Morgunblaðið - 11.12.2004, Side 26

Morgunblaðið - 11.12.2004, Side 26
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hreint undrunarefni ár eftir ár. Þetta með fólkið og jólin. Að svona margir skuli beinlínis fara á hvolf, snúa öllu við heima hjá sér, þeytast fram og til baka og þurfa endilega að gera þetta og líka hitt. Og allt verður að hafast fyrir jólin. Þessi sígilda setning á hvers manns vörum; Ertu búin að öllu fyrir jólin. Öllu hverju? Þetta er ein helgi. Krefst svo sem í flestum til- vikum örlítið meiri innkaupa en fyrir þess- ar vanalegu helgar, svona á betri bæjum. En þarf þetta nokkuð að vera meira að umfangi en til dæmis að kaupa inn fyrir verslunarmannahelgi? Í þessum óskapa önnum er búið að finna upp að fólkið þarf líka að slappa af, líta upp úr önnum dagsins. Það heitir; Að eiga notalega stund á aðventunni. Fara á jóla- tónleika, aðventukvöld og því sem búið er að finna upp til að minna fólk á að það þarf að taka því rólega inn á milli. Sumir stressa sig svo heilmikið bara við það að róa sig niður. Finna tíma til að sækja menningarviðburði og kristilega.    Jarðarfarir eru oftar en ekki nokkur menningarviðburður. Þannig séð. Söng- urinn er svo fallegur. Svo er haldið í svo- nefndri líkfylgd frá Akureyrarkirkju og suður á Höfða, í garðinn. Upp Eyrarlands- veg og að umferðarljósum á mótum Þór- unnarstrætis og Hrafnagilsvegar. Sumir komast yfir á grænu, aðrir stoppa á rauða ljósinu. Í eina tíð stóð lögga þarna og sá til þess að allir sem tilheyrðu fylgdinni kæm- ust í einni bunu saman yfir. Nú er það liðin tíð og undir hælinn lagt hvort menn hangi saman. Kannski allt í einu komin kall á bláum pajeró inn í miðja röðina og ættingjarnir velta tengslum hans við þann látna fyrir sér. Verra þegar fulllestaðir vörubílar eru komnir þarna inn í miðja fylgd. Ekki það, líkinu er sjálfsagt nokk sama. En það má pirra sig yfir þessu. Hér er alls ekki verið að leggja til að útfarir frá Akureyrarkirkju verði rík- isstyrktar, þ.e. að löggurnar eyði tíma sín- um í að stöðva umferð suður Þórunn- arstræti, þarna við umferðarljósin. En það má auglýsa eftir heppilegri lausn. Ein er þessi: að ökumenn sýni tilhlýðilega tillits- semi og aki bara út í kant og hleypi um- ferðinni hjá. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR MARGRÉTI ÞÓRU ÞÓRSDÓTTUR BLAÐAMANN SkógræktarfélagEyfirðinga hefurnú í ár staðið fyrir átaki sem miðar að því að fjölga félagsmönnum. Stefnt var að því að fjölga um 10% í félaginu og hefur það markmið nú náðst. Áfram verður þó unnið að því að efla félagið og félagsstarfið, en það hefur verið líflegt á árinu. Meðal annars hafa verið haldnir fræðslufundir, Jóns- messuhátíð og efnt til ljóðagöngu sem og líka skógargöngu. Þetta kem- ur fram í Nýja bruminu, fréttabréfi félagsins. Þar greinir einnig frá því að sala jólatrjáa er nú kom- in í fullan gang, en hún hefur verið snar þáttur í starfsemi félagsins í rúma hálfa öld, frá 1953. Það ár voru seld 25 tré, en salan hefur verið á stöðugri uppleið síðan. Takmarkið náðist Það var óvenjulegt áblíðudegi að sjáalla báta Gríms- eyjarflotans lúra í höfn- inni. Ástæðan var nám- skeið sem Valgeir Guðmundsson, eftirlits- maður og leiðbeinandi hjá Vinnueftirlitinu á Húsavík, stóð fyrir, en það fjallaði um stjórnun lyftara og minni jarðvinnutækja. Sautján grímseyskir sjó- menn sátu á skólabekk í Félagsheimilinu Múla. Valgeir fer með samskon- ar námskeið um allt Norðurland, frá Þórshöfn til Ólafsfjarðar. Valgeir segist vera ánægður með góða mætingu í Grímsey og fyrir fyrsta flokks að- stöðu til kennslunnar. Grímseyingar hafa komið sér upp góðum skjávarpa og tilheyrandi sem gagn- aðist vel. Námskeiðið endaði á lokaprófi sem allir stóðust með prýði. Morgunblaðið/Helga Mattína Sjómenn á námskeiði Í bókinni Veiðisögureftir Sigurð BogaSævarsson og Gunn- ar Bender eru nokkrar vísur. Halldór Blöndal átti leið um Þistilfjörð, en þá hittist svo á að alþing- ismennirnir Ólafur G. Ein- arsson og Lárus Jónsson voru við veiðar í Sandá, en höfðu engan laxinn fengið. Hún Sandá var gruggug af surgi og sargi frá Ólafi durgi. Og líkast til var hann Lárus minn þar en laxarnir þeir voru hvurgi. Þegar Halldór kom að ár- bakkanum gekk Ólafur til hans og hafði ekki orðið var. Halldór orti: Ólafur fór úr ánni og strax upp með sporða hvini sér úr strengnum lyfti lax líkt og í kveðjuskyni. Einnig er þar vísa sem séra Hjálmar Jónsson orti á ferð fjárlaganefndar. Er ekið var yfir brúna yfir Sandá orti Hjálmar: Yfir Sandá var ekið greitt og ekkert úr hraða dregið. Hér hefur Ólafur ómælt veitt og einstaka sopa þegið. Veiðar í Sandá pebl@mbl.is Akureyri | Starfsmenn Norð- urorku á Akureyri voru að skipta um ljósastaur á gatna- mótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar í vikunni en staurinn sem var þar fyrir eyðilagðist eftir að bíl var ekið á hann. Töluvert er um að keyrt sé á ljósastaura í bæn- um að sögn Rafns Herberts- sonar yfirverkstjóra hjá Norð- urorku og þá ekkert endilega í hálku yfir vetrartímann, held- ur árið um kring. Hann sagði að í sumum tilfellum væri hægt að rétta staurana á staðnum en að skipta þyrfti um 10–15 staura á ári eftir ákeyrslur. Á myndinni er Sævar Herbertsson við vinnu sína við Hlíðarbrautina. Morgunblaðið/Kristján Skipt um ljósastaur Stauraskipti Vestur-Barðastrandarsýsla | Samkennsla er hafin í fjórum grunnskólum í Vestur- Barðastrandarsýslu. Hófst verkefnið Dreif- mennt með því að Torfi Steinsson sem er kennari við Birkimelsskóla á Barðaströnd kenndi börnunum í níunda og tíunda bekk þar eðlisfræði og nutu jafnaldrar þeirra í Patreksskóla, Bíldudalsskóla og Grunn- skóla Tálknafjarðar jafnframt góðs af með notkun fjarkennslubúnaðar. Þróunarverkefnið Dreifmenntun V-Barð byggist á nýtingu upplýsingatækni við kennslu. Að því standa Grunnskóli Tálkna- fjarðar og Grunnskóli Vesturbyggðar sem hefur þrjá skóla undir sínum hatti. Mennta- málaráðuneytið styður verkefnið. Verkefnið hefur verið í undirbúningi frá því snemma árs 2002. Haraldur A. Haralds- son verkefnisstjóri segir að haldin hafi ver- ið námskeið fyrir kennara og tölvukostur skólanna bættur. Hann segir að byrjað verði á eðlisfræðikennslunni og síðan bæt- ist fleiri fög við eftir áramót þannig að um- fang samkennslunnar aukist smám saman. Kennarar sem stjórna einstaka fögum verða staðsettir á ýmsum stöðum. Jafn- framt verður tæknin og aðferðirnar þróuð frekar. Hæfni kennaranna nýtist betur Haraldur segir að með samkennslu sé unnt að nýta betur þekkingu kennaranna. Nemendum á öðrum stöðum gefist kostur á að njóta góðs af færni kennara við aðra skóla og það komi heildinni betur. Verkefnið stendur til ársins 2006 en þá verður það tekið út, árangur og yfirfærslu- gildi þess metið. Opnuð hefur verið heima- síða fyrir verkefnið, www.dreifmenntun.is, og þar má finna upplýsingar um það. Kennir eðl- isfræði í fjórum skól- um í einu Undirbúa gangstíga | Bæjarráð Sand- gerðisbæjar hefur samþykkt að hefja und- irbúning að gerð gangstíga frá Sandgerði að frístundabyggðinni Nátthaga og að golf- skála Golfklúbbs Sandgerðis. Bygginga- fulltrúa hefur verið falið að hanna stíginn í samráði við Vegagerðina. Fram kemur í bókun bæjarráðs Sand- gerðisbæjar að nauðsynlegt sé að fara í þessa framkvæmd hið fyrsta þar sem mikil umferð gangandi fólks sé um þjóðveginn þarna á milli. Samþykktin verður lögð fyrir bæjarstjórn. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.