Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 53 MINNINGAR ✝ Ingibjörg JónaHansdóttir fædd- ist á Uppsölum á Hellissandi 24. júní 1924. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 3. desem- ber síðastliðinn. Ingi- björg var dóttir hjónanna Ingibjarg- ar Pétursdóttur frá Ingjaldshóli, f. 18.1. 1893, d. 19.1. 1965, og Hans Guðna Jón- assonar frá Grundar- firði, f. 16.10. 1897, d. 24.10. 1951. Systur Ingibjargar eru Guðrún Jóna, f. 11.2. 1926, og Guðlaug Petrea, f. 17.4. 1927. Bróðir Ingibjargar var Jón Hansson f. 4.7. 1928, d. 14.9. 2002. Hálfbróðir sammæðra var Ólafur Jakob Friðrik Ólafsson, f. 29.9. 1920, d. 14.8. 2001. Uppeld- issystir þeirra er Marta Jóhanns- dóttir, f. 10.12. 1937. Ingibjörg ólst upp á Ingjalds- hóli og á Brekkubæ á Hellnum og fluttist þaðan með foreldrum sín- um að Suður-Bár í Grundarfirði 1943. Fljótlega eftir komuna þangað hóf hún búskap með Frið- jóni Gunnarssyni skipstjóra frá Akurtröðum, f. 10.1. 1918, d. 14.7. 1980. Þau gengu í hjónaband 1953. Þau Ingibjörg og Friðjón eignuðust tvö börn og ólu upp frænku Ingibjargar, Guðlaugu Björgvinsdóttur, f. 13.4. 1950. Börn Ingibjargar og Friðjóns eru: 1) Matthildur Kristrún, f. 12.1. 1953. Eigin- maður hennar er Guðmundur Berg- þórsson, f. 9.2. 1950. Börn þeirra eru: a) Dagmar, f. 25.10. 1970, búsett í Nor- egi, gift Karli Mort- ensen, f. 21.5. 1970, þau eiga þrjú börn. b) Friðjón Ingi, f. 9.6. 1974, býr í Noregi, sambýliskona hans er Margrét Júl- íusdóttir, f. 6.6. 1979, þau eiga eitt barn. c) Guðmundur Rúnar, f. 10.8. 1979. d) Hrefna Guðrún, f. 27.8. 1982, búsett í Noregi, í sam- búð með Amund Gotteberg, f. 8.4. 1978. e) Gunnar, f. 25.6. 1985. f) Björk, f. 24.11. 1989. 2) Hans Guðni, f. 12.6. 1957, d. 23.2. 1992. Börn hans með Ásdísi Viggósdótt- ur eru Viggó, f. 11.2. 1984, og Ingibjörg, f. 17.4. 1988. Ingibjörg og Friðjón hófu bú- skap á Nesvegi 7 í Grundarfirði en byggðu sér síðan húsið Laufás við Eyrarveg og voru alla tíð síðan kennd við það heimili sitt. Síðustu árin dvaldi Ingibjörg á Dvalar- heimilinu Fellaskjóli í Grundar- firði. Útför Ingibjargar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er hún Inga frænka lögð upp í sína hinstu för. Hann Friðjón Gunnarsson er búinn að sækja hana Ingu sína einn ganginn til. Ekki á henni Brúnku gömlu, ekki á Landróvernum eða Ramblernum. Nei, nú er ferðast á vængjum ást- arinnar inn í eilífðina. Fyrir handan setti amma upp sparisvuntuna og bakaði pönnukök- ur. Þar biðu vinir í ranni og fögn- uðu heimkomu sálar sem hafði ver- ið ljósberi á jörðinni í 80 ár. Inga frænka í Laufási gerði alla betri sem á vegi hennar urðu. Í gegnum ævinnar samfylgd er litið til baka í þakklæti fyrir gullnar stundir í gleði og sorg. Engri manneskju hef ég kynnst sem átti í sálu sinni svo mikla trú og í hjarta sínu svo mikla ást. Hvar sem hún var ríkti gleði, þakklæti og virðing. Dálæti föður míns á systur sinni plantaði ein- hvern veginn þeirri hugmynd hjá litlum dreng að ljóðið Sáuð þið hana systur mína hafi verið ort um Ingu frænku. Svo er hún ekki held- ur nísk. Nei, svo sannarlega ekki. Í Laufási hjá þeim Ingu og Fía áttu einstæðingar og gamalmenni at- hvarf, vængbrotnir fuglar og særð dýr voru grædd. Þar voru ráðin ráð til hjálpar þar sem þörf var, fæstir vissu hvaðan hjálpin barst og aldrei var um það talað. En líka þarna knúði sorgin dyra. Þá stóð sterkust hún Inga frænka sem vissi fullkomlega að svona væri líf- ið, áfram yrðum við að halda sem ætlað er. Gleðjast í þakklæti yfir því sem við fengjum og syrgja ekki hitt. Kirkja þessarar konu var lífið hennar sjálft. Nú er komið að stund þakklætis þegar Inga hverfur okkar mann- legu sjón. Við setjumst niður hress og þakklát í senn. Af eigingirni okkar finnst okkur sárt að eiga ekki eftir að sjá þessa góðu mann- eskju aftur. En við vitum að í gegnum lífið hefur hún gefið okkur gjafir sem aldrei brotna og við munum ekki týna á meðan við er- um þakklátar manneskjur. Ég samgleðst ljósberanum henni Ingu frænku fyrir að vera laus við lúinn líkamann sinn og fagna eilífri tilvist hennar. Guð geymi minningu Ingu frænku í Laufási. Ingi Hans. Ég hef verið svo lánsamur í gegnum ævina að hafa átt frænku eins og hana Ingu í Laufási. Heima hjá mér var hún alltaf kölluð Inga frænka þó oft hafi ég viljað kalla hana Ingu ömmu. Þegar er ég var í Laufási sem polli var ég þar oft að leika mér við barnabörnin hennar, þá sérstaklega Dagmar, og var mér tekið eins og ég væri eitt af þeim. Þegar Inga gaf okkur að drekka var alltaf til eitthvað ný- bakað og man ég eftir kökunni sem var brún í miðjunni og skildi ég ekki hvernig hún frænka fór að þessu, er ég spurði hana um þetta þá hló hún bara sínum skemmti- lega hlátri. Já hún Inga hló oft og var oft léttlynd þó að hún hafi ekki farið auðveldlega í gegnum sína ævi. Ekki var ég duglegur að heim- sækja hana upp á Fellaskjól, þó kom ég þangað nokkrum sinnum og sá þar fermingarmynd af mér, sem sagði mér að ég var eitt af börnunum hennar. Elsku Inga, ég kveð þig nú og ég veit að þú ert komin í góðra vina hóp þar sem er nær örugglega tek- ið í spil. Hvíldu í friði. Guðmundur H. Jónsson. INGIBJÖRG HANSDÓTTIR Nú á kveðjustund leitar hugurinn aftur um rúma hálfa öld. Ég kynntist Guðjóni og hans ágætu fjölskyldu þegar þau settust að á Seltjarn- arnesinu í næsta nágrenni við heimili mitt, þá nýkomin í bæinn eftir að hafa brugðið búi á Mið- húsum í Kollafirði. Ég, bæjarbarn- ið, kynntist þarna yndislegri fjöl- skyldu og myndaðist vinátta á milli heimilanna sem aldrei hefur borið skugga á. Álfheiður dóttir hans varð mín besta vinkona og er óhætt að segja að hann og hans góða kona, Elín Jónsdóttir, sem var kvödd á þessum síðum fyrir rúmum þremur árum, hafi verið þessi órjúfanlega heild sem fylgdi með. Það er gæfa í lífinu að kynn- ast slíku mannkostafólki. Guðjón var allt í senn, hógvær, lítillátur, hjálpsamur og gæddur listrænum hæfileikum, bæði til munns og handa. Hann var smiður góður og ágætur hagyrðingur. Honum var fleira til lista lagt þar sem hárskerahæfileikar hans voru. Í gegnum tíðina hafa ekki margir GUÐJÓN MAGNÚSSON ✝ Guðjón Magnús-son fæddist á Hlíð við Kollafjörð í Strandasýslu 21. júlí 1911. Hann lést á gjörgæsludeild LHS við Hringbraut 14. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 30. nóvember. fengið að klippa þá sem þetta ritar og má með sanni segja að Guðjón hafi verið fyrsti hárgreiðslu- meistarinn á mínum kolli og fórst honum það svo vel úr hendi að stutt er síðan hár- greiðslunni var breytt. Hann var einnig fyrsti iðnaðar- maðurinn hjá okkur því að hann aðstoðaði afa minn oft í smá- breytingum ef á þurfti að halda. Eitt eftir- minnilegt atvik er þegar stór Kelv- inator-ísskápur var keyptur fyrir heimilið. Nú voru góð ráð dýr þar sem ekkert pláss var í eldhúsinu fyrir svona tæki og skápurinn því settur inn á stofugólf. Eftirvænt- ingin fyrir hálfri öld var ekki að koma matnum í skápinn heldur átti að búa til klaka því að þeir voru örugglega þá eins og besta sælgæti í dag. Jú, Guðjón var fenginn í verkið og sagaði hann úr eldhús- borðinu. Ég gleymi aldrei þessum degi þegar hann kom hjólandi, henti sér smástund á stofugólfið til að hvíla lúin bein eins og hann orð- aði það og gekk svo hljóðlátur til verksins eins og það væri bara sjálfsagt að saga heilmikið úr inn- réttingunni og örugglega ekki með eins fullkomnum tækjum og nú tíðkast. Æskuárin á Nesinu liðu fljótt í leikjum og áhyggjulausu lífi okkar barnanna en fullorðna fólkið sem farið er og okkur þótti svo óskap- lega vænt um var ekki langt und- an. Flestar mæður voru heima við og var gott að vita að það var alltaf einhver til taks ef á þurfti að halda. Þannig var heimili Guðjóns og Elínar alltaf opið fyrir vinina. Það var ekki nóg með það heldur lánaði hann okkur vinkonunum skúrinn sinn sem stóð úti á lóðinni. Við máttum smíða og gera okkur bú í skúrnum. Aldrei var amast við okkur eða við beðnar að drasla ekki svona út. Í staðinn fengum við hrósyrði fyrir hvað við værum góð- ar þótt allt væri í drasli og drullu- kökum sem við vorum mjög flinkar við að útbúa. Þessar fáu línur eru ekki ritaðar til að rekja lífshlaupið heldur að- eins í þakklætisskyni fyrir frábæra vináttu í gegnum tíðina. Með Guðjóni er genginn merkur maður. Ég þakka fyrir trygga og góða samfylgd og votta aðstand- endum dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigrún L. Baldvinsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU BJÖRNSDÓTTUR, Hringbraut 50, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Ólöf Ósk Sigurðardóttir, Björn H. Sigurðsson, Bryndís Magnúsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR FINNSDÓTTUR, Kleppsvegi 64, áður til heimilis í Álfheimum 12, Reykjavík. Geir Agnar Guðsteinsson, Sigurbjörg Gestsdóttir, Finnur Jakob Guðsteinsson, Fanney Sigurðardóttir, Guðlaug Guðsteinsdóttir, Örn Blævarr Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVERRIS ARNAR VALDIMARSSONAR, Langeyrarvegi 20, Hafnarfirði. Guðmundur Ingvi Sverrisson, Kristín Karlsdóttir, Valdimar Örn Sverrisson, Ingunn Hauksdóttir, Þórður Sverrisson, Lilja Héðinsdóttir, Lára B. Sverrisdóttir Borthne, Roald Borthne, Vilborg Sverrisdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Aðalsteinn Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR SIGURBERGSDÓTTUR, Langholtsvegi 52, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðju- daginn 30. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á Skjóli fyrir hlýhug og góða umönnun. Hreinn Halldórsson, Katrín Sól Ólafsdóttir, Bragi Halldórsson, Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir minn, KRISTINN SNÆVAR BJÖRNSSON, Strandaseli 3, Reykjavík, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Sigríður Björnsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í flip- aröndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/ afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verð- ur hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.