Morgunblaðið - 12.12.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 2004 53
AUÐLESIÐ EFNI
MILTIS-BRANDUR kom upp í
hrossum á
Vatns-leysu-strönd. 3 hross
drápust og 1 var lógað. Þetta
gerðist við eyði-býlið
Sjónar-hól.
Miltis-brandur er
hættulegur sjúk-dómur. Hann
hefur ekki komið upp á Íslandi
síðan árið 1965. Öll dýr með
heitt blóð geta fengið hann.
Gras-bítar eru í mestri hættu.
Geta lifað mjög lengi í jarð-vegi
Ástæðan fyrir sýkingunni er
enn ókunn. Kannski er það
vegna land-brots sem varð
síðasta vetur í fjörunni fyrir
neðan bæinn.
Vitað er um 60 staði á
Íslandi þar sem dýr með
miltis-brand hafa verið grafin.
Unnið er að því að finna fleiri
staði. Miltis-brands-gró geta
lifað í jarð-vegi í mörg ár og
jafnvel aldir.
Hræin af hrossunum verða
brennd. Það verður fylgst vel
með hrossum og kindum í
nágrenninu.
Miltis-brandur berst sjaldan
í fólk. 10 manns sem komust
í snertingu við veiku hrossin
hafa fengið sýkla-lyf til vonar
og vara.
4 hross fengu miltis-brand
Morgunblaðið/RAX
Brenna þurfti hræin af hrossunum sem drápust.
NÝJAR forseta-kosningar
hafa verið boðaðar í Úkraínu
26. desember. Síðustu
kosningar voru 21.
nóvember. Viktor
Janúkóvítsj fékk flest
atkvæði. Hann er
forsætis-ráðherra núna.
Viktor Jústsjenkó var í
framboði fyrir
stjórnar-andstöðuna. Hún
sakaði stjórnina um
kosningasvik. Hæstiréttur
ógilti úrslitin og ákvað að það
ættu að verða nýjar
kosningar.
Barist um völdin
Á miðvikudag breytti þingið
stjórnar-skránni. Forsetinn
fær minna vald en þingið
meira vald. Sumum finnst
þetta vera ósigur fyrir
Jústsjenkó því hann er
leið-togi þeirra sem eru í
minni-hluta á þingi.
Ef hann verður forseti gæti
hann þurft að sætta sig við
að Janúkóvítsj yrði
forsætis-ráðherra og með
meiri völd.
NATO-ríkin og Rússar hafa
lofað að vinna saman að því
að tryggja að úkraínska fólkið
fái þann forseta sem það vill.
Reuters
Mikill fögnuður braust út þegar það var ákveðið að tryggja
lýðræðis-legar kosningar í Úkraínu.
Forseta-kosningar í
Úkraínu 26. desember
Helena hættir
Helena Ólafsdóttir verður
ekki áfram þjálfari
lands-liðsins í fót-bolta. KSÍ
vildi að hún myndi hætta.
Henni var sagt að liðið hefði
ekki staðið sig nógu vel undir
hennar stjórn. Helena er ósátt
við þessa niður-stöðu. Hún
hefur þjálfað liðið í 2 ár.
Strákarnir sjálfs-öruggari
Stelpur í 10. bekk eru betri í
stærð-fræði en strákar. Þeir
hafa þó betra sjálfs-álit og
halda að þeir séu betri en
stelpurnar. Þetta kemur fram í
nýrri rannsókn sem var gerð í
OECD-löndunum. Ísland er
eina landið þar sem mældist
mikill munur á kynjunum í
stærð-fræði.
Dauði á 5 sekúndna fresti
Á hverju ári deyja meira en 5
milljónir barna úr hungri. Það
þýðir að á hverjum 5
sekúndum deyr eitt barn. Lítið
hefur miðað í baráttunni gegn
hungri í heiminum. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu frá
FAO sem er stofnun undir
Sameinuðu þjóðunum.
Biskupinn kærður
Biskupi Íslands hefur verið
stefnt. Hann skipaði
tengda-son sinn sem
sendiráðs-prest í Lundúnum.
Sr. Sigríður Guðmarsdóttir
hlaut ekki stöðuna. Hún
krefst þess að skipunin verði
dæmd ólög-mæt og að kirkjan
þurfi að greiða skaða-bætur.
Gríðarleg fátækt
1,4 milljarðar verka-fólks
lifa undir fátæktar-mörkum.
Mörkin miðast við 125 krónur
á dag. Mesta fátæktin er
meðal verka-fólks í
land-búnaði. Þetta kemur
fram í nýrri skýrlu Alþjóða-
vinnumála-stofnunarinnar.
Stutt
BJÖRK Guðmundsdóttir og
Emilíana Torrini eru
tilnefndar til
Grammy-verðlauna. Það eru
bandarísk tónlistar-verðlaun.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Emilíana fær tilnefningu.
Hún er tilnefnd fyrir lagið
„Slow“ en hún er
með-höfundur að því. Kylie
Minogue flytur lagið. Það er
tilnefnt í flokknum besta
dans-lagið.
Björk er tilnefnd til tveggja
verðlauna. Platan hennar
Medúlla er tilnefnd sem
besta jaðar-platan. Lagið
„Oceania“ af sömu plötu er
tilnefnt fyrir besta flutning
popp-söngkonu. Björk hefur
nokkrum sinnum verið
tilnefnd en aldrei fengið
Grammy-verðlaun.
Grammy-verðlaun
til Íslands?
KENNARAR hafa loksins
fengið nýjan kjara-samning.
Hann var sam-þykktur
naum-lega síðasta mánudag.
51,2% sögðu já við
samningnum en 36,4%
sögðu nei. Það þýðir að ekki
þarf að skipa gerðar-dóm.
Eiríkur Jónsson er
formaður
Kennara-sambandsins. Hann
segist halda að margir hafi
sagt já til þess að deilan færi
ekki fyrir gerðar-dóm.
Launa-nefnd
sveitar-félaganna sam-þykkti
líka samninginn. 8 menn
sögðu já en einn sat hjá.
Birgir Björn Sigurjónsson er
formaður samninga-nefndar
sveitar-félaganna. Hann segir
að margir
sveitar-stjórnar-menn hafi
efa-semdir um samninginn.
Hann sé dýr en að það þurfi
að kynna hann vel. Þó segir
hann að flestir séu sáttir.
Stjórnin kærð?
Ríkis-stjórnin setti lög á
kennara í nóvember.
Hugsan-lega verða þessi lög
kærð. Ástæðan er sú að í
lögunum segir að ekki megi
raska forsendum annarra
kjara-samninga. Eiríkur segir
að þá hefði gerðar-dómur
þurft að miða við samning
sem kennarar hefðu hafnað.
Margir kennarar sögðu upp
eftir að ríkis-stjórnin setti
lögin. Sumir hafa dregið
uppsagnir sínar til baka en
ekki allir.
Kennarar með samning
Morgunblaðið/Ásdís
Skólastarf er að komast í eðli-legt horf.
Piltur lést
í elds-voða
á Sauðár-
króki
PILTUR lést og þrennt
slasaðist þegar eldur kom
upp í húsi á Sauðár-króki
um síðustu helgi. Pilturinn
hét Elvar Fannar
Þorvaldsson og var fæddur
1983.
Ein stúlka stökk út úr
brennandi húsinu og 2
menn gripu hana.
Reyk-kafarar fundu einn pilt
og annar stökk af svölunum.
Það er verið að rann-saka
hvers vegna kviknaði í.
Lögreglan hefur rætt við
fjölda fólks. Einn maður
hefur réttar-stöðu grunaðs
manns. Hann segist ekkert
muna.
KEFLVÍKINGAR eru komnir í
8 liða úrslit í bikarkeppni
Evrópu í körfu-bolta. Þeir
töpuðu fyrir Madeira í
Portúgal síðasta
fimmtudag. Leikurinn fór
92:82.
Samt komst Keflavík í 2.
sæti í riðlinum.
Liðið mætir því Mlekarna
frá Tékklandi. Vinna þarf 2
leiki til að komast áfram í
undan-úrslit. Fyrsti leikurinn
verður 13. janúar.
Keflvíkingar í 8 liða úrslit