Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Ómar FORSALA aðgöngumiða á leikritið Híbýli vindanna hefur verið mjög góð, en verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 7. janúar nk. Þegar hafa tæplega 4.000 mið- ar selst og er uppselt á frumsýningu en enn er hægt að fá eitthvað af miðum á fyrstu sýningar og forsýningu 6. janúar. „Það gengur mjög vel að selja á þessa sýningu, fólk virðist bíða spennt eftir henni,“ segir Guðrún Stefánsdóttir, miða- sölustjóri í Borgarleikhúsinu. Hún þakkar góða forsölu áhuga fólks á bókum Böðv- ars Guðmundssonar, Híbýlum vindanna og Lífsins tré, en leikritið byggist á bók- unum. Hún segir einvalalið vinna að sýn- ingunni og það spilli eflaust ekki fyrir áhuga fólks á henni. Híbýli vindanna Hafa selt um 4.000 miða í forsölu Tímaritið og Atvinna í dag Í takt við tímann? Því svara hvert með sínum hætti: Stuðmenn STOFNAÐ 1913 339. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ævintýri Jagúars Hello Somebody! Frábrugðin því sem sveitin hefur áður gert | 65 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 PLAYSTATION II leikjatölvur eru upp- seldar á landinu og á umboðsaðili ekki von á að fá fleiri tölvur til landsins fyrir jól. Sumar verslanir hyggjast þó reyna að flytja sjálfar inn eitthvert magn af tölv- unum og bjóða til sölu fyrir jól. Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvu- leikja hjá Skífunni – sem er umboðsaðili Playstation II á Íslandi, segir að síðustu vélarnar á landinu hafi selst í þessari viku, og alls hafi selst um 2.000 tölvur í nóv- ember og desember. Hann segir að sama ástand sé víðast hvar í heiminum, en ný gerð af Playstation II kom á markað í nóv- ember og hefur framleiðandinn ekki við að framleiða tölvurnar, slík sé eftir- spurnin. Að sögn eins af viðmælendum Morgun- blaðsins eru dæmi um að Playstation II tölvur seljist á fjórföldu markaðsverði á uppboðsvefnum Ebay, sem sé lýsandi fyrir áhuga fólks á að kaupa vélarnar. Leikjatölvur uppseldar BERNARD Kerik, fyrrverandi lög- reglustjóri í New York, verður ekki næsti heimavarnaráðherra Banda- ríkjanna eins og tilkynnt hafði verið. Hann hefur ritað George W. Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann greinir frá því að hann hafi komist að raun um við eftirgrennsl- anir sínar að barnfóstra, sem starf- aði um tíma hjá honum, var ólögleg- ur innflytjandi í Bandaríkjunum. Ekki er nema vika liðin síðan Bush tilkynnti um skipan Keriks. Þykir ljóst að erfiðlega hefði gengið fyrir hann að hljóta staðfestingu Banda- ríkjaþings, einkum í ljósi þess að bandaríska innflytjendastofnunin er á forræði heimavarnaráðuneytisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem barnfóstrumál valda nýjum ráð- herraefnum erfiðleikum. Þau urðu einnig Zoe Baird, sem Bill Clinton vildi á sínum tíma skipa dómsmála- ráðherra, að falli og sömuleiðis Lindu Chavez, sem Bush vildi skipa atvinnumálaráðherra 2001. Fóstrumál urðu Kerik að falli Washington. AP. Reuters Bush tilkynnti í síðustu viku að hann hefði tilnefnt Bernard Kerik sem heimavarnaráðherra. EFTIRLITSSTOFNUN Evrópusambandsins á sviði fjarskiptamála hyggst rannsaka verðlagn- ingu farsímafyrirtækja í aðildarríkjum ESB á al- þjóðlegum reikisamningum, þ.e. notkunarsamn- ingum við erlend farsímafyrirtæki sem þá veita aðgang að sínu farsímakerfi. Markmið rannsókn- arinnar er að greina og lækka alþjóðlegt reiki- verð en það þykir afar mismunandi eftir löndum. Fulltrúar European Regulators Group (ERG) greindu frá rannsókninni á föstudag en ERG er samstarfsvettvangur allra fjarskiptaeftirlits- stofnana í Evrópu; einnig landanna fjögurra sem aðild eiga að EFTA, þ.e. Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein. Hefur öllum evrópskum far- símafyrirtækjum nú verið sendur spurningalisti þar sem þau eru innt svara um verðlagningu sína. Lét Viviane Reding, sem hefur með fjarskipta- mál að gera í framkvæmdastjórn ESB, hafa eftir sér á föstudag að hún þekkti það af eigin raun hversu dýrt það getur verið að nota farsímann í útlöndum. „Hvort sem við erum að ferðast í tengslum við viðskipti eða okkur til ánægju þá hafa mörg okkar lent í því að fá óþægilega háan símreikning þegar heim er komið,“ sagði hún. Gert er ráð fyrir því að ERG skili af sér bráða- birgðaniðurstöðum í maí á næsta ári og er ekki talið útilokað að framkvæmdastjórn ESB setji þak á verð reikisímtala í framhaldinu. Gott fyrir íslenska neytendur Tilskipanir ESB á sviði fjarskiptamála gilda á Íslandi og nær rannsókn ERG til Íslands, sem fyrr segir. Fengu fulltrúar Og Vodafone og Sím- ans umræddan spurningalista afhentan á föstu- dag, að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell sagði listann þess eðlis að oft væri farið fram á mjög viðskiptalega viðkvæmar upp- lýsingar. „En ég held að ég sé ekki að ljóstra upp neinum leyndarmálum þegar ég segi að íslensku fjarskiptafyrirtækin tóku þessum lista fagnandi.“ Sagði Hrafnkell að verð vegna reikisamninga væri tiltölulega viðunandi hér á landi en Íslend- ingar sem notuðu síma sína erlendis lentu stund- um illa í því, enda þá um að ræða reikisamninga sem gerðir hefðu verið við farsímafyrirtæki í við- komandi ríki. Sagði hann að íslensku farsímafyr- irtækin teldu sig finna fyrir því að Íslendingar settu hinn mikla kostnað vegna notkunar farsím- ans erlendis oft fyrir sig. Almenn lækkun yrði því ekki bara góð fyrir íslenska neytendur, heldur myndi hún hugsanlega valda aukinni notkun þeirra á farsímanum erlendis sem þýddi aukin viðskipti fyrir íslensku farsímafyrirtækin. Telur notkun farsíma í útlöndum of dýra Evrópusambandið rannsakar alþjóðlega reikisamninga FILIPPSEYSK kona heldur á barni sínu við sjávarsíðuna í þorpinu Real í Quezon-héraði í gær en fellibylur hafði leikið byggð á þessu svæði mjög grátt. Næstum 1.800 manns eru talin hafa farist eða er saknað af völd- um veðurofsa sem gengið hefur yfir Filippseyjar síðustu dagana. Reuters Veður sem engu eirði ♦♦♦ DÓMSTÓLL á Sikiley dæmdi í gær náinn samstarfsmann Silvios Berlu- sconis, forsætisráðherra Ítalíu, til níu ára fangelsisvistar fyrir tengsl hans við ítölsku mafíuna. Dómstóll- inn úrskurðaði einnig að maðurinn, Marcello Dell’Utri, gæti aldrei framar gegnt opinberu starfi. Dell’Utri, sem á sæti í efri deild ítalska þingsins fyrir flokk Berlu- sconis, Forza Italia, hyggst áfrýja dómnum. Dómurinn féll aðeins degi eftir að Berlusconi sjálfur var sýknaður af ákæru um að hafa mútað dómara fyrir 20 árum. Var sök dæmd fyrnd í öðru mútumáli á hendur honum. Dell’Utri var sakaður um að hafa verið „sendiherra“ mafíunnar gagn- vart viðskiptaöflunum í Mílanó frá því á áttunda áratugnum og til 1995. „Dómurinn gegn Marcello Dell’Utri jafngildir siðferðislegri fordæmingu á Silvio Berlusconi,“ sagði Francesco Cossiga, fyrrver- andi forseti Ítalíu. Dæmdur fyrir tengsl við mafíuna Róm. AFP. Ráðgjafi Berlusconis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.