Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 11
’Tilnefningarnar núna minna mig reynd-ar svolítið á Óskarsverðlaunin í Hollywood í gamla daga. Þá fengu menn þau yfirleitt árið eftir að þeir áttu þau skilið.‘Þráinn Bertelsson rithöfundur um tilnefningar til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna 2004. ’Hefja þarf veikingu krónunnar semfyrst.‘Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, seg- ir verulega hættu stafa af viðskiptahallanum, sem sé að verulegu leyti fjármagnaður með erlendum lánum. ’Ég vona að við getum þokast áfram ífriðarátt. Það er ekki einfalt, það er ekki auðvelt, en þetta vekur von og er rétt skref.‘Shimon Peres, leiðtogi ísraelska Verkamannaflokks- ins, eftir að miðstjórn Likud-flokks Ariels Sharons for- sætisráðherra féllst á að mynda með honum sam- steypustjórn. ’Það er mjög erfitt starf að standa í því aðláta fólk borga toll af fatnaði og slíkum hlutum.‘Kári Gunnlaugsson, aðaldeilarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir brögð að því að fólk reyni að flytja með sér jólagjafir og annan varning frá útlöndum án þess að borga af honum toll. ’Við höfum eignast nýtt land á þessumsautján dögum.‘Viktor Jústsjenkó, forsetaefni stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir sautján daga mótmæli á miðvikudag, en fyrr um daginn samþykkti úkraínska þingið breytingar á kosn- ingalögum til að greiða fyrir lýðræðislegum forseta- kosningum síðar í mánuðinum. ’Ef fanginn vill líta á komuna í fangelsiðsem endapunkt á því lífi sem hann hefur lifað fram að því verðum við að geta boðið upp á aðstöðu og aðstoð til að gera honum það kleift.‘Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vill loka Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem þau standist ekki kröfur nútímans. ’Það er ástæða til að fjölmiðlar og kvik-myndahús taki til skoðunar hvað þeir eru að sýna og hvaða mynd þeir spegla af líf- inu.‘Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur, í tengslum við átak UNIFEM á Íslandi og fleiri samtaka gegn kyn- bundnu ofbeldi. Hún vísar í rannsóknir sem benda til þess að neikvæðar myndir af konum í fjölmiðlum hafi neikvæð áhrif á daglegt líf kvenna. ’Ég vil sérstaklega lýsa því yfir að endaþótt stjórnarskrá Íslands sé vitaskuld í eðli sínu hápólitískt plagg þá er það skoð- un mín að hún eigi að mestu að vera hafin yfir pólitískt dægurþras sem er í eðli sínu mjög háð tíma og rúmi.‘Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðu í Þjóð- menningarhúsinu á mánudag, er hann skýrði frá því að hann hefði óskað eftir tilnefningum um fulltrúa stjórn- málaflokkanna í nefnd sem hafi það hlutverk að vinna að breytingum á stjórnarskránni. ’Foreldrar hafa margir lýst yfir ánægjusinni með þetta, ekki síst af hagkvæmnis- ástæðum.‘Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri í Ártúnsskóla, þar sem tekinn hefur verið upp sérstakur skólafatn- aður. ’Það er allavega alveg ljóst að hér erákveðin þversögn á ferðinni.‘Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofn- unar, um niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á stærð- fræðikunnáttu fimmtán ára nemenda. Samkvæmt þeim eru stúlkur í 10. bekk áberandi betri en strákar í stærð- fræði, en strákarnir telja sig hins vegar betri. Ummæli vikunnar Reuters Viktor Jústsjenkó, forsetaefni stjórnarandstöð- unnar í Úkraínu, sagðist á blaðamannafundi á föstudag búast við að fá um 60% atkvæða er gengið verður til kosninga á ný. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 11 Ef fólk kemst í verulega vond mál getur það leitað til Rauða kross deildarinnar á staðnum.“ 100% í þróunarhjálpina Öll framlög til ABC barnahjálpar renna óskert til málefnisins, nema fjármunir sem sérstaklega er aflað til reksturs skrifstofu; af 100 milljóna rekstri í fyrra fóru 93 millj- ónir utan. Hálfur annar áratugur er nú síðan Guð- rún Margrét Pálsdóttir lét til skarar skríða ásamt fleirum og stofnaði ABC barnahjálp. Tilgangur starfseminnar er að veita nauð- stöddum börnum varanlega hjálp og koma á „framfæri framlögum gjafmildra Íslend- inga“, eins og það er orðað á heimasíðu samtakanna, sem skila sér óskert til um- komulausra barna í fátækari löndum. ABC barnahjálp sér nú fyrir 4.350 börn- um með hjálp íslenskra fósturforeldra, að- allega á Indlandi, Úganda og Filippseyjum. Um 3.200 stuðningsaðilar eru hér á landi, aðeins einn stendur að baki hverju barni en sumir styðja fleiri en eitt. Hjálpin sem veitt er felst aðallega í menntun barna sem annars ættu ekki kost á skólagöngu, þeim er líka séð fyrir lækn- ishjálp, framfærslu og heimili þar sem þörf er á. Þess má geta að ABC reka framhalds- skóla á Heimili litlu ljósanna á Indlandi, þar sem mörg börn, sem ella væru á götunni, hafa lokið BA- eða BS-prófi í t.d. hjúkr- unarfræði, fatahönnun, bifvélavirkjun eða ýmsum bóknámsbrautum. Guðrún Margrét var á ferð í Mið- Ameríku þegar hún fékk hugmyndina að stofnun ABC. „Þegar ég sá börn sofa úti á götu ákvað ég að gera eitthvað í málunum,“ segir hún. Eftir árs ferðalag stofnaði hún ABC ásamt fleirum; „starfsemi sem byggist að mestu leyti á sjálfboðastarfi til þess að öll framlögin skili sér alla leið og við leggj- um áherslu á að veita varanlega hjálp“. Starf ABC er tvíþætt; annars vegar kosta samtökin menntun, umönnun og framfærslu þurfandi barna og hins vegar sjá þau um byggingu heimila og skóla til að geta veitt börnunum þá hjálp sem þau þarfnast. „Hver einstaklingur eða fjölskylda greiðir vissa upphæð á mánuði, misháa eftir því hve barnið fær mikla hjálp. Sums staðar styrkjum við börn í skóla, t.d. ríkisskóla án matar eða einkaskóla með mat, alls staðar er boðið upp á læknishjálp, sums staðar er um fulla framfærslu að ræða og heimili með skóla,“ sagði Guðrún Margrét við Morg- unblaðið. „Framlögin skila sér alla leið, 100%. Við höfum önnur úrræði með rekstur skrifstofu; starfið hér er að langmestu leyti unnið í sjálfboðavinnu en þeir sem fá laun fá greitt úr sérstökum launasjóði,“ segir hún. Umræddur sjóður er m.a. fjármagnaður með sölu jólakorta auk þess sem ein- staklingar og fyrirtæki gefa stundum bein- línis í hann. Guðrún Margrét segir 93% af heildar- tekjum starfsins í fyrra hafa runnið til þró- unarhjálparinnar. Hún kveðst hafa á tilfinningunni að flestir ætlist til þess, þegar um er að ræða fjár- safnanir eða starfsemi eins og hér um ræð- ir, að allir gefi vinnu sína. „En það má vanda sig mikið; ýmsir hafa boðið okkur samstarf við ýmiss konar fjáraflanir þar sem aðeins hluti þess sem safnast hefur átt að renna til hjálparstarfsins. Það verður að fara vandlega í saumana á slíku í hvert skipti; ég efast ekki um að fólk býður slíkt af góðum hug en við höfum alltaf sest niður og reiknað og alltaf komist að því að við getum ekki farið í slíkt samstarf samvisk- unnar vegna. Ef fólk kaupir eitthvað til þess að styrkja okkur viljum við frekar að það leggi peningana bara beint inn á reikn- ing okkar þannig að öll upphæðin skili sér alla leið.“ Einsdæmi „Umræðan undanfarið er leiðinleg vegna þess að íslenska þjóðin ber mikið traust til sinna listamanna,“ segir Sigurgeir Sig- mundsson, gítarleikari, sem er í stjórn Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) í samtali við Morgunblaðið. „Það þekkist varla að tónlistarmenn þiggi fé fyrir svona tónleika eins og haldnir voru í Hallgríms- kirkju um daginn. Þeir eru í raun eins- dæmi.“ Björn Árnason, framkvæmdastjóri FÍH, tekur í sama streng, og segir það algjöra undantekningu ef tónlistarfólk þiggi fé fyrir framlag sitt til góðgerðarsamkoma. „Ekki má gleyma því að menn eins og Kristján Jóhannsson eru súperstjörnur og það er ekkert óeðlilegt við að slíkir einstaklingar þiggi fé fyrir að koma fram, enda vitað mál að súperstjörnur draga að fólk. En þá eiga menn auðvitað að segja frá því hvernig þessu er háttað.“ Björn segir: „Það sárasta fyrir þá lista- menn sem taka þátt í ýmis konar söfnunum, og eru yfirleitt boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum, er að sjá að margir aðrir fá greitt fyrir sinn þátt í viðburðinum. Það er miklu auðveldara að sætta sig við að afsala sér kaupinu sínu ef allir gerðu það.“ Björn segir það iðulega gerast að listamennirnir gefi vinnu sína, hvort sem er í útvarpi, sjón- varpi eða á tónleikum, en aðrir sem að komi þiggi laun. „Oft er fjöldi annars fólks að vinna við verkefnið á fullum launum og þeg- ar upp er staðið hefur framlag listamann- anna skilað litlu vegna þess að kostn- aðurinn er svo mikill. Ef menn á annað borð standa að slíkum samkomum ættu þeir að tryggja að allir sem koma fram geri það af sama örlæti og listamenn- irnir.“ Tæknifólk þarf auðvitað að lifa eins og aðrir, segir hann, „en ef listamenn gefa alla skapaða hluti hafa þeir ekki í sig og á“. Björn segir að upptöku frá um- ræddum tónleikum í Hallgrímskirkju eigi að gefa út „bæði á geisladiski og DVD og listamennirnir sem komu fram þiggja ekkert fyrir það; segja má að listamennirnir gefi alls 3,6 milljónir fyrir þá vinnu sem venju- lega hefði verið rukkað fyrir vegna útgáfunnar. Það er framlag tónlistar- mannanna til þessarar söfnunar. Mér finnst oft vanta að fólk geri sér grein fyrir þeim verðmætum sem listamenn eru í raun að afhenda, vegna þess að það er ekki sjálfgefið að þeir geri það.“ Umhyggja og væntumþykja Einar Bárðarson hefur staðið fyrir styrktartónleikum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um jólaleyt- ið nokkur undanfarin ár, þar sem allir sem að koma gefa vinnu sína. Það kom ekki til af góðu að Einar fór út í slíkt tónleikahald. „Frændi minn fékk krabbamein þegar hann var lítill strákur.“ Einar var þá í há- skólanámi erlendis og sá og heyrði hvað félagið gerði mikið fyrir fjöl- skylduna; slík veikindi hafa þannig áhrif á líf fjölskyldunnar að báðir for- eldrar geta þurft að hætta að vinna og frænka hans, móðir drengsins, sem er utan af landi, gat dvalið í íbúð félagsins á höfuðborgarsvæðinu á meðan drengurinn var undir læknishendi. „Ég hafði aldrei orðið vitni að annarri eins umhyggju og vænt- umþykju og félagið sýnir skjólstæðingum sínum og ákvað þá að ef ég kæmist einhvern tíma í aðstöðu til þess að gera eitthvað fyrir þetta félag þá myndi ég gera það,“ segir Einar við Morgunblaðið. Fyrstu tónleikana hélt Einar 1997 og ekki fór ein króna í kostnað. „Það góða fólk sem rekur Háskólabíó hefur látið mig fá húsið frítt, vinur minn, sem rekur EB hljóðkerfi á Selfossi, lánar sínar græjur og starfsfólk hans gefur sína vinnu. Rótarar í bransanum sömuleiðis, fjölmiðlar hafa gefið auglýsingar og þannig mætti áfram telja. Enginn fær krónu fyrir. Og við afhendum félaginu alltaf allan aðgangseyrinn í hléi.“ Félaginu hafa jafnan verið afhentar tvær milljónir króna í hvert skipti. Sætin í Há- skólabíói eru að vísu ekki nema 970 og að- gangseyrir hefur verið 2000 krónur, en Ein- ar og Háskólabíó hafa skipst á að borga mismuninn því tvær milljónir er „skemmti- legri tala“ en ein milljón níu hundruð og fjörutíu þúsund (!), eins og Einar komst að orði. Hann segir að fyrsta árið hafi flytjendur svolítið spurt um tilefni tónleikanna, „en svo var eins og ég öðlaðist traust tónlist- arfólksins og mönnum hefur jafnvel þótt mikið til þess koma að fá að vera með“. Það er gjarnan tónlistarfólk sem Einar starfar mikið með aðra daga ársins sem kemur fram á tónleikunum. „Fólk gerir þetta fyrir félagið og í trausti vinskapar okkar; ég á sem betur fer marga vini í bransanum.“ Einari þykir afskaplega vænt um að geta orðið styrktarfélaginu að liði með þessum hætti. „Það er gott að vera í þeirri aðstöðu að geta gert eitthvað fyrir aðra, sérstaklega þetta félag.“ Einar er viss um að þeir sem að slíkum skemmtunum standa fara af stað af góðum vilja, en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því hve verkefnið er umfangsmikið. „Ég rek tónleikafyrirtæki og veit því vel hvað til þarf. Mig grunar að einhverjir sem fá þá hugmynd að halda svona skemmtun haldi að ef þeir fá skemmtikraftana frítt sé kostnaðurinn enginn. En kostnaður við húsaleigu og öll nauðsynleg tæki er mikill. Ég hef enga skoðun á því hvernig aðrir framkvæma svona skemmtanir, en ég myndi ekki bjóða tónlistarfólkinu, sem ég virði og vinn með, að borga öllum nema því.“ sé blekktur skapti@mbl.is Læknir á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans skoðar afganskt barn. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.