Morgunblaðið - 11.12.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 338. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
www.postur.is
13.12.
er síðasti öruggi skiladagur
á jólapökkum til Evrópu!
Löng og
litrík bíójól
Sæbjörn Valdimarsson skoðaði
kræsingarnar á bíó-hlaðborðinu | 68
Lesbók | Geómetría sem átrúnaður Jessica Morgan Jólabækurnar
Börn | Átt þú verndarengil? Einn góður… Keðjusagan Ötulir lista-
menn Íþróttir | Ólafur tilnefndur hjá IHF Samningar um Emil á lokastigi
Lesbók, Börn og Íþróttir í dag
NOKKRIR skólar í Reykjavík eru að skoða
þann möguleika að börnin verði send heim
með tómar fernur og plastbox undan mjólk-
urmat og annað það rusl og afganga sem til
falla vegna nestis nemendanna. Í nýjasta
fréttabréfi Grandaskóla til foreldra og for-
ráðamanna nemenda er hugmyndin reifuð
en að sögn Kristjönu M. Kristjánsdóttur
skólastjóra eru fleiri skólar með málið til at-
hugunar.
Leið til sparnaðar
Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg mun
nú um áramótin hætta sorphirðu við stofn-
anir og fyrirtæki borgarinnar. Af því tilefni
mun Grandaskóli hefja flokkun pappírs og
leitast á allan hátt við að hvetja til umhverf-
isvitundar. Ennig eru aðgerðirnar hugsaðar
sem leið til sparnaðar, að sögn Kristjönu.
„Við viljum reyna að hafa það þannig að
krakkarnir fari heim með afganga af nest-
inu sínu,“ segir Kristjana. „Við erum núna
rétt að byrja á því að gera það sem hin
Norðurlöndin og Evrópubúar hafa gert í
mörg ár.“
Hún ítrekar að ekki sé búið að taka
ákvörðun um málið, en í kjölfar þarfagrein-
ingar Fræðslumiðstöðvar og niðurstöðu út-
boðs á sorphirðu skólanna, má hennar
vænta.
Með ruslið
heim úr
skólanum
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ boðar hert eftirlit með
starfsemi lánastofnana vegna aukinna fasteigna-
lána og útlána sem tryggð eru með veði í verð-
bréfum og fela í sér markaðsáhættu.
Í umræðuskjali, sem birt var í gær, segir að ein-
stök lánafyrirtæki megi vænta þess að Fjármálaeft-
irlitið, FME, geri til þeirra auknar eiginfjárkröfur, í
þeim tilvikum sem þróun síðustu mánaða á lána-
markaði leiðir til aukinnar áhættu. Jafnframt verð-
ur krafist ítarlegri upplýsinga um fjármögnun og
greiningu útlána.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri FME, segir byggt
á áhættumatskerfi og álags- eða áfallaprófi við mat
á því hvort tilefni sé til að krefjast hærra eiginfjár-
hlutfalls hjá einstökum fyrirtækjum en þess 8%
lágmarks eiginfjárhlutfalls sem lög kveði á um.
FME mun ársfjórðungslega óska eftir skýrslum
frá fjármálafyrirtækjunum um fastvaxtaáhættu,
útlán með veði í íbúðarhúsnæði og útlán með veði í
hlutabréfum og öðrum verðbréfum.
Ástæða breytinganna er rakin til nýrra fast-
eignalána með lægri vöxtum en hafa áður boðist.
Um leið hafi binditími fastra vaxta lengst og veð-
setningarhlutfall fasteigna, sem settar eru til trygg-
ingar húsnæðislánum, hækkað. Þá hafi gengis-
bundin lán aukist til aðila sem hvorki eiga eignir né
hafa tekjur í erlendri mynt.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist
þeirrar skoðunar að heimilin eigi ekki að taka geng-
isbundin lán. „Tekjur heimilanna eru í íslenskum
krónum og það er langöruggast og eðlilegast að
heimilin taki lán í þeirri mynt miðað við það hvernig
tekjurnar koma inn.“ Hann telur bankana hafa far-
ið óvarlega í þessum efnum.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka
Íslands, segir bankana ekki hafa getað gert annað
en fara í samkeppni við Íbúðalánasjóð eftir að
ákveðið var að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs í
90%. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi sýnt
bönkunum lítinn samstarfsvilja, sem hafi ýtt þeim
út í samkeppni sem hafi sífellt aukist.
„Bankarnir sáu sig nauðbeygða til að bregðast
við, því með hækkun viðmiðunarmarka Íbúðalána-
sjóðs var sjóðurinn að stefna að því að taka af bönk-
unum þann hluta sem þeir þó höfðu á íbúðalána-
markaði,“ segir Sigurjón.
Fjármálaeftirlitið bregst við auknum útlánum og boðar hert eftirlit
Auknar eiginfjárkröfur
Herðir eftirlit 12 Fyrirtæki 16
Bankastjóri Landsbankans: Íbúðalánasjóður ýtti okkur út í samkeppni
LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv-
aði 54 ökumenn sem voru að tala í
farsíma án þess að vera með hand-
frjálsan búnað á einum og hálfum
klukkutíma á Suðurlandsbraut-
inni í gær. Heildarsektin nemur
270 þúsund krónum, en ökumenn
eru sektaðir um 5.000 krónur fyr-
ir að aka og tala í farsíma án þess
að nota viðeigandi búnað.
Jóhann Karl Þórisson, varð-
stjóri í Reykjavík, segir lögregl-
una verða mikið vara við að fólk
sé að keyra og tala í síma á sama
tíma. Margt bendi til að þetta
vandamál sé að aukast. Aðgerða
sé því þörf. Jóhann segir lögregl-
una vilja vekja athygli á þessu lög-
broti og mun hún halda áfram að
taka á því af fullum krafti á næst-
unni. Hann segir það vera ber-
sýnilegt að fólk sem sé að tala í
símann við akstur sé ekki með
fullan huga við það sem það er að
gera í umferðinni.
Á myndinni er lögreglumað-
urinn Þorsteinn Guðjónsson, á B-
vakt lögreglunnar í Reykjavík, að
stöðva einn af 54 ökumönnum sem
óku og töluðu í farsíma án hand-
frjáls búnaðar í átaki lögregl-
unnar í gær.
Ökumenn rukkaðir
um rúma kvartmilljón
Morgunblaðið/Júlíus
DÓMSTÓLL í Mílanó sýknaði í gær Silvio Berlusconi,
forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hafa mútað dóm-
ara fyrir tuttugu árum. Dómstóllinn komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að sök væri fyrnd í öðru mútumáli.
Réttarhöldin stóðu í fjögur og hálft ár og er niðurstað-
an álitin mikill sigur fyrir forsætisráðherrann. Saksókn-
arar höfðu krafist þess að hann yrði dæmdur í átta ára
fangelsi og honum yrði bannað til lífstíðar að gegna op-
inberu embætti.
„Betra er seint en aldrei,“ sagði Berlusconi í skriflegri
yfirlýsingu eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Ég hélt
alltaf ró minni vegna þess að ég vissi að ég hafði ekki gert
neitt af mér.“ Berlusconi hefur alltaf neitað sök og lýst
ákærunum sem pólitískum nornaveiðum vinstrisinnaðra
saksóknara.
Dómstóllinn sýknaði forsætisráðherrann af ákæru um
að hafa mútað dómara til að koma í veg fyrir að ríkisfyr-
irtæki yrði selt keppinaut hans í viðskiptalífinu árið 1985.
Berlusconi var einnig sakaður um að hafa mútað öðr-
um dómara árið 1991 en dómstóllinn komst að þeirri nið-
urstöðu að sök væri fyrnd í því máli. Einn verjendanna,
Gaetano Pecorella, sagði að þeim úrskurði yrði áfrýjað til
að krefjast þess að forsætisráðherrann yrði sýknaður.
Samstarfsmaður Berlusconis, Cesare Previti, fyrrver-
andi varnarmálaráðherra, og dómarinn í málinu frá 1991
hafa verið dæmdir í fangelsi en báðir áfrýjað dómunum.
Berlusconi sýknaður
Mílanó. AP, AFP.
SHIMON Peres, leiðtogi Verka-
mannaflokksins í Ísrael, kvaðst í gær
fagna tilboði Ariels Sharons for-
sætisráðherra um að mynda nýja
ríkisstjórn með Likud-flokknum og
einum eða tveimur öðrum flokkum.
Peres kvaðst styðja þá tillögu
Sharons að mynduð yrði samsteypu-
stjórn til að koma í framkvæmd áætl-
un hans um að leggja niður byggðir
gyðinga á Gaza-svæðinu á næsta ári.
Forystumenn Verkamannaflokks-
ins koma saman í kvöld til að ræða
tilboð Sharons. Búist er við að þeir
krefjist meðal annars þess að Peres,
sem er orðinn 81 árs, verði aðstoð-
arforsætisráðherra, að sögn The
Jerusalem Post.
AP
Shimon Peres vill verða aðstoð-
arforsætisráðherra Ísraels.
Peres fagn-
ar tilboði
Sharons
Jerúsalem. AFP.
LANDAMÆRAVERÐIR í
Litháen sögðust í gær hafa
fundið þriggja kílómetra langa
neðanjarðarleiðslu sem notuð
var til að smygla áfengi inn í
landið frá Hvíta-Rússlandi.
Leiðslan var úr plasti og lögð
yfir á. Þaðan lá hún á tíu sm
dýpi inn í þorp, undir nokkrar
götur og að íbúðarhúsi.
Áfengisverð hækkaði veru-
lega í Litháen þegar landið
gekk í Evrópusambandið og er
helmingi hærra en í Hvíta-
Rússlandi.
Víni smygl-
að í leiðslu
Vilníus. AFP.