, Haukur Þór Hauksson. Eftir öll þessi ár er erfitt fyrir okk- ur hin að horfast í augu við veru- leikann, Guðlaug mágkona mín var hluti af fjölskyldunni og þannig hafði það verið síðan ég var unglingur. Allt- af heilsaði hún mér hressilega á sinn glaðbeitta hátt og í framhaldi af því voru heimsmálin oftar en ekki leyst á skammri stundu. Þannig minnist ég hennar enda var hún hispurslaus og litrík persóna sem gustaði af hvar sem hún fór. Eftir stendur minning um góða mágkonu sem kunni að lifa lífinu, golf, veislur og allar Fróðár- ferðirnar og alltaf með eitthvað á prjónunum. Guðlaug var ekki bara lit- rík persóna í þeirri merkingu, heldur ber umhverfi hennar þess merki að hún kunni að velja liti og nota þá, en heimili hennar og hannyrðir bera vott um listrænt innsæi. Við Jóna og börnin vottum Benna bróður, Svenna, Hauki, Maríu, Her- dísi og fjölskyldu okkar dýpstu sam- úð. Hörður Hauksson. Elsku Guðlaug, frænka mín og vin- kona. Á kveðjustund dansa minningarnar við tímann og tilfinningarnar taka snúninga í takt. Við, systkinadæturn- ar hvor á sínu árinu, saman í afmæl- um, jólaboðum, sumarbústaðnum í Kópavogi, í Skugga eða á ferðalögum. Með foreldrum okkar og systkinum eða öðrum úr stórfjölskyldunni frá Hvilft. Oft glatt á hjalla þar. Fjöl- skyldur okkar saman í Tánusinum á ferðalagi, pabbi við stýrið, mamma við hlið hans með Hjördísi í fanginu, foreldrar þínir í aftursætinu með Herdísi og svo restin í skottinu, alls ellefu manns og farangurinn á toppn- um, ekkert mál, bara ævintýri. Frænknasambandið breyttist í vin- konusamband, við báðar einstæðar mæður sem tókum upp á því að ferðast um óbyggðir. Hornstrandir í sól, þú stjórnaðir því að við tókum grillið með og við grilluðum að lokn- um góðum göngudegi, alla fimm dag- ana sem við gistum í Hornvíkinni. Þú kunnir að njóta lífsins. Þú miklaðir ekki hlutina fyrir þér, alltaf fremst í flokki þá eins og endranær, alltaf sami krafturinn. Það var einhvern veginn aldrei neitt mál hjá þér. Við brutum niður vegginn í íbúðinni minni í Barmahlíðinni. Okkur fannst vanta birtu inn á ganginn og plássið myndi nýtast betur. Strákunum okkar skelltum við inn í herbergi að leika og við tókum sleggjur og lömdum vegg- inn niður. Höfðum smááhyggjur af rafmagnslögnum en reiknuðum bara með að það væri hægt að fá fagmenn til að ganga frá því sem við ekki réð- um við enda gekk það eftir. Hindranir voru til að sigrast á en ekki láta þær stoppa sig. Þannig varstu. Ferðin sem breytti lífi þínu hvað mest var Þórsmerkurferðin okkar um hvítasunnuna 1981. Við ætluðum að sigra Eyjafjallajökul en veðurguðirn- ir voru okkur ekki hliðhollir þannig að við þurftum að snúa við. Það voru fleiri sem þurftu að hverfa frá jökl- inum þennan dag, strákahópur sem við tókum tali. Einn þeirra vék ekki frá hlið þér þetta kvöldið og hefur ekki vikið frá hlið þér síðan, hann Benni. Útivistarkonan, listakonan, hand- verkskonan, glæsikvendið, smekkvísa konan, golfkonan, skíðakonan. Þú varst fjölhæf og notaðir hæfileika þína sjálfri þér og öðrum til gagns og gleði. Fjölskyldukonan sem bar um- hyggju fyrir börnunum sínum þrem- ur og eiginmanni var fyrirferðarmikil. Þú varst mikill vinur vina þinna, enda áttir þú þá marga og góða, það var bara svo skemmtilegt að vera með þér. Mín kæra, þá er komið að kveðju- stund, takk fyrir allt. Megi fjölskylda þín finna styrk í minningunum til að takast á við sorgina. Farðu í friði. Kristjana Fenger. Baráttu Guðlaugar frænku minnar er lokið, þvílíkur kjarkur og æðru- leysi. Uppgjöf var ekki til í hennar huga. Sá sem öllu ræður hefur kallað hana til sín. Margar minningar koma fram er ég lít yfir farinn veg og skoða lífs- göngu okkar. Við frænkurnar vorum jafngamlar í árum og mánuði, dætur tvíburabræðra sem tengdu þræði okkar saman strax í frumbernsku. Fjölskyldur okkar bjuggu í sama húsi um tíma þar sem fjör og glens ein- kenndi æsku okkar. Þá voru farar- tækin heldur færri en nú til dags og börnunum var þá staflað í vagna og kerrur þegar mæður okkar gerðu sér dagamun og fóru dagsferð með hóp- inn t.d. í Laugardalinn. Seinna var vinsælt að fá að sofa hvor hjá annarri, á Ægisíðunni, Háleitisbrautinni, Hvassaleitinu eða uppi í sumarbú- stað. Jólaboðin voru alltaf tilhlökkun- arefni, því þá sameinaðist stórfjöl- skylda feðra okkar sem var nú ekki lítil. Leikir, þrautir, grín og glens og ekki má gleyma jólaböllunum sem Hjálmar föðurbróðir okkar bauð til í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Eftir að við Guðlaug eignuðumst okkar fjölskyldur héldu böndin áfram að styrkjast. Við gerðum það að sið um tíma frænkurnar Guðlaug, Her- dís, Kristjana, Hjördís, Guðrún og ég, ásamt fleirum, að fara með börnin okkar inn í Þórsmörk í svokallaðar frænkuferðir. Þar var margt brallað, brauð bakað, farið í fjallgöngur og vaðið í ám. Þessar ferðir eru ógleym- anlegar og börnin okkar, sem nú eru orðin fullorðin, minnast þeirra í dag. Ekki er annað hægt en að minnast á móttökurnar sem við fjölskyldan fengum er við ásamt vinahjónum okk- ar, Ernu og Ragga, heimsóttum Guð- laugu og Benna til Álaborgar 1984. Rjúkandi kalkúnn beið á borðum og daginn eftir, á sjö ára afmæli Jóhanns sonar okkar, var Guðlaug tilbúin með afmælistertu í tilefni dagsins. Sú mynd sem við fjölskyldan höfum af Guðlaugu er opin, glaðleg, frjó, list- ræn og smekkleg manneskja sem þorði að fara sínar eigin leiðir og ávallt glæsileg og frumleg til fara. Listfeng var hún í höndum og margt fallegt skilur hún eftir sig. Golfíþrótt- in var henni og allri fjölskyldunni hugleikin ásamt því að vera mikil úti- vistarmanneskja og lagði hún mikið upp úr ferðalögum með fjölskyldunni. Eigum við góðar minningar frá sam- eiginlegri Hornstrandaferð. Griða- stað átti fjölskyldan á Fróðá og þar fengum við Balli að njóta gestrisni þeirra Benna ásamt „prufu“golfi fyrir þá sem kunna ekki neitt. Elsku Benni, Svenni, Haukur og María Bryndís, Heddý, systkin og fjölskyldur. Við og börnin okkar, Bryndís, Jóhann og Baldvin Már, biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk svo að sorgin megi verða að bjartri og góðri minningu. Sigríður og Baldvin (Sissý og Balli). Aðventan byrjuð og jólin, hátíð gleði og ljósa að nálgast, en skyndi- lega dimmir að. Fágæt kona á besta aldri er numin brott frá eiginmanni og börnum eftir langa og hetjulega bar- áttu. Spurningin hvers vegna leitar á en henni verður ekki svarað í þessu lífi. Guðlaug var einstök kona búin svo mörgum kostum. Mér fannst hún allt- af vera persónugervingur þess, sem best var talið í norrænum víkingakon- um. Yfir henni var reisnarbragur, glæsileg, ljóshærð og bláeyg og jafn- framt bráðvel gefin, ósérhlífin og sjálfstæð og með afbrigðum traust en bjó jafnframt yfir mikilli hlýju. Hún var hrein og bein í orðum og hafði lítið álit á tæpitungutali. Var því vel hlust- að þegar hún talaði og farið að ráðum hennar enda þau góð. Aldur og fjarlægðir um árabil skildu okkur frændsystkinin að og var það því ekki fyrr en síðustu árin í veikindum hennar, sem ég kynntist henni nánar. Þau kynni fylltu mig að- dáun á henni og hvernig hún brást við GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Með þessari fallegu bæn viljum við senda aðstand- endum Guðlaugar samúðar- kveðjur. Kvennanefnd Golf- klúbbs Reykjavíkur. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.