Morgunblaðið - 11.12.2004, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 63
DAGBÓK
..
Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sendum samdægursMunið gjafabréfin
Mesta úrval landsins af veiðivörum
Simms vöðlur
Gore-tex og
öndunarvöðlur frá
Simms í úrvali.
Aðeins frá kr. 19.900
Sage fluguveiðisett
Grafit 2 flugustöng með diska-
bremsuhjóli og uppsettri flugu-
línu. Aðeins kr. 29.900
Dr. Slick
hnýtingaverkfæri
Vönduð amerísk flugu-
hnýtingaverkfæri í hand-
hægu boxi. Frábært verð.
Aðeins kr. 3.995
Fyrir veiðimanninn
í fjölskyldunni þinni
Ron Thompson
kastveiðisett
Ron Thompson grafit kast-
stöng og Okuma Aliax hjól
með 8 legum og aukaspólu.
Aðeins kr. 12.500
Norconia sjónaukar
Gott úrval af sjónaukum í
mörgum stærðum
og gerðum.
Aðeins frá kr. 3.995
Leirdúfukastari
Leirdúfukastari fyrir 1 eða 2
leirdúfur. Frábært verð.
Aðeins kr. 5.990
Scierra veiðijakki
Scierra jakki, vatnsheldur með
öndun. Frábært verð.
Aðeins frá kr. 16.900
Ron Thompson vöðlur
Ron Thompson
neoprenvöðlur í úrvali
Aðeins frá kr. 10.995
Ron Thompson
nestistaska
Nestistöskur í útileguna,
fellihýsið eða veiðitúrinn.
Aðeins kr. 4.995
af öllum flíspeysum til jóla.
20%afsláttur
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
Þakkir til Björgúlfs
og Landsbanka
ÉG vil koma á framfæri þakklæti
mínu til Björgúlfs Guðmunds-
sonar, stjórnarformanns Lands-
banka Íslands, fyrir hvað hann
gerir fyrir okkur eldri borgara.
Sunnudaginn 5. desember var
eldri borgurum boðið annað árið í
röð í sannkallaða menningarveislu
og kaffihlaðborð með jólaívafi í að-
alútibúinu við Austurstræti 17.
Var ég sótt í leigubíl í boði bank-
ans. Þvílíkur lúxus.
Þegar komið var í bankann stóð
Björgúlfur stjórnarformaður í
anddyrinu og tók á móti gestum
sínum og heilsaði öllum með
handabandi og bauð alla vel-
komna. Björgúlfur er hlýr maður
sem kann sig vel, hann er gull af
manni.
Halldór J. Kristjánsson banka-
stjóri bauð gesti velkomna og Að-
alsteinn Ingólfsson listfræðingur
sýndi og sagði frá málverkum sem
eru í eign bankans. Ragnheiður
Gröndal söng nokkur jólalög með
píanóundirleik og rithöfundar lásu
upp úr nýútkomnum bókum sín-
um. Svo var þetta fína kaffihlað-
borð, tertur smákökur og flatkök-
ur með hangikjöti, sem er mitt
uppáhald og með því kaffi og gos.
Á eftir var okkur boðið upp á
loft að sjá málverk í eigu bankans
eftir Kjarval, okkar mikla meist-
ara. Ég vil þakka Björgúlfi fyrir
að halda minningu Kjarvals á lofti.
Mér þykir svo vænt um það því
Kjarval var mikill vinur minn.
Að endingu voru okkur færðar
gjafir, flott dagbók úr leðri með
gyllingu, fínn penni, spil og end-
urskinsmerki.
Björgúlfur á heiður skilið fyrir
þetta allt og gæfa og náð fylgi
honum alla hans ævidaga. Guð
blessi hann og hans fjölskyldu.
Halldóri J. Kristjánssyni og
starfsfólki bankans færi ég mínar
bestu þakkir fyrir góðar móttökur.
Með vinsemd og virðingu.
Reykjavíkurstúlkan Stella.
Vegna endurgreiðslu TR
ÖRYRKI skrifar í Velvakanda
miðvikudaginn 8. desember og
spyr hvert fólk, sem fengið hafi
kröfu um endurgreiðslu frá
Tryggingastofnun ríkisins, geti
leitað sér aðstoðar.
Vil ég benda þessum öryrkja á
að leita til Öryrkjabandalagsins.
Starfsmenn þar sinna fólki sem
þarfnast aðstoðar, hvort sem það
er í félaginu eða ekki, og eru með
lögfræðing á sínum snærum sem
er með viðtalstíma einu sinni í
viku og hef ég góða reynslu af
honum.
Annar öryrki.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf
Félag eldri borgara Reykjavík | Dans-
leikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí–tríó
leikur fyrir dansi. Síðasti dansleikur fyrir
jól.
Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Jólagleði
félagsstarfs aldraðra og FEBG í safn-
aðarheimilinu kl. 15. Ekta gamaldags jóla-
kaffi. Gönguhópur fer frá Kirkjuhvolskjall-
aranum kl. 10.30.
Gerðuberg | Miðvikudaginn 15. desember
kl. 12 jólahlaðborð, síðan verður fjölbreytt
dagskrá í tali og tónum, nánar kynnt síðar.
Hraunbær 105 | Miðvikud. 15. des. kl. 11
verður farið í Þorlákshöfn. Kirkjan skoðuð
undir leiðsögn heimamanns, farið í Hafið
bláa og snæddur hrísgrjónagrautur og
kaffi. Ekið til Reykjavíkur og ljólaljósin
skoðuð. Kaffi og aðventukaka í Afla-
granda. Jólasveinn með harmónikku verð-
ur í ferðinni.
Hæðargarður 31 | Fjölskylduganga Háaleit-
ishverfis frá Hæðargarði 31 kl. 10 alla laug-
ardagsmorgna. Boðið upp á vatn og teygju-
æfingar að göngu lokinni. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 | Þriðjudaginn 14. desember
verður farið á Hellu og jólamarkaður skoð-
aður, farið að Hestheimum til Ástu Beggu
og Gísla þar sem verður jólahlaðborð, lagt
af stað kl. 12.30 frá Norðurbrú og síðan
teknir farþegar í Furugerði skráning í síma
568 6960.
Kirkjustarf
Selfosskirkja | Í dag kl. 15 verða haldnir að-
ventutónleikar í Selfosskirkju. Fjölmargir
kórar og aðrir flytjendur koma fram. Kven-
félag Selfosskirkju selur laufabrauð eftir
tónleikana. Sr. Gunnar Björnsson.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
HINIR árlegu aðventu- og jóla-
tónleikar í Skálholti verða haldnir í
dag kl. 14 og aftur kl. 16.30. Á dag-
skrá eru lög sem eru sérstaklega út-
sett fyrir tónleikana og frumflutt
verður „Jólalag Skálholts 2004“. Lag-
ið samdi Örlygur Benediktsson við
miðaldajólatexta. Örlygur er nýkom-
inn frá Rússlandi þar sem hann
stundaði nám við Tónlistarakadem-
íuna í Pétursborg. Þá verður end-
urflutt Jólalagið 2003 eftir Ragnar
Kristin Kristjánsson frá Flúðum og
flutt Maríubæn sem Hreiðar Ingi
Þorsteinsson úr Laugarási samdi fyr-
ir Diddú.
Yfir 100 listamenn koma fram á
tónleikunum, þ.á m. Skálholtskórinn,
Barna- og Kammerkór Biskups-
tungna, 12 manna strengja- og blás-
arasveit, Egill Ólafsson og Sigrún
Hjálmtýsdóttir auk Hjörleifs Vals-
sonar, Kára Þormarssonar og fleiri.
„Ég var spurður hvort ég ætti eitt-
hvert efni fyrir Skálholtskórinn og
það þurfti ekki að kynda mikið undir
mér með það, því ég var mjög hrifinn
af því verkefni,“ segir Örlygur Bene-
diktsson tónskáld. „Við vissum hins
vegar ekki alveg strax hvaða texta
við ættum að taka, svo við ákváðum
að skoða gömul miðaldakvæði og
fengum nokkur slík send frá hand-
ritadeild Landsbókasafns. Textinn
sem varð fyrir valinu var lofsöngur til
Maríu guðsmóður, upphaflega í sex-
tán erindum, en hér eru valin úr þau
sem skírskota beinast til fæðingar
frelsarans og jólaguðspjallsins þann-
ig að eftir stendur dálítið lag.“
Örlygur segir jóla- og aðventu-
tónleikana í Skálholti hafa þróast og
vaxið mjög undanfarin ár. „Bæði
hvað varðar metnað, umfang og
stærð verka. Mikill metnaður ein-
kennir þessa tónlist og mikill áhugi
hjá öllum listamönnum og aðstand-
endum. Það eru dæmi um það að fólk
komi hingað í sérstakar ferðir, ætt-
ingjar og vinir sveitunga, bæði til að
baða sig í þessari tónlistardagskrá og
einnig til að taka þátt í þeim fjöl-
mörgu viðburðum sem eru í gangi í
héraðinu.“
Tónlist | Aðventutónleikar í Skálholti
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Mikill metnaður og áhugi
KÓRTÓNLIST verður í aðal-
hlutverki á aðventutónleikum Frí-
kirkjunnar í dag kl. 17, en þar munu
fimm kórar koma saman, sem allir
eiga það sameiginlegt að vera stjórn-
að af Gróu Hreinsdóttur. Þar er um
að ræða Álkórinn, Kór starfsmanna
Vífilfells, Kór hestamanna á Reykja-
víkursvæðinu, Kyrjukórinn frá Þor-
lákshöfn og eldri kór Snælandsskóla.
Einsöngvari á tónleikunum verður
Anna Sigríður Helgadóttir og píanó-
leikari verður Óskar Einarsson.
Gróa Hreinsdóttir kórstjóri segir
gesti eiga von á léttri og skemmti-
legri tónlist fyrir alla fjölskylduna.
„Þetta eru fyrst og fremst léttu
skemmtilegu lögin, þetta eru ekki
sálmar. Ef þarna eru einhverjir
sálmar, þá eru þeir í Gospel-
útsetningum,“ segir Gróa. „Við end-
um tónleikana á því að syngja saman
Frá ljósanna hásal. Það eru þá í
kringum sjötíu söngvarar sem
syngja saman í Fríkirkjunni, sem er
ágætis kór. Ef ég hefði þau alltaf
saman, þá væri þetta öflug radda-
flóra.“
Aðventutónleikar í Fríkirkjunni
Morgunblaðið/Ómar