Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 57 DAGBÓK           Bæjarlind 6 • sími 554 7030 20% afsláttur af öllum vörum í dag Opið í dag frá kl. 13-16 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 b6 5. e4 Bb7 6. Bd3 Bxc3+ 7. bxc3 d6 8. Rf3 Rbd7 9. 0–0 e5 10. Ba3 c5 11. Rh4 g6 12. Hae1 De7 13. h3 0–0–0 14. Rf3 Rh5 15. Bc1 f6 16. a4 a5 17. He2 g5 18. Be3 Rf4 19. Bxf4 gxf4 20. Hb1 Hhg8 21. Rh4 Dg7 22. f3 Kc7 23. Rf5 Df7 24. dxe5 fxe5 25. Rh6 Dh5 26. Rxg8 Hxg8 27. Kh1 Hg3 28. Dd1 Bc6 29. Bc2 Rf6 30. Hd2 Re8 31. Bd3 Bd7 32. Bf1 Dg5 33. Db3 Bxh3 34. Dxb6+ Kd7 35. Da7+ Ke6 36. Dxh7 Bxg2+ 37. Bxg2 Rf6 Staðan kom upp í Íslandsmótinu í netskák sem fram fór um daginn. Bik- armeistari Eddu útgáfu hf. og Tafl- félagsins Hellis, Þorsteinn Þor- steinsson, hafði hvítt gegn kvennastórmeistaranum Lenku Ptácníkovu. 38. Hxd6+! Kxd6 39. Hb6#. Þorsteinn, sem kallar sig Stone- Stone á skákþjóninum ICC þar sem Ís- landsmótið fór fram, hafði 2.653 ICC- stig þegar mótið var haldið en Lenka, sem kallar sig Velryba, hafði 2.416 stig. Friðriksmót Landsbanka Íslands og Skáksambands Íslands fer fram í dag og hefst kl. 15.00 í höfuðstöðvum bank- ans í Austurstræti. Margir sterkir skákmenn taka þátt í mótinu en nánari upplýsingar um atburðinn má finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur mátar í tveimur. ATVINNA mbl.is KASA-hópurinn heldur árlega jóla- stund sína í dag kl. 16, þar sem áhersla verður lögð á fjölskyldu- væna jólastemmningu og gleði. Á Jólastundinni fær KaSa- hópurinn til sín góða gesti; Ung- lingakór Digraneskirkju, undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur, Xibei Zhang, sigurvegara EPTA keppninnar 2003, og Strengjasveit Listaháskólans undir stjórn Gunnars Kvaran. KaSa-hópurinn er skipaður þeim Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara, Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara, Nínu Margréti Grímsdóttur píanó- leikara, Sif M. Tulinius fiðluleikara og Sigurgeiri Agnarssyni sellóleik- ara. Á efnisskrá tónleikanna er að finna Flautukvartett í C dúr eftir Mozart, Adagio cantabile úr Pathét- ique-sónötu Beethovens, Brand- enburgarkonsert nr. V í D dúr eftir J.S. Bach fyrir þrjá einleikara og strengjasveit og nokkur íslensk og erlend jólalög í ýmsum útsetningum. Til að toppa jólastemmninguna kemur jólasveinn í heimsókn með glaðning í poka handa yngstu kyn- slóðinni. Jólastund KaSa-hópsins Jólastundin hefst kl. 16. Miðaverð er kr. 1.500, en frítt er fyrir ör- yrkja. Einnig er frítt fyrir 12 ára og yngri og 67 ára og eldri ef stór- fjölskyldan fer saman. VINIR og fjölskylda Eiríks Vern- harðssonar bjóða til kvöldvöku til styrktar Eiríki í kvöld kl. 20 í Há- teigskirkju, en Eiríkur greindist með MS taugasjúkdóm fyrir tíu ár- um og hefur sjúkdómurinn leikið Ei- rík afar illa. Í dag er Eiríkur bund- inn hjólastól, sjónin er að hverfa og máttur hans fer minnkandi. Til að létta undir Eiríki og sonum hans er markmiðið að styrkja hann til að gera eitthvað óvænt og skemmtilegt eina helgi. Margir góðir listamenn koma fram á kvöldvökunni til að styðja við bakið á Eiríki. Þar verður Kvenna- kórinn Heklurnar, Jón Ólafsson, Felix Bergsson, Eyjólfur Krist- jánsson, Guðmundur Jónsson, Hreimur Örn Heimisson, Guðrún Gunnarsdóttir, hljómsveitirnar Greifarnir og Spútnik, Ólína Gunn- laugsdóttir, Hlín Pétursdóttir, og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir les jólasögu. Elísabet Reynisdóttir, vinkona Ei- ríks, segist full þakklætis fyrir hjálp- semi og örlæti listamannanna. „Við erum djúpt snortin. Það eru margir aðilar búnir að hafa samband og koma til hjálpar,“ segir Elísabet. „Það lítur út fyrir að með góðra manna hjálp komumst við til útlanda með strákana í frí og ég held að það sé Eiríki mikils virði. Það eru allir boðnir og búnir að hjálpa okkur og ég á ekki orð yfir þessum jólaanda. Þetta er líka farið að smita út frá sér og fólk hefur vaknað til nokkurrar vitundar um að hjálpa öðrum.“ Ljósmynd/Gyða Guðmundsdóttir Eiríkur ásamt sonum sínum tveimur, Vernharði og Brynjari, heima hjá Gyðu Guðmundsdóttur, móður Eiríks, í Holti í nærsveitum Stokkseyrar. Kvöldvaka til styrktar Eiríki Vernharðssyni Tónleikarnir hefjast kl. 20 en miðasala er í anddyri Háteigs- kirkju frá kl. 16 og kostar aðgöngu- miðinn 1.000 krónur.Tvímenningur. Norður ♠63 ♥G876542 S/Allir ♦86 ♣D8 Vestur Austur ♠K7 ♠D109542 ♥D ♥109 ♦G1072 ♦D5 ♣ÁK10754 ♣932 Suður ♠ÁG8 ♥ÁK3 ♦ÁK943 ♣G6 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 grönd Pass 3 tíglar * Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass * yfirfærsla Fjögur hjörtu eru ekki í hættu, en þegar keppnisformið er tvímenningur er mikilvægt að taka yfirslagina þegar þeir bjóðast. Vestur hefur vörnina með því að taka ÁK í laufi, en skiptir síðan yfir í spaðakóng. Hvernig á suður að spila? Málið snýst um það að fría fimmta tígulinn og nýta fríspilið. Tæknin til þess er í sjálfu sér ekki flókin, en það þarf að spila gætilega til að klúðra ekki nauðsynlegum samgangi. Suður tekur á spaðaásinn og leggur niður hjartaás. Drottningin kemur úr vestrinu og nú er mikilvægt að fylgja ekki hugs- unarlaust með tvistinum í borði – tvist- urinn er leiðin heim á síðari stigum. Sagnhafi hendir sem sagt hjarta- fjarka í ásinn. Tekur svo ÁK í tígli, spilar tígli og trompar með gosa. Næst kemur hátt hjarta heim á kóng, tígull- inn fríaður með trompun, hjartatvistur heim á þrist þar sem ellefti slagurinn bíður á tígulhund. Allt sem þarf er vandvirkni og natni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.