Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anna Pálína Sig-urðardóttir fæddist á Krossstekk í Mjóafirði eystri 30. ágúst 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 5. desem- ber síðastliðinn. Fað- ir Önnu var Sigurð- ur bóndi á Kross- stekk, síðar verka- maður í Neskaup- stað, f. á Reykjum í Mjóafirði 8. des. 1887, d. í Neskaup- stað 5. nóv. 1976, Jó- hanns bónda á Reykjum og Krossi, Marteinsson- ar bónda í Sandvík, Magnússonar. Móðir Jóhanns bónda var Dag- björt Eyjólfsdóttir ættuð úr Skagafirði. Móðir Sigurðar og kona Jóhanns var Katrín Gísla- dóttir bónda á Reykjum, Eyjólfs- sonar og konu hans Halldóru ljós- móður Eyjólfsdóttur. Móðir Önnu og kona Sigurðar (g. 12. des. 1920) var Þórunn Sigríður húsmóðir á Krossstekk, f. í Karlsstaðahjáleigu á Berufjarðarströnd 28. maí 1897, d. á sjúkrahúsi á Seyðisfirði 16. júlí 1929, Magnúsar bónda í Karls- staðahjáleigu, Jónssonar bónda á sama stað Magnússonar. Kona Jóns bónda var Þórunn Árnadóttir ættuð úr Berufirði. Kona Magn- úsar og móðir Þórunnar Sigríðar var Anna Bjarnadóttir. Systkini Önnu voru Guðjón bifreiðastjóri í Neskaupstað, f. 11. jan. 1922, d. 14. ágúst 1996, kvæntur Aðalheiði Árnadóttur, f. 7. júní 1922, Krist- inn Magnús, f. 15. ágúst 1923, d. 24. des. sama ár og Jóhann Karl framkvæmdastjóri í Neskaupstað, f. 14. maí 1925, d. 15. júní 1999, kvæntur Kristínu Steinunni Mar- teinsdóttur, f. 11. mars 1926. maí 1994, en fyrir átti hún barnið Kolbrúnu Jónsdóttur, f. 24. febr. 1988 með Jóni Frey Snorrasyni þyrluflugmanni, f. 19. jan. 1963, d. 14. september 1997. b) Sigrún Inga, f. 31. jan. 1967, gift Hlöðveri Má Brynjarssyni framkvæmda- stjóra, f. 25. ágúst 1965. Barn þeirra er Þóra Björk, f. 27. júlí 1993 og Halldór Ingi, f. 5. febrúar 2000, c) Sindri rennismiður, f. 14. mars 1976, í sambúð með Kristínu Guðmundsdóttur nema, f. 5. sept- ember 1978. Barn þeirra er Eydís, f. 13 júní 1999, d) Guðlaugur húsa- smíðanemi, f. 10. okt. 1978, e) Sól- rún nemi,f. 23. febr. 1981. 3) Guð- rún húsmóðir í Reykjavík, f. 1. febr. 1953, gift Henrý Henrikssen sjómanni, f. 12. sept.1952. Börn þeirra eru: a) Guðlaugur, f. 10. mars 1976. Hann á synina Patrek Mána, f. 6. ágúst 1999 og Victor Snæ, f. 5. október 2000. Móðir þeirra er Hanna Gerður Guð- mundsdóttir leikskólakennari, f. 30. nóvember 1973, b) Stefán, f. 3. júní 1979. Unnusta hans er Helga Tórsdóttir nemi, f. 6. júní 1980, c) Árdís nemi, f. 1. nóv. 1987, d) Anna Lilja nemi, f. 4. mars 1989. 4) Inga Hrönn húsmóðir í Vestmannaeyj- um, f. 4. nóv. 1958, gift Birki Agn- arssyni framkvæmdastjóra. Börn þeirra eru: a) Anna Kristín við- skiptafræðingur, f. 21. sept. 1979, í sambúð með Matthíasi Ágústi Ólafssyni þroskaþjálfa, f. 10. apríl 1978 , b) Silvía Björk nemi, f. 3. nóv. 1987, c) Bylgja Dís nemi, f. 19. júlí 1993. Anna gekk í Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, stundaði svo ýmis störf, m.a. kaupavinnu á sumrum. Hún lærði fatasaum hjá Matthíasi Jónssyni skriðara („Matta skriðara“) í Vestmanna- eyjum. Hún helgaði sig heimilinu lengst af, en síðari hluta starfs- ævinnar vann hún sem saumakona við sjúkrahúsið í Eyjum. Útför Önnu fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eftir lát móður sinnar ólst Anna upp í Vestmannaeyjum hjá föðursystur sinni Ingi- gerði Jóhannsdóttur húsmóður, f. 6. sept. 1902, d. 10. des. 1993 og manni hennar Þor- steini Þórði Víglunds- syni skólastjóra, f. 19. okt. 1899, d. 3. sept. 1984. Anna giftist 1941 Guðlaugi sjómanni og síðar trésmíðameist- ara og forstjóra Smiðs h.f. í Vestmannaeyj- um, f. í Vestmannaeyjum 2. júní 1919, Guðjóns líkkistusmiðs á Oddsstöðum í Eyjum, Jónssonar, Vigfússonar og seinni konu Guð- jóns, Guðrúnar Grímsdóttur bónda á Þrándarstöðum í Eiða- þinghá, Þorsteinssonar. Anna og Guðlaugur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Guðjón trésmíðameist- ari í Hafnarfirði, f. 4. des. 1940. Kona hans er Helga Kristín Svein- björnsdóttir húsmóðir, f. 31. okt. 1943. Börn þeirra eru: a) Harpa, f. 14. apríl 1975, í sambúð með Hannesi Frímanni Hrólfssyni for- stöðumanni hjá KB banka, f. 26. júní 1976. Harpa á soninn Guðjón Kristófer, f. 14. október 1997 og er faðir hans Einar Valur Þorvarð- arson, f. 21. júlí 1976, b) Hlín, f. 5. ágúst 1978, í sambúð með Jóhann- esi Oddssyni verslunarmanni, f. 23. mars 1977. 2) Sigríður hús- móðir í Reykjavík, f. 4. maí 1945, gift Sigurgeiri Þór Sigurðssyni trésmíðameistara, f. 29. júní 1946. Börn þeirra eru: a) Anna, f. 19. des. 1964, gift Jóhanni Bergmann Loftssyni bifreiðastjóra, f. 18. des. 1963. Þau eiga börnin Evu Katr- ínu, f. 5. nóv. 1991 og Karen, f. 9. Margar minningar streyma upp hugann þegar ég er sestur og langar að festa nokkur kveðjuorð á blað til elskulegrar tengdamóður minnar. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Alveg frá því ég hitti hana fyrst í janúarmánuði 1964 í eldhúsinu henn- ar að Ásavegi 25 í Vestmannaeyjum fór einstaklega vel á með okkur alla tíð síðan. Hún spurði mig spjörunum úr um fólkið mitt og hvað eina annað, enda kom ég að austan eins og hún nokkuð löngu á undan mér. Já, það var um nóg að tala.Um haustið flutti ég inn á heimili tilvonandi tengdafor- eldra minn. Það var góður tími fyrir mig að vera hjá þeim, enda var ég eins og einn af krökkunum hennar og umvafinn umhyggju hennar. Hvernig var Anna Pálína. Hún var glæsileg kona með mikið og fallegt hár sem var alltaf vel greitt, hún var alltaf vel snyrt og í huggulegum föt- um sem fóru henni svo vel. Uppá- haldsliturinn var grænn. Fyrir mér var hún mjög skapgóð og blíð manneskja. Sérlega gestrisin og hafði yndi af því að taka á móti gestum og veita öðrum. Hún var mikið fyrir börnin og það var enginn skilinn útundan, enda hafði hún mikla ánægju af því að gefa og virtist það veita henni talsverða lífsfyllingu að færa barnabörnunum og lang- ömmubörnunum pakka. Það var allt- af mikil tilhlökkun þegar amma og afi voru væntanleg suður. Tengdamóðir mín var mikill fag- urkeri og húsmóðir, eins og heimilið hennar bar ríkan vitnisburð um. Hún var líka mikið jólabarn enda gleymi ég aldrei fyrstu jólunum mín- um á heimilinu hennar þegar farið var að skreyta. Ég tók fullan þátt í skreytingunum og fann upp á því að setja ljósaseríu í kringum sporöskju- lagaða spegilinn hennar fyrir ofan ofninn í holinu. Var hún afar ánægð með mig fyrir þessa uppfinningu og varð þetta meðal annars fastur liður í jólaskreytingum á meðan hún bjó á Ásavegi 25. Anna var mikil sauma- og hann- yrðakona. Hún heklaði mikið og til dæmis eru fjölmörg sængurverasett með fallega hekluðum milliverkum og blúndum sem prýða rúm fjöl- margra afkomenda hennar. Það voru líka mörg sokkapörin og vettlingarn- ir sem smáfólkið fékk frá ömmu sinni. Henni var mjög annt um sína fjölskyldu og hafði afar gott sam- band og fylgdist vel með börnunum og barnabörnunum. Eftir að fjöl- skylda mín fluttist til Reykjavíkur var alltaf mikil tilhlökkun þegar þau komu suður, þá var ávallt glatt á hjalla, mikið spilað, spjallað og hleg- ið. Einnig áttum við fjölmargar ógleymanlegar stundir saman úti í eyjum þar sem móttökurnar voru í hæsta gæðaflokki. Ég kveð þig með söknuði, kæra tengdamóðir mín. Minningin um þig er ljóslifandi í huga mínum. Laugi minn, kæri tengdafaðir, megi algóður guð styrkja þig og styðja í sorginni. Sigurgeir Þór Sigurðsson. Elsku tengdamamma, eða öllu heldur mamma, eins og þú reyndist mér, ég kveð þig með tárum. Ég mun aldrei gleyma þeirri hlýju, gjafmildi, gleði og kærleika sem þú og eftirlif- andi eiginmaður þinn, Guðlaugur Guðjónsson, sýnduð okkur Ingu Hrönn og dætrunum okkar. Ég kynntist Önnu fyrst árið 1974 þegar við Inga Hrönn vorum að kynnast og hefja okkar samband, allt frá þeirri stundu bar aldrei skugga á vináttuna. Samgangur var mikill ekki síst á hátíðarstundum sem voru ófáar en oftar en ekki tengdar fjöl- skyldunni. Anna var stórbrotin manneskja, dugleg og fylgin sér, hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og ef að þær voru til staðar sneri henni enginn. Hún var með alla afmælis- og merkisdaga fjölskyldunnar, sem orð- in er nokkuð stór, á hreinu. Fjöl- skyldan var henni allt, ef einhver úr hópnum var komin með kvef eða flensu, þá vissi Anna allt um það, hún gaf yfirleitt góð ráð til þeirra sjúku og fylgdist svo með batanum með miklum hlýhug. Ég minnist sérstaklega gjafmildi hennar, en hún var eins konar heils- árs jólasveinn eins og við kölluðum hana í fjölskyldunni, alltaf að gefa gjafir og gleðja aðra með svo mikilli hlýju og væntumþykju að maður hálf skammaðist sín á köflum. Dætrum okkar var hún ákaflega góð og átti í þeim hvert bein, hún var „amma“ þeirra af bestu gerð, eins og þær myndu segja. Þær eiga eftir að sakna hennar sárt eins og við Inga Hrönn. Ég minnist allra glæsilegu matar- og kaffiboðanna sem Anna hélt af þvílíkum myndarskap að þær hefðu sómað sér hvar sem er. Heimili þeirra Önnu og Lauga var alltaf mjög myndarlegt enda bæði mikil snyrtimenni og hagleiksfólk, hún saumakona sem gat saumað og útbúið hvað sem var og hann tré- smiður til margra ára. Það var alltaf gott að koma þangað í heimsókn og ræða málin, hún hafði ákveðnar skoðanir í pólitík og fótboltanum fylgdist hún vel með og þá sérstak- lega með sínu heimaliði ÍBV. Hún átti það til að brýna raustina svo um munar þegar illa gekk hjá strákun- um í boltanum. Hún var aldrei ánægð með heim- sóknina fyrr en ég eða fjölskyldan værum búin að þiggja einhverjar veitingar eða aðrar velgjörðir, alltaf fór maður þaðan saddur, bæði á lík- ama og sál. Ég minnist aðventunnar, en Anna var mikið fyrir öll jólaljósin og þessi seinni ár hjálpuðumst við að, við að koma þeim í glugganna á Hásteins- veginum. Þegar það var búið, var sett upp hlaðborð með kræsingum og hún ljómaði öll af þakklæti og stakk yfirleitt einhverju að mér eða dætrunum fyrir viðvikið. Það var eins og Anna skynjaði hina minnstu erfiðleika sem komu upp hjá okkar litlu fjölskyldu og oft- ar en ekki komu þau hjónin í heim- sókn vegna þess og voru þá boðin og búin til aðstoðar. Ég gæti haldið lengi áfram að minnast Önnu en allt ber það að sama brunni, hún var góð kona með stórt hjarta sem mátti ekkert aumt sjá. Um leið og ég þakka Önnu Pálínu samfylgdina með þessum fátæklegu orðum votta ég elskulegum eftirlif- andi eiginmanni hennar, Guðlaugi Guðjónssyni, og allri fjölskyldunni, mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Birkir Agnarsson. Elsku besta amma mín. Það er sárt að þurfa að kveðja þig. Það var samt ömurlegt að þurfa að horfa upp á þig eins og þú varst orðin fársjúk. Þú ætlaðir ekki að gefast upp. Þér leið alls ekki nógu vel, þess vegna vona ég að þér líði betur núna uppi hjá Guði. Alltaf varstu svo dugleg og sjálf- stæð, þú vildir gera allt sjálf eins og heilsan leyfði. Þegar ég bauðst til þess að hjálpa þér þurfti ég að biðja þig oft til þess að þú gæfir eftir. Ég kom til þín alltaf á föstudögum til þess að skerpa aðeins á hreinlæt- inu hjá þér, því þú vildir alltaf hafa allt skínandi fínt í kringum þig og áttir það svo sannarlega skilið. Þá áttum við alltaf gott spjall. Við vor- um eins og bestu vinkonur og þú spurðir oft hvort ég væri að fara á ball um kvöldið eða hvort ég væri að slá mér upp. Elsku amma, þetta spjall þykir mér óendanlega vænt um og ég mun aldrei gleyma því. „Amma mín er með eyru sem hlusta af alvöru, faðm sem heldur fast, ást sem er endalaus og hjarta gert úr gulli.“ Amma, þú varst alltaf að gefa okkur gjafir. Alltaf þegar þú fórst upp á land varstu alltaf með allt á hreinu í sambandi við gjafirnar. Það skipti þig mestu máli að vera með það allt á hreinu, öll ömmubörnin fengu gjöf. Þegar þú komst síðan aft- ur heim til Eyja þá gafstu mér og mínum systrum alltaf gjöf líka. Elsku amma mín, þú varst yndisleg í einu og öllu. Jólin voru alltaf ynd- islegur tími hjá okkur og þú varst al- gjört jólabarn, elsku amma. Ég man best eftir því hvað við biðum eftir þér þegar þú fórst í annan kjól áður en við opnuðum gjafirnar, því ekki mátti óhreinka fína kjólinn á meðan þú eldaðir þennan góða mat. Mér fannst það alltaf svo vinalegt. Elsku amm, mér finnst sárt að hugsa til þess að þú verðir ekki hjá okkur á jólunum. En ég veit að þú verður alltaf með okkur í anda og í huga mínum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, gefið mér og allt spjallið okkar. Ég elska þig. Þín. Silvía Björk Birkisdóttir. Elsku besta amma mín. Það er voðalega sárt að þurfa að kveðja þig. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, takk fyrir alla ullarsokk- ana og vettlingana sem þú prjónaðir á mig, takk fyrir allt nammið og gjaf- irnar sem þú gafst mér. Ég man alltaf eftir því þegar þú settist með mig í fangið á þér, í síma- stólinn og sagðir „litla dísin hennar ömmu sinnar,“ og kysstir mig og knúsaðir. Heima hjá þér og afa á Há- steinsveginum var yndislegt að vera, nóg af öllu og mikil hlýja. Þú fylgdist svo vel með okkur systrunum að allt væri í lagi bæði í skólanum og eins í lífinu sjálfu. Nú þegar þú ert búin að kveðja þetta líf, mun ég eiga eftir allar góðu minning- arna um þig í hjarta mér og ég lofa þér, að ég mun passa afa fyrir þig, elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Bylgja Dís Birkisdóttir. Elsku amma mín. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum og þakka þér fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Það má með sanni segja að nú sé jörðin orðin fátækari og himnaríki ríkara. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera mikið hjá þér og afa á upp- vaxtarárum mínum. Þegar ég var lít- il bjó ég ásamt foreldrum mínum í Hásteinsblokkinni, sömu blokk og þú og afi, í íbúðinni beint á móti. Ég fór oft á dag „yfir“ í heimsókn til ykkar. Oftar en ekki sast þú og hekl- aðir eða prjónaðir „leista“ eins og þú kallaðir þá á okkur barnabörnin. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér og passaðir að ég færi nú ekki svöng aftur yfir, eins var það með alla sem komu í heimsókn til þín. Þegar ég byrjaði í grunnskóla kom ég oft til ykkar eftir skóla. Þegar ég nálgaðist blokkina beiðst þú oft eftir mér í stofuglugganum og varst búin að finna til eitthvað gott að borða eftir minn langa skóladag. Það var alltaf svo gott að koma í Hásteinsblokkina til ykkar afa í heimsókn, það var ætíð tekið svo vel á móti manni og manni sýndur mikill hlýhugur. Þú varst dugmikil og þrautseig kona og barst mikla umhyggju fyrir þínum nánustu. Þú vildir alltaf vera að gefa þínum nánustu eitthvað fal- legt og það var alltaf spennandi að opna jólapakkana og allar hinar gjaf- irnar frá ykkur afa. Á seinni árum naut ég þess að geta aðstoðað þig við þrif heima hjá ykkur einu sinni í viku. Þá gátum við oft spjallað mikið saman um allt milli himins og jarðar og þú vildir alltaf vera að kenna mér eitthvað nýtt og segja mér til. Þú vildir ætíð hafa svo hreint og fínt í kringum þig, heimilið ilmaði af hreinlæti. Eins varst þú alltaf svo fín og passaðir að ilma vel, og hugsaðir ætíð svo vel um afa. Nú þegar jólahátíðin gengur í garð, sá tími sem þér fannst svo skemmtilegur, verður skrítið og tómlegt að hugsa til þess að þú verð- ur ekki með okkur afa og fjölskyld- unni heima á Bröttugötunni um jólin. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín sárt og það kemur engin í stað þín, þú sem alltaf varst mér svo góð, sýndir mér mikinn hlýhug og vildir allt fyrir mig gera. Elsku afi og fjölskyldan öll, guð gefi okkur öllum styrk í sorginni. Þín ömmustelpa og nafna, Anna Kristín Birkisdóttir. Amma er látin og verður hún í dag borin til hinstu hvílu. Eftir sitja góðar minningar um elskulega, fallega og umhyggjusama konu sem umvafði aðra með ástúð og kærleika. Það mun seint líða okkur systrum úr minni er við lögðum land undir fót og fórum í heimsókn til ykkar afa á Hásteinsveginn í Vestmannaeyjum. Eftirvæntingin var slík, að orð fá varla lýst. Við fengum alltaf fiðrildi í magann er við sigldum inn höfnina með Herjólfi og sáum ykkur afa veifa til okkar á hafnarbakkanum. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa. Hjá ykkur gistum við á ykkar fallega heimili í góðu yfirlæti. Gestrisni ykkar var engu lík, þú allt- af svo myndarleg og umhyggjusöm og passaðir upp á að allir væru sadd- ir, hreinir og glaðir. Þú varst dugleg að spjalla við okkur systurnar og gefa okkur ráð um lífið og tilveruna. Þjóðhátíðirnar eru okkur einnig minnisstæðar og sem dæmi um vel- vild þína sendir þú okkur að kvöld- mati loknum með reyktan lunda í poka handa vinkonum okkar til að smakka. Amma, þú varst einnig einstak- lega lagleg og smáfríð kona og hafðir ANNA PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.