Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞÚ GETUR verið sá/sú sem gefur
í dag en ert orðin þiggjandi á morg-
un því enginn veit hvað morgundag-
urinn ber í skauti sér. Það er ljóst að
Íslendingar sýna þeim sem minna
mega sín sterka samkennd og sam-
hjálp sem kemur vel í ljós með þeim
mikla hlýhug sem landinn ber til
hjálparsamtaka á Íslandi. Það er
ánægjulegt til þess að vita hversu
margir gefa málefninu gaum. Fjöl-
skylduhjálp Íslands hefur um 450
fjölskyldur á skrá, og fer þeim stöð-
ugt fjölgandi, sem leita reglulega
eftir matvælaaðstoð. Sumir þurfa að
koma vikulega vegna bágrar stöðu
sinnar. Margir ná sér á strik eftir að
hafa notið matvælaaðstoðar í ákveð-
inn tíma og þurfa ekki aðstoðar við
meir.
Hjálparstörf nauðsynleg
Hjálparsamtök á Íslandi standa mis-
vel fjárhagslega. Til eru hjálp-
arsamtök sem eiga tugi milljóna í
sjóðum sem ættu að vera fyrir löngu
komnir í þágu þeirra sem minna
mega sín. Samt biðla þessi samtök til
þjóðarinnar um meira, því ekki að
nota fyrst þá sjóði sem fyrir eru. Hjá
Fjölskylduhjálp Íslands starfa allir í
sjálfboðavinnu af hugsjón líkt og hjá
öðrum hjálparsamtökum og því til
staðfestingar geta skjólstæðingar
vitnað um og þar er tekið á móti öll-
um sem jafningjum og því ekki um
neina niðurlægingu að ræða. Fjöl-
skylduhjálpin hefur ekkert fjármagn
umleikis en hefur samt getað létt
undir með 15.600 einstaklingum sl.
12 mánuði með miklum og góðum
stuðningi einstaklinga og fyrirtækj-
anna í landinu. Fyrirtækin sem
standa vel við bakið á skjólstæð-
ingum Fjölskylduhjálpar Íslands
eru Mjólkursamsalan, Ömmubakst-
ur, Myllan-Brauð, Hagkaup, Dreif-
ing, Olís, Perlan, Grandi, Sölufélag
garðyrkjumanna, Frank og Jói
skiltagerð, Perlan veitingahús, Búr,
Byko, Garðheimar, Toppskór,
Frónkex, Plastprent, Merking
skiltagerð, Úvarp Saga, Fréttablað-
ið, Morgunblaðið, Skjár Einn, Við-
skiptablaðið og Papco. Það er Ölgerð
Egils Skallagrímssonar sem sér
skjólstæðingum fyrir jólaölinu og
Emmessís sér um að gleðja alla
skjólstæðinga Fjölskylduhjálp-
arinnar í ár.
Er fátækt niðurlægjandi?
Að baki því að vera fátækur geta
legið margar ástæður. Við sem erum
heilbrigð með fulla starfsorku vitum
mörg hver í raun ekki hvernig það er
að vera fátækur á veraldlega hluti
sem við getum ekki verið án og það
að þurfa að berjast við bág kjör viku
eftir viku, ár eftir ár. Það þarf eng-
inn að skammast sín fyrir fátækt
sína. Það er ekki þeim fátæka að
kenna hver staða hans er. Það er við
samfélagið sem við búum í að sakast.
Við hjá Fjölskyldu-
hjálpinni hvetjum ein-
dregið fólk til að leita
sér aðstoðar og koma
stolt og bera höfuðið
hátt til hjálparstofnana
eftir aðstoð. Það kall-
ast með öðrum orðum
sjálfsbjargarviðleitni.
Biðraðir eru
niðurlægjandi fyrir
samfélagið
Hjá Fjölskylduhjálp-
inni er opnað á
ákveðnum tíma og
lokað á ákveðnum
tíma. Þegar opnað er
geta allir verið
innandyra. Hvort fólk
kýs að koma tveimur
tímum fyrir opnum
getur enginn gert við.
Ekki er hægt að hnýta
í hjálparsamtökin
vegna þess. Ekki er
hægt að vísa fólki frá
því biðröðin má ekki
vera sýnileg. Neyðina
á ekki að fela. Neyðin á
að vera sýnileg og
verður að vera sýnileg.
Við eigum að fagna því að þeir sem
búa við bág kjör sýna þá fram-
takssemi og kraft með því að leita
sér aðstoðar. Það er samfélagið sem
býr til þessa neyð. Það er samfélagið
sem niðurlægir sig sjálft, ekki þeir
sem standa í biðröðunum.
Þann sið tók Fjölskylduhjálpin
upp fyrir 12 mánuðum að þegar ein-
staklingur leitar eftir aðstoð og upp-
fyllir þau skilyrði um aðstoð þá
gengur viðkomandi að ákveðnu mat-
vælaborði og velur sér þau matvæli
sem hann kýs fyrir sig og fjölskyldu
sína. Við skömmtum ekki matvæli í
poka, fólkið velur sér sín matvæli
sjálft. Þá úthlutum við fatnaði, leik-
föngum, notuðum eldhústækjum t.d.
brauðristum og kaffivélum.
Skömmtun á sér ekki stað hjá Fjöl-
skylduhjálp Íslands.
Opið bókhald hjálparsamtaka
Það er nauðsynlegt að öll hjálp-
arsamtök birti bókhald sitt opin-
berlega á hverju ári. Þá geta gef-
endur séð hver staða samtakanna
hvert um sig er. Hvernig er fjár-
munum varið. Hvort yfirhöfuð ein-
hver laun séu greidd, hve mikið eiga
samtökin í óhreyfðum sjóðum,
hversu margir fengu aðstoð, í hverju
fólst aðstoðin. Síðan mætti beita
gæðastjórnun á hjálparsamtök.
Kanna mætti hver viðhorf skjól-
stæðinga eru til þeirra hjálpar-
samtaka sem þeir leita til o.s.frv.
Vantar sárlega jólamatvæli
Fjölskylduhjálpin er með ákall til
þjóðarinnar því nú vantar sárlega
jólamatvæli fyrir skjólstæðinga
hennar. Við munum nota það fjár-
magn sem safnast hefur á síðustu
vikum og kaupa hangilæri og ham-
borgarhryggi eins og fjárráð leyfa.
Það gleðilega átti sér stað í síðustu
viku að einstaklingur einn kom og
færði Fjölskylduhjálpinni 10 ham-
borgarhryggi hvorki meira né minna
og viljum við færa honum bestu
þakkir fyrir. Ef þú, lesandi góður,
vilt hjálpa okkur ert þú góðfúslega
beðinn að koma til okkar í Fjöl-
skylduhjálpina nk. mánudag milli kl.
13.00 og 17.00 að Eskihlíð 2–4 við
Miklatorg í Reykjavík.
Ákall til
þjóðarinnar
Anna Auðunsdóttir, Anna
Björgvinsdóttir, Ásgerður Jóna
Flosadóttir, Guðbjörg Péturs-
dóttir, Guðrún Magnúsdóttir,
Ingibjörg Arelíusardóttir og
Ragna Rósantsdóttir skrifa frá
Fjölskylduhjálp Íslands
’Við hjá Fjölskyldu-hjálpinni hvetjum ein-
dregið fólk til að leita
sér aðstoðar og koma
stolt og bera höfuðið
hátt til hjálparstofnana
eftir aðstoð.‘
Ásgerður Jóna
Flosadóttir
Höfundar eru hjálparkonur
Fjölskylduhjálpar Íslands.
Ingibjörg
Arelíusardóttir
Guðrún
Magnúsdóttir
Ragna
Rósantsdóttir
Guðbjörg
Pétursdóttir
Anna
Björgvinsdóttir
Anna
Auðunsdóttir
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Faxafen - skrifstofuhúsnæði
Björt og falleg 290 fm skrifstofuhæð til leigu í Skeifunni. Gott aug-
lýsingagildi og mikill fjöldi bílastæða. Frábær staðsetning.
Eignin er laus strax. 4494
Atvinnuhúsnæði
Fjarðabær v/FH-torg - Hf
Fjarðarbær við FH-torg þ.e. Bæjarhraun 2 í
Hafnarfirði 2 hæð til hægri. Glæsilegt skrifstofu
húsnæði til sölu í hornhúsi við Kaplakrika, sér-
leg gott bjart ca 168 fm rúmgóðar skrifstofur
með fjórum sér herbergjum, biðstofu, móttöku,
geymslu, snyrtingu, kaffistofu og svölum með
skemmtilegt vandað lyftuhús vel staðsett með
mikið auglýsingagildi og næg bílastæði. Laust
strax. Hentar vel sérfræðingum sem vilja sam-
nýta aðsöðu, uppl gefur Helgi á Hraunhamri s:
520-7500 eða Árni s:567-7521
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SANNKRISTIÐ fólk er hógvært
fólk, sem ber sína trú ekki á torg
heldur iðkar sínar bænir í hljóði og
sýnir sína trú í verki.
Þessvegna tek ég með tortryggni
öllu tali um skyndilegar frelsanir,
eilífa útskúfun og helvítiskenningar.
En slíkt tal einkennir útvarps-
stöðina Ómegu að viðbættri óheyri-
legri fávisku um zionisma. Það er
ekki að ástæðulausu sem 60% Evr-
ópumanna eru nú andvígir stjórn-
völdum í Ísrael vegna framkomu
þeirra við Palestínumenn og Sharon
forseti þorir ekki að fara til Brussel
vegna hugsanlegrar handtöku fyrir
hryðjuverk. Palestína er nú eitt
risastórt fangelsi þar sem fátækt
fólk, þungaðar konur og kornabörn
eru drepin í þúsundatali án dóms
og laga. Allar raddir um rétttlæti til
handa Palestínu eru kæfðar af
bandarískum zionistum en stríðið í
Palestínu er öllum til sýnis í sjón-
vörpum víða um heim og allir sem
vilja sjá, vita hvað þarna er að ger-
ast nema Gunnar í Krossinum,
Bush forseti og Rumsfeld ráðherra.
Þessi þrenning predikar helvíti yfir
okkur sem gagnrýnum þetta hatur
en himnaríki fyrir þá sem vilja
drepa sem flesta Araba.
Þegar ég var liðlega tvítugur
komst ég í tæri við bækur Douglas-
ar Reed, bresks rithöfundar sem á
millistríðsárunum varð frægur fyrir
gagnrýni á uppgangi nasista í
Þýskalandi. Síðar skrifaði Reed um
uppruna kommúnista: valdatöku
þeirra í Rússlandi og samspil þeirra
við zionista. Ég nefni bækur hans
eins og Hrunadans heimsveldanna
og Á bak við tjaldið, sem báðar eru
til á Íslensku. Allir sem ætla að tala
af einhverju viti um nútíma stjórn-
mál verða að kynna sér sögu zion-
ismans: átökin milli Gyðinga um þá
stefnu og för Arthurs Koestlers til
Ísrael 1948 þar sem hann lýsir
valdatöku austur-evrópuzionista af
kazsaraættum í Ísrael og breyting-
unni á kynstofninum þar.
Auðvitað er margt gott fólk og
trúað, sem kemur fram í Omega.
En í seinni tíð hefur zionistaáróður
og einhverskonar samsuða af
bandarísku ofsatrúarfólki náð yf-
irhöndinni. Í þessu sambandi er
rétt og skylt að ræða íslensku þjóð-
kirkjuna. Ég hefi hlustað á Karl
Sigurbjörnsson biskup ræða átökin
við Miðjarðarhafið af mikilli yfir-
vegun og samúð með lítilmagn-
anum. Svipuð skoðun kom fram hjá
Þorbirni Hlyni Árnasyni prófasti á
fundi samtakanna Ísland – Palest-
ína í Borgarleikhúsinu fyrir
skömmu.
Þá hef ég kynnst norsku fólki
sem styður Kristilega flokkinn þar.
Ekkert þeirra trúir á hatur og
hefnd heldur á fyrirgefningu og
kærleika. Því endurtek ég spurn-
inguna. Er þetta fólk, sem ræður
för á Ómega, kristið fólk?
HILMAR JÓNSSON,
rithöfundur og fv. bókavörður
í Keflavík.
Er þetta kristið fólk?
Frá Hilmari Jónssyni
Fréttir á SMS