Morgunblaðið - 11.12.2004, Side 20

Morgunblaðið - 11.12.2004, Side 20
20 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KENÝSKA umhverfisverndarkonan Wangari Maathai tók í gær við friðarverðlaunum Nóbels við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Ósló. Á myndinni sést hún (í miðið) fagna ásamt börnum sínum, Peter Muta (til vinstri) og Wanjira. Maathai lagði áherslu á það í þakkarávarpi sínu að enginn friður myndi nást fram í veröldinni ef auði jarðar yrði ekki skipt jafnar á milli íbúa henn- ar. En Maathai sagði jafnframt að nýta yrði gjafir jarðar á sjálfbæran hátt. „Aðilar í iðnaði og alþjóðlegar stofnanir verða að átta sig á því að það skiptir meira máli að tryggja réttláta skiptingu efna og auðs í heiminum, sann- girni og umhverfislega ráðvendni, heldur en að há- marka gróða hvað sem það kostar,“ sagði hún. Wangari Maathai er fyrsta afríska konan sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Hún fékk þau fyrir baráttu hennar á sviði umhverfismála og fyrir rétt- indum barna og kvenna. Maathai, sem er 64 ára, stofnaði Græna beltið, hreyfingu sem hefur plantað um það bil þrjátíu milljónum trjáa í Afríku. Hún hefur gegnt embætti aðstoðarumhverfisráðherra Kenýa frá því á síðasta ári. Auk gullmedalíu hlaut hún 10 milljónir norskra króna, jafnvirði um 100 milljóna íslenskra. Reuters Maathai afhent friðarverðlaun Nóbels VLADÍMÍR Pútín Rússlandsfor- seti sagði í gær að Rússar myndu gleðjast gerðust Úkraínumenn að- ilar að Evrópusambandinu (ESB). „Vilji Úkraínumenn ganga í ESB og verði þeim tekið þar fagnandi getur það ekki annað en glatt okk- ur,“ sagði forsetinn eftir fund með Jose Zapatero, forsætisráðherra Spánar, í Moskvu í gær. Pútín bætti við að samband Rússa og Úkraínumana væri ein- stakt. Það ætti við um efnahags- mál, iðnframleiðslu og fleira. Því teldi hann að hugsanleg aðild Úkraínu að ESB myndi koma sér vel fyrir báðar þjóðirnar og þannig hafa jákvæð áhrif á hagkerfi Rúss- lands. Í máli Pútíns kom fram að hann teldi ólíkt að Úkraína bættist í hóp aðildarríkja ESB á næstu tíu árum. Víktor Jústsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, hefur sagt að hann vilji auka tengsl við ESB og að svo kunni að fara að Úkraína óski eftir aðild að sam- bandinu. Jústsjenko verður í fram- boði þegar forsetakosningar verða endurteknar í Úkraínu 26. þessa mánaðar en fullyrt hefur verið að komið hafi verið í veg fyrir sigur hans í kosningunum í nóvember með svikum. Jústsjenko kvaðst í gær sann- færður um að hann færi með sigur af hólmi 26. desember, sagðist bú- ast við að fá 60% greiddra atkvæða. Vladímír Pútín Rússlandsforseti ESB-aðild Úkra- ínu yrði fagnað Moskvu. AFP. BANDARÍSKUR hermaður, sem skaut óvopnaðan og særðan Íraka, var í gær fundinn sekur um morð fyrir herrétti. Atburðurinn átti sér stað í ágúst síðastliðnum í Sadr-borg, helsta hverfi sjíta í Bagdad, en þá skutu bandarískir hermenn á hóp manna, sem var að koma fyrir heimagerð- um sprengjum. Komu þá aðrir her- menn á vettvang og fundu þá fyrir fallna menn og sorphreinsunarbíl í ljósum logum. Drógu þeir einn mann, Kassim Hassan, út úr bílnum mikið særðan og einn bandarísku hermannanna, Johnny Horne lið- þjálfi, gekk að honum og skaut hann í höfuðið „til að binda enda á þjáningar hans“ eins og hann sagði fyrir rétti. Dómur hefur ekki verið kveðinn upp yfir Horne en fyrir réttarhöldin var samið um, að hann yrði ekki þyngri en 10 ára fangelsi. 30 saklausir borgarar myrtir? Bandarískur liðþjálfi, Jimmy Massey, hélt því fram fyrr í vikunni, að hann og hans deild hefðu drepið 30 saklausa borgara í Bagdad skömmu eftir að Bandaríkjaher náði borginni. Sagði hann þetta fyr- ir rétti í Kanada, sem fjallar nú um ósk bandarísks liðhlaupa, Jeremy Hinzmans, um hæli í landinu. Segist hann hafa strokið úr hernum til að komast hjá því að vera skipað að fremja stríðsglæpi í Írak. Getur nið- urstaðan í hans máli haft mikil áhrif á ósk tveggja annarra bandarískra liðhlaup um hæli í Kanada. Dæmdur fyrir morð í Írak Bagdad, Toronto. AFP. LÍKLEGT er, að á næstu tíu ár- um muni almennur, málfarsleg- ur skilningur manna á milli stór- aukast og þá einfaldlega vegna þess, að þá muni stór hluti mannkyns geta talað ensku. Kemur þetta fram í skýrslu, „Framtíð enskunnar“, sem birt var í gær. Því er spáð, að 2015 muni þrír milljarðar manna, næstum helmingur jarðarbúa, geta talað ensku. Þá muni tveir af þessum þremur milljörðum stunda enskunám og því ljóst, að eft- irspurnin eftir enskukennslu verður mikil á næstu áratugum. Úr henni gæti þó dregið veru- lega um 2050 vegna þess, að þá verður verulega farið að fækka því fólki, sem ekki kann ensku. „Enskan er að verða svo al- menn, til dæmis í námskrám skóla, að brátt munu margir og kannski flestir hætta að líta á hana sem erlent mál,“ sagði í skýrslunni, sem kynnt var á ráð- stefnu í Edinborg í Skotlandi. David Graddol tungumála- sérfræðingur og höfundur skýrslunnar segir, að uppgang- ur enskunnar muni samt ekki leiða til þess, að allir fari að tala sama málið og telur, að vegur ýmissa annarra tungumála muni vaxa á sama tíma. Til dæmis muni fólki, sem mælir á kínversku, arabísku og spænsku fjölga en aftur á móti muni held- ur dofna yfir frönskunni sem al- þjóðamáli. Á fréttavef BBC kemur einn- ig fram að Graddol álítur að eftir því sem enskan eflist aukist lík- ur á mótspyrnu sums staðar. Svo geti farið að sumar þjóðir spyrni við fótum og ákveði að leggja meiri áherslu á eigin tungu. Helmingur mannkyns mæltur á ensku 2015 London. AFP. ÚR VERINU SÚGFIRÐINGAR hafa einungis fengið lítið brot af þeim uppbótar- kvóta sem úthlutað hefur verið til byggðarlaga á norðanverðum Vest- fjörðum. Hlutur þeirra er einungis innan við 10% af því sem í hlut Þing- eyringa hefur komið. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins bezta á Ísafirði. Þar segir meðal annars: „Heild- arverðmæti aflaheimilda er um 613 milljónir króna sem komið hefur í hlut 6 byggðarlaga. Á síðustu sex fiskveiðiárum hefur verið úthlutað samtals 7.892 þorskígildistonnum til byggða á norðanverðum Vestfjörð- um fyrir utan hefðbundið úthlutun- arkerfi fiskveiðistjórnunarkerfisins. Í þessum tölum eru svokallaðir byggðakvótar, krókabætur, fiskeld- iskvóti, byggðakvóti ráðherra og bætur vegna aflabrests. Langmest hefur komið í hlut Þingeyrar eða 2.231 tonn. Til Bol- ungarvíkur hefur verið úthlutað 1.740 tonnum, til Flateyrar hefur verið úthlutað 1.379 tonnum, til Ísa- fjarðar hefur verið úthlutað 1.289 tonnum, til Hnífsdals hafa runnið 679 tonn, í hlut Súðavíkur hafa kom- ið 256 tonn og minnst hefur komið í hlut Súgfirðinga eða 196 tonn. Að auki bíður 120 tonna ráðherrakvóti útdeilingar í Ísafjarðarbæ. Þessar tölur koma fram í samantekt Fiski- stofu. Af einstökum tegundum uppbót- arkvóta hefur mest komið í svokall- aðar krókabætur eða 2.860 tonn. Byggðakvóti Byggðastofnunar er 2.128 tonn, bætur vegna aflabrests í rækju- og skelveiðum er 1.643 tonn, byggðakvóti ráðherra er 771 tonn og í eldiskvóta hefur verið úthlutað 275 tonnum. Að auki er óútdeilt 120 tonnum af ráðherrakvóta eins og áð- ur sagði. Erfitt er að slá neinu föstu um verðmæti þess kvóta sem úthlutað hefur verið á undanförnum árum. Eftir samtöl við ýmsa aðila sem þekkja vel til kvótasölu er þó ekki óvarlegt að miða við 80 krónur fyrir hvert kíló þorskígildis. Að því gefnu er heildarverðmæti kvótans rúm- lega 631 milljón króna. Hefur þá mesta verðmætið runnið til Þing- eyrar eða tæpar 175 milljónir króna, til Flateyrar 110 milljónir króna, til Ísafjarðar 103 milljónir króna, til Hnífsdals 54 milljónir króna, til Súðavíkur rúmar 20 milljónir króna og til Suðureyrar hafa komið tæpar 16 milljónir króna. Hlutur Suður- eyrar er einungis innan við tíund af hlut Þingeyringa.“ Uppbótarkvóti fyrir vestan Suðureyri fær minnst TEKIZT hafa samningar milli Sam- taka um fiskveiðisögu Norður- Atlantshafins og Þýzka sjó- ferðasafnsins í Bremerhaven í Þýzkalandi, Deutsches Schif- fartmuseum, um að safnið gefi út fyrra bindi fiskveiðisögunnar. For- seti samtakanna, The North Atl- antic Fisheries History Association, NAFHA, er Jón Þ. Þór, sagnfræð- ingur. 13 lönd standa að ritun fiskveiði- sögunnar og er ritun fyrsta bind- isins á lokastigi. Gert er ráð fyrir að bókin verði 650 til 700 síður með myndefni og hún komi út næsta haust. Þetta fyrra bindi sögunnar nær frá miðöldum fram að vélvæð- ingu, sem varð á nokkuð mismun- andi tímum eftir löndum. Síðara bindið nær svo frá vélvæðingunni til ársins 2000 og er gert ráð fyrir það það komi út árið 2007. Sagan nær til sjávarútvegs í lönd- um beggja vegna Atlantshafsins norðan ímyndaðrar línu sem dregin er frá Gibraltar vestur til Cape Hattars í Bandaríkjunum og allt norður til Svalbarða og austur í Barentshaf. Að verkinu standa sagnfræðingar frá 13 löndum, Kanada, Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi, Bretlandi, Hollandi, Spáni, Portúgal og Frakk- landi. 18 sagnfræðingar rita fyrsta bindið. Jón Þ. Þór segir þetta ákaf- lega skemmtilegt og fræðandi verk- efni og segja megi að allir sagn- fræðingarnir verði margs vísari af samstarfinu. Þeir læri hver af öðr- um. Það eru í flestum tilfellum op- inberir aðilar í viðkomandi löndum, sem fjármagna söguritunina og út- gáfuna og segir Jón Þ. Þór að stuðn- ingur íslenzka sjávarútvegsráðu- neytisins sé sérlega myndarlegur. Söguritun Lars U Scholl, framkvæmdastjóri Þýzka sjóferðasafnsins, og Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, handsala samning um útgáfu sjávarútvegsögu. Samið um fiskveiðisögu VERÐ á útfluttum laxi frá Noregi hefur haldist lágt undanfarnar vik- ur. Síðastliðna fjóra mánuði hefur kílóverð á frosnum laxafurðum lækkað um 15% en um 10% á fersk- um laxafurðum. Frá þessu er greint í Morgun- korni Íslandsbanka, en þar segir enn fremur: „Útflutningsverðið virðist hafa náð lágmarki í byrjun nóvember en hefur síðan hækkað lítillega vegna mikillar eftirspurnar á helstu mörkuðum fyrir jólin. Nor- egur er stærsti framleiðandi á lax- eldisafurðum í heiminum og í ár stefnir í að framleiðslan verði u.þ.b. 505 þús. tonn eða 43% af heildinni. Verðþróunin undanfarna mánuði hefur haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir norsku eldisfyrirtæk- in. Fullvinnslufyrirtæki sem kaupa heilan og frosinn lax frá Noregi (t.d. SÍF) njóta hins vegar góðs af lágu verði á laxinum.“ Lágt verð á laxinum 1   23          !   "#"$ "  4 3(   5     ) 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.