Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 45

Morgunblaðið - 12.12.2004, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 45 MINNINGAR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓLÍN INGVARSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu að kvöldi fimmtudagsins 9. desember. Árni V. Sigurðsson, Sólrún Ósk Sigurðardóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir, Ástgeir Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SIGURDÓRSSON, Akurgerði, Hrunamannahreppi, andaðist föstudaginn 10. desember. Tryggvi Guðmundsson, Anna Brynjólfsdóttir, Ármann Guðmundsson, Hrefna Hannesdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU SÍMONARDÓTTUR, Snorrabraut 56b, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Sigurði Böðvars- syni lækni, starfsfólki á deild 11E Landspítala háskólasjúkrahúsi og séra Hans Markúsi Hafsteinssyni. Óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar. Páll Þorsteinsson, Vigdís Pálsdóttir, Vilhjálmur Grímsson, Þuríður Vilhjálmsdóttir, Áslaug K. Pálsdóttir, Þorsteinn Pálsson, Kristín Árnadóttir, Páll Ásgeir Pálsson, Sigríður H. Þorsteinsdóttir, Gylfi Þór Pálsson, Griselle Cabero Pálsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ágúst Níels Jóns-son læknir fædd- ist á Ísafirði 2. júní 1934. Hann andaðist á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 20. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Magnína Salómons- dóttir. Ágúst var yngstur þriggja bræðra, hinir eru Haraldur og Sigurð- ur, látinn. Ágúst kvæntist 17. febrúar 1962 Rann- veigu Pálmadóttur, f. 21. maí 1936. Börn þeirra eru: 1) Pálmi, f. 20. mars 1963. 2) Jón, f. 9. júní 1965, kvæntur Brynhildi Guðmundsdótt- ur, f. 14. ágúst 1968. Börn þeirra eru Þengill Fannar, f. 8. júlí 1996 og Þorgils Máni, f. 1. júlí 2000. 3) Guðrún Fema, f. 14. júní 1967, gift Gunnari Vali Sveinssyni, f. 21. ágúst 1966. Börn þeirra eru Ágúst Heiðar, f. 9. júlí 1993, Íris Emma, f. 7. jan- úar 1996 og Telma Brá, f. 4. október 2000. Ágúst lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1954. Hann útskrif- aðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1962 og stundaði sérnám í Chicago í Bandaríkjunum í fæðinga- og kvensjúkdómalækn- ingum 1963–1968. Ágúst var jarðsunginn í kyrrþey að eigin ósk. ,,Memento mei in diebus glorie tuae.“ Þannig skrifaði Ágúst Níels Jónsson læknir og skólabróðir minn, sem andaðist 22. nóvember sl. en jarðarför hans fór fram í kyrrþey. ,,Minnstu mín á dýrðardögum þínum“ er lausleg þýðing þessara latnesku orða, sem hann ritaði í CARMINU mína, þ.e. útskriftarbók MA stúdenta 1954. Ég mun nú reyna að taka áskor- un Gústa vinar míns, þótt þetta með dýrðardagana heyri kannski sögunni til. Hann kom í 4. bekk máladeildar MA 1951 úr skóla Hannibals í vaskri sveit vestfiskra pilta. Engin femina classis þar með! Fljótt sást að pilt- urinn lét ekki smáerjur koma sér úr jafnvægi, t.d. í gangaslag eða þegar stærðfræðingar reyndu strandhögg í kvennablóma máladeildar og öðrum ámóta uppákomum. Var jafnan fastur fyrir. Hann reyndist afbragðs náms- maður, t.d. hinn mesti latínugráni og vel liðtækur í íþróttum ,,nema blaki“ samkvæmt CARMINU. Eða eins og segir í sömu heimild: ,,Hófsemdar- maður í dansi, bíóferðum og blýanta- kaupum“. Þetta með blýantana varð reyndar til þess að góður kunnings- skapur tókst með okkur sem hélst alla skólatíð. Faðir minn, hann Skafti frá Nöf, var haldinn þessari sömu áráttu við að safna að sér og nota smá blý- antsstubba sem hann fiskaði svo upp úr hægri vestisvasa sínum. Þótti mér því merkilegt mjög að eignast síðan skólabróður sem notaði svona vel út úr blýöntunum sínum! ,,Vinnan göfg- ar manninn“ skellti Gústi líka á mig í margnefndri CARMINU – á latnesku auðvitað – og er mér nær að halda að þetta hafi verið hans lífsmottó. Hann tók læknapróf frá Háskóla Íslands, lauk síðan sérfræðinámi í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp í Ameríku. Hérlendis átti hann farsæl- an starfsferil uns ótímabær veikindi bundu enda þar á. Bekkurinn okkar átti 50 ára júbíl- afmæli sl. vor. Þar reyna allir að end- urlífga ,,stúdentaárin æskuglöðu sem liðu burtu helst til hratt“. Ágúst hafði komið á nokkra undirbúningsfundi sl. vetur en veikindi hans hömluðu hins vegar þátttöku hans á 17. júní á Akureyri og þótti okkur það mjög miður. Fyrir 10 árum, á 40 ára júbílári okkar andaðist kær félagi, hann Sig- urpáll Vilhjálmsson, inspector classis. Þeir vinir voru herbergisfélagar öll árin. Kannski hittumst við aftur á öðr- um brautum í annarri heimavist. Qui sait? Fyrir hönd gömlu skólafélag- anna votta ég fjölskyldu hins látna einlæga hluttekningu. Vade in pace, vinur. Inspectrix Jóhanna Dýrleif. ÁGÚST NÍELS JÓNSSON Elsku Jóna mín. Mig langar til að senda þér mína hinstu kveðju og senda samúðarkveðjur til foreldra þinna, systk- ina og barna, því þau eiga sannarlega um sárt að binda núna. Fyrir 11 árum var ég í sömu sporum og þau nema ég missti sambýlismann og barnsföður, og höfðum við mikinn samgang á þeim tíma. Enda áttum við drengina okkar á svipuðum tíma. Ég man hve stolt mamma þú varst með litla drenginn þinn. Ekki grunaði mig að drengurinn þinn ætti eftir að verða í sömu sporum og litli drengurinn JÓNA SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jóna SigurveigKjörinberg Guð- mundsdóttir fæddist í Stóru-Ávík í Árnes- hreppi 23. ágúst 1973. Hún lést í Reykjavík 16. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Árneskirkju 27. nóvember minn, þ.e. að missa ann- að foreldri sitt. Og bið ég Guð almáttugan að vaka yfir börnunum þín- um þeim Guðmundi, Hafdísi og Daníel litla. Hvíl í friði, elsku Jóna mín. Vonandi líður þér betur núna. Ég læt fylgja með þetta fallega ljóð: Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Unnur S. Jónsdóttir. JÓN JÚLÍUSSON ✝ Jón I. Júlíussonfæddist á Hellis- sandi 23. jan. 1925. Hann lést á Landspít- alanum 8. nóvember síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Hall- grímskirkju 16. nóv- ember. forystumönnum verka- lýðsfélagsins á Hellis- sandi og stóð fyrir pönt- unarfélagi um skeið til að tryggja sem ódýrast- ar vörur. Áhugi Jóns birtist þó í allt öðru en verslun lengi vel. Æskuheimili Jóns á Sólheimum rís hátt í æskuminningu okkar Ártúnssystkina fyrir hjartahlýju og gestrisni. Þangað lágu gagnvegir. Sérstaklega samrýndir urðu þeir Jón og Steini (Þorsteinn) bróðir enda ekki nema um þriggja vikna aldurs- munur á þeim. Lífshlaup þeirra varð mjög svipað framan af ævi. Saman fóru þeir kornungir suður að freista gæfunnar og urðu kaupamenn í Fífu- hvammi. Saman fóru þeir austur á Reyðarfjörð sem „gervismiðir“ hjá hernámsliðinu. Báðir urðu þeir renni- Jóns Júlíussonar verður lengi minnst fyrir dugnað í verslun og við- skiptum enda jafnan kenndur við Nóatún. Þá var átthagatryggð hans alþekkt meðal Sandara. Hér verður minnst frændrækni hans og þá sérstaklega við okkur Ártúns- systkinin. Strax í frumbernsku hefur Jón Júl- íusson haft veður af nauðsyn þess að þeir sem minna máttu sín þyrftu að standa saman í lífsbaráttunni. Faðir hans og móðurbróðir okkar var einn af smiðir og í framhaldi af því vélstjórar. Báðir voru þeir vélstjórar hjá Eimskip. Það hefur verið mikið átak fyrir ut- anbæjarmann að gerast lærlingur í Reykjavík á þessum árum. Húsnæð- isekla var mikil í bænum og dýrt að leigja. Lærlingskaup var skorið við nögl. Jón komst á samning í vélsmiðj- unni Hamri tuttugu og eins árs gamall. Hann leigði sér herbergi inni í Klepps- holti og hjólaði á milli. Í iðnnáminu mun það hafa orðið Jóni mikill bú- hnykkur að Haraldur Böðvarsson á Akranesi fékk hann lausan frá renni- smíðinni á sumrin til að vera kokkur á síldarbátum útgerðarinnar. Jón hafði nítján ára gamall ráðið sig á einn af bátum Haralds og ári síðar vantaði sárlega kokk á mótorbátinn Keili. Jón lét slag standa og réðst til starfans. Þar stóð hann sig svo vel að útgerðarmað- urinn vildi ekki missa hann. Líklega hefur Haraldi þótt betra en ekkert að halda Jóni á síldarbátunum. Jón var úrvalskokkur, a.m.k. á þess- um árum. Þetta sannreyndi ég eitt sumarið þegar hann útvegaði mér pláss á Sveini Guðmundssyni AK 70 og hef ég – óreyndur unglingur – að sjálf- sögðu notið frændsemi hans við ráðn- inguna. Hann þótti vandvirkur í alla staði og var vinsæll kokkur. Seint gleymi ég því þegar við skipverjar vor- um að háfa síldina eftir fyrsta kastið og kokkurinn kom með heimatilbúinn svaladrykk sem ég hef aldrei bragðað síðan jafngóðan. Ég hef það líka fyrir satt að fæðiskostnaður hafi verið lægri hjá Jóni en á flestum sambærilegum bátum. Þroskasaga Jóns Júlíussonar áður en hann sneri sér að verslun hefur ekki verið átakalaus. En honum tókst að afla sér staðgóðrar skólamenntunar og honum nýttist afburðavel lífsreynslan bæði til sjós og lands. Hann hefur verið gæddur ódrepandi útsjónarsemi í fjár- málum og þess fengu aðrir að njóta, bæði skyldir og óskyldir. Ekki má heldur vanmeta hlut konu hans, Odd- nýjar heitinnar Sigurðardóttur, né barna þeirra hjóna við að byggja upp tíu Nóatúnsbúðir auk alls annars. Sannfærður er ég um að arfurinn frá æskuheimili Jóns á Sólheimum vestur á Sandi hefur haft sitt gildi þegar tryggja skyldi jafnt fátækum sem rík- um aðgang að gæðavöru á sanngjörnu verði. Og ekki minnist ég þess að nokk- urn tíma hafi verið opið í Nóatúni á 1. maí, baráttudegi verkalýðsins, í stjórn- artíð stofnandans. Við Ártúnssystkinin þökkum sam- fylgdina og vottum börnum Jóns frænda og öðrum aðstandendum inni- lega samúð. Blessuð sé minning hans. Ólafur Jens Pétursson. Elskuleg móðir okkar, KATRÍN INGIBERGSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásdís Óskarsdóttir, Baldur Óskarsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR ÞORVALDSSON, lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. desember síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnhildur Viktorsdóttir, Marteinn Elí Geirsson, Hugrún Pétursdóttir, Agnes Geirsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Helga Margrét Geirsdóttir, Valdimar Bergsson, Þorvaldur Geir Geirsson, Ólöf Ingimundardóttir, Guðrún Geirsdóttir, Steinar Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.