Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÚ var löngum hefðin að bíógestir
gátu gengið að jólamyndunum vísum
á annan dag jóla, rétt eins og pökk-
unum undir jólatrénu. Að auki voru
þær yfirleitt rjóminn af Hollywood-
framleiðslunni (að vísu dálítið farinn
að súrna, svona tveggja, þriggja ára
gamall) og nokkurn veginn lausar
við blóðsúthellingar. Í dag eru þær
af öllum hugsanlegum toga þótt
sannkallaðar „jólamyndir“ setji nú
sem endranær talsverðan svip á
pakkann frá bíóunum. Nánast allar
splunkunýjar og ferskar en eru að
tínast inn í kvikmyndahúsin á nokkr-
um vikum kringum hátíðarnar.
Jólamyndaflóðið brast óvenju-
snemma á í ár, eða 19. nóvember
þegar sýningar hófust Bad Santa, og
síðan lýkur veislunni á smellinum
National Treasure, á fyrsta degi ný-
ársins.
BAD SANTA
(Smárabíó, Regnboginn, Borg-
arbíó Akureyri)
Leikstjóri: Terry Zwigoff.
Leikarar: Billy Bob Thornton,
Tony Cox, Bratt Kelly, John Ritter,
o.fl.
Vafasamur jóli er, eins og nafnið
bendir til, frekar óvenjulegur jóla-
glaðningur.
Stórleikarinn Thornton leikur
drykkjusjúkan innbrotsþjóf sem
notar jólasveinsgervið til að komast í
návígi við peningaskápa stórversl-
ana á aðfangadagskvöld. Nýtur til
þess aðstoðar dvergvaxins glæpa-
manns (Cox), en þetta vafasama
teymi ræður sig sem skemmtikrafta
fyrir unga gesti verslanaklasa í jóla-
mánuðinum.
Hér er hent gaman að kaupagleð-
inni og gjafafárinu sem einkennir
orðið hátíð ljóssins öðru fremur en
endar á huggulegu nótunum. Bad
Santa er því öllu frekar jólamynd
fyrir fullorðna en börn.
CHRISTMAS WITH
THE KRANKS
(Smárabíó, Regnboginn, Borg-
arbíó Akureyri)
Leikstjóri: Joe Roth
Leikarar: Tim Allen, Jamie Lee
Curtis, Cheech Marin, Jake Busey,
M. Emmet Walsh, Dan Aykroyd,
o.fl.
Nokkuð óvenjuleg en ósvikin jóla-
mynd, byggð á metsölubók Johns
Grishams um Luther Krank (Allen),
sem ákveður að sleppa jólunum eitt
árið. Langþreyttur á jólagjafakaup-
unum, skreytingunum, öllu heila
umstanginu og hyggst þess í stað
skella sér til sólskinsríkisins Flórída
ásamt kerlu sinni (Curtis). Babb
kemur í bátinn þegar dóttir hans
ákveður á síðasta augnabliki að
koma í heimsókn til pabba gamla og
mömmu. Nú eru góð ráð dýr,
Krankshjónin verða að taka á hon-
um stóra sínum og koma upp jóla-
trénu, afgreiða jólabaksturinn og
alla heilu hremminguna á methraða.
THE POLAR EXPRESS
(Sambíóin, Háskólabíó. Frumsýnd
3. des.)
Leikstjóri: Robert Zemeckis
Leikarar: Tom Hanks, Debbie
Lee Carrington, Andrew Ableson,
Michael Jeter, o.fl.
Norðurpólshraðlestin er sann-
kölluð jólamynd af gamla skólanum
og er byggð á frægu jólaævintýri
eftir Chris Van Allsburg en leik-
stjórinn og aðalleikarinn gerðu m.a.
saman gæðamyndirnar Forrest
Gump og Cast Away. Myndin segir
af ungum dreng sem er í miklum
vafa um jólasveininn og trúir helst
engu nema hann taki á því. Eitt
kvöldið heyrir hann í lestinni og það
er engin venjuleg járnbrautarlest
heldur sjálf Norðurpólshraðlestin og
honum er boðið að ganga um borð. Í
stuttu máli leggur drengurinn upp í
ferðalag lífsins þar sem hann lærir
ótalmargt fallegt og gagnlegt um til-
veruna. Ekki síst þá undirstöðureglu
að lífið svíkur engan sem trúir á það
góða. Myndin er gerð á nýstárlegan
hátt, fyrst var hún tekin á hefðbund-
inn hátt, síðan unnin upp á nýtt með
tölvugrafík og bætt í hana brellum.
PAPARAZZI
(Smárabíó, Regnboginn. Frum-
sýnd 9. des.)
Leikstjóri: Paul Abascal.
Leikarar: Cole Hauser, Larry
Cedar, Tom Sizemore, Robin Tunn-
ey, Dennis Farina.
Nýjasta myndin frá framleiðand-
anum Mel Gibson segir af hremm-
ingum sem óvænt hellast yfir Bo
Laramie (Hauser), unga og rísandi
kvikmyndastjörnu. Lífið brosir sínu
blíðasta og hann virðist eiga allt sem
hugurinn girnist: Glæstan feril, fal-
lega konu, son sem dýrkar hann, hús
á Malibu-ströndinni. Þá dynja
ósköpin yfir í líki fjögurra æsifrétta-
ljósmyndara (paparazzi), sem ætla
sér að hagnast á því að selja gulu
pressunni myndir sem þeir taka í
óleyfi af stjörnunni og fjölskyldu
hans. Bo er ekkert um þessa árás á
einkalífið gefið og fyrr en varir fer
leikurinn úr böndunum. Þess má
geta að Gibson komst sjálfur í frétt-
irnar er hann réðst á paparazzi-
ljósmyndara utan við næturklúbb
árið 1990.
SURVIVING CHRISTMAS
(Háskólabíó, Sambíóin. Frumsýnd
10. des.)
Leikstjóri: Mike Mitchell
Leikarar: Ben Affleck, Christina
Applegate, James Gandolfini, Cath-
erine O’Hara.
Drew Latham (Affleck), vellauð-
ugur hljómplötuframleiðandi, er í
slæmri tilvistarkreppu eftir að kær-
astan hleypur frá honum. Jólin nálg-
ast óðfluga og ákveður Latham að
eyða þeim einn á báti. Hann heldur á
bernskuslóðirnar sem eru eini stað-
urinn þar sem hann rekur minni til
að hafa verið virkilega hamingju-
samur. Bankar upp á hjá fólkinu
sem nú býr á gamla æskuheimilinu
og biður leyfis að fá að dvelja hjá því
yfir hátíðarnar. Sér til skelfingar
uppgötvar Latham að „nýja fjöl-
skyldan hans“ er jafnvel dularfyllri
en hans eigin. Applegate leikur dótt-
urina á bænum en Gandolfini og
O’Hara foreldra hennar.
SAW
(Laugarásbíó, Regnboginn, Borg-
arbíó Akureyri. Frumsýnd 9. des.)
Leikstjóri: James Wan.
Leikarar: Tobin Bell, Cary Elwes,
Danny Glover, Dina Meyer, Monica
Potter.
Saw er magnað tilbrigði við rað-
morðingjahrollinn gerð af ungum og
ferskum kvikmyndagerðarmönnum.
Þeir Adam (Leigh Whannell) og dr.
Lawrence Gordon (Elwes) ranka við
sér við miður geðslegar kring-
umstæður, hlekkjaðir við rör í
drungalegum pyntingaklefa. Þeir
uppgötva fljótlega að þeir eru í haldi
raðmorðingja sem leikið hefur laus-
um hala og gengur undir viðurnefn-
inu „Útskurðarsögin“. Dráparinn
hefur þann háttinn á að koma fórn-
arlömbunum í slíkar kringumstæður
að eina leiðin út er barátta upp á líf
og dauða þar sem sá sem lifir á
möguleika á frelsi.
OCEAN’S TWELVE
(Háskólabíó, Sambíóin. Frumsýnd
17. des.)
Leikstjóri: Steven Soderbergh.
Leikarar: George Clooney, Brad
Pitt, Julia Roberts, Andy Garcia,
Ocean’s 12: Svalur, svalari og svalastur.
Christmas with the Kranks: Klæjar þig ekki undan skegginu? Tim Allen er
manna vanastur því að leika jólasveininn.The Incredibles: Ótrúleg kjarnafjölskylda í eins samfestingum.
Löng og litrík bíójól
Frumsýningar hátíða-
mynda kvikmynda-
húsanna ber ekki
lengur upp á annan
jóladag heldur standa
þær frá miðjum
nóvember til nýárs-
dags. Sæbjörn
Valdimarsson skoðaði
kræsingarnar á
bíóhlaðborðinu.
Blade: Trinity: Blessaður Blade er eftirlýstur af yfirvöldum.
National Treasure: Nicolas Cage heimtar stjórnarskrárbreytingu á nýju ári.
The Polar Express: Iðnjöfurinn Jólasveinnin rekur öfluga jólagjafasmiðju á Norðurpólnum og verkafólkið er álfar.
SAW: Einstaklega jólaleg hrollvekja, eða þannig.