Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÚ var löngum hefðin að bíógestir gátu gengið að jólamyndunum vísum á annan dag jóla, rétt eins og pökk- unum undir jólatrénu. Að auki voru þær yfirleitt rjóminn af Hollywood- framleiðslunni (að vísu dálítið farinn að súrna, svona tveggja, þriggja ára gamall) og nokkurn veginn lausar við blóðsúthellingar. Í dag eru þær af öllum hugsanlegum toga þótt sannkallaðar „jólamyndir“ setji nú sem endranær talsverðan svip á pakkann frá bíóunum. Nánast allar splunkunýjar og ferskar en eru að tínast inn í kvikmyndahúsin á nokkr- um vikum kringum hátíðarnar. Jólamyndaflóðið brast óvenju- snemma á í ár, eða 19. nóvember þegar sýningar hófust Bad Santa, og síðan lýkur veislunni á smellinum National Treasure, á fyrsta degi ný- ársins. BAD SANTA (Smárabíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri) Leikstjóri: Terry Zwigoff. Leikarar: Billy Bob Thornton, Tony Cox, Bratt Kelly, John Ritter, o.fl. Vafasamur jóli er, eins og nafnið bendir til, frekar óvenjulegur jóla- glaðningur. Stórleikarinn Thornton leikur drykkjusjúkan innbrotsþjóf sem notar jólasveinsgervið til að komast í návígi við peningaskápa stórversl- ana á aðfangadagskvöld. Nýtur til þess aðstoðar dvergvaxins glæpa- manns (Cox), en þetta vafasama teymi ræður sig sem skemmtikrafta fyrir unga gesti verslanaklasa í jóla- mánuðinum. Hér er hent gaman að kaupagleð- inni og gjafafárinu sem einkennir orðið hátíð ljóssins öðru fremur en endar á huggulegu nótunum. Bad Santa er því öllu frekar jólamynd fyrir fullorðna en börn. CHRISTMAS WITH THE KRANKS (Smárabíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri) Leikstjóri: Joe Roth Leikarar: Tim Allen, Jamie Lee Curtis, Cheech Marin, Jake Busey, M. Emmet Walsh, Dan Aykroyd, o.fl. Nokkuð óvenjuleg en ósvikin jóla- mynd, byggð á metsölubók Johns Grishams um Luther Krank (Allen), sem ákveður að sleppa jólunum eitt árið. Langþreyttur á jólagjafakaup- unum, skreytingunum, öllu heila umstanginu og hyggst þess í stað skella sér til sólskinsríkisins Flórída ásamt kerlu sinni (Curtis). Babb kemur í bátinn þegar dóttir hans ákveður á síðasta augnabliki að koma í heimsókn til pabba gamla og mömmu. Nú eru góð ráð dýr, Krankshjónin verða að taka á hon- um stóra sínum og koma upp jóla- trénu, afgreiða jólabaksturinn og alla heilu hremminguna á methraða. THE POLAR EXPRESS (Sambíóin, Háskólabíó. Frumsýnd 3. des.) Leikstjóri: Robert Zemeckis Leikarar: Tom Hanks, Debbie Lee Carrington, Andrew Ableson, Michael Jeter, o.fl. Norðurpólshraðlestin er sann- kölluð jólamynd af gamla skólanum og er byggð á frægu jólaævintýri eftir Chris Van Allsburg en leik- stjórinn og aðalleikarinn gerðu m.a. saman gæðamyndirnar Forrest Gump og Cast Away. Myndin segir af ungum dreng sem er í miklum vafa um jólasveininn og trúir helst engu nema hann taki á því. Eitt kvöldið heyrir hann í lestinni og það er engin venjuleg járnbrautarlest heldur sjálf Norðurpólshraðlestin og honum er boðið að ganga um borð. Í stuttu máli leggur drengurinn upp í ferðalag lífsins þar sem hann lærir ótalmargt fallegt og gagnlegt um til- veruna. Ekki síst þá undirstöðureglu að lífið svíkur engan sem trúir á það góða. Myndin er gerð á nýstárlegan hátt, fyrst var hún tekin á hefðbund- inn hátt, síðan unnin upp á nýtt með tölvugrafík og bætt í hana brellum. PAPARAZZI (Smárabíó, Regnboginn. Frum- sýnd 9. des.) Leikstjóri: Paul Abascal. Leikarar: Cole Hauser, Larry Cedar, Tom Sizemore, Robin Tunn- ey, Dennis Farina. Nýjasta myndin frá framleiðand- anum Mel Gibson segir af hremm- ingum sem óvænt hellast yfir Bo Laramie (Hauser), unga og rísandi kvikmyndastjörnu. Lífið brosir sínu blíðasta og hann virðist eiga allt sem hugurinn girnist: Glæstan feril, fal- lega konu, son sem dýrkar hann, hús á Malibu-ströndinni. Þá dynja ósköpin yfir í líki fjögurra æsifrétta- ljósmyndara (paparazzi), sem ætla sér að hagnast á því að selja gulu pressunni myndir sem þeir taka í óleyfi af stjörnunni og fjölskyldu hans. Bo er ekkert um þessa árás á einkalífið gefið og fyrr en varir fer leikurinn úr böndunum. Þess má geta að Gibson komst sjálfur í frétt- irnar er hann réðst á paparazzi- ljósmyndara utan við næturklúbb árið 1990. SURVIVING CHRISTMAS (Háskólabíó, Sambíóin. Frumsýnd 10. des.) Leikstjóri: Mike Mitchell Leikarar: Ben Affleck, Christina Applegate, James Gandolfini, Cath- erine O’Hara. Drew Latham (Affleck), vellauð- ugur hljómplötuframleiðandi, er í slæmri tilvistarkreppu eftir að kær- astan hleypur frá honum. Jólin nálg- ast óðfluga og ákveður Latham að eyða þeim einn á báti. Hann heldur á bernskuslóðirnar sem eru eini stað- urinn þar sem hann rekur minni til að hafa verið virkilega hamingju- samur. Bankar upp á hjá fólkinu sem nú býr á gamla æskuheimilinu og biður leyfis að fá að dvelja hjá því yfir hátíðarnar. Sér til skelfingar uppgötvar Latham að „nýja fjöl- skyldan hans“ er jafnvel dularfyllri en hans eigin. Applegate leikur dótt- urina á bænum en Gandolfini og O’Hara foreldra hennar. SAW (Laugarásbíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri. Frumsýnd 9. des.) Leikstjóri: James Wan. Leikarar: Tobin Bell, Cary Elwes, Danny Glover, Dina Meyer, Monica Potter. Saw er magnað tilbrigði við rað- morðingjahrollinn gerð af ungum og ferskum kvikmyndagerðarmönnum. Þeir Adam (Leigh Whannell) og dr. Lawrence Gordon (Elwes) ranka við sér við miður geðslegar kring- umstæður, hlekkjaðir við rör í drungalegum pyntingaklefa. Þeir uppgötva fljótlega að þeir eru í haldi raðmorðingja sem leikið hefur laus- um hala og gengur undir viðurnefn- inu „Útskurðarsögin“. Dráparinn hefur þann háttinn á að koma fórn- arlömbunum í slíkar kringumstæður að eina leiðin út er barátta upp á líf og dauða þar sem sá sem lifir á möguleika á frelsi. OCEAN’S TWELVE (Háskólabíó, Sambíóin. Frumsýnd 17. des.) Leikstjóri: Steven Soderbergh. Leikarar: George Clooney, Brad Pitt, Julia Roberts, Andy Garcia, Ocean’s 12: Svalur, svalari og svalastur. Christmas with the Kranks: Klæjar þig ekki undan skegginu? Tim Allen er manna vanastur því að leika jólasveininn.The Incredibles: Ótrúleg kjarnafjölskylda í eins samfestingum. Löng og litrík bíójól Frumsýningar hátíða- mynda kvikmynda- húsanna ber ekki lengur upp á annan jóladag heldur standa þær frá miðjum nóvember til nýárs- dags. Sæbjörn Valdimarsson skoðaði kræsingarnar á bíóhlaðborðinu. Blade: Trinity: Blessaður Blade er eftirlýstur af yfirvöldum. National Treasure: Nicolas Cage heimtar stjórnarskrárbreytingu á nýju ári. The Polar Express: Iðnjöfurinn Jólasveinnin rekur öfluga jólagjafasmiðju á Norðurpólnum og verkafólkið er álfar. SAW: Einstaklega jólaleg hrollvekja, eða þannig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.