Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 43 UMRÆÐAN Í GREIN Þorsteins Siglaugsson- ar hagfræðings í Morgunblaðinu 27. nóvember bregst hann við ummæl- um mínum í Spegli Ríkisútvarpsins um Reykjavíkurborg og Kára- hnjúkavirkjun. ÞS sak- ar mig um yfirgrips- mikla vanþekkingu í fjármálafræðum og að beita sjónhverfingum. Undir þeim ásökunum sit ég ekki. Forsaga máls er við- tal í Speglinum 16. nóv- ember við Þorsteinn Siglaugsson og daginn eftir við SJ. Í fyrra við- talinu reiknaði Þor- steinn Siglaugsson fram tap borgarinnar af K með hundakúnst- um. Hann gefur sér að arðsemi virkjunarinnar verði í besta falli 3% en hefði átt að vera 8% og mismun- inn, 5%, reiknar hann síðan til 3,5 milljarða á ári og heldur því rang- lega fram að borgin eigi 65% í Landsvirkjun. Ég benti á að borgin stóð frammi fyrir því að skrifa upp á lánin eða gera það ekki. Ef síðari kosturinn hefði verið valinn hefði borgin ekki borið neina áhættu og ekki fengið neina ávöxtun. Þorsteinn virðist telja sig handhafa sannleik- ans í fjármálafræðum með því að kynna fyrir lesendum að það að haf- ast ekki að leiðir ekki af sér neina áhættu. En hann verður að gera bet- ur en að jafna athafnaleysi við áhættulausa fjárfestingu. Í Speglinum 17. nóvember var leiddur fram dr. Sigurður Jóhann- esson Zoëga hagfræðingur og virtist honum í mun að sýna fram á að borgin hafi víst fjárfest í virkjuninni. Orðrétt segir hann: … „það er eig- inlega ósköp lítill munur á því eins og að leggja hreinlega fram fé af því ... lánin geta fallið á borgina og þá tapar hún nákvæmlega þessu sem hún gengst í ábyrgð fyrir. Þannig að það má alveg segja að hún hafi fjár- fest í Kárahnjúkavirkjun.“ En dr. Zoëga bætir svo við : „við getum tap- að þessu öllu en við getum líka kom- ið út á sléttu, við getum líka grætt aðeins.“ Sem sagt af því að lánin gætu fallið á borgina þá hefði borgin alveg eins átt að leggja fram fé! Gætu fallið? Í viðtali við Spegil brást ég við þessum ummæl- um SJ og benti á að hægt sé að meta lík- urnar á því að lánin falli á borgina. Ég minnti á að nefnd skip- uð fulltrúum eigenda Landsvirkjunar hefði gert áhættugreiningu þar sem fram kom að litlar líkur væru á að þetta gerðist. Það er eitt hvort virkjunin nái ávöxtunarkröfu markaðarins og annað hvort lánin falli á eigendur. Fjárfestingu borgarinnar í Kára- hnjúkavirkjun má meta út frá af- leiðufræðum og á grundvelli lík- indareiknings má reikna út hvort verð á afleiðunni sé hærra eða lægra en ábyrgðargjaldið. Augljóst er hins vegar að verðið á afleiðunni er langt- um lægra en nemur ábyrgðunum. Ályktun Þorsteins Siglaugssonar um að ég teldi fjárfestingu í Kára- hnjúkavirkjun nær áhættulausa er því byggð á fullkomnum misskiln- ingi. Mér sýnist ekki hafa þýðingu að reyna að rökræða við Þorstein Sig- laugsson, enda sýna útúrsnúningar og hótfyndni í grein hans að það er til lítils. Spurning hvort hann ætlast til að vera tekinn alvarlega. Svar til Þorsteins Siglaugssonar Sigurður Snævarr svarar Þorsteini Siglaugssyni ’Mér sýnist ekki hafaþýðingu að reyna að rökræða við Þorstein Siglaugsson, enda sýna útúrsnúningar og hót- fyndni í grein hans að það er til lítils.‘ Sigurður Snævarr Höfundur er borgarhagfræðingur. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Glæsileg fullinnréttuð 117 fm íbúð á efstu hæð að Naustabryggju 27. Íbúðin er á tveimur hæðum, vel skipulögð og mun stærri en skráð stærð segir um. Allar innréttingar sérsmíðaðar og loft fallega upp- tekin, tvennar salir og þvottahús er í íbúðinni - stæði í lokaðri bíla- geymslu. Fallegt útsýni. Þessi íbúð er ein sú glæsilegasta í Bryggju- hverfinu. Verð 23,0 milljónir. Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 15.00 og 17.00 (bjalla, merkt: Ágúst og Ragna). BRYGGJUHVERFIÐ - GRAFARVOGI OPIÐ HÚS Í NAUSTABRYGGJU 27 SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Skútuvogur - atvhúsnæði til leigu/sölu Nýkomið í einkasölu glæsilegt atvinnuhúsnæði, skrifstofu/verslunarhúsnæði, samtals ca 1.000 fm á þessum vinsæla stað. Eignin er fullinnréttuð á vandaðan máta. Eign í sérflokki. Möguleiki að selja eignina í þremur einingum. Verðtilboð. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Skrifstofuhúsnæði óskast - Staðgreiðsla Höfum kaupendur að vönduðum skrifstofurýmum, m.a. 1000 fm - 200 fm og 250 fm. Allar nánari uppl. veita Sverrir og Óskar. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Þverholt - Heil húseign auk byggingarréttar Hér er um að ræða heila húseign sem er 2.923 fm og skiptist í kjallara og fjórar hæðir. 1.-4. hæð eru góðar skrifstofuhæðir, hver með 6-10 af- stúkuðum skrifstofum, opnum vinnu- rýmum, skjalageymslum, tækjarým- um og salernum. Svalir eru á hverri hæð og útsýnis nýtur af efri hæðum. Kjallari hússins er með mikilli lofthæð og góðum innkeyrsludyrum og var upphaflega teiknaður sem bílageymsla. Húsið býður uppá ýmsa nýtingar- möguleika og hefur m.a. verið teiknað 107 herbergja hótel í því og einnig gæti húsið verið vel til þess fallið að hýsa stofnanir. Allar nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu. Fagrihvammur - Hf. Glæsileg 326 fm efri hæð auk 49 fm tvöfalds bílskúrs á frábærum útsýnisstað í Hafnarfirði. Eignin skiptist m.a. í samliggjandi stofur með arni og m. útg. á stórar svalir, eld- hús með eikarinnrétt., vönd. tækjum og stórum borðkrók, vandað endurnýjað baðherbergi, stórt alrými og tvö her- bergi, geta verið fleiri. Fallega ræktuð verðlaunalóð. Vel staðsett eign í enda götu. Verð 45,7 millj. Hvannalundur – Gbæ Fallegt 141 fm einbýlishús á einni hæð auk 41 fm bíl- skúrs. Eignin skiptist í flísal. forstofu, rúmgóðar samliggj. stofur, eldhús með nýl. tækjum og góðri borðaðst., þvotta- herb./búr, sólskála með hita í gólfi, fjög- ur herb. og nýlega endurnýjað baðherb. Hús nýmálað að utan. Hiti í innkeyrslu og stéttum fyrir framan hús. Falleg ræktuð lóð með timburverönd, skjól- veggjum og lýsingu. Verð 31,9 millj. Garðastræti Höfum fengið í einkasölu glæsilegt 330 fm einbýlishús í miðborg- inni. 4 sérbílastæði á lóðinni. Eignin skiptist þannig að efri hæð er glæsileg 110 fm 4ra herb. íbúð sem er öll nýlega innréttuð á afar vand. og smekklegan máta. Neðri hæð er innréttuð sem 4ra herb. íbúð og er í ágætu ásigkomulagi. Kj. hússins er í dag innrétt. sem geymslur, þvottaherb. og íbúðarherb. Mögulegt er að tengja saman neðri hæð og kj. og gera úr því eina íbúð. Einnig er húsið mjög vel til þess fallið að breyta því í einbýlishús. Langholtsvegur Falleg og mikið endur- nýjuð 81 fm íbúð í kj. Ný og glæsileg innrétt. í eldhúsi, rúmgóð stofa, 2 herb. og flísalagt baðherb., nýr sturtuklefi. Parket á gólfum. Þvottaaðst. í íbúð. Laus strax. Verð 14,4 millj. Naustabryggja Stórglæsileg 114 fm 4ra herb. útsýnisíbúð á 3. hæð í glæsi- legu lyftuhúsi. Rúmgóð stofa m. útg. á flísal. svalir, 2 flísal. baðherb., 3 herb., öll með skápum og eldhús m. vönd. innrétt. úr kirsuberjaviði. Gegnheilt parket og flísar á gólfum. Sérgeymsla í kj. og sameign til fyrirmyndar. Frábær staðsetn. við smábátahöfnina. Falleg útsýni út á sundin. Áhv. húsbr. 9,1 millj. Verð 22,5 millj. Nesvegur Falleg 86 fm 4ra herb. íbúð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í for- stofu, hol, bjarta stofu m. útsýni til sjáv- ar, flísal. baðherb. sem er nýlega upp- gert, 3 herb., þvottaherb. og eldhús m. fallegri innrétt. Geymsluris yfir íbúð. Verð 17,5 millj. Sólheimar 85 fm íbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi. Opið eldhús, stofa, 2 herb., bæði með skápum og flísal. baðherb. Stórkostlegt útsýni, svalir eftir endil. stofunni. Sérgeymsla í kj. og önnur á hæðinni. Verð 15,7 millj. Laugavegur Mjög falleg, opin og skemmtileg 189 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í nýlegu húsi í hjarta borgarinnar. Stór stofa m. mikilli lofthæð, 3 rúmgóð herb. og flísal. baðherb. Svalir út af stofu. Flísar og parket á gólfum. Hús í góðu ástandi að utan. Áhv. húsbr. 3,4 millj. Verð 27,9 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.