Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 59
MENNING
Nýbakaður Turner-verðlaunahafi, JeremyDeller, er meðal þeirra
myndlistarmanna sem væntanlegir
eru hingað til lands á Listahátíð í
Reykjavík á næsta ári. Frá þessu
greindi Jessica Morgan, sýning-
arstjóri myndlistarþáttar Listahá-
tíðar, í Lesbók Morgunblaðsins í
gær. Það er auðvitað til marks um
framsýni hennar og gott innsæi í
myndlistarheiminn að hafa bókað
manninn áður
en hann hlaut
verðlaunin, því
víst er að á
næstu miss-
erum á hann
eftir að verða mjög eftirsóttur til
sýningahalds – Turner-verðlaunin
kalla það yfirleitt yfir þá myndlist-
armenn sem þau hljóta. En hver er
þessi Jeremy Deller?
Fyrst má nefna að hinn 38 áraDeller er ekki menntaður í
myndlist, heldur listasögu. Hann
lauk BA-gráðu í faginu árið 1988
með áherslu á barokklist og arki-
tektúr og MA-gráðu árið 1992.
Það skýrir ef til vill hvaða tök-
um hann tekur myndlistina. Deller
er nefnilega enginn handverks-
maður, heldur allur í því að skapa
„prójekt“. „List snýst ekki um það
sem þú gerir, heldur það sem þú
lætur gerast,“ hefur hann sjálfur
sagt um myndlist sína.
Verkið sem hann hlaut Turner-
verðlaunin fyrir í byrjun mánaðar-
ins heitir Memory Bucket, og inni-
heldur meðal annars heimild-
armynd sem fjallar um
pílagrímsför að heimabæ George
Bush í Texas og uppáhalds-
hamborgarabúllu hans, og skrúð-
göngu sem hann stóð fyrir í gegn
um spænsku borgina San Sebast-
ian með minnihlutahópum, meðan
alþjóðlegi myndlistartvíæringurinn
Manifesta 5 fór þar fram.
Deller réð ungmenni til að gera
myndina á Spáni, enda má frekar
líta á hann sem stjórnanda, leik-
stjóra, „kúrator“ eða eitthvað
þannig, fremur en gerandann sjálf-
an. Það er til marks um hversu af-
stætt hugtakið list er, og hann hef-
ur sjálfur útskýrt málið á þessa
leið: „List er oft á tíðum hug-
myndin. Yfirleitt hef ég enga
stjórn á atburðinum sjálfum.“
Verkið Memory Bucket þótti„andríkt“, „fagna sköp-
unargleði einstaklinga“ og inni-
halda „félagslegt og menning-
arlegt samhengi“ í röð „prójekta“,
að mati dómnefndar.
Sagt er að Deller sé ákaflega,
jafnvel óvenjulega vel liðinn, bæði
í listheiminum og meðal almenn-
ings. Kannski er það vegna fjar-
veru hans sjálfs í verkunum, en
ólíkt mörgum myndlistarverkum,
sem verða til um þessar mundir,
kemur höfundurinn sjálfur sára-
sjaldan fyrir í verkum Dellers. „Ég
er ekki þar, vegna þess að verkið
fjallar ekki um mig,“ segir hann
sjálfur um verk sín.
Sagt hefur verið um verk Dell-ers að þau eigi sér að mestu
stað utan gallería, og það sem sett
sé á sýningu sé bara „hreyturnar
af einhverju stórfenglegu“, eins og
Michael Morris í Artangel orðar
það.
Vegna þessa er Deller varla lík-
legur til að vera söluvænn mynd-
listarmaður, ólíkt Turner-
verðlaunahafanum frá því í fyrra,
Grayson Perry sem getur notað
orðstír verðlaunanna til að búa til
dýra og söluvæna leirgripi. En
Deller sagði í samtali við breska
blaðið The Guardian í vikunni að
sér væri alveg sama. „Ég hef ekki
hugsað mér að nota verðlaunin
sem stökkbretti til að hagnast,“
sagði hann.
Í sama viðtali var hann spurður
hvort best væri að skilja listsköpun
hans sem uppreisn gegn því sem
hann lærði í listasögunni? Gegn
æðri list, gegn sölumennsku, gegn
peningum? „Þvert á móti,“ svaraði
hann. „Ég sérhæfði mig í 17. aldar
list, og er enn að vitna til Carav-
aggio. Hann vildi ná til áhorfenda,
grípa þá og gera þá að hluta af
listaverkinu. Ég vil líka gera það.“
Jeremy Deller hefur líka svar á
reiðum höndum við spurningunni
hvernig hann dirfist að kalla sjálf-
an sig listamann, þegar hann geti
ekki málað og ekki teiknað.
„Heimurinn hefur þróast. Það er
ekki verið að skrifa með fjöðrum á
handrit lengur. Hvers vegna er
listin það eina sem ekki má þróast
þegar kemur að framsetningu?“
Ríflega fjórðungur áðurgreindsviðtals við Jeremy Deller í
The Guardian fór í að ræða hve
illa honum væri við athyglina sem
hann hefur hlotið í tengslum við
Turner-verðlaunin. Miklar mynda-
tökur fóru fyrir brjóstið á honum,
sérstaklega þegar hann kyssti for-
eldra sína eftir viðtöku verð-
launanna. Hann notaði tækifærið
til að biðjast afsökunar á því við
lesendur blaðsins að hann væri enn
og aftur viðfangsefni þess.
Kannski væri honum meinilla við
þessa umfjöllun hér. Að minnsta
kosti ættum við alls ekki að biðja
hann að koma í Spurt og svarað
þegar hann kemur hingað til lands
í vor.
Það sem þú lætur gerast
’„Hvers vegna er listinþað eina sem ekki má
þróast þegar kemur að
framsetningu?“‘
AF LISTUM
Inga María
Leifsdóttir
ingamaria@mbl.is
AP
„List er oft á tíðum hugmyndin. Yfirleitt hef ég enga stjórn á atburðinum
sjálfum,“ segir Turner-verðlaunahafinn Jeremy Deller um listsköpun sína.
LISTASAFNIÐ Louvre í París á nú
í samningaviðræðum um möguleika
á útibúi í The High Museum of Art í
Atlanta-borg í Bandaríkjunum.
Safnið er með nýjan væng í bygg-
ingu sem verður lokið við árið 2006.
The Guardian greindi frá þessu í
vikunni.
Safnið mun fá einn af þremur
byggingum vængsins til afnota í
þrjú ár, og verða verk eftir Raph-
ael, Velasquez, Dürer, Rubens,
Watteau og Rembrandt flutt frá
París til Georgíuríkis, þar sem sett-
ar verða saman sýningar sem
byggjast ýmist á þema eða tímabili.
Milljónasamningur
Safnið í Atlanta er mun minna
þekkt en Louvre, en samstarfið á
rætur að rekja til persónulegra
kynna forstöðumannanna tveggja,
Henri Loyrette og Michael Shapiro.
Loyrette, sem er forstöðumaður
Louvre, hefur margsinnis rætt hús-
næðisskort safnsins, en samningur
þessi er ekki tilkominn vegna pláss-
leysis heldur peninga. Safnið í Atl-
anta hefur ekki staðfest upphæð-
ina, en sögur herma að það muni
greiða 10 milljónir dollara, ríflega
600 milljónir, fyrir lánið. Louvre-
safnið fær tvo þriðju af árlegu
rekstrarfé sínu sem hljóðar upp á
155 milljónir evra, um 13 milljarða,
frá ríkinu. Samkvæmt nýjum reglu-
gerðum þarf safnið hins vegar að
fjármagna viðgerðir upp á eigin
spýtur.
Associated Press
Glerpíramídi I.M. Pei við Louvre í París.
Louvre til
Ameríku?
Fréttir á SMS