Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.12.2004, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 21 FRÉTTIR Prima Embla Stangarhyl 1 110 Reykjavík Símar 562 0400 & 511 4080 www.primaferdir.is www.embla.is 31. JANÚAR til 14. FEBRÚAR: N O R Ð U R - I N D L A N D 14. FEBRÚAR til 23. FEBRÚAR: S U Ð U R - I N D L A N D O G M A L D I V E S - E Y J A R Verð frá 376.900 kr. (þar af flug 120.000 kr.) Innifalið: flug með Flugleiðum og British Airways, gisting 1 nótt í London, ferðir til og frá flugvelli, gisting á 5 stjörnu lúxushótelum, fæði að hluta til, öll innanlandsflug og skoðunar- ferðir, staðarleiðsögn og íslensk fararstjórn. Verð á framlengingu: frá 195.000 kr. Einstakt tækifæri að upplifa dulúð Indlands og töfra sem orð fá ekki lýst, í ferð sem spannar áhugaverðustu svæði Norður-Indlands: Dehli, Jaipur, Ranthambore þjóðgarðinn, Agra, Varanasi og Bombay. Glæstar hallir, list og menning. Framlenging á ferðinni í Suður-Indlandi, í hinu náttúrufagra Kerala héraði, þar sem okkar bíður ævintýraleg sigling á húsbáti. 5 nætur í paradísinni á Maldives-eyjum í lok ferðar. HIN MÖRGU ANDLIT INDLANDS Austurlenskt ævintýri M IX A • fí t • 0 4 1 1 4 VALENTÍNUSARFERÐ TIL MÁRITÍUS Ástin blómstrar Fáið nánari upplýsingar á skrifstofu okkar, í síma e ða á vefsíðu. Er ævintýraferð á óskalista num? Munið gjafakortin. SÍÐUS TU SÆ TIN 9. FEBRÚAR til 21. FEBRÚAR: M Á R I T Í U S Verð frá 242.900 kr. (þar af flug 95.000 kr.) Innifalið: flug með Flugleiðum og British Airways, ferðir til og frá flugvelli, gisting í 11 nætur í svítum með hálfu fæði, allt vatnasport og íslensk fararstjórn. 4ra-stjörnu hótel einnig í boði. Bjóddu elskunni þinni í ógleymanlegan lúxus! Máritíus er veröld hinna vandlátu, þeirra sem kjósa glæsihótel, fagrar strendur, fjölbreytt vatnasport og unaðslegan heim ævintýra. Hér er loftið þrungið rómantík og hið ljúfa líf leikur við þig. Paradísarflói www.paradisecovehotel.com hefur hlotið hæstu einkunn þeirra sem þar hafa dvalið. Þjónustan og stíllinn skipa staðnum meðal fremstu lúxushótela í heimi. KB BANKI hefur veitt 30 aðilum styrki úr Menningar- og styrktarsjóði bankans sem nema samtals 21,5 milljónum króna. Tvisvar á ári er styrkjum úthlutað úr sjóðnum en hann var stofnaður árið 1999 og hefur með síðustu úthlutun látið fé af hendi rakna til hátt á þriðja hundrað verkefna. Þessi verkefni hafa jafnt tengst menningu og listum sem líknar- og mann- úðarmálum, menntun, vísindum, tækni og umhverfismálum. Á hverju ári njóta líknarfélög, íþróttafélög og menningarstarf auk verk- efna sem beinast að uppgræðslu landsins styrkja frá KB banka. Með þessu vill bankinn leggja sitt af mörkum til mannræktar og landræktar á Íslandi. Bankinn hefur einnig til nokkurs tíma átt samstarf við Krabbameinsfélag Íslands, Styrktarfélag vangefinna, Golfsamband Íslands, Knattspyrnufélag Íslands og Skógræktarfélag Íslands svo fátt eitt sé nefnt, segir í frétta- tilkynningu. KB banki veitir 21,5 millj. úr Menningar- og styrktarsjóði Styrkir afhentir úr Menningar- og styrktarsjóði KB banka, við púltið stendur Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, að- stoðarframkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs KB banka, ásamt styrkþegum og fulltrúum þeirra. „LÖGREGLAN sagði okkur að hún yrði með óeinkennisklædda menn á staðnum til að halda uppi fíkniefna- leit og tók fram að þarna yrði sér- þjálfaður hundur. Við tókum vel í það og gerðum engar athugasemdir enda hljómuðu hugmyndir lög- reglunnar skynsamlega,“ segir Val- garður Guðjónsson, forsvarmaður Stranglerstónleikanna sem fram fóru í Smáranum í Kópavogi fyrir skömmu, en hann er ósáttur við framgöngu lögreglunnar við fíkni- efnaleit á tónleikunum „Meðal þess sem okkur var sagt var að ekki myndi fara mikið fyrir hundinum og ef hann fyndi lykt af fíkniefnum myndi hann setjast niður hjá viðkomandi sem yrði síðan beð- inn um að koma afsíðis á meðan leit- að yrði á honum. En þetta fór á allt annan veg því það reyndist mikið ónæði af hundinum sem var ógnandi í garð tónleikagesta og tollgæslu- menn voru mjög áberandi, þvert of- an í það sem sagt hafði verið.“ Að sögn vitna hljóp hundurinn um, flaðraði upp um fólk og vafði ólinni jafnvel utan um fæturna á því. Val- garður segir viðmót lögreglunnar ekki hafa verið vinsamlegt og hafi fólk verið leitt fyrirvaralaust afsíðis án nokkurra útskýringa í augsýn vina og ættingja. Miklu betra hefði verið að spyrja kurteislega hvort við- komandi vildi koma með lögreglunni. „Þetta áreiti er tilefnislaust, vinnu- brögðin óþarflega harkaleg og bein- ast að ósekju gegn ákveðnum tónlist- arsmekk. Ég veit a.m.k. ekki til þess að gestir sinfóníunnar séu áreittir á þennan hátt, svo ég nefni nú dæmi.“ Sérþjálfaður hundur Friðrik Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn í Kópavogi, segir ein- hvern misskilning á ferðinni og hafi lögreglan gert forsvarsmönnum tón- leika grein fyrir því að fíkniefnaleit með hundum færi eftir þjálfun þeirra. E.t.v. hafi forsvarsmennirnir ekki áttað sig á hvað það þýddi. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, sem lagði til hundinn Sjarma á tón- leikunum, segir hundinn hafa staðist öll próf varðandi leit innan um fólk og sé hann sérþjálfaður til þess. Hafi hann leitað innan um þúsundir manna og aldrei verið gerð athuga- semd um að hann væri ógnandi. Við þjálfun hundsins sé miðað við að hann snerti ekki fólk. Sigurður Skúli Bergsson, sviðs- stjóri tollgæslusviðs hjá Tollstjóran- um í Reykjavík sem einnig lagði til hund, segir að fyrir komi að hundar tollstjórans flaðri upp um fólk enda um mjög áköf og lyktnæm dýr að ræða. Á tónleikunum hafi fundist fíkniefnalykt af 7–8 manns og efni fundist á einum. Ákveðinn hópur hafi líka yfirgefið svæðið þegar sást til hundanna. Forsvarsmenn Stranglers- tónleikanna í Smáranum Ósáttir við áreiti vegna fíkniefna- hunds
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.